Færsluflokkur: Bloggar
26.4.2008 | 16:18
Fagnandi Talsmenn dauðans.
Tveir þingmenn þeir Ellert B. Schram og Steingrímur J. Sigfússon, rita báðir greinar í Mbl. á sumardaginn fyrsta. Þeir ráða sér vart fyrir kæti að hafa komið á þeim íslenska sið í allri Evrópu að konur geti haft frjálsan aðgang að þeirri þjónustu að fá ófædd börn sín deydd.
Ég spyr nú, er ekki komið árið 2008, lifum við ekki á upplýsingaöld, vitum við ekki að það er rangt að deyða, eða er bara í lagi að deyða ófædd börn.
Þegar ég hugleiði þennan ófögnuð verður mér hreint óglatt. Hvernig stendur á því að enginn þingmaður á Íslandi og meirihluti þingmanni í Evrópu veit ekki að: " Fóstur er ófætt barn"
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta en bendi á umræðu um þessi mál á heimasíðu Jóns Vals Jenssonar.
Ég set hér inn link svo allir geti séð um hvað málið snýst. En ég vara við myndunum, þær eru skelfilegar, en þetta er að gerast á okkar dögum og menn gera góðan róm að.
Bloggar | Breytt 27.4.2008 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.4.2008 | 23:50
Bréf frá fanga
Í kvöld fékk ég bréf frá fanga. Ég kynntist þessum unga manni fyrir u.þ.b 9 mánuðum síðan á samkomu í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Síðan er það að hópur af ungu fólki fer að koma saman í kirkjunni okkar á laugardagskvöldum. Þau ganga undir nafninu " Kærleikurinn"
Nýlega sagði mér annar ungur maður: " Ég kom þarna á samkomu og sé þennan mann þarna, (umræddan fanga) og þegar ég sá hann þarna, þá vissi ég að Guð var raunverulegur, því ég þekkti þennan mann, og hann var algjör ........ en nú ljómaði hann af kærleika "
Margir hafa komið til mín með svipaða sögu af þessum unga fanga. Þegar þeir sáu breytinguna í lífi hans, þá sannfærðust þeir um að trúin á Krist er ekki bara eitthvað upp á punt, heldur er trúin, lífsbreytandi kraftur, sem umbreytir harðsvíruðustu glæpa og ofbeldismönnum og gjörir þá ljúfa sem lömb.
Ég kynntist aldrei dópsalanum og glæpamanninum Gunnari, ég kynntist yndislegum ungum manni sem þráir að allir fái að upplifa kærleika Krists, sem umbreytti hans lífi.
En nú kemur bréfið:
Gunnar Jóhann , trúboði Jesú Krists á Litla Hrauni heilsar öllum heilögum í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Megi náð og friður margfaldast ykkar á meðal í Jesú nafni.
Þegar ég kom í fangelsið á Skólavörðustíg 9 tóku fangaverðirnir vel á móti mér. Þeir áttu von á mér og þekktu mig, því ég hafði farið og verið með samkomur í fangelsinu með öðru kristnu fólki. Nú kom léttir yfir mig, loksins var komið að þessu.Ég var afklæddur og látin fara í sturtu, síðan settur í hvítan slopp og það er gengið úr skugga um að ég sé ekki með nein fíkniefni.
Ég fæ að taka eina bók með mér og síðan er ég lokaður inni í einangrunarklefa, því fangelsið var fullsetið. Bókin sem varð fyrir valinu var,: " Góðan dag Heilagur Andi." Ég var búinn að bíða spenntur eftir þessari stund, að vera lokaður inni með Heilögum anda. Þetta var alveg frábært og bókin nær nú allri athygli minni og ég er að lesa langt fram á nótt.
Vakna snemma morguns, byrja strax að lesa, en dett fljótlega út og sofna aftur. Þá dreymir mig að það sé búið að skrifa fremst í bókina með blýanti: " Ég er Drottinn Guð þinn, hafðu engar áhyggjur, þú ert akkúrat á þeim stað sem ég vil hafa þig, ég elska þig."
Ég vakna strax við þessa sýn fullur gleði og ég finn sterkt fyrir nærveru Heilags anda. Á þessari stundu var mér ljóst að Drottinn ætlar að vinna verk inni í fangelsinu, og ég hugsaði til allra þeirra sem báðu fyrir mér áður en ég fór inn.Ég fer síðan fram á gang til að ná í matarbakkann minn og þá fæ ég að upplifa nokkuð sérstakt. Það kemur strákur til mín og spyr mig hvort ég hafi komið inn í klefann hans í morgun klæddur hvítum slopp og með biblíu í hendinni.
Þetta var alveg ótrúlegt, drenginn hafði dreymt að einhver hefði komið til hans í klefann, í hvítum slopp og með biblíu í hendinni að færa honum. Hvað var að gerast ?
Ég var settur í hvítan slopp þegar ég kom inn í fangelsið og ég ætlaði að færa föngunum biblíur sem "Kærleikurinn" var búinn að safna fyrir , og Guð mætir þessum unga manni í draumi, fyrstu nóttina sem ég er þarna. Aftur fæ ég þessa fullvissu að andi Drottins er með mér í fangelsinu.
Vikuna á eftir lá ég í pest, en næ samt að gefa öllum föngunum á Skólavörðustíg biblíur. Einn fullorðinn maður biður mig að eiga við sig orð og ég fæ tækifæri til að vitna fyrir honum og biðja með honum frelsisbæn .
Þetta byrjar vel, og ég er þakklátur fyrir Anda Guðs, sem er minn styrkur. Eymd er valkostur og þegar maður hefur tekið á móti upprisu andanum og keppist við að vera leiddur af honum þá er það ekkert sem getur stöðvað mann, ekkert fær stöðvað Anda Guðs.
Eftir að ég kom á Litla Hraun, þá tók það mig smá tíma að aðlagast staðnum, ég var ennþá veikur og það tók sinn toll.
Það var mikil breyting að fara frá yndislega lífinu sem ég lifði, fara frá kirkjunni minni þar sem kærleikurinn er í fyrirrúmi alltaf, yfir í það að vera fangi á Litla Hrauni. Þarna er föngum mikið stjórnað með andlegu ofbeldi, og ég verð vitni að því á hverjum degi að það er talað niður til fanga af öðrum föngum. Það er mikið blótað og hlegið af óförum annarra , menn reyna að upphefja sjálfa sig með því að niðurlægja veikari manninn. Mér finnst ekki skrýtið að margir fangar hafi tekið líf sitt hérna einfaldlega vegna vonsku samfanga sinna.
Einn fangi var stunginn með hníf um daginn í sjoppunni og þegar ég kom þar að, þá var verið að þrífa blóðið upp. Það var ekki skemmtileg upplifun.
En Guð er lausnin frá öllu óvinarins veldi og ég get vitnað um það sjálfur, því einu sinni var ég alveg eins og þessir strákar. En Drottinn mætti mér, þar sem ég var fastur í ofbeldisverkum og Drottinn leysti mig, þar sem ég var fastur í myrkrinu og tók mig inn í ljósið sitt. Hann bjargaði lífu mínu frá glötun og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Og þótt ég búi við þessar aðstæður núna þá hefur það furðulega lítil áhrif á mig, því ég er ekki hér á mínum vegum, heldur Guðs vegum.
Það fékk ég að upplifa um daginn þegar Drottinn læknaði nokkra fanga. Ég var inni í klefanum mínum að hlusta á prédikun með Todd Bentley og hann er að tala um, hvernig átta hundruð manns frelsuðust á einum degi í einu af glæpahverfum Afríku þegar Drottinn fór að lækna fólk.
Þessi prédikun kveikti svo mikinn eld í mér að ég rauk út úr klefanum og fór inn í klefa til fanga sem hafði kvartað yfir að vera slæmur í úlnliðunum vegna meiðsla. Ég spurði hann hvort hann vildi losna við verkinn og við báðum saman og verkurinn fór og honum dauðbrá. Ég sagði honum að þakka Jesú, og síðan fór ég fram á gang og hrópaði, hvort einhver væri með verki í líkamanum, því Jesús vildi lækna þá. Ég byrjaði að biðja fyrir einum sem var með verk í bakinu og á meðan ég bað fyrir honum, þá gengur annar drengur hjá og hann var líka með verki í baki. Hann fann verkinn fara úr sér bara við að ganga framhjá . Honum brá líka, og ég sagði honum að þakka Jesú, og þetta sama kvöld spurði hann mig hvar væri best að byrja að lesa í biblíunni.
Nú þennan sama dag gaf ég strákunum á mínum gangi biblíur í boði "Kærleikans" í Keflavík.
Þetta er besti dagurinn hingað til, og ég veit að Guð ætlar að gera miklu meira hérna því að Andinn vitnar um það með mínum anda.
En sumir eru erfiðir og hrokast bara upp við það að heyra minnst á Guð, og þess vegna er ég alltaf glaður, alltaf með kærleikann að vopni og ég vil enda þetta með versi úr 1.Pétursbréfi 2:12:
Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, til þess að þeir, er nú hallmæla yður sem illgjörðarmönnum, sjái góðverk yðar og vegsami Guð á tíma vitjunarinnar.
Þetta er einmitt lykilinn. Ég trúi því að á tíma vitjunarinnar muni margir strákar sem ekkert vilja hafa með Guð að gera núna, á neyðardegi eiga þeir eftir að hrópa til Drottins og taka á móti honum sem sínum leiðtoga. Þess vegna keppist ég eftir því að lifa í kærleikanum, keppi eftir réttlætinu.
En ég vil biðja ykkur systkini að hafa fangana á Litla Hrauni ávallt í bænum ykkar, því að Guð er lifandi og bænheyrandi Guð og með fyrirbæn margra sigrum við allt óvinarins veldi.
Kveðja Gunnar Jóhann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
9.4.2008 | 22:46
Enn eitt slysið á Reykjanesbraut.
Reykjanesbrautin lokuð , sex manns fluttir á slysadeild. Þetta er orðið svo algengt að heyra að maður verður hálf samdauna. Síðan var hringt í mig og mér var tjáð að góður vinur minn og trúbróðir Aðalbjörn Leifsson hefði verið í öðrum bílnum. Og að hann væri illa slasaður. Brotnir hryggjaliðir og á erfitt með öndun og blæðir inn á miltað.
Það sem olli mér hugarangri, er að Alli lenti í samskonar slysi á Holtavörðuheiði fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þá brotnaði hann einnig mjög illa og þurfti að spengja hann eins og núna.
Hins vegar var hann að vanda mjög brattur og sagðist sannfærður að Jesús myndi lækna sig nú sem í fyrra skiptið.
Bið ykkur sem trúið, að biðja fyrir bróðir okkar.
Bloggar | Breytt 11.4.2008 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.3.2008 | 21:34
Við vorum heppnir arabar
Birti hér gamla grein sem ég fann í safni mínu og er frá árinu 2004. Nafn höfundar er ekki gefið upp af öryggisástæðum, en grein þessari var dreift af Naomi Ragen.
Mér fannst þessi grein, þegar ég las hana þarft innleg í umræðuna fyrir botni Miðjarðarhafs og þykir enn.
Ég er heppinn Arabi. Afi minn, Mohamed fór snemma á síðustu öld fótgangandi frá Írak í leit að vinnu. Gyðingar komu þá þúsundum saman til hinnar bresku Palestínu og sameinuðust þeim gyðingum sem ávallt höfðu búið þar. Hinir aðfluttu keyptu land af brottfluttum tyrkneskum múslimum. Þeir þurftu á vinnuafli að halda, svo að afi minn settist að eignaðist stóra fjölskyldu, lagði hart að sér og lifði kyrrlátu lífi.
Ég bý í Haifa í Ísrael. Árið 1948 þegar Ísrael lýsti yfir sjálfstæði, þá gerðu herir arabaríkjanna árás á hið nýstofnaða ríki með það að markmiði að eyða því.
Ég var þá 15 ára gamall og man vel eftir útvarpsútsendingum frá arabaríkjunum sem sögðu okkur að yfirgefa heimili okkar tímabundið og fara austur á bóginn meðan innrásarherirnir þurrkuðu Gyðingana út. Þeir sögðu okkur að við gætum síðan snúið heim til heimila okkar og yrðum þeirrar gleði aðnjótandi að taka yfir allar eigur gyðinga heimili, býli, verslanir ,bíla og bankareikninga.
Faðir minn, var friðsamur, vel menntaður og skynsamur maður. Við höfðum alltaf átt gott samband við nágranna okkar bæði kristna, gyðinga og múslima.
Hann safnaði allri fjölskyldunni saman og sagði okkur af hverju það væri ekki viturlegt að flýja. Hann sagðist ekki trúa því að gyðingar myndu kom illa fram við okkur. Við fórum ekki og erum hér ennþá
Í dag bý ég enn í gamla steinhúsinu sem faðir minn átti, með konu minni og yngsta barni af átta. Hin börnin mín og barnabörn búa öll í næsta nágrenni. Við höfum aldrei hlotið ómannúðlega meðferð, og við komumst miklu betur af, heldur en þeir arabar sem flýðu og eru enn í örbyrgð í flóttamannabúðum styrktum af sameinuðu þjóðunum og öðrum hjálparsamtökum.
Mig langar að segja þér hvernig líf mitt er, sem arabískur ríkisborgari í Ísrael. Ég fékk menntun í ísraelskum skóla og framhaldskóla . Ég er lyfjafræðingur og vinn fyrir stórt lyfjafyrirtæki í Haifa. Ég hef fengið sömu laun og hlunnindi og ísraelskir vinnufélagar mínir.
Nú er ég hættur að vinna. Ég fæ lífeyrisgreiðslur frá tveimur aðilum, frá lífeyrissjóðnum sem ég greiddi í hjá fyrirtækinu og síðan frá ísraelska ríkinu.
Ég á átta börn. Í hverjum mánuði fékk ég barnabætur frá ríkinu uns börnin voru 18 ára. Ég veit ekki um annað land þar sem það gerist, örugglega ekki í neinu arabaríki.
Öll fjölskyldan naut heilsugæslu frá ríkinu og fékk góða læknishjálp. Öll börnin mín voru fædd á sjúkrahúsi. Öll læknaþjónusta er greidd af tryggingakerfinu frá fæðingu til dauðadags og jafnvel, þegar við deyjum þá er séð um kostnað við útförina.
Börnin mín gengu í skóla með börnum gyðinga, voru meðlimir í sömu íþróttafélögum og félagsmiðstöðvum. Þau fengu öll háskólamenntum, og sum fengu námstyrki frá ríkinu.
Ég biðst fyrir í mosku, sem var byggð á landsvæði sem var gefið af ríkissjóði, ég er ríkisborgari, hef vegabréf, get ferðast hvert sem ég vil, hvenær sem ég vil. Ég hefi kosningarétt, og við höfum nokkra þingmenn sem eru arabar í þinginu.
Ég hefi lifað góðu lífi, ásamt fjölskyldu minni, og ég finn sárlega til með þeim sem hafa þurft að lifa undir stjórn Yasser Arafat, og ég þrái þann dag , að Arafat er allur, svo að raunverulegar friðarviðræður geti hafist við Ísrael.
Að Palestínu arabar geti einnig lifað betra lífi.
Ég þrái þann dag að ég geti ferðast til Ramallah að heimsækja frændur mína, án þess að vera kallaður "samstarfsmaður" og drepinn. Ég þakka Allah og afa mínum að við komum hingað. Ég þakka Allah að faðir minn fór ekki í burtu árið 1948. Ég þakka Allah að börnin mín eru alin upp hér, í eina landinu í miðaustulöndum, þar sem er frelsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
16.3.2008 | 09:06
Sunnudagshugleiðing
Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Orðskv. 15.2
Góð hugleiðing fyrir bloggara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 22:59
Er Guð til ?
Fékk þessa góðu grein frá Saudi Arabíu í tölvupósti. Læt hana flakka á ensku.
This is one of the best explanations of
why God allows pain and suffering that I have seen...
A man went to a barbershop to have
his hair cut and his beard trimmed.
As the barber began to work,
they began to have a good conversation.
They talked about so many things and various subjects.
When they eventually touched on the subject of God,the barber said: 'I don't believe that God exists.'
'Why do you say that?' asked the customer. 'Well, you just have to go out in the streetto realize that God doesn't exist. Tell me, if God exists, would there be so many sick people?
Would there be abandoned children?
If God existed, there would be neither suffering nor pain.
I can't imagine a loving God who would allow all of these things.'
The customer thought for a moment, but didn't respond because he didn't want to start an argument. The barber finished his job and the customer left the shop.
Just after he left the barbershop, he saw a man in the street withlong, stringy, dirty hair and an untrimmed beard.
He looked dirty and unkempt. The customer turned back and entered the barber shop again and he said to the barber:
'You know what? Barbers do not exist.'
'How can you say that?' asked the surprised barber.
'I am here, and I am a barber. And I just worked on you!'
'No!' the customer exclaimed. 'Barbers don't exist because
if they did, there would be no people with dirty long hair and
untrimmed beards, like that man outside.'
'Ah, but barbers DO exist! That's what happens when people do not come to me.'
'Exactly!' affirmed the customer. 'That's the point! God, too, DOES exist!
That's what happens when people do not go to Him and don't look to Him
for help.
That's why there's so much pain and suffering in the world.'
BE BLESSED & BE A BLESSING TO OTHERS !!!!!!!
Express yourself instantly with
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.2.2008 | 18:02
Umburðarlyndisfasisminn
Var með stuttan þátt í útvarpi um þetta efni og ætla hér að reyna kom þeim hugsunum til skila.
Fyrirsögnin - Umburðarlyndisfasismi- eru ummæli sem voru viðhöfð um frumvarp menntamálaráðherra varðandi kristið siðgæði í skólum. Reyndar voru umrædd umæli eitthvað á þessa leið: "því Björn var ekki beðinn álits áður en kaþólska blondínan í menntamálaráðuneytinu ákvað að keyra "umburðarlyndisfasismann" í gegnum þingið. Auðvitað er sú umræða ekki búin og mér finnst ekkert ólíklegt að menn......."
Hér er verið að vitna í utandagskrárumræður á alþingi.
En snúum okkur að hugtakinu : " Umburðalyndisfasismi "Hverju er verið að lýsa ? Orðið samanstendur af tveimur andstæðum hugtökum, umburðalyndi og fasismi.
Umburðarlyndi, myndi ég skilgreina: Eitthvað sem ég er ekki sammála en ég umber, hef samt sem áður frelsi til að segja mitt álit.
Fasismi lýsir hins vegar: Einræði, harðstjórn, andsósíalísk stjórnmálahreyfing, er stefnir að vopnaðri kúgun ríkisvalds ( með her eða lögreglu) á almenningi.
Hvað tákna þá þessi tvö orð þegar þau koma saman í eina sæng ? Jú, eins og ég skil það þá er verið að neyða fólk til að umbera eitthvað sem það vill ekki umbera. Stundum kallað skoðanabæling, ég hef ekki lengur rétt til að tjá mína skoðun, án þess að það veki reiði eða ofsafengin viðbrögð.
Gott dæmi um þetta er umræðan um samkynhneigð, sem hefur tekið 180 gráðu beygju á s.l. 30 árum. Ef einhver sagðist samkynhneigður fyrir 30 árum eða talaði um að þetta væri eðlilegur lífsmáti, þá kallaði það á viðbrögð í samfélaginu, oft ofsafengin.
Í dag hins vegar ef einhver segir að þetta sé óeðlilegur lífsmáti, þá kallar það á samskonar viðbrögð. Þ. e. Mér er tjáð að það sé skoðun sem eigi ekki að líða í nútímasamfélagi.
Bjuggum reyndar í nútímasamfélagi fyrir 30 árum líka. Það er nú bara þannig á hverjum tíma. Þess vegna hef ég aldrei meðtekið tíma sem siðferðismælikvarða eða mælikvarða fyrir rétt eða rangt.
Nú er tillaga um að kalla kristið siðgæði einhverju öðru nafni, af því að einhver getur ekki þolað eitthvað sem kennt er við Krist. Ráðherra segist vilja kristin gildi og siðferði, en það má bara ekki heita svo.
Ég segi, að ef eitthvað má ekki heita réttu nafni, þá er eitthvað mikið að. Ef samfélagið heimtar það einn góðan veðurdag að ég kalli konu mína, eitthvað annað en konu, þótt hún sé kona og við ætlum að kenna það áfram .... er ekki eitthvað sjúkt hér á bak við.
Jú, við köllum það umburðalyndisfasisma, þegar fólk lætur undan annarlegum þrýstingi.
Ég spyr, hvaða umburðalyndi er þetta og fyrir hvern, hver er það sem þrýstir á ?
Samkvæmt svari menntamálaráðherra : "Eru þessar breytingar gerðar að höfðu samráði við Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, umboðsmann barna, þjóðkirkjuna og Alþjóðahús. Framangreind hugtök endurspegla inntak kristilegs siðgæðis og þau grunngildi sem íslenskt þjóðfélag byggist á. Ekki er verið að hverfa frá því að starfshættir skóla skuli mótast af kristnum grunngildum samfélagsins og áfram verður lögð áhersla á kennslu í námsgreininni kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði. "
Ég tel að það sé vá fyrir dyrum þegar löggjafinn ætlar að meina okkur að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Það minnir óneitanlega á "fasisma"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.1.2008 | 14:31
Hjálpum götubörnum í Nakuru Kenya
Þú ert velkominn á tónleika til styrktar götubörnum í Nakuru Kenya, sem haldnir verða í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Hátúni 2 Reykjavík n.k laugardag kl. 16. 00 Miðar eru til sölu á skrifstofu Fíladelfíu, Krossinum, Lindinni og í Hvítasunnukirkjunni Keflavík.
Við ætlum að kynna þetta hjálparstarf á sjónvarpstöðinni Omega kl. 20:00 n.k. miðvikudag
Hér er nýlegt myndband frá barnastarfinu í Nakuru
Ef þú tvísmellir á plakatið þá stækkar myndinBloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.12.2007 | 23:32
Smá hjartnæm jólasaga.
Fékk þessa sögu í tölvupósti.
Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar
sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr. Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði
ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir
að fara á svo marga staði". Jólin eru alltaf að verða meira og meira
pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að
sofa og vaknað svo eftir jólin.
Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða
verðin,hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.
Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem
hélt á dúkku upp við brjóstið sitt. Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist
svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við
hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?"
Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna
elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún
skoðaði sig um.Hún fór fljótlega. Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í
hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa
dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið
í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana. Ég
sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til
hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig
sorgmæddur "Nei, jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún
er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana
þegar hún fer þangað".
Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. Systir mín er farin
til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs
mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið
systur minni hana". Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit
upp til mín og sagði "Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg
strax.
Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi
hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að
mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei" "Ég elska mömmu
mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún
verði að fara til að vera hjá litlu systur minni". Svo leit hann aftur á
dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég teigði mig hljóðlega í
veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum
aftur í vasan til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi
sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg"Ég bætti smá af mínum peningum við
án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur
peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.
Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit
hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera
viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur
minni. Hann heyrði til mín" Mig langaði líka að eiga nógan pening til að
kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en
hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að
versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.
Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði
drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla
stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort
það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga konan myndi
ekki vakna úr dáinu.Var þetta fjölskylda litla stráksins?Tveim dögum eftir
að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég
gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og
fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti
áður en hún væri jörðuð. Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri
rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.Ég fór grátandi
og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur
hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda
sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum. Núna
hefur þú 2 kosti:1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.2) Eða
hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt.
Ef þú sendir þessi skilaboð, þá kannski hindrar þú einhvern í því að keyra
drukkinn.Kær kveðja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2007 | 20:08
Kærleikskveðja til Siðmenntar og Vantrúar.
Ég verð nú að segja að fólk sem notar persónulegar svívirðingar til að koma málstað sínum á framfæri kallast ekki kristið. Það er ekki í anda Krists. Það veldur mér hryggð, að einhver haldi að hann sé að verja kristilegt siðgæði, með því að hafa í hótunum við fólk.
Nú það er fjarri að ég sé sammála þessum samtökum , en í þeim er fólk og ég vil bera virðingu fyrir öllum mönnum, kristnum, vantrúuðum , múslimum eða hverrar lífsskoðunar eða trúar þeir eru.
Ég óska öllum sem tilheyra Siðmennt, sérstaklega Hope Knútsson, sem talað var um í þættinum gleðilegra jóla og alls hins besta í framtíðinni.
Það sama á við þá sem hafa átt orðaskipti við mig frá Vantrú á þessari síðu, þeir hafa hingað til verið málefnalegir og kurteisir. Óska ég þeim gleðilegra jóla og alls hins besta í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggvinir
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldur
-
Flower
- Gladius
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Gísli Torfi
-
gudni.is
-
Hafsteinn V Eðvarðsson
-
Kaleb Joshua
-
Högni Hilmisson
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Jón Valur Jensson
-
Kafteinninn
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Mofi
-
Ólafur Jóhannsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Snorri Óskarsson
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Styrmir Hafliðason
-
Þormar Helgi Ingimarsson
-
Linda
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Benedikta E
-
Eygló Hjaltalín
-
Sverrir Halldórsson
-
Rödd í óbyggð, kristilegt félag
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Hörður Finnbogason
-
Jón Ríkharðsson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ólöf Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Óskar Sigurðsson
-
Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259