25.12.2007 | 17:31
HANN KOM
Við vitum að sonur Guðs er kominn og hefur gefið okkur skilning til þess að við þekkjum sannan Guð. 1. Jóh. 5.20.
Fyrir nokkra virðist það vera á reiki af hverju við höldum jól. Margir nefna að jólin eigi sér heiðin uppruna, tengist sólardýrkun o.s.frv. Ekki skal á móti mælt að sú hátíð hafi einhvern tíma verið fyrir hendi .
En jól kristinna manna eiga sér annan uppruna, nefnilega koma Guðs inn í þennan heim.Við lesum í Jesaja 40.9 : 9Stíg upp á hátt fjall, Síon, fagnaðarboði. Hef upp raust þína kröftuglega, Jerúsalem, fagnaðarboði. Hef upp raustina og óttast eigi,
seg borgunum í Júda: 10Sjá, Guð yðar kemur í mætti og ríkir með máttugum armi.
Hér segir spámaðurinn fyrir um komu Krists og kallar boðberann fagnaðarboða.
Í Lúkas 2 .8 : En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. 9Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir 10en engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: 11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu."
13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu......
Hér sjáum við að himnesk vera kemur til jarðar og við sjáum að ótta slær á þá sem sjá hina himnesku veru, jú Guðleg nærvera er alltaf yfirþyrmandi og við finnum öll til veikleika okkar í nærveru Guðs.
Annað sem við sjáum er að engillinn talar um : " MIKINN Fögnuð" og segir síðan að yður er í dag frelsari fæddur....
Þriðja sem við sjáum : Að með englinum var fjöldi himneskra hersveita , eins og þegar konungar eða þjóðhöfðingjar eiga í hlut.
Hér var konungur Guðs ríkisins að koma til jarðar og hersveitir þessa ríkis fylgdu honum.
Við heyrum Jesú síðar segja ( Jóh 18: 36,) "Mitt ríki er ekki af þessum heimi...Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist" og aftur heyrist Jesús segja ( Matt 26: 53) : " Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla ? "
Guð kom í þennan heim til mannanna sem hann hafði skapað, til þess að bjarga og greiða úr þeirri flækju sem maðurinn hafði komið sér í með synd sinni. Þetta kallast fagnaðarerindi. Þetta má kenna um í skólum á Íslandi en ekki boða. Reyndar lét Jesús líf sitt vegna þess að hann boðaði þennan boðskap. Mætti það vera umhugsunarefni fyrir okkur þessi jól.
Jesús var ófeiminn við að segja okkur hver hann væri, Hann sagði m.a að :Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Á táknrænan hátt segist hann vera hið lifandi vatn.
Ísland í dag:
Í okkar þjóðfélagi hefur nú verið umræða um hvað má og ekki má. Og það virðist stefna í það að jólaboðskapinn má ekki boða, en það má um hann fræða . Og með þessu er okkur sagt að verið sé að varðveita mannréttindi.
Lítill drengur eða stúlka á skóla bekk þau mega horfa á hreint og tært vatnsglas en ekki drekka af því, Jú þetta stendur fyrir Krist segir kennarinn, en fyrst þarf ég að sýna ykkur alla hina menguðu vökvana, síðan þegar þið eruð orðin fullorðin , þá getið þið tekið þá ákvörðun að drekka hreina vatnið, nú ef þið eruð ekki orðin veik af hinu sullinu.
Mannréttindi og mannréttindi, það eru allir að boða eitthvað í dag og ég ætla bara að vera trúboði, trúin hefur reynst mér gott haldreipi í lífinu hingað til og af hverju skyldi ég ekki segja öðrum frá því.
Minni þig aftur á kæri lesandi að Guð hefur markað spor sín í þessum heimi og gefið okkur skilning á því hver hann er. Spurningin er þessi : Vilt þú taka á móti jólagjöf Guðs ?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 23:32
Smá hjartnæm jólasaga.
Fékk þessa sögu í tölvupósti.
Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar
sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr. Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði
ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir
að fara á svo marga staði". Jólin eru alltaf að verða meira og meira
pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að
sofa og vaknað svo eftir jólin.
Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða
verðin,hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.
Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem
hélt á dúkku upp við brjóstið sitt. Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist
svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við
hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?"
Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna
elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún
skoðaði sig um.Hún fór fljótlega. Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í
hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa
dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið
í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana. Ég
sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til
hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig
sorgmæddur "Nei, jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún
er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana
þegar hún fer þangað".
Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. Systir mín er farin
til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs
mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið
systur minni hana". Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit
upp til mín og sagði "Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg
strax.
Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi
hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að
mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei" "Ég elska mömmu
mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún
verði að fara til að vera hjá litlu systur minni". Svo leit hann aftur á
dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég teigði mig hljóðlega í
veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum
aftur í vasan til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi
sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg"Ég bætti smá af mínum peningum við
án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur
peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.
Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit
hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera
viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur
minni. Hann heyrði til mín" Mig langaði líka að eiga nógan pening til að
kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en
hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að
versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.
Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði
drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla
stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort
það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga konan myndi
ekki vakna úr dáinu.Var þetta fjölskylda litla stráksins?Tveim dögum eftir
að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég
gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og
fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti
áður en hún væri jörðuð. Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri
rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.Ég fór grátandi
og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur
hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda
sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum. Núna
hefur þú 2 kosti:1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.2) Eða
hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt.
Ef þú sendir þessi skilaboð, þá kannski hindrar þú einhvern í því að keyra
drukkinn.Kær kveðja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2007 | 20:08
Kærleikskveðja til Siðmenntar og Vantrúar.
Ég verð nú að segja að fólk sem notar persónulegar svívirðingar til að koma málstað sínum á framfæri kallast ekki kristið. Það er ekki í anda Krists. Það veldur mér hryggð, að einhver haldi að hann sé að verja kristilegt siðgæði, með því að hafa í hótunum við fólk.
Nú það er fjarri að ég sé sammála þessum samtökum , en í þeim er fólk og ég vil bera virðingu fyrir öllum mönnum, kristnum, vantrúuðum , múslimum eða hverrar lífsskoðunar eða trúar þeir eru.
Ég óska öllum sem tilheyra Siðmennt, sérstaklega Hope Knútsson, sem talað var um í þættinum gleðilegra jóla og alls hins besta í framtíðinni.
Það sama á við þá sem hafa átt orðaskipti við mig frá Vantrú á þessari síðu, þeir hafa hingað til verið málefnalegir og kurteisir. Óska ég þeim gleðilegra jóla og alls hins besta í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.12.2007 | 23:23
Það gerist fleira á leikskólum
Var að tala við starfsmann leikskóla í gær. Hún tjáði mér að það væri búið að skipta út bæninni: Nú er ég klæddur komin á ról og komin einhver þula í staðin. Þetta ætti að gleðja vini mína vantrúarmenn.
Annað sem ég heyrði líka í gær í vinnunni. Amman fór í leikskólann með 2 ára barnabarnið á jólatréskemmtun. Jólasveinninn var mættur á staðin og byrjar að tína upp úr poka sínum. Það fyrsta sem hann tók upp úr pokanum var brjóstahaldari. Umrædd amma sagði að börnin hefðu ekki skilið hvað um væri að vera og var sjálf furðu lostin.En þetta er ekki kristilegt og þá í lagi eða hvað ?
Frásögn úr skóla í Reykjavík þar sem nokkrir 6 ára drengir halda félaga sínum meðan einn af þeim pissar á hann. Gæti verið gott að segja þessum drengjum frá kærleika Jesú, eða þessum orðum Hans: allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.
Heyrði að byrjað væri að kenna börnum jóga í leikskólum.Hvað segja vantrúarmenn um það ?Er þá hindúismi betri en kristin trú. Og er heilbrigðara að lát börn kyrja eitthvað nafn á illum indverskum anda og setja sig í stellingar til að tilbiðja sólina fremur en að biðja til Krists ? Ég kýs fremur Jesú bróðir besti og barnavinur mesti.....
Merkileg var einnig sú frétt sem var á forsíðu fréttablaðsins í gær að alnæmissamtökin, kenndu ungum drengjum að fróa sér í smokk. Hvaða boðun er það nú ? Eða vilja menn kalla þetta bara fræðslu. Eða er þetta spurningin um manngildi ? Tengist þetta alnæmi ? Já er ekki lífsnauðsyn að koma kristnum gildum út ?
En þegar eitt fer út kemur annað inn og við sjáum nú þegar anda lögleysis að verki meðal unglinga. Ekki lengra en síðan í gær að í fréttum var sagt frá 16 ára dreng, sem var dæmdur fyrir að nauðga tveimur stúlkum. Ég spyr aftur er ekki þörf á að koma kristnum gildum í burtu ?
Jesús Kristur sagði: Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi.
Orðskviðir Salómons segja: Fræð þú sveininn um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.12.2007 | 21:21
Vantrúarprestar með vantrúartrúboð í skólum.
Las í fréttablaðinu í dag frétt um trúfélagið Vantrú . Þar kemur fram að þeir halda fyrirlestur á þemadögum í framhaldskólum.
Er ekki svolítil hræsni í því að vilja fara með sína Vantrúarboðun inn í skólana, en vilja síðan koma í veg fyrir að prestar þjóðkirkjunnar fái að boða sína trú í sömu skólum.
Hvar er nú lýðræðið ????? Af hverju á vantrú að hafa eitthvað fram yfir trú ??????
Fréttin segir einnig að séu ekki á móti kristnum hátíða höldum, sem sagt þeir vilja tileinka sér það góða frá kristindóminum, um leið og það kallast hindurvitni hjá okkur sem trúa.Ég óska öllum Vantrúarmönnum Guðs blessunar og gleðilegra jóla.Megi augu þeirra opnast fyrir kærleika Jesú Krist og tilgangi lífsins, sem er samfélagið við skaparann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
1.12.2007 | 17:20
Athyglisverð frétt
Fékk senda þess slóð í gær og hef ekki séð þetta í íslenskum fjölmiðlum. Kannski hefur það farið framhjá mér.
En mér finnst merkilegt að þetta skuli koma daginn eftir yfilýsingu þjóðarleiðtoganna um áætlun um frið. Dæmi hver fyrir sig.
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 14:48
Afleiðing af hverju ?
Var að lesa frétt á vísir um unga konu sem fékk dóm í Saudi Arabíu, fyrst fyrir að vera í bíl með karlmanni og síðan er refsingin þyngd vegna þess að hún áfríðjaði dómi. Henni var nauðgað af sjö karlmönnum sem að vísu fá fangelsisdóm en hún fær 200 svipuhögg. Ekki veit ég hvernig eða hvort hún lifir það af. Ég var að hugleiða að misjöfn er réttvísin í þessum heimi. Sjá frétt
Það virðist skipta máli hverning fólk hugsar og hverju fólk trúir
Langar að benda á myndband þessu máli tengt.
Set slóðina hér fyrir neðan þar sem linkur virðist ekki virka
<http://switch3.castup.net/cunet/gm.asp?ai=214&ar=1050wmv&ak=null>
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.11.2007 | 22:27
Guð trúarinnar.
Hebreabréfið 11.6: En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, veður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim , er hans leita.
Var að lesa blogg um gull sem óx í lófa konu frá Vestmannaeyjum. Gat reyndar ekki séð að neinn neitaði þeirri staðreynd að þetta hefði gerst, en hins vegar kepptist fólk við að setja fram skoðanir sínar um Guð í þessu sambandi. Af hverju Guð léti svona ekki gerast og ef hann léti það gerast þá væri þörfin meiri í Afríku.
Þegar ég las í gegnum kommentin kom upp í huga minn tvennt:
Þegar Jesús hékk á krossinum þá hæddust margir að honum og sögðu: Bjarga nú sjálfum þér ef þú ert sonur Guðs, og stíg niður af krossinum.
Atburður í húsi Símonar: Kona kom með dýr smyrsl og hellti yfir höfuð honum.... Við þessa sjón urðu lærisveinarnir gramir og sögðu: " Til hvers þessi er þessi sóun ? Þetta hefði mátt selja dýru verði og gefa fátækum" Hverju svaraði Jesús ? Fátæka hafið þér jafnan hjá yður, en mig hafið þér ekki ávallt. Síðan segir hann að hún hafi búið líkama sinn til greftrunar.
Í báðum framangreindum ritningum sjáum við að hugsun manna og Guðs fer ekki alltaf saman. Þegar Guð gerir eitthvað, virðist mönnum oft tamt að hæðast að því.
Jes. 55.8 Já mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn.
Einhver læknast, fer til læknis fær það staðfest að lækning hafi átt sér stað og fólk hæðist að viðkomandi. Merkilegt.Kona upplifir að gullduft kemur í hendur hennar, lætur rannsaka efnið og það er staðreynd að um gullefni er að ræða og fólk hlær.
Af hverju ætti Guð að gera þetta, spyr fólk ? Góð spurning . Guð hefur alltaf farið sínar leiðir hvað sem okkur mönnum finnst. Hins vegar er mikið talað um gull í biblíunni. Það er talað um götur úr gulli og undirstöðusteina borgar úr dýrum steinum.
Einnig í tjaldbúð Guðs var ljósastika úr skíru gulli sáttmálsörk af akasíuviði gulllögð bæði utan sem innan.Gull hefur einfaldlega táknræna merkingu í biblíunni og er táknrænt fyrir Guðdóminn.
Nú biblían talar um mörg tákn og undur hafi gerst meðal fólkisins á dögum furmkirkjunnar , hvað ef Guð vill einfaldlega opinbera nærveru sína á þennan hátt, á þessum tíma myrkurs og vantrúar ?
Aftur að upphafstextanum : Sá sem gengur fram fyrir Guð verður að trúa að hann umbuni. Það er eitt að trúa á Guð og annað að trúa að Guð geri hvað sem er fyrir þig. Oftar en einu sinni lesum við í ritningunni að Jesús læknaði og sagði: Trú þín hefur gjört þig heilann.
Jesús skyrpti eitt sinn á jörðina og gerði leðju úr hrákanum og smurði í augu blinds manns og sagði honum að fara og þvo augu sín. Kannski fór maðurinn af því að hann sá ekki hvað Jesús gerði eða hvað ? Nú ef við lesum þá sögu áfram, þá finnum við út að farísearnir efuðust um að maðurinn hefði nokkurn tíma verið blindur.
Margir eiga erfitt með að skilja á hvaða hátt Guð hefur valið að opinbera sjálfan sig og á meðan þeir ekki sætta sig við Guðs opinberun, þá verður hann einfaldlega áfram hulinn fyrir þá.
Hvernig opinbera menn hugsanir sínar í dag ? ???????
Nokkuð oft í rituðu máli. T.d hér á blogginu. Guð sendi Jesú til jarðar og hann sagðist vera opinberun á Guði. Hann sagðist sýna okkur Guð. Ritningin segir að hann hafi verið: Orðið,sem var hjá Guði og varð hold. Jesús sagði einnig að ritningarnar vitnuðu um hann.
Nú þú sem lest þessar línur getur að sjálfsögðu sagt að það sem ég skrifa hér sé ekki mín sannfæring, og getur gert mér upp alls konar skoðanir. Það hins vegar breytir ekki minni sannfæringu eða mínum orðum.
Eins er það með þá opinberun sem Guð hefur gefið okkur mönnum í gegnum sitt orð, Hann er trúr sínu orði.
Hann er hinn sami í gær og í dag , segir reyndar í Haggai: Mitt er gullið og silfrið.....
Ég held bara að Hann geti gert það sem hann vill við það. Ef það var til staðar í tjaldbúð Ísraelsmanna, af hverju þá ekki í kirkjunni.
Vandinn er sá að flestir virðast trúa á dauðan Guð, sem var uppi fyrir þúsundum ára, en lést fyrir aldurs sakir.
Það er ekki Guð ritningarinnar.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
31.10.2007 | 22:50
Umburðalyndi Guðs
Er Kristin trú umburðarlynd ? Er Guð biblíunnar umburðarlyndur ?
Hvernig skilgreinum við umburðarlyndi ? Þýðir það að samþykkja allt eða þýðir það að geta búið við eitthvað sem manni finnst óþægilegt, óaðlaðandi, ógeðfellt, eða óréttlátt ?
Ég tel að umburðarlyndi þýði ekki samþykki, heldur eiginleiki til að sýna þolinmæði, kærleika og sjálfstjórn í kringumstæðum sem eru okkur ekki að skapi.Ég trúi að langlyndi og umburðarlyndi séu skyld hugtök. Umber Guð þá sem brjóta gegn boðum Hans ?
Svarið er já, því ef Guð er almáttugur Guð og skapari himins og jarðar og skapari minn og þinn, þá værum við vart hér ef Hann ekki hefði umborið okkar misgjörðir.
Rómverjabréfið 3.25 segir: ..þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir...
2.Pét. 3.9 "Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar."
Að komast til iðrunar er að breyta um hugsunarhátt þ.e Guð býður eftir því að maðurinn vilji sjá hlutina á Hans (Guðs) hátt. Hversu margir foreldrar hafa ekki beðið þess að börn þeirra í eiturlyfjaneyslu vildu sjá líf sitt á annan hátt ? Að þau vildu skipta um hugsunarhátt ? Guð er faðir sem elskar börnin sín . Þú getur kannski tekið börn þín og lokað þau inni bara til þess að uppgötva að þau byrja strax í neyslu og þau losna. En ef þú getur fengið þau til að hugsa öðruvísi eða gera iðrun þá er hægt að hjálpa.
Eins er það með eðli syndarinnar, Guð faðir okkar vill fá okkur til að hafna þessu eðli og taka við gjöf Hans í Kristi sem er aðgangur að " Ríki Hans". Jóh. 3.3.
Hann hefur sýnt umburðarlyndi sitt frá sköpun heimsins.
Postulasagan 14.16 : " Hann hefur um liðnar aldir leyft, að sérhver þjóð gengi sína vegu "
Margir ásaka Guð fyrir umburðalyndi Hans og segja að ef Hann er almáttugur Guð af hverju grípur hann ekki inn í ranglæti heimsins. Hinir sömu ásaka einnig Guð fyrir að ætla á settum tíma að dæma heiminn.
Jesús Kristur sagði að faðirinn hefði sett tíma og tíðir af sjálfs síns valdi, sem segir okkur að hann sér tímann í öðru ljósi en við. Þannig að Guð mun opinbera réttlæti sitt á settum (sínum) tíma.
1.kor. 13.7. " Kærleikurinn umber allt" Umber þá ekki kærleikurinn syndina, spyrja margir. Jú, vissulega umber kærleikurinn syndir okkar, en segir okkur um leið að : " Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt." Prédikarinn 12. 14.
Eitt virðist þó vera erfitt fyrir Guð að umbera : " Skurðgoðadýrkun" þ.e . þegar"maðurinn" barn hans tekur til að dýrka aðra Guði. Eða falla fram fyrir líkneskjum, eða hafa samband við illa anda.
Ein besta myndin í biblíunni af umburðalyndi Guðs er sennilega sagan um týnda soninn. Þar lætur faðirinn soninn hafa sinn hluta af arfinum, sonurinn gerir síðan allt sem er andstætt vilja föðurins. Þegar sonurinn síðan kemur til sjálfs síns og vill snúa aftur, þá bíður faðirinn með opna arma og heldur veislu fyrir soninn.
Hins vegar er Guð orðheldinn. Ritningin segir: "að hann sé ekki maður að hann ljúgi né sonur manns að hann sjái sig um hönd." 4. Mós. 23.19
Jer. 1. 12. Sjá ég vaki yfir orði mínu til að framkvæma það.
2. Tím 3. 16 Sérhver ritning, innblásin af Guði er nytsöm til fræðslu - umvöndunar - til leiðréttingar til menntunar í réttlæti.
Eg tel að margir eigi erfitt með að skilja það að Guð sé trúr orði sínu. Af hverju ? Þeir hugsa ennþá öðruvísi en Guð. Guð er að bíða eftir að þeir geri iðrun. Þannig að við getum líkt Guði við föður sem allt sitt líf bíður eftir syni, sem er að eyðileggja líf sitt, bíður þess að geta miskunnað honum, en sonurinn velur myrkrið og lætur líf sitt að lokum af ofnotkun eiturefna og glatar lífi sínu. Var það föðurnum að kenna ? Nei það var val sonarins.
Vandinn við þá sem sjá Guð sem vondan og hefnigjarnan Guð er að þeir skilja ekki söguna. Fyrir þá eru engin eiturlyf til. Þannig að það er bara faðir að refsa syni. Menn gleyma að eins og Guð er til þannig er og djöfullinn til og því miður er það svo að margir velja það einfaldlega að þjóna honum. Umber Guð það ? Já , en það hryggir hann og hann bendir stöðuglega á rétta vegin í orði sínu.
Meira að segja kom Guð sjálfur til jarðar og umbar það að maðurinn sköpun hans krossfesti hann. Hann leið þolinmóður á krossi og sagði:" Ef mitt ríki væri af þessum heimi, þá hefðu þjónar mínir barist."Hugsunin í Hans ríki var og er öðruvísi og ef við viljum sjá hlutina í ljósi Guðs þá þurfum við menn einfaldlega að breyta okkar hugsun í stað þess að rembast stöðugt við að reyna breyta hugsun Guðs. Menn hafa reynt það gegnum aldirnar og eru enn að.
Jesús Kristur orðaði það svona : Gjörið iðrun, Guðs ríkið er í nánd.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
20.10.2007 | 18:04
I love Afrika
Lögðum upp að morgni 5 okt til Nakuru Kenya. Þurftum að bíða 6 klst í London, flugum síðan til Narobi þar sem við lentum kl 06.00 að morgni. Með mér í för var Sölvi Hilmarsson vinur minn og trúbróðir. Tilgangur farar okkar var tvíþættur, fyrst heimstóttum við biblíuskóla þar sem ég kenndi í eina viku og Sölvi vann við smíðar. Á skólanum voru 29 nemendur flestir forstöðumenn og leiðtogar. Síðan heimsóttum við einnig hjálparstarf sem kallast " New Life Africa International " sem er hjálparstarf fyrir götubörn. Heimilið hýsir nú um 90 börn og hefur skóla fyrir 500 börn, sem annars hefðu ekki efni á skólagöngu. Þessi börn fá einnig máltíð í skólanum, sem fyrir mörg þeirra er jafnevel þeirra eina máltið. Einnig er rekin neyðarmóttaka fyrir einstæðar mæður á tveim stöðum í borginni og er full þörf þar á .
Hvítasunnukirkjan í Keflavík hefur styrkt þetta starf og er áætlað að kynna það betur í byrjun næsta árs, en þá munu Leif og Susanne Madsen sem eru brautryðjendur þessa starfs sækja okkur heim.
Nú við lentum sem fyrr segir snemma morguns í Nairobi, þar sem Paul Tocco bandaríkjamaður og skólastjóri biblíuskólans tók á móti okkur. Hann og fjölskylda hans hafa dvalið 14 ár í Kenya og stofnuðu þennan skóla í trú. Borgin var að vakna til lífsins og vakti það athygli okkar hve margir voru á gangi meðfram þjóðveginum. Paul uppfræddi okkur um það að fætur væru algengasta farartækið þarna. Nú við lögðum síðan að stað áleiðis til Nakuru og í fyrstu var vegurinn svona álíka og verstu kaflarnir á leið til Akueyrar . En eftir um 100 km akstur þá lauk malbikaða kaflanum og nú tóku við vegaskorningar sem ég man varla eftir á Íslandi. En afríkubúar aka samt á fullu þótt farartækin fari í loftköstum.
Nú við dvöldum síðan á skólanum í viku og dvöl okkar lauk þar með heimsókn í "Slummið" eða fátækrahverfið við öskuhaugana. Eftir þá upplifun, þá verð ég að segja að fátækt og fátækt er kannski ekki sami hluturinn. Þá á ég við það sem kallast fátækt á Íslandi og fátækt á öskuhaugum Nakuru, nú eða bara götubörnin í Nakuru.
Nakuru telur um 1 milljón íbúa og þar eru um 3000 götubörn, sem er mjög átakanlegt að sjá. Okkur er tjáð að stjórnvöld loki augunum fyrir þessum vanda, en sem betur fer eru mörg hjálparsamtök að vinna gott starf þarna. Ekki endilega þessi stóru samtök, heldur hittum við þarna nokkra einstaklinga eins og Susanne og Leif, sem hafa bara farið og byrjað að hjálpa. Götubörninn sniffa lím til að deyfa hungrið.
Mánaðlaun verkafólks eru um $ 40 og það nægir varla fyrir mat.
Eins og fyrr segir þá eyddum við 3 síðustu dögunum með Leif og Susanne og skoðuðum barna og hjálparstarfið. Það er kraftaverk hvað þessi hjón hafa áorkað á síðustu 13 árum. Við hittum einnig nokkra af þeirra fyrstu götudrengjum, sem nú voru orðnir fulltíða menn og komnir út í atvinnulífið.
Hlýddum á frásögn fyrrverandi vændiskonu, sem var þakklát fyrir þetta starf og það nýja líf sem hún hafði eignast og gaf hún Guði dýrðina fyrir það.
Við héldum síðan heim á leið mánudaginn 15 okt til Narobi til að ná flugi til London morguninn eftir. Þetta kvöld fórum við út að borða með gestgjöfum okkar og á leið heim á gistiheimilið fengum við að kynnast lögreglunni í Narobi. Ökumaður okkar var stöðvaður og hafði hann gleymt að setja á sig öryggisbelti. Okkur var tjáð að hann þyrfti að mæta hjá dómara daginn eftir. Einnig var honum tjáð að það væru 70 á undan honum í röðinni, þannig að hann gæti þurft að bíða í dómshúsinu í 2-3 daga. Er ekki hægt að borga sektina á staðnum. Því miður, höfum ekki kvittanaheftið var svarið. Eftir mikið þref þá endaði þetta mál með því að ökumaður okkar greiddi yfirmanninum þarna á götunni jafnvirði 500 kr íslenskar . Ekki mútur sagði lögreglan, heldur þakklætisvottur fyrir góða meðferð.
Morguninn eftir héldum við svo heim á leið með Virgin Atlantic til London þakklátir fyrir landið okkar Ísland, en samt með ákveðnum trega, því þarna er mikið verk að vinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259