Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Talsmaður samkynhneigðra snýr baki við samkynhneigð

'Gay'-rights leader quits homosexuality
Rising star in movement says God liberated him from lifestyle

Posted: July 3, 2007
1:00 a.m. Eastern

By Art Moore
© 2007 WorldNetDaily.com

glatze
Michael Glatze with Matthew Shepard's mother, Judy Shepard (Harvard University photo)
He was a rising star in the "gay rights" movement, but Michael Glatze now declares not only has he given up activism – he's no longer a homosexual.

Glatze – who had become a frequent media source as founding editor of Young Gay America magazine – tells the story of his transformation in an exclusive column published today by WND.

Although Glatze cut himself off from the homosexual community about a year and a half ago, he says the column likely will surprise some people.

"This will actually be news to anybody I used to relate to," he told WND.

The radical change in his life, Glatze recalls, began with inner "promptings" he now attributes to God.

"I hope I can share my story," he said. "I feel strongly God has put me here for a reason. Even in the darkest days of late-night parties, substance abuse and all kinds of things – when I felt like, 'Why am I here, what am I doing?' – there was always a voice there.

"I didn't know what to call it, or if I could trust it, but it said 'hold on.'"

Lesa alla fréttina   http://worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=56481

 Séð á heimasíðu Krossins

 


Hús hugans - Hverjum býður þú inn ?

 

 

 

Öll stórkostleg verk, uppgötvanir, listaverk, afreksverk  fæðast fyrst í huga mannsins, en það gera einnig hin mestu óhæfuverk, glæpir og hvers kyns illvirki.

Hugurinn hefur stundum verið kallaður vígvöllur sálarinnar.

Við getum líka kallað hugann hús og það skiptir máli hverjum eða hverju við hleypum þar inn.

Filippíbr. 4:8  segir: Allt sem er satt, sómasamlegt, rétt, hreint, elskuvert, gott afspurnar, dyggð, lofsvert, hugfestið það.

M.ö.o. þá er verið að segja okkur að nota  þetta sem mælikvarða, á gesti hugans.

 

Hér á eftir fer tilvitnun úr: "The Word for Today"

 

Þetta  sannleikur sem mun breyta þér: Það sem kemur stöðuglega inn í huga þinn, upptekur hann, mótar hann, stjórnar honum og stjórnar því að lokum hvað þú gerir og hver þú verður.

Samkomur sem þú sækir, efni sem þú lest eða ekki lest, tónlist sem þú hlustar á , sú ímynd sem þú sækist eftir, félagsskapurinn sem þú ert í  og þær hugsanir sem þú dvelur við, allt þetta mótar huga þinn, og síðan karakter þinn og að lokum framtíð þína.

 

Hugsaðu því vel um hús þitt og enn betur um það hverjum þú býður í heimsókn.


Mengun sálarinnar.

 

Las í  "Blaðinu" í dag frétt sem bar yfirskriftina Klámfengi og kvenfyrirlitning. Þar er rætt um agavandamál í vinnuskóla Kópavogs. Forstöðumaðurinn segist hafa gert sér grein fyrir því að ekki var nóg að hafa reglur bara varðandi skipulag og matartíma.

 Heldur þurfti líka að setja reglur varðandi bann við nauðgunarbröndurum, grófum klám-athugasemdum og niðrandi útlendingabröndurum innan hópsins. Þessar reglur endurtek ég fyrir einstaklingum i vinnuhópnum nánast daglega, segir forstöðumaðurinn.

Guðsteinn bloggvinur minn talar um reykingar í dag og að fólk sem reykir fái ekki að taka að sér börn. En hvað með fólk sem mengar sálarlíf barna sinna með ósiðlegu athæfi. Kannski erfiðara að koma í veg fyrir það.  Hvað með þjóðfélag sem lætur þetta ósiðlega athæfi viðgangast og gerir jafnvel góðan róm að ?

Það var tvennt sem kom í hugann þegar ég las umrædda grein. Í fyrsta lagi : Við sem þjóð höfum snúið okkur frá kristnum gildum og uppskerum samkvæmt því. Orðskv. 29:16, Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum

Orðskv. 29.2. Þegar réttlátum fjölgar, gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna, andvarpar þjóðin.

Annað: Þegar Jesús var hér á jörðinni, sagði hann:  "Leyfið börnunum að koma til mín."

Því miður eru margir í dag sem meina börnum sínum að koma til Jesú .

Og því fara þau á mis við það sem hann getur og vill gefa þeim.

Drottin mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.  ( sálmur 121.7)

Um það snýst málið, það sem sálin nærist á það er það sem út kemur.

Af hverju ekki að leyfa Drottni að vernda sálarlíf komandi kynslóðar.


Hvernig vin viltu ?

  

I have my fans, sagði Paris Hilton áður en hún fór í fangelsið. Þetta  minnti mig á þessa setningu:

Hollywood segir þér, að þú sért eitthvað, sem þú  ekki ert. "   Guð segir þér hins vegar : Að Hann geti gert eitthvað úr þér , sem þú  ekki ert.Í orðskviðunum 20.6. segir : " Margir menn eru kallaðir kærleiksríkir, en tryggan vin hver finnur hann ?

Hvort viltu eiga tryggan vin, frægan vin, eða ríkan vin ? Auðvitað getur frægur og ríkur vinur verið góður vinur, en hvar er þitt gildismat ?

Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir. Orðskv. 17.17.

Trúmennska, hvað er það ? Traust ? Eru þetta gildi sem eru "inn" í dag ?  Eru þetta gildi sem er haldið á lofti í dag ?

Veistu að Guð er trúfastur og hann er svo trúfastur, að Hann er trúr sínu orði.   Þ.e. Hann er trúr ritningunni. Þetta eiga margir erfitt með að skilja í dag. En á þessu byggir réttlæti Guðs. Hann segir ekki eitt í dag og annað á morgun.Jesús sagði að sá sem væri stöðugur í kærleikanum héldi boðorð föðurins, eins og hann sjálfur héldi þau.Jóh. 15.10.

Jeremía 1.12. "Því ég vaki yfir orði mínu til að framkvæma það"

Guð er ekki maður að hann ljúgi, né sonur manns að Hann sjái sig um hönd. ( 4.mos. 23.19)

Vilja ekki flestir eiga  vini sem eru menn orða sinna ?

 

Annar hjálpari.

 

Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara...

Orðið annar: allos - Einhver mér við hlið, annar eins og ég , orðið felur í sér, annan í minn stað, sem gerir í minni fjarveru sömu verk og ég myndi gera ef ég væri í líkamanum á meðal yðar.

Heilagur andi er hér í stað Jesú Krist, eins og hann sagði: Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar. Jóh 14.18.

En ég segi yður sannleikann: það er yður til góðs að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar .Jóh. 16.7.

 Heilagur andi er ósýnileg persóna sem er hér á jörðinni í stað Krist.  Á hvítsunnudag kom hann til að dvelja meðal okkar og Hann er hér enn.


Adam vísindanna.

 

 

 

Þá höfum við það, vísindin eiga líka sinn Adam.

Í gærkveldi mánudag var athyglisverður þáttur í ríkissjónvarpinu, sem bar yfirskriftina: "Leitin að Adam."

Í þættinum kom fram að samkvæmt niðurstöðum DNA rannsókna bendir allt til þess að jarðarbúar eigi sér einn ættföður eða Adam vísindanna.  

Ekki langt frá því sem biblían segir: Hinn fyrsti maður Adam varð að lifandi sál. 1.kor 15. 45


Eitthvað sem peningar geta ekki keypt .

 

 

 

Traust er ekki til sölu, traust er ekki auðfengið, traust er ekki ódýrt.

Hvað er traust ?  Jú við getum sagt : Þú reynir einhvern að því að vera, það sem hann segist vera. Traust er eins og brú sem er byggð milli tveggja einstaklinga.

Fyrir skömmu var sagt frá því að aðeins 11% þjóðarinnar treystu trúfélögum. Ég hugleiddi þessa niðurstöðu og fannst hún mjög eðlileg. Það eru ekki meira en 11% prósent af þjóðinni sem þekkja til trúfélaga. Þú getur ekki treyst einhverju sem þú ekki þekkir. Þú treystir ekki Guði nema þekkja hann. Það er eitt að trúa að Guð sé til . Annað að treysta Hans orði.

Fyrirgefning og traust er ekki sami hluturinn. Þú getur fyrirgefið strax, en það tekur tíma að treysta á ný þegar trúnaður hefur verið brotinn. Eitthvað sem peningar geta ekki keypt.


Nútíma viðhorf....

Táningur var að útskýra fyrir eldri borgara af hverju eldri kynslóðin skilur ekki yngri kynslóðina. Þið ólust upp í frumstæðum heimi, sagði hann. Í dag höfum við geimferðir ,  kjarnorku og tölvur.  Gamli maðurinn svaraði brosandi, Já þú hefur rétt fyrir þér , við höfðum ekki þessa hluti, þess vegna fundum við þá upp. Smile

 

 


Fyrir tveim mínútum trúði ég ekki á Loch Ness skrímslið heldur.

 

Saga þessi er sögð af guðleysingja sem var að veiða á yndislegum degi, þegar  Loch Ness skrímslið réðst á bát hans.

 

 Skrímslið kastaði bát hans hátt í loft upp, opnaði síðan kjaftinn til að gleypa bát og mann.  Maðurinn hrópar hátt: " Ó Guð hjálpaðu mér " Skyndilega þá stöðvast báturinn í loftinu og guðleysinginn heyrir rödd frá himni sem segir, ég hélt að þú tryðir ekki á mig."Come on God , give me a break,"  grátbiður maðurinn.  Fyrir tveim mínútum trúði ég ekki heldur  á Loch Ness skrímslið.

 

 Billy Graham segir, Þegar einhver spyr mig hvernig ég geti verið svo viss um að Guð sé raunverulega til, þá minnist ég frásagnarinnar af litla drengnum sem var úti að leika sér með flugdrekann sinn.

Það var vindur og skýin þyrluðust um himininn. Flugdrekinn fór upp uns skýin huldu hann.

Hvað ertu að gera spurði maður nokkur litla drenginn ?  Ég er með flugdrekann minn svaraði drengurinn. Með flugdrekann sagði maðurinn. Hvernig veistu það ?  Þú sérð ekki flugdrekann.

Nei svaraði litli drengurinn, ég sé hann ekki, en annað slagið finn ég svolítinn kipp og þá veit ég fyrir víst að hann er þar.

Ekki byggja það á áliti annarra. Finndu Guð fyrir sjálfan þig með því að bjóða Jesú Kristi inn í líf þitt. Þá muntu líka vita , þegar þú finnur í hjartanu snertingu, að Hann er þar og lifir í þér.

Róm 8.16. Sjálfur andinn vitnar með með vorum anda að vér erum Guðs börn.

Lauslega þýtt úr : The Word for today.


„Ekki rugla mig með staðreyndum. Ég hef myndað mér skoðun.“

Vona mér verði fyrirgefið en ég stenst ekki mátið að blanda mér í þessa umræðu þótt seint sé. Fyrirsögnin er tilvitnun í pistil af bloggsíðu, Arndísar Önnu, Kristínar og Gunnarsdóttur. Og ég leyfi mér að grípa inn í umræðuna hér:  

Síðbúið svar til Arndísar.

Þar sem búið var að loka á þessa færslu langar mig að birta hér svar til Arndísar Kristínar Gunnarsdóttur og svara þeim spurningum sem eru hér teknar af hennar bloggsíðu, þar eð engin svör komu.

Arndís segir:

Ég hef sjálf fundið Guð og hann var góður félagi minn í mörg ár. Með tímanum hvarf hinsvegar trúin, en það var alls ekkert sorgarferli sem þeim „missi" fylgdi. Ég einfaldlega áttaði mig á því, sem Richard nokkur Dawkins orðaði svo skemmtilega:

„We don't need an imaginary friend in the skies."

Mín spurning út frá pistli Stefáns er því þessi: Hvers vegna ætti ég að leita Guðs „af öllu hjarta"? Hvers vegna ætti ég að opna huga minn fyrir boðskap trúarbragða (heilaþvotti?)? Hvers vegna, þegar ég hef sjálfa mig, náttúruna, skynsemina, rökhugsunina, trúna á hið góða, fjölskylduna mína og annað gott og fallegt sem lífið hefur upp á að bjóða, til þess að veita mér sáluhjálp, hamingju, sátt, eða hvað það er sem fólk sækist eftir í lífinu? Mig skortir ekkert.

 

Ef þú hefðir raunverulega fundið Guð, þá hefði Richard nokkur Dawkins  ekki getað heilaþvegið þig með sínu röklausa vantrúarrugli. Ég hlustaði á þennan Richard Dawkins í Kastljósi og það eina sem gerðist var að ég varð enn vissari í minni sök að Drottinn minn og Guð minn væri skaparinn. Sjáðu Dawkins gerir nákvæmlega það sem ritningin segir fyrir um .

Hann dýrkar hið skapaða í stað skaparans.

Hann sagði orðrétt: 500 milljón ára jörð fyllir mann dulúð og lotningu.  Hvað er maðurinn að segja ? Jú að jörðin hið skapaða og aldur hennar það hrífur hans hjarta.

Dawkins heldur áfram og segir: Trúin er spennandi fyrir treggáfað fólk.

Hver er nú að ímynda sér hvað ? Jörðin 500 milljón ára ? Það er enginn sem getur sannað það.

Jörðin varð til að sjálfu sér ? Hver er nú trúaður ? Eða ímyndunarveikur ?

Hvað er það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við horfum á málverk ? Hver málaði þessa mynd. Eða hver teiknaði þetta hús ? Þú þarft á virkilegri ímyndunarveiki að halda til þess að trúa því að húsið hafi orðið til af sjálfu sér.

Mitt mat er að skoðanir Dawkins séu algerlega röklausar,  eins og segir í sálminum : "Heimskinginn segir enginn Guð."

Arndís spyr:

"Hvers vegna ætti ég að leita Guðs „af öllu hjarta"? Hvers vegna ætti ég að opna huga minn fyrir boðskap trúarbragða (heilaþvotti?)? Hvers vegna, þegar ég hef sjálfa mig, náttúruna, skynsemina, rökhugsunina, trúna á hið góða, fjölskylduna mína og annað gott og fallegt sem lífið hefur upp á að bjóða, til þess að veita mér sáluhjálp, hamingju, sátt, eða hvað það er sem fólk sækist eftir í lífinu? Mig skortir ekkert."

Af því að þú ert sköpuð í Guðs mynd til að eiga samfélag við Hann. Það er hinn raunverulegi og upphaflegi tilgangur lífsins.

Þú sjálf , náttúran , hugsanir þínar, fjölskyldan ..... getur ekki veitt þér sáluhjálp...Þú getur svo sem sagt mig skortir ekkert, en það er bara eitthvað sem getur breytst á einu augnabliki. Við getum búið við allsnægtir í dag og skort á morgun.

Þú hefur hins vegar val að trúa mönnum eins og Richard Dawkins eða þeirri opinberun sem Guð hefur gefið okkur í Orði sínu, í Jesú Kristi og í allri sköpuninni sem þú minnist á.

Það er það frelsi sem við höfum, sem sköpun Guðs, við höfum frjálsan vilja. Við getum enn valið af hvoru trénu við viljum eta. Okkar eigin skilnigs tré eða  lífsins tré.......

 

Enn ein ásæða til að leita Guðs er þessi. Við erum eilífðar verur það er líf eftir þetta líf og markmið fagnaðrerindis Jesú Krists er að vekja okkur synduga menn til iðrunar að við sættumst við Guð og séum síðan með Honum um alla eilífð.

Þetta eru staðreyndir sem ég vil gjarnan miðla með þér, en ekki rugla þig heldur sannfæra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 43331

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband