Færsluflokkur: Bloggar
14.12.2007 | 23:23
Það gerist fleira á leikskólum
Var að tala við starfsmann leikskóla í gær. Hún tjáði mér að það væri búið að skipta út bæninni: Nú er ég klæddur komin á ról og komin einhver þula í staðin. Þetta ætti að gleðja vini mína vantrúarmenn.
Annað sem ég heyrði líka í gær í vinnunni. Amman fór í leikskólann með 2 ára barnabarnið á jólatréskemmtun. Jólasveinninn var mættur á staðin og byrjar að tína upp úr poka sínum. Það fyrsta sem hann tók upp úr pokanum var brjóstahaldari. Umrædd amma sagði að börnin hefðu ekki skilið hvað um væri að vera og var sjálf furðu lostin.En þetta er ekki kristilegt og þá í lagi eða hvað ?
Frásögn úr skóla í Reykjavík þar sem nokkrir 6 ára drengir halda félaga sínum meðan einn af þeim pissar á hann. Gæti verið gott að segja þessum drengjum frá kærleika Jesú, eða þessum orðum Hans: allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.
Heyrði að byrjað væri að kenna börnum jóga í leikskólum.Hvað segja vantrúarmenn um það ?Er þá hindúismi betri en kristin trú. Og er heilbrigðara að lát börn kyrja eitthvað nafn á illum indverskum anda og setja sig í stellingar til að tilbiðja sólina fremur en að biðja til Krists ? Ég kýs fremur Jesú bróðir besti og barnavinur mesti.....
Merkileg var einnig sú frétt sem var á forsíðu fréttablaðsins í gær að alnæmissamtökin, kenndu ungum drengjum að fróa sér í smokk. Hvaða boðun er það nú ? Eða vilja menn kalla þetta bara fræðslu. Eða er þetta spurningin um manngildi ? Tengist þetta alnæmi ? Já er ekki lífsnauðsyn að koma kristnum gildum út ?
En þegar eitt fer út kemur annað inn og við sjáum nú þegar anda lögleysis að verki meðal unglinga. Ekki lengra en síðan í gær að í fréttum var sagt frá 16 ára dreng, sem var dæmdur fyrir að nauðga tveimur stúlkum. Ég spyr aftur er ekki þörf á að koma kristnum gildum í burtu ?
Jesús Kristur sagði: Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi.
Orðskviðir Salómons segja: Fræð þú sveininn um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.12.2007 | 21:21
Vantrúarprestar með vantrúartrúboð í skólum.
Las í fréttablaðinu í dag frétt um trúfélagið Vantrú . Þar kemur fram að þeir halda fyrirlestur á þemadögum í framhaldskólum.
Er ekki svolítil hræsni í því að vilja fara með sína Vantrúarboðun inn í skólana, en vilja síðan koma í veg fyrir að prestar þjóðkirkjunnar fái að boða sína trú í sömu skólum.
Hvar er nú lýðræðið ????? Af hverju á vantrú að hafa eitthvað fram yfir trú ??????
Fréttin segir einnig að séu ekki á móti kristnum hátíða höldum, sem sagt þeir vilja tileinka sér það góða frá kristindóminum, um leið og það kallast hindurvitni hjá okkur sem trúa.Ég óska öllum Vantrúarmönnum Guðs blessunar og gleðilegra jóla.Megi augu þeirra opnast fyrir kærleika Jesú Krist og tilgangi lífsins, sem er samfélagið við skaparann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
1.12.2007 | 17:20
Athyglisverð frétt
Fékk senda þess slóð í gær og hef ekki séð þetta í íslenskum fjölmiðlum. Kannski hefur það farið framhjá mér.
En mér finnst merkilegt að þetta skuli koma daginn eftir yfilýsingu þjóðarleiðtoganna um áætlun um frið. Dæmi hver fyrir sig.
![]()
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 14:48
Afleiðing af hverju ?
Var að lesa frétt á vísir um unga konu sem fékk dóm í Saudi Arabíu, fyrst fyrir að vera í bíl með karlmanni og síðan er refsingin þyngd vegna þess að hún áfríðjaði dómi. Henni var nauðgað af sjö karlmönnum sem að vísu fá fangelsisdóm en hún fær 200 svipuhögg. Ekki veit ég hvernig eða hvort hún lifir það af. Ég var að hugleiða að misjöfn er réttvísin í þessum heimi. Sjá frétt
Það virðist skipta máli hverning fólk hugsar og hverju fólk trúir
Langar að benda á myndband þessu máli tengt.
Set slóðina hér fyrir neðan þar sem linkur virðist ekki virka
<http://switch3.castup.net/cunet/gm.asp?ai=214&ar=1050wmv&ak=null>
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.10.2007 | 18:04
I love Afrika
Lögðum upp að morgni 5 okt til Nakuru Kenya. Þurftum að bíða 6 klst í London, flugum síðan til Narobi þar sem við lentum kl 06.00 að morgni. Með mér í för var Sölvi Hilmarsson vinur minn og trúbróðir. Tilgangur farar okkar var tvíþættur, fyrst heimstóttum við biblíuskóla þar sem ég kenndi í eina viku og Sölvi vann við smíðar. Á skólanum voru 29 nemendur flestir forstöðumenn og leiðtogar. Síðan heimsóttum við einnig hjálparstarf sem kallast " New Life Africa International " sem er hjálparstarf fyrir götubörn. Heimilið hýsir nú um 90 börn og hefur skóla fyrir 500 börn, sem annars hefðu ekki efni á skólagöngu. Þessi börn fá einnig máltíð í skólanum, sem fyrir mörg þeirra er jafnevel þeirra eina máltið. Einnig er rekin neyðarmóttaka fyrir einstæðar mæður á tveim stöðum í borginni og er full þörf þar á .
Hvítasunnukirkjan í Keflavík hefur styrkt þetta starf og er áætlað að kynna það betur í byrjun næsta árs, en þá munu Leif og Susanne Madsen sem eru brautryðjendur þessa starfs sækja okkur heim.
Nú við lentum sem fyrr segir snemma morguns í Nairobi, þar sem Paul Tocco bandaríkjamaður og skólastjóri biblíuskólans tók á móti okkur. Hann og fjölskylda hans hafa dvalið 14 ár í Kenya og stofnuðu þennan skóla í trú. Borgin var að vakna til lífsins og vakti það athygli okkar hve margir voru á gangi meðfram þjóðveginum. Paul uppfræddi okkur um það að fætur væru algengasta farartækið þarna. Nú við lögðum síðan að stað áleiðis til Nakuru og í fyrstu var vegurinn svona álíka og verstu kaflarnir á leið til Akueyrar . En eftir um 100 km akstur þá lauk malbikaða kaflanum og nú tóku við vegaskorningar sem ég man varla eftir á Íslandi. En afríkubúar aka samt á fullu þótt farartækin fari í loftköstum.
Nú við dvöldum síðan á skólanum í viku og dvöl okkar lauk þar með heimsókn í "Slummið" eða fátækrahverfið við öskuhaugana. Eftir þá upplifun, þá verð ég að segja að fátækt og fátækt er kannski ekki sami hluturinn. Þá á ég við það sem kallast fátækt á Íslandi og fátækt á öskuhaugum Nakuru, nú eða bara götubörnin í Nakuru.
Nakuru telur um 1 milljón íbúa og þar eru um 3000 götubörn, sem er mjög átakanlegt að sjá. Okkur er tjáð að stjórnvöld loki augunum fyrir þessum vanda, en sem betur fer eru mörg hjálparsamtök að vinna gott starf þarna. Ekki endilega þessi stóru samtök, heldur hittum við þarna nokkra einstaklinga eins og Susanne og Leif, sem hafa bara farið og byrjað að hjálpa. Götubörninn sniffa lím til að deyfa hungrið.
Mánaðlaun verkafólks eru um $ 40 og það nægir varla fyrir mat.
Eins og fyrr segir þá eyddum við 3 síðustu dögunum með Leif og Susanne og skoðuðum barna og hjálparstarfið. Það er kraftaverk hvað þessi hjón hafa áorkað á síðustu 13 árum. Við hittum einnig nokkra af þeirra fyrstu götudrengjum, sem nú voru orðnir fulltíða menn og komnir út í atvinnulífið.
Hlýddum á frásögn fyrrverandi vændiskonu, sem var þakklát fyrir þetta starf og það nýja líf sem hún hafði eignast og gaf hún Guði dýrðina fyrir það.
Við héldum síðan heim á leið mánudaginn 15 okt til Narobi til að ná flugi til London morguninn eftir. Þetta kvöld fórum við út að borða með gestgjöfum okkar og á leið heim á gistiheimilið fengum við að kynnast lögreglunni í Narobi. Ökumaður okkar var stöðvaður og hafði hann gleymt að setja á sig öryggisbelti. Okkur var tjáð að hann þyrfti að mæta hjá dómara daginn eftir. Einnig var honum tjáð að það væru 70 á undan honum í röðinni, þannig að hann gæti þurft að bíða í dómshúsinu í 2-3 daga. Er ekki hægt að borga sektina á staðnum. Því miður, höfum ekki kvittanaheftið var svarið. Eftir mikið þref þá endaði þetta mál með því að ökumaður okkar greiddi yfirmanninum þarna á götunni jafnvirði 500 kr íslenskar . Ekki mútur sagði lögreglan, heldur þakklætisvottur fyrir góða meðferð.
Morguninn eftir héldum við svo heim á leið með Virgin Atlantic til London þakklátir fyrir landið okkar Ísland, en samt með ákveðnum trega, því þarna er mikið verk að vinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.10.2007 | 14:04
Ekki í bloggfrí, bara fara til Afríku.
Þegar ofurbloggararnir sumir setja upp tilkynningu og segjast farnir í bloggfrí, þá þýðir það vanalega að 2-3 dagar líða, sem þeir ekki tjá sig. Þar sem ég hef ekki þessa miklu tjáningarþörf þá blogga ég bara svona hálfsmánaðarlega, eða þar um bil.
Þannig að það passar að blogga næst þegar ég kem heim frá Afríkunni.
Við erum að fara tveir úr Hvítasunnukirkjunni í Keflavík til Nakuru Kenya, til að kenna þar við biblíuskóla. Síðan ætlum við að skoða starf sem kallast: "New Live Africa International "
Þetta er hjálparstarf sem rekið er af dönskum hjónum, sem byrjuðu þarna fyrir u.þ.b. 10 árum.
Í dag reka þau skóla fyrir um 500 börn, en því miður þá eru það forréttindi að ganga í skóla í Nakuru. Einnig halda þau heimili fyrir bæði stúlkur og drengi sem eru heimilislaus af ýmsum ástæðum. Í Nakuru er mikill fjöldi heimilislausra barna.
Þar sem kirkjan okkar hefur stutt við þetta starf þá hlökkum við mikið til að fara og sjá staðinn.
Svo svona í lokin nokkur gullkorn frá Myles Munroe.
Læt þau flakka á ensku.
If you think knowledge is expensive try ignorance.
There is nothing as powerful as an idea.
Ideas outlive men
The only way to defeat bad idea is with better idea.
You don´t need things to have life- you need life to have things
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.9.2007 | 16:48
Börn í kirkju

KIDS IN CHURCH
3-year-old Reese:
"Our Father, Who does art in heaven,
Harold is His name.
Amen."
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
A little boy was overheard praying:
"Lord, if you can't make me a better boy, don't worry about it.
I'm having a real good time like I am."
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
After the christening of his baby brother in church,
Jason sobbed all the way home in the back seat of the car.
His father asked him three times what was wrong.
Finally, the boy replied,
"That preacher said he wanted us brought up in a Christian home,
and I wanted to stay with you guys.."
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
One particular four-year-old prayed,
"And forgive us our trash baskets
as we forgive those who put trash in our baskets."
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
A Sunday school teacher asked her children as they
were on the way to church service,
"And why is it necessary to be quiet in church?"
One bright little girl replied,
"Because people are sleeping."
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
A mother was preparing pancakes for her sons, Kevin 5, and Ryan 3.
The boys began to argue over who would get the first pancake.
Their mother saw the opportunity for a moral lesson.
"If Jesus were sitting here, He would say,
'Let my brother have the first pancake, I can wait.'
Kevin turned to his younger brother and said,
"Ryan, you be Jesus!"
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
A father was at the beach with his children
when the four-year-old son ran up to him,
grabbed his hand, and led him to the shore
where a seagull lay dead in the sand.
"Daddy, what happened to him?" the son asked.
"He died and went to Heaven," the Dad replied.
The boy thought a moment and then said,
"Did God throw him back down?"
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
A wife invited some people to dinner.
At the table, she turned to their six-year-old daughter and said,
"Would you like to say the blessing?"
"I wouldn't know what to say," the girl replied.
"Just say what you hear Mommy say," the wife answered.
The daughter bowed her head and said,
"Lord, why on earth did I invite all these people to dinner?"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2007 | 22:34
Kærleikur á undanhaldi og lögleysi í sókn.
Að koma heim úr fríi þá hálfpartinn þyrmdi yfir mig af öllum neikvæðu fréttunum.
Varð forviða þegar ég heyrði í fréttum að lögmaður dæmds ofbeldismanns hefði fengið þann úrskurð að framheili sakamannsins hefði skaddast í slysi og nú þyrfti að meta hvort maðurinn væri sakhæfur. Er hægt að gera meira grín að réttarkerfinu spyr ég ? Eru lögin þá sett til þess að hálir lögfræðingar komist í kring um þau og lögleysið fái að vaða uppi.
Enn heyri ég að fólk setja fram þau rök að vegna þess að ungri stúlku var nauðgað, að þá verðum við að leyfa fóstureyðingar. Ung kona segir, ef ég yrði þunguð núna í þessum kringumstæðum, færi ég hiklaust í fóstureyðingu. Það er eins og verið sé að tala um dekk undir bílnum .
Maður fer til dyra með exi og klífur andlit gestkomanda, enda viðkomandi óboðin.
Við heyrum hrópað: Friðum hvalina, ættleiðum hvalina, en það er sjálfsagður réttur að eyða börnum.
Við þurfum orðið sérsveitarmenn til að gæta okkar á götum borgarinnar, eftir að skyggja tekur. Unglingar á kafi í eiturefnum, ofbeldishneigðir, virðast margir ekki vita muninn á réttu og röngu. Unglingageðdeildir yfirfullar.
Hvaðan kom lögleysið til þeirra. Eða hvernig eiga börnin að bera virðingu fyrir því sem er rétt og gott ef löggjafinn og við sem á undan göngum gerum ekki svo.
Er þetta það þjóðfélag og sú lífsmynd sem við þráum ?
Það var Jesús Kristur sem sagði þetta: ..og vegna þess að lögmálsbrotin magnast, mun kærleikur alls þorra manna kólna.
Þetta helst í hendur að virða Guð og virða menn, og elska Guð og að elska menn.
Í orðskviðum Salómons stendur: Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum....aftur í sama kafla: Þegar réttlátum fjölgar, gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna andvarpar þjóðin.
Ef lögfræðingurinn vildi skjólstæðingi sínum vel, og hefði til þess þekkingu, þá myndi hann ráðleggja honum að játa afbrot sín og biðja þá sem hann hefur brotið gegn fyrirgefningar. Þá fyrst yrði þessi aumingja maður frjáls, þótt hann sæti ynni. Það er hægt að vera fangi þótt menn séu ekki í fangelsi. Það er líka hægt að vera í fangelsi og vera frjáls. Þegar við horfumst í augu við gjörðir okkar og iðrumst þeirra af hjarta, þá tökum við fyrsta skrefið í átt til frelsis.
Sannleikurinn gerir okkur frjáls, en lygin og blekkingin fangelsar okkur.
Það gladdi mig hins vegar að heyra þegar ég kom heim úr fríinu að í Ármúlanum hefði vændishúsi verið breytt í bænahús. Þar sem áður voru seld eiturlyf kemur fólk nú saman til bæna, iðrast synda sinna og upplifir ótrúlega lausn og lækningu, sem aðeins Jesús Kristur getur gefið inn í sitt líf.
Það segir mér, að það er til lifandi Guð sem skapaði himinn og jörð og Hann er sá sem skapaði manninn til að eiga samfélag við sig . Og aðeins í þessu samfélagi virkar maðurinn eins og ætlast var til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.7.2007 | 23:57
Sabbatsdagur eða Sabbatshvíld ?
Ég hef verið beðin að segja mitt álit í sambandi við hvíldardaginn. Það hefur verið athyglisverð umræða hér á nokkrum bloggsíðum um þetta mál. Þar hefur komið fram nokkuð góður rökstuðningur fyrir því að laugardagurinn sé rétti hvíldardagurinn. Ég hef ekkert við það að athuga og er sammála því að laugardagurinn er rétti hvíldardagurinn.
Hins vegar er þetta og var hvíldardagur gyðinga og hvíldardagur hins óendurfædda eða náttúrulega manns.
Gamli sáttmálinn hafði prestaþjónustu, Móselögmálið, hátíðir og hvíldardaga og alls kyns reglur. Gamli sáttmálinn var gerður við Abram og síðan kemur lögmálið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
Páll postuli talar um þetta í Galatabréfinu 4.10: þér hafið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum .
Kól. 2.16. Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. Þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti, en líkaminn er Krists
Ég vil bara benda hér á að þessi umræða er ekki ný, hún var uppi á dögum Páls þegar hinir kristnu gyðingar ásökuðu heiðingjana sem höfðu tekið við Kristi um að halda ekki hátíðir eða hvíldardaga . Hvað segir Páll. Enginn skyldi dæma yður .... þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti.
Í Hebreabréfinu ber höfundurinn saman hvíld hins nýja sáttmála og hvíldardagsins. Sjáðu til, þú getur haldið hvíldardaginn heilagan hvern laugardag og jafnvel hvern einasta dag, án þess að ganga inn til hvíldarinnar í Kristi.
Hebr. 4. 1. Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar Hans stendur enn.....
Hér er alls ekki verið að tala um að halda einhvern hvíldardag, heldur ganga inn til hvíldar Guðs fyrir trúna á Jesú Krist.
Ég fyrir mitt leyti er mjög sáttur við þá, sem hafa þá trú að halda laugardag , sem hvíldardag ,
Róm 14. 5. "Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum." en mín sannfæring er sú , að það sé engin hvíldardagur í hinum nýja sáttmála heldur sabbatshvíld í Kristi.
Ef þetta hefði verið mál, þá hefði postulafundurinn ályktað að það ætti að bjóða heiðingjunum að halda hvíldardaginn.
Hins vegar er það mitt mat að við eigum að minnast Drottins og lofa Hann og upphefja á " Drottins Degi, ( Opinb.1.10.) sem er ekki endilega hvíldardagur heldur dagur tileinkaður Drottni okkar og frelsara sem hefur gefið okkur hvíldina í Kristi sem menn gamla sáttmálans gátu ekki meðtekið, vegna þess að Kristur var ekki enn dáinn vegna okkar synda.
Þetta er nú ekki skrifað til að deila við þá ágætu bræður sem um þetta hafa skrifað, heldur til að standa vörð um mína eigin sannfæringu og frelsi mitt og sabbatshvíld í Jesú Kristi.
Bloggar | Breytt 1.8.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
22.7.2007 | 15:34
Sunnudagshugvekja: Þú þarft ekki að vera einmana.
Dennis Waitley sagði, " það er ekki hver þú ert, sem heldur aftur af þér ,heldur hvað þér finnst þú ekki vera." Það er sorglegt hve margir hafa svo lágt sjálfsmat, að þeir vilja frekar vera í röngu sambandi, en engu. Að vera innan um annað fólk er ekki endilega trygging fyrir því að vera ekki einmana. Þú getur verið innan um fólk allan sólarhringinn og upplifað þig einmana tóman og notaðan.
Þangað til að þú sigrast á óttanum við það að vera þú sjálfur munt þú halda áfram að finnast þú vera einmana. Einmanaleiki snýst meira um það, að þér líkar ekki við sjálfan þig, heldur en að það sé fólk í kringum þig, sem þér líkar ekki við. Og það fæðir oft fram röng viðbrögð gagnvart öðrum.
Af hverju fer svo mikil orka í að forðast höfnun, í stað þess að byggja upp heilbrigð sambönd? Við óttumst að vera særð og erum stöðugt í varnarstöðu. Við hugsum sem svo , ef við ekki blöndum geði við fólk þá verðum við ekki særð, og sem afleiðing af því þá sitjum við uppi með einmanaleikann. Við óttumst það að vera opin, þá gætum við verið gagnrýnd fyrir eitthvað persónulegt. Og þessi afstaða hjálpar bara til að einangra okkur.
Í stað þess að óska að hlutirnir séu öðruvísi, þá getur þú byrjað að breyta hlutunum. Í stað þess að bíða eftir að einhver komi til þín, far þú þá og taktu utan um einhvern annan sem er einmana.
Páll postuli segir: vegna þess sem Kristur hefur gert, þá fagnar Guð yfir okkur. Þegar þú byrjar að sjá þig eins og Guð sér þig, þá fer þér að líka vel við sjálfan þig.
Fræg leikkona sagði eitt sinn: Umfaðmaðu og fagnaðu í því, sem gerir þig einstakan, vegna þess að þú ert bara eina eintakið. Þýðir það að hrokast upp og halda sig betri en aðra ? Nei, það þýðir bara, að í auðmýkt meðtekur þú sjálfan þig , vegna þess að þú veist að þinn Guð fagnar yfir þér (Sakaría 3: 17) Orðið fyrir þig í dag er því : Elskaðu sjálfan þig, fyrst Guð elskar þig.
Að hluta tekið úr: The Word for Today
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldur
-
Flower
- Gladius
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Gísli Torfi
-
gudni.is
-
Hafsteinn V Eðvarðsson
-
Kaleb Joshua
-
Högni Hilmisson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Jón Valur Jensson
-
Kafteinninn
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Mofi
-
Ólafur Jóhannsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Snorri Óskarsson
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Styrmir Hafliðason
-
Þormar Helgi Ingimarsson
-
Linda
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Benedikta E
-
Eygló Hjaltalín
-
Sverrir Halldórsson
-
Rödd í óbyggð, kristilegt félag
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Hörður Finnbogason
-
Jón Ríkharðsson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ólöf Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Óskar Sigurðsson
-
Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259