Leita í fréttum mbl.is

Ekki í bloggfrí, bara fara til Afríku.

 

 

 

Þegar ofurbloggararnir sumir setja upp tilkynningu og segjast farnir í bloggfrí, þá þýðir það vanalega að 2-3 dagar líða, sem þeir ekki tjá sig. Þar sem ég hef ekki þessa miklu tjáningarþörf þá blogga ég bara svona hálfsmánaðarlega, eða þar um bil.

Þannig að það passar að blogga næst þegar ég kem heim frá Afríkunni.

Við erum að fara tveir úr Hvítasunnukirkjunni í Keflavík til Nakuru Kenya, til að kenna þar við biblíuskóla. Síðan ætlum við að skoða starf sem kallast: "New Live Africa  International "

Þetta er hjálparstarf sem rekið er af dönskum hjónum, sem byrjuðu þarna fyrir u.þ.b. 10 árum.

Í dag reka þau skóla fyrir um 500 börn, en því miður þá eru það forréttindi að ganga í skóla í Nakuru. Einnig halda þau heimili fyrir bæði stúlkur og drengi sem eru heimilislaus af ýmsum ástæðum. Í Nakuru er mikill fjöldi heimilislausra barna.

Þar sem kirkjan okkar hefur stutt við þetta starf þá hlökkum við mikið til að fara og sjá staðinn.

Svo svona í lokin nokkur gullkorn frá Myles Munroe.

Læt þau flakka á ensku.

 

If you think knowledge is expensive try ignorance.

There is nothing as powerful as an idea.

Ideas outlive men

The only way to defeat bad idea is with better idea.

You don´t need things to have life- you need life to have things

 

 


Börn í kirkju

Kids in church 

KIDS IN CHURCH

3-year-old Reese:

"Our Father, Who does art in heaven,

Harold is His name.

Amen."

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

A little boy was overheard praying:

"Lord, if you can't make me a better boy, don't worry about it.

I'm having a real good time like I am."

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

After the christening of his baby brother in church,

Jason sobbed all the way home in the back seat of the car.

His father asked him three times what was wrong.

Finally, the boy replied,

"That preacher said he wanted us brought up in a Christian home,

and I wanted to stay with you guys.."

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

One particular four-year-old prayed,

"And forgive us our trash baskets

as we forgive those who put trash in our baskets."

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

A Sunday school teacher asked her children as they

were on the way to church service,

"And why is it necessary to be quiet in church?"

One bright little girl replied,

"Because people are sleeping."

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

A mother was preparing pancakes for her sons, Kevin 5, and Ryan 3.

The boys began to argue over who would get the first pancake.

Their mother saw the opportunity for a moral lesson.

"If Jesus were sitting here, He would say,

'Let my brother have the first pancake, I can wait.'

Kevin turned to his younger brother and said,

"Ryan, you be Jesus!"

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

A father was at the beach with his children

when the four-year-old son ran up to him,

grabbed his hand, and led him to the shore

where a seagull lay dead in the sand.

"Daddy, what happened to him?" the son asked.

"He died and went to Heaven," the Dad replied.

The boy thought a moment and then said,

"Did God throw him back down?"

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

A wife invited some people to dinner.

At the table, she turned to their six-year-old daughter and said,

"Would you like to say the blessing?"

"I wouldn't know what to say," the girl replied.

"Just say what you hear Mommy say," the wife answered.

The daughter bowed her head and said,

"Lord, why on earth did I invite all these people to dinner?"

  

 

 


Guð Abrahams

 

Guð Abrahams

Var að lesa umræður á bloggsíðu Svans Sigurbjörnssonar hjá Siðmennt um fórn Abrahams. Það er mjög erfitt að komast að réttri niðurstöðu ef við leggjum upp með rangar forsendur. Í sálmi Davíðs segir:"Hversu torskildar eru mér hugsanir þínar ó Guð." (Sálmur 139.17)

Og aftur í 1.kor. 2.14"Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er."

Til þess að skilja biblíuna þurfum við að skilja hugsanir Guðs og til þess að skilja hugsanir Guðs þá þurfum við að hafa anda Guðs. Allir geta eignast anda Guðs en andinn veitist samt aðeins fyrir trú. En það út af fyrir sig á ekki að ræða í þessum pistli. Heldur þessi spurning sem beint var til vinar míns Jóns Vals hvort hann væri reiðubúinn að fórna sínum syni eins og Abraham var tilbúinn að fórna sínum.

 

 Nú þá er fyrst að segja þetta, að í áætlun Guðs var bara einn Abraham og líka bara einn Jesús Kristur. Allt sem Guð gerði í lífi þessara tveggja, tengdist fyrirhugaðri hjálpræðisáætlun Guðs.  Þegar Abraham hafði verið reyndur af Guði, hvort hann myndi fórna sínum syni, þá talar engill Drottins til hans og segir:" Að fyrst þú gjörðir þetta og synjaðir mér eigi um einkason þinn þá skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt.... og af afkvæmi þínu skulu allar þjóðir á jörðunni blessun hljóta."

Páll segir okkur í Galatabréfinu hvert afkvæmið var. Það var Kristur. Þannig að það má segja að Guð hafi sagt: Fyrst þú Abraham synjaðir mér ekki um þinn son, þá mun ég gefa þér minn son.

Þannig að þetta er upphafið af hjálpræðisáætlun Guðs, til fallins mannkyns. Guð hafði gefið Adam vald yfir jörðinni . Adam hafði framselt þetta vald djöflinum. Þannig að nú þurfti Guð að gera sáttmála við manninn til þess að eiga inngang aftur . Guð er trúr sínu orði og djöfullinn hafði lagalegan rétt yfir jörðinni. Nú er það, að Guð gerir sáttmála við Abram, að vera hans Guð og Abram segir já.  Guð segir síðan : Þú skalt verða faðir margra þjóða ...og skalt þú heita Abraham. Og það er eftir það að Guð biður Abraham um soninn.

Sáttmáli í hinum austræna heimi, á milli tveggja einstaklinga þýddi : Allt mitt er þitt og allt þitt er mitt. Þannig að ef Abraham gaf sinn son þá var Guð skuldbundinn að gefa sinn son. Þetta er einfaldlega hugsunin á bak við fórn Abrahams.

Einnig í Hebreabréfinu þá  kemur í ljós að Guð talaði oft fyrrum til okkar mannanna í gegnum spámennina. En nú í lok þessara dag hefur hann talað til okkar í syni sínum.

Þannig að biblían samanstendur af tveimur sáttmálum hinum gamla og hinum nýja.

Í Hebreabréfinu 11 kafla er einnig sagt, að Abraham fórnfærði Ísak fyrir trú er hann var reyndur, hann hugði, að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum. Af hverju hugsaði Abraham svona? Jú Guð hafði sagt honum: " afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir. "

Á þessu sést að Abraham treysti Guði í blindni.

En að leiða getur að því að Guð biðji Pétur eða Pál að fórna einkasyni sínum, er einfaldlega vanþekking á hugsun Guðs, í þessu samhengi.

Abraham er sá sem Guð notaði til þess að koma hjálpræðis áætlun sinni til mannanna.

Sumt af því sem hér hefur verið sagt hljómar sennilega eins og heimska fyrir það sem við köllum mannlega skynsemi, enda talar Páll um heimsku prédikunarinnar.

Jesús orðaði það þannig,  að enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.

 


Kærleikur á undanhaldi og lögleysi í sókn.

 

 

 

Að koma heim úr fríi þá hálfpartinn þyrmdi yfir mig af  öllum neikvæðu fréttunum.

 

Varð forviða  þegar ég heyrði í fréttum að lögmaður dæmds ofbeldismanns hefði fengið þann úrskurð að framheili sakamannsins hefði skaddast í slysi og nú þyrfti að meta hvort maðurinn væri sakhæfur.  Er hægt að gera meira grín að réttarkerfinu spyr ég ?  Eru lögin þá sett til þess að hálir lögfræðingar komist í kring um þau og lögleysið fái að vaða uppi.

Enn heyri ég að fólk setja fram þau rök að vegna þess að ungri stúlku var nauðgað, að þá verðum við að leyfa fóstureyðingar. Ung kona segir, ef ég yrði þunguð núna í þessum kringumstæðum, færi ég hiklaust í fóstureyðingu. Það er eins og verið sé að tala um dekk undir bílnum .

Maður fer til dyra með exi og klífur andlit gestkomanda, enda viðkomandi óboðin.

Við heyrum hrópað: Friðum hvalina, ættleiðum hvalina, en það er sjálfsagður réttur að eyða börnum.

Við þurfum orðið sérsveitarmenn til að gæta okkar  á götum borgarinnar, eftir að skyggja tekur. Unglingar á kafi í eiturefnum, ofbeldishneigðir, virðast margir ekki vita muninn á réttu og röngu. Unglingageðdeildir yfirfullar.

Hvaðan kom lögleysið til þeirra. Eða hvernig eiga börnin að bera virðingu fyrir því sem er rétt og gott ef löggjafinn og við sem á undan göngum gerum ekki svo.

Er þetta það þjóðfélag og sú lífsmynd sem við þráum ?  

Það var Jesús Kristur sem sagði þetta: ..og vegna þess að lögmálsbrotin magnast, mun kærleikur alls þorra manna kólna.

Þetta helst í hendur að virða Guð og virða menn, og elska Guð og að elska menn.

Í orðskviðum Salómons stendur: Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum....aftur í sama kafla: Þegar réttlátum fjölgar, gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna andvarpar þjóðin.

Ef lögfræðingurinn vildi skjólstæðingi sínum vel, og hefði til þess þekkingu, þá myndi hann ráðleggja honum að játa afbrot sín og biðja þá sem hann hefur brotið gegn fyrirgefningar. Þá fyrst yrði þessi aumingja maður frjáls, þótt hann sæti ynni. Það er hægt að vera fangi þótt menn séu ekki í fangelsi. Það er líka hægt að vera í fangelsi og vera frjáls. Þegar við horfumst í augu við gjörðir okkar og iðrumst þeirra af hjarta, þá tökum við fyrsta skrefið í átt til frelsis.

Sannleikurinn gerir okkur frjáls, en lygin og blekkingin fangelsar okkur.

Það gladdi mig hins vegar að heyra þegar ég kom heim úr fríinu að í Ármúlanum hefði vændishúsi verið breytt í bænahús. Þar sem áður voru seld eiturlyf kemur fólk nú saman til bæna, iðrast synda sinna og upplifir ótrúlega lausn og lækningu, sem aðeins Jesús Kristur getur gefið inn í sitt líf.

Það segir mér, að það er til lifandi Guð sem skapaði himinn og jörð og Hann er sá sem skapaði manninn til að eiga samfélag við sig . Og aðeins í þessu samfélagi virkar maðurinn eins og ætlast var til.


Sabbatsdagur eða Sabbatshvíld ?

 

 

 

Ég hef verið  beðin að segja mitt álit í sambandi við hvíldardaginn. Það hefur verið athyglisverð umræða hér á nokkrum bloggsíðum um þetta mál. Þar hefur komið fram nokkuð góður rökstuðningur fyrir því að laugardagurinn sé rétti hvíldardagurinn. Ég hef ekkert við það að athuga og er sammála því að laugardagurinn er rétti hvíldardagurinn.

Hins vegar er þetta og var hvíldardagur gyðinga og hvíldardagur hins óendurfædda eða náttúrulega manns. 

Gamli sáttmálinn hafði prestaþjónustu, Móselögmálið, hátíðir og hvíldardaga og alls kyns reglur. Gamli sáttmálinn var gerður við Abram og síðan kemur lögmálið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.

 

Páll postuli talar um þetta í Galatabréfinu 4.10: þér hafið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum .

Kól. 2.16. Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. Þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti, en líkaminn er Krists

 

Ég vil bara benda hér á að þessi umræða er ekki ný, hún var uppi á dögum Páls þegar hinir kristnu gyðingar ásökuðu heiðingjana sem höfðu tekið við Kristi um að halda ekki hátíðir eða hvíldardaga . Hvað segir Páll. Enginn skyldi dæma yður .... þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti.

 

Í Hebreabréfinu ber höfundurinn saman hvíld hins nýja sáttmála og hvíldardagsins. Sjáðu til, þú getur haldið hvíldardaginn heilagan hvern laugardag og jafnvel hvern einasta dag, án þess að ganga inn til hvíldarinnar í Kristi.

Hebr. 4. 1. Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar Hans stendur enn.....

Hér er alls ekki verið að tala um að halda einhvern hvíldardag, heldur ganga inn til hvíldar Guðs fyrir trúna á Jesú Krist.

Ég fyrir mitt leyti er mjög sáttur við þá, sem hafa þá trú að halda laugardag , sem hvíldardag ,

Róm 14. 5. "Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum." en mín sannfæring er sú , að það sé engin hvíldardagur í hinum nýja sáttmála heldur sabbatshvíld í Kristi.

Ef þetta hefði verið mál, þá hefði postulafundurinn ályktað að það ætti að bjóða heiðingjunum að halda hvíldardaginn.

Hins vegar er það mitt mat að við eigum að minnast Drottins og lofa Hann og upphefja á " Drottins Degi, ( Opinb.1.10.) sem er ekki endilega hvíldardagur heldur dagur tileinkaður Drottni okkar og frelsara sem hefur gefið okkur hvíldina í Kristi sem menn gamla sáttmálans gátu ekki meðtekið, vegna þess að Kristur var ekki enn dáinn vegna okkar synda.

Þetta er nú ekki skrifað til að deila við þá ágætu bræður sem um þetta hafa skrifað, heldur til að standa vörð um mína eigin sannfæringu og frelsi mitt og sabbatshvíld í Jesú Kristi.

 

 


Sunnudagshugvekja: Þú þarft ekki að vera einmana.

 

Dennis Waitley sagði, " það er ekki hver þú ert, sem heldur aftur af þér ,heldur hvað þér finnst þú ekki vera." Það er sorglegt hve margir hafa svo lágt sjálfsmat, að þeir vilja frekar vera í röngu sambandi, en engu. Að vera innan um annað fólk er ekki endilega trygging fyrir því að vera ekki einmana. Þú getur verið innan um fólk allan sólarhringinn og upplifað þig einmana tóman og notaðan.

Þangað til að þú sigrast á óttanum við það að vera þú sjálfur  munt þú halda áfram að finnast þú vera einmana.  Einmanaleiki snýst meira um það, að  þér líkar ekki við sjálfan þig, heldur en að það sé fólk í kringum þig, sem þér líkar ekki við. Og það fæðir oft fram röng viðbrögð gagnvart öðrum.

Af hverju fer svo mikil orka í að forðast höfnun, í stað þess að byggja upp heilbrigð sambönd?  Við óttumst að vera særð og erum stöðugt í varnarstöðu. Við hugsum sem svo , ef við ekki blöndum geði við fólk þá verðum við ekki særð, og sem afleiðing af því þá sitjum við uppi með einmanaleikann. Við óttumst það að vera opin, þá gætum við verið gagnrýnd fyrir eitthvað persónulegt. Og þessi afstaða hjálpar bara til að einangra okkur.

Í stað þess að óska að hlutirnir séu öðruvísi, þá getur þú byrjað að breyta hlutunum. Í stað þess að bíða eftir  að einhver komi til þín, far þú þá  og taktu utan um einhvern annan sem er einmana.

 

 Páll postuli segir: vegna þess sem Kristur hefur gert, þá fagnar Guð yfir okkur. Þegar þú byrjar að sjá þig eins og Guð sér þig, þá fer þér að líka vel við sjálfan þig.

 

Fræg leikkona sagði eitt sinn: Umfaðmaðu og fagnaðu í því, sem gerir þig einstakan, vegna þess að þú ert bara eina eintakið. Þýðir það að hrokast upp og halda sig betri en aðra ? Nei, það þýðir bara, að í auðmýkt meðtekur þú sjálfan þig , vegna þess að þú veist að þinn Guð fagnar yfir þér (Sakaría 3: 17) Orðið fyrir þig í dag er því : Elskaðu sjálfan þig, fyrst Guð elskar þig.

Að hluta tekið úr: The Word for Today


Viðheldur fáfræði kristinni trú eða er fáfræðin ráðandi varðandi kristni ?

 

Fáfræðin viðheldur minni trú ?

 

Steindór J. Erlingsson nokkur skrifar grein í Fréttablaðinu 16 ágúst s.l. þar sem hann reynir að rökstyðja það að kristin trú sé enn til staðar vegna fáfræði. Til að rökstyðja mál sitt vitnar Steindór í bandarískan fræðimann sem notar ákveðna aðferðarfræði og kemst að þeirri niðurstöðu að Jesús hafi verið til, en hins vegar með sömu aðferðarfræði ekki upprisinn..

Við þurftum nú reyndar ekki að lesa þennan fræðimann til að vita um þessar kenningar. Matteusarguðspjall greinir frá þessum vangaveltum sem voru strax til staðar eftir upprisuna. Þar segir að hermönnunum sem gættu grafarinnar  hafi verið greitt fyrir að bera út þá sögu að lærisveinar  Jesú hafi stolið líki hans .

Steindór ýjar einnig að því í grein sinni að ákveðin klíka hafi ráðið hvað varð ofan á í þeirri samantekt sem við köllum Nýja testamennti.   Nú er ég vélstjóri, og ef að ég sé vél sem fer í gang og virkar þá er mér nokk sama þótt einhverjir vélaverkfræðingar segi mér að þessi vél eigi ekki að geta gengið.

Væri ekki nær að Steindór rannsakaði ritningarnar sjálfur og t.d. teldi saman þá spádóma Gamla testamenntisins t.d. um Jesú Krist sem við sjáum að eru þegar í uppfyllingu.Væri ekki nær að athuga hvort boðskapurinn virkar.

Steindór telur að kristin trú sé enn til staðar vegna blekkinga þeirra sem kenna kristinfræði.Hann gæti alveg eins sagt mér að hjónaband mitt væri byggt á einhverri blekkingu og að konan mín væri bara misskilningur.

Þvílík fáfræði segi ég nú bara. Kristin trú byggir á lifandi samfélagi milli Guðs og manns.

Jesús sagði: Enginn getur séð Guðs ríkið nema hann endurfæðist.  Það er greinilegt að Steindór hefur ekki séð Guðs ríkið. Þess vegna er hann einfaldlega fáfróður um það.

En það er bæn mín að Steindór leiti ekki lengur til fáfróðra milliliða heldur tali við skaparann sjálfan í gegnum meðalgangarnn Jesú Krist.

Að lokum eitt vers úr spádómbók Jesaja sem á vel við hér: " Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en Ísrael (maðurinn)  þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki."

Eitt erum við Steindór þó sammála um og það er niðurlagið í grein hans: "Ignorance is bliss."


Talsmaður samkynhneigðra snýr baki við samkynhneigð

'Gay'-rights leader quits homosexuality
Rising star in movement says God liberated him from lifestyle

Posted: July 3, 2007
1:00 a.m. Eastern

By Art Moore
© 2007 WorldNetDaily.com

glatze
Michael Glatze with Matthew Shepard's mother, Judy Shepard (Harvard University photo)
He was a rising star in the "gay rights" movement, but Michael Glatze now declares not only has he given up activism – he's no longer a homosexual.

Glatze – who had become a frequent media source as founding editor of Young Gay America magazine – tells the story of his transformation in an exclusive column published today by WND.

Although Glatze cut himself off from the homosexual community about a year and a half ago, he says the column likely will surprise some people.

"This will actually be news to anybody I used to relate to," he told WND.

The radical change in his life, Glatze recalls, began with inner "promptings" he now attributes to God.

"I hope I can share my story," he said. "I feel strongly God has put me here for a reason. Even in the darkest days of late-night parties, substance abuse and all kinds of things – when I felt like, 'Why am I here, what am I doing?' – there was always a voice there.

"I didn't know what to call it, or if I could trust it, but it said 'hold on.'"

Lesa alla fréttina   http://worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=56481

 Séð á heimasíðu Krossins

 


Hús hugans - Hverjum býður þú inn ?

 

 

 

Öll stórkostleg verk, uppgötvanir, listaverk, afreksverk  fæðast fyrst í huga mannsins, en það gera einnig hin mestu óhæfuverk, glæpir og hvers kyns illvirki.

Hugurinn hefur stundum verið kallaður vígvöllur sálarinnar.

Við getum líka kallað hugann hús og það skiptir máli hverjum eða hverju við hleypum þar inn.

Filippíbr. 4:8  segir: Allt sem er satt, sómasamlegt, rétt, hreint, elskuvert, gott afspurnar, dyggð, lofsvert, hugfestið það.

M.ö.o. þá er verið að segja okkur að nota  þetta sem mælikvarða, á gesti hugans.

 

Hér á eftir fer tilvitnun úr: "The Word for Today"

 

Þetta  sannleikur sem mun breyta þér: Það sem kemur stöðuglega inn í huga þinn, upptekur hann, mótar hann, stjórnar honum og stjórnar því að lokum hvað þú gerir og hver þú verður.

Samkomur sem þú sækir, efni sem þú lest eða ekki lest, tónlist sem þú hlustar á , sú ímynd sem þú sækist eftir, félagsskapurinn sem þú ert í  og þær hugsanir sem þú dvelur við, allt þetta mótar huga þinn, og síðan karakter þinn og að lokum framtíð þína.

 

Hugsaðu því vel um hús þitt og enn betur um það hverjum þú býður í heimsókn.


Gullna hliðið

Gullna hliðiðGullnahliðið 2

 

Á Keflavíkurflugvelli er hlið sem kallað er "Gullna hliðið."  Þar fer enginn í gegn, nema hafa  aðgangspassa - aðgangspassi fæst ekki nema viðkomandi hafi hreint sakavottorð og uppfylli þau skilyrði sem sett eru. Þegar farið er inn á svæðið  þarf að fara úr yfirhöfn- fara gegnum vopnaleitartæki- og stundum handleit eftir það.

Allt er þetta gert til að gæta öryggis flugvallarins eða flugfarþeganna.

Ef aðgangspassi gleymist, þá er ekki nóg að þekkja öryggisverðina, þú ferð annað hvort heim og sækir passann, eða einhver innan vallar tekur ábyrgð á þér. Ef þú sættir þig ekki við þá leið sem flugmálastjórn hefur ákveðið, þá ferð þú einfaldlega ekki inn á flugvöllinn.

 

 Dag einn var ég staddur í varðstöðinni þar sem vopnaleitartækin eru og inn kom maður sem var að koma í fyrsta skipti og var skráður inn, fékk bráðabirgðar passa, þar eð einhver tók ábyrgð á honum. Hann ætlaði síðan aftur út án þess að fara gegnum vopnaleitina. Þá var kallað á hann , og honum sagt, að hann væri "óhreinn" og eina leiðin inn á svæðið, væri að fara gegnum gegnumlýsingartækin til að verða hreinn.

.Þetta minnti mig á frásögn Jesú Krist sem sagði : Ég er dyrnar.   Og aftur á öðrum stað þar sem talað er um hina helgu eða himnesku borg Jerúsalem: " Og alls ekkert  óhreint skal inn í hana ganga, né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi,- engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsins bók lambsins."  (Opninb.21.27)

En er ekki undarlegt að menn geta sætt sig við að enginn komi inn á flugvöll nema eftir ákveðnum reglum,-vera skráðir í stafsmannabók flugmálastjórnar -þar sem engin frávik eru, bara ein leið.

En síðan segja margir að við getum komið til himinsins hvaða leið sem við viljum.

Er ekki skrítið hvað menn eru  oft ósáttir með það , að Guð almáttugur hafi eitthvað val um hvernig fólk komi inn á Hans yfirráðasvæði. Þegar þeim er sagt að við getum aðeins gengið hrein inn, með því að koma í gegnum "dyrnar" Jesú Krist. Hann er okkar andlega gegnumlýsingartæki  - Hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann . Og Hann hreinsar okkur af allri synd.

Það sem Jesús Kristur hefur fram yfir flugmálastjórn er að hjá Honum færðu allt í einu, hreint sakvottorð, aðgangspassa og það gerist bara á einu augnabliki, það er opið allan sólarhringin.

Hann er bara einni bæn í burtu. Fáðu þér aðgangspassa að Guðs ríkinu strax í dag.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband