Leita í fréttum mbl.is

Við vorum heppnir arabar

Birti hér gamla grein sem ég fann í safni mínu og er frá árinu 2004. Nafn höfundar er ekki gefið upp af öryggisástæðum, en grein þessari var dreift af Naomi Ragen. 

Mér fannst þessi grein, þegar ég las hana þarft innleg í umræðuna fyrir botni Miðjarðarhafs og þykir enn.

 

Ég er heppinn Arabi. Afi minn, Mohamed fór snemma á síðustu öld fótgangandi frá Írak í leit að vinnu. Gyðingar komu þá þúsundum saman til hinnar bresku Palestínu og sameinuðust þeim gyðingum sem ávallt höfðu búið þar. Hinir aðfluttu keyptu land af brottfluttum tyrkneskum múslimum. Þeir þurftu á vinnuafli að halda, svo að afi minn settist að eignaðist stóra fjölskyldu, lagði hart að sér og lifði kyrrlátu lífi.

Ég bý í Haifa í Ísrael. Árið 1948 þegar Ísrael lýsti yfir sjálfstæði, þá gerðu herir arabaríkjanna árás á hið nýstofnaða ríki með það að markmiði að eyða því.

Ég var þá 15 ára gamall og man vel eftir útvarpsútsendingum frá arabaríkjunum sem sögðu okkur að yfirgefa heimili okkar tímabundið og fara austur á bóginn meðan innrásarherirnir þurrkuðu Gyðingana út. Þeir sögðu okkur að við gætum síðan snúið heim til heimila okkar og yrðum þeirrar gleði aðnjótandi að taka yfir allar eigur gyðinga heimili, býli, verslanir ,bíla og bankareikninga.

Faðir minn, var friðsamur, vel menntaður og skynsamur maður. Við höfðum alltaf átt gott samband við nágranna okkar bæði kristna, gyðinga og múslima.

Hann safnaði allri fjölskyldunni saman og sagði okkur af hverju það væri ekki viturlegt að flýja. Hann sagðist ekki trúa því að gyðingar myndu kom illa fram við okkur. Við fórum ekki og erum hér ennþá

Í dag bý ég enn í gamla steinhúsinu sem faðir minn átti, með konu minni og yngsta barni af átta. Hin börnin mín og barnabörn búa öll í næsta nágrenni. Við höfum aldrei hlotið ómannúðlega meðferð, og við komumst miklu betur af, heldur en þeir arabar sem flýðu og eru enn í örbyrgð í flóttamannabúðum styrktum af sameinuðu þjóðunum og öðrum hjálparsamtökum.

 

Mig langar að segja þér hvernig líf mitt er, sem arabískur ríkisborgari í Ísrael.  Ég fékk menntun í ísraelskum skóla og framhaldskóla .  Ég er lyfjafræðingur og vinn fyrir stórt lyfjafyrirtæki í Haifa. Ég hef fengið sömu laun og hlunnindi og ísraelskir vinnufélagar mínir.

Nú er ég hættur að vinna. Ég fæ lífeyrisgreiðslur frá tveimur aðilum, frá lífeyrissjóðnum sem ég greiddi í hjá fyrirtækinu og síðan frá ísraelska ríkinu.

 

Ég á átta börn. Í hverjum mánuði fékk ég barnabætur frá ríkinu uns börnin  voru 18 ára. Ég veit ekki um annað land þar sem það gerist, örugglega ekki í neinu arabaríki.

Öll fjölskyldan naut heilsugæslu frá ríkinu  og fékk góða  læknishjálp.  Öll börnin mín voru fædd á sjúkrahúsi. Öll læknaþjónusta er greidd af tryggingakerfinu frá fæðingu til dauðadags og jafnvel, þegar við deyjum þá er séð um kostnað við útförina.

Börnin mín gengu í skóla með börnum gyðinga, voru meðlimir í sömu íþróttafélögum og félagsmiðstöðvum. Þau fengu öll háskólamenntum, og sum fengu námstyrki frá ríkinu.

 

Ég biðst fyrir í mosku, sem var byggð á landsvæði sem var gefið af ríkissjóði, ég er ríkisborgari, hef vegabréf, get ferðast hvert sem ég vil, hvenær sem ég vil. Ég hefi kosningarétt, og við höfum nokkra þingmenn sem eru arabar í þinginu.

 

Ég hefi lifað góðu lífi, ásamt fjölskyldu minni, og ég finn sárlega til með þeim sem hafa þurft að lifa undir stjórn Yasser Arafat, og ég þrái þann dag , að Arafat er allur, svo að raunverulegar friðarviðræður geti hafist við Ísrael.

Að Palestínu arabar geti einnig lifað betra lífi.

 

Ég þrái þann dag að ég geti ferðast til Ramallah að heimsækja frændur mína, án þess að vera kallaður "samstarfsmaður" og drepinn. Ég þakka Allah og afa mínum að við komum hingað. Ég þakka Allah að faðir minn fór ekki í burtu árið 1948. Ég þakka Allah að börnin mín eru alin upp hér, í eina landinu  í miðaustulöndum, þar sem er frelsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég efast ekki um að mannréttindi eru á hærra stigi í Ísrael en nokkru arabaríki. Það breytir samt ekki því að Ísraelsmenn hafa rænt landi af Palestínuaröbum í stórum stíl og hrakið milljónir þeirra á vergang.

Það breytir því ekki að sumir af leiðtogum Ísraelsríkis voru áður leiðtogar hryðjuverkasamtaka, sem myrtu óbreytta borgara, t.d. í Deir Yassin, þar sem a.m.k. 107 gamalmenni, konur og börn voru myrt af undirmönnum Menachems Begins.

Theódór Norðkvist, 16.3.2008 kl. 21:52

2 identicon

Sæll Kiddi minn.

Já,það er góður vitnisburður sem þessi blessaði Arabi gefur Ísraelsmönnum,og er hann að bera sig saman við samlanda sína.

Hvernig má það vera? Jú ,það vitum við sem erum eldri en tvævetra!

Góður Guð veri með þér og þinni fjölskyldu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 05:30

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Theódór, þegar þú segir að Ísraelsmenn hafi rænt landi af Palestínumönnum, getur þú verið aðeins nákvæmari og sagt mér hvaða land þú átt við og þessar milljónir hvenær, hvar og hvað ár gerðist það ?

Þakka þér innilitið kæri Þórarinn, Guð blessi þig.

Kristinn Ásgrímsson, 17.3.2008 kl. 10:18

4 Smámynd: Linda

Sæll Kristinn, þakka þér fyrir að birta þetta.  Þetta er svo mikilvægt.

kv.

Linda.

Linda, 17.3.2008 kl. 11:44

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér er myndband sem sýnir einn af ísraelskum vinum þínum fá brjálæðiskast þegar starfsmenn breskra mannréttindasamtaka benda honum kurteislega á að hann sé að eigna sér land sem hann á ekki.

Svona er ferlið:

  • Ísraelski herinn lýsir ákveðið landssvæði á hernumdu landi sem öryggissvæði og þar með er Palestínuaröbum meinað að stíga fæti á landið.
  • Þeir eru neyddir til að fara með málið fyrir ísraelskan rétt og gettu hverjum hann dæmir í hag.
  • Svona málarekstur getur tekið mörg ár.
  • Á meðan byggja ísraelskir landþjófar á landinu, undir vernd hersins.

Mannréttindasamtök hafa eins og myndbandið sýnir bent hermönnum á að Ísraelar mega ekki byggja á landinu, það er brot á alþjóðlegum lögum, en hermennirnir hrista bara hausinn.

Hér er síðan listi yfir þorp sem voru að mestu byggð aröbum, en gyðingar hröktu þá í burtu, eða frömdu fjöldamorð á íbúunum. Þarna er líka að finna þorp þar sem gyðingar voru áður í meirihluta, en þau eru mun færri.

Theódór Norðkvist, 17.3.2008 kl. 11:50

6 identicon

Kristinn trúbróðir og vinur. Þessi grein er sannarlega þess virði að hún sé lesin og það oft, einmitt á þeim tíma sem svo einhliða hatursgreinar gegn Ísrael birtast á mörgum blogg síðum, jafnvel með þeim lýsingarorðum sem ekki er við hæfi að endursegja.

Eftir 26 ára veru mína í Ísrael, mikinn hluta hvers árs, þekki ég marga araba og Palestínumenn sem hafa líka sögu að segja og þessi arabi sem segir sögu sína. Já, það er sannarlega rétt, eins og komið hefur hér fram að ofan, að marréttindi eru á hærra stígi í ísrael en í nokkru arabaríki. Það væri einnig hægt að rifja upp margar sögur um grimmd, hatur,morð á eldri og ungum í stríði fyrir 60 árum.

Margir hafa lesið um fjöldamorð á gyðingum í Hebron 1929, þannig mætti halda áfram á báða bóga.

Ísrael er lýðræðisríki. Arabar búa hvergi við jafnmikið frelsi og í Ísrael, sbr.trúfrelsi, skoðanafrelsi og frjálsar kosninga. Arabar eiga fulltrúa í þinginu og starfa í ráðuneytum í Ísrael.

Ég er á leið til Ísraels og hlakka til að hitta vini mína meðal araba, gyðinga og Palestínumann.  Það er hægt að lifa í friði, ásamt Friðarhöfðingjanum Jesú.

með Shalom kveðju 
Ólafur

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:52

7 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur öllum sem hafa litið inn. Það eru tvær hliðar á öllum málum. Sagan sem er sögð hér er eitt sjónarhorn, saga manns sem óskar bræðrum sínum betra lífs.  Ég sé nú ekkert að því að kristinir elski bæði Ísraelsmenn og palestínumenn og yfirleitt alla menn.

Kristinn Ásgrímsson, 17.3.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakkir áttu skildar, Kristinn, fyrir að birta þessa grein. Illa hefur Theódór uppfyllt þau tilmæli þín að "ver[a] aðeins nákvæmari og s[egja þ]ér hvaða land [hann eigi] við og þessar milljónir, hvenær, hvar og hvað ár gerðist það?" Hann er fullur af almennum, fyrirframgefnum viðhorfum, ekki með einstök atriði til að sanna sitt mál. Þar að auki er það einmitt réttarkerfið í Ísrael, sem iðulega hefur dæmt Aröbum í vil. Hver mundi hins vegar treysta réttarkerfinu í hvaða Arabaríki sem er? –– Kveð þig með kærleikum, bróðir í Kristi.

Jón Valur Jensson, 18.3.2008 kl. 00:29

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir fallega kveðju, Jón Valur og sömuleiðis.

Gott og vel, ég skal vera nákvæmari lesenda vegna, ég þykist vita að allir þeir ágætu félagar sem hafa tjáð sig hingað til hafi nokkuð víðtæka þekkingu á þessari langvinnu deilu.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá er talið að a.m.k. 700 þúsund arabar hafi hrakist frá heimilum sínum í stríðinu 1948. Talið er að a.m.k. 4 milljónir Palestínuaraba séu flóttamenn í dag, sumir nefna enn hærri tölur (heimild). Arabar fjölga sér hraðar en Gyðingar, Jón Valur hlýtur að vera ánægður með það!

Annars skiptir ekki öllu máli hvort flóttamennirnir séu 1 eða 4 milljónir, aðalatriðið er að hernám Ísraels á palestínsku landi hefur skapað vandamálið. Þeir neita síðan að leyfa Palestínuaröbum að snúa aftur og brjóta þar með alþjóðasamþykkt Sameinuðu þjóðanna um að flóttamenn eigi að hafa rétt til að snúa aftur til heimalands síns.

Theódór Norðkvist, 18.3.2008 kl. 01:17

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri trúbróðir.

Árið 1917 var ljóst að heimsveldi Ottómanna var að hruni komið. Bretar fóru í stríð við Tyrki og sigruðu þá. Bretar lögðu fram Balfour-yfirlýsinguna þar sem Gyðingum var gefið loforð um þjóðarríki í Palestínu. Það svæði átti að ná yfir núverandi Ísrael og Jórdaníu. Arabísk þjóðernishyggja þoldi þetta alls ekki og beitti bresku ríkisstjórnina miklum þrýstingi til að brjóta þetta loforð. Þjóðarbandalagið (fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna) fól Bretum árið 1919 að endurreisa Gyðingaríki á öllu Palestínusvæðinu. Árið 1920 var Bretum falin umboðsstjórn í Palestínu. Það var samþykkt á friðarráðstefnu í San Remo sem síðar var samþykkt af Þjóðarbandalaginu árið 1922. Landinu var skipt í  tvennt. Annar hlutinn var vestan Jórdanar og Gólanhæðir sem var kallað Cisjórdanía. Þar áttu Gyðingar að eiga heima. Hinn hlutinn var Transjórdanía og var fyrir austan Jórdan. Þar áttu Arabar að eiga heima. Það er Jórdanía í dag. Þarna hafði átt sér stað breyting frá 1917. Bretar höfðu svikið loforðið sem þeir gáfu Gyðingum 1917. Bretar létu Husseini fjölskylduna fá landsvæðið austan Jórdan sem í dag heitir Jórdanía og Abdullah Husseini lýsti sjálfan sig konung ríkisins að því loknu. Barnabarn hans er konungur í Jórdaníu í dag. Með þessum skiptum var vonast til að ró ríkti en það var alls ekki raunin því innbyrðisdeilur Gyðinga og Araba voru miklar. Einnig deildu Gyðingar og Arabar við bresku umboðsstjórnina. Winston Churshill þáverandi nýlendumálaráðherra hafði miklar efasemdir um markmið Breta og vildi hann að þeir drægju sig út úr þessu og koma á stjórn íbúa landsins. Það var ekkert hlustað á hann. Á þriðja áratug voru miklar óeirðir af hálfu Araba. Einnig á fjórða áratugnum voru árásir Araba á Gyðinga daglegur viðburður. Á árunum 1936-39 stóð yfir almenn uppreisn Araba í Landinu helga. Uppreisnin var kostuð m.a. af  stjórn Hitlers í Þýskalandi. Ýmsar tillögur kom fram um skiptingu lands en Arabar samþykktu ekki neina þeirra því þeir vildu fá landið einir til eignar. (Snorri G. Bergsson. 1994:24-25) 14 maí um kvöldið lýsti David Ben-Gurion nýskipaður forsætisráðherra yfir sjálfstæðu ríki Gyðinga sem nefnt var Ísrael. Þetta sama kvöld var gerð árás á hið nýstofnaða ríki af egypskum flugvélum. Egyptar gerðu sprengjuárás á Tel-Aviv og fleiri borgir í Ísrael. Herir Abdullah konungs í Transjórdaníu fóru yfir Jórdan og þeir hernumdu stór svæði í Ísrael  sem í dag er kallaður Vesturbakkinn. (Ísraelar náðu Vesturbakkanum til sín 1967 í sex daga stríðinu) Líbanar réðust inn í norðurhluta Galíleu og Írakar fylgdu að baki þeim. Ætlunarverkið var að eyða þessari nýstofnuðu þjóð en það tókst ekki. Fyrsta vopnahléið var komið á 11. júní að undirlagi Sameinuðu Þjóðanna. Ísraelar misstu um 6.000 manns í stríðinu 1948-1949. (Snorri G. Bergsson. 1994: 38-40) Um leið og vopnahléið gekk úr gildi gerðu Arabar árás á Ísrael en þá mættu þeir ofurefli. Ísraelmenn höfðu notað vopnahléið og sameinað og skipulagt her sinn Zahal. 1. desember var gert vopnahlé og þá skárust úr leik Transjórdanir, herir Íraka, Líbana og Sýrlendinga. Egyptar voru umkringdir af Ísraelum og þegar vopnahlé var gert 29. desember voru Ísraelar komnir nærri landamærum Egypta og var egypski herinn á undanhaldi. Eftir að Ísraelar og Egyptar gerðu með sér samkomulag um vopnahlé í febrúar 1949 þá túlkuðuþeir samninga á tvo vegu. Ísrael leit á samninginn sem undanfari varanlegs friðar en það gerðu Egyptar ekki. (Snorri G. Bergsson. 1994:41-42) 

Eftir þetta hófs mikill flótti frá Ísrael. Sumir telja að meirihluti flóttamanna hafi flúið vegna beinna eða óbeinna athafna Gyðinga. Aðrir halda því fram að leiðtogar Araba hafi hvatt þegna sína í gegnum útvarpssendingar að flýja. Þessu fólki hafa Arabalöndin umhverfis Ísrael ekki tekið á móti og láta þetta fólk þjást í flóttamannabúðum. Það er gert til að vekja samúð umheimsins á flóttafólkinu og vekja andúð á Gyðingum. Gyðingar misstu fullt af fólk úr vinnu við þetta en innflytjendur úr austri hafa fengið vinnuna í staðinn.

Shalom Vopna-Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 02:33

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Reyndar er talað um þjóðarheimili í Palestínu fyrir Gyðinga í Balfour-yfirlýsingunni, ekki þjóðarríki. Á þessu tvennu er mikill munur. Zíonistar túlkuðu yfirlýsinguna sem loforð um ríki Gyðinga í Palestínu.

Sérstaklega er tekið fram í yfirlýsingunni (Balfour Declaration, ef einhver vill leita á vefnum) að þjóðarheimili Gyðinga megi ekki verða til þess að réttindi annarra þjóða/þjóðarbrota verði höfð að engu. Það er ljóst að Ísraelsmenn hafa ekki staðið við það og stundað þjóðernishreinsanir í stórum stíl í landinu.

Theódór Norðkvist, 18.3.2008 kl. 11:40

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aftur komstu ekki með einstök dæmi, Theódór, um það, hverjir hefðu verið "rændir" landareignum sínum. Þú nefnir 700.000 manns, sem eigi að hafa verið hraktir burt;  en neitarðu vitneskju um, að leiðtogar óvina Ísraels hvöttu sína menn í Palestínu til að flýja þaðan vegna innrásar fimm nágrannaríkja í hið nýstofnaða Ísrael? Þar að auki var mikill fjöldi Araba tiltölulega nýkominn á svæðið, vegna vinnu, sem fekkst þar, og uppbyggingar. Þetta var ekki þjóðríki neinna Palestínu-Araba, og flóttamennirnir áttu að geta samlagazt nágrannaþjóðunum með eðlilegasta móti, talandi sama tungumálið og hafandi sömu trú, en í stað þess voru þeir settir í flóttamannabúðir þar. Er það ekki stór hluti vandans? Þar að auki áttu Palestínu-Arabar í landbúnaði yfirleitt ekki jarðir sínar sjálfur, heldur ríkir Tyrkir og svo Bretar sumar þeirra. Gyðingar keyptu margar jarðir og tóku yfir það, sem brezka krúnan hafði farið með, og það hlýtur að hafa áhrif á réttarstöðuna fyrir dómstólum.

En reynum að ræða málið. Það gerir Mbl. í forystugrein í dag (reyndar um annan flöt málanna) og birtir þar hluta úr stórgóðri grein sendiráðfrúar Ísraels í sama blaði í gær, en kemur svo með rök gegn henn–– rök sem slá þó alls ekki út hennar rök að mínu mati.

Með kærri kveðju, 

Jón Valur Jensson, 18.3.2008 kl. 12:51

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég kíki á forystugrein Mbl. Ég sá nú þessa grein sendiherrans, sem mér þótti vera hvítþvottur, enda verður hún að standa með sínu fólki.

Því er ekki að neita að Gyðingar keyptu upp landssvæði, en þeir ráku líka Araba í burtu af landsvæðum sem þeir höfðu ekki keypt og höfðu engan rétt til þess. Þó hinir brotthröktu Arabar hafi ekki heldur átt landið sjálfir, þá höfðu þeir búið þar.

Ég dreg þessa skýringu í efa, að Arabaríkin hafi eitthvað hvatt Palestínuaraba til að flýja því þeir ætluðu að stúta Gyðingum. Hryðjuverkasamtök undir forystu Shamirs og Begins, sem síðar urðu báðir forsætisráðherrar Ísraelsríkis, Haganah, Irgun, Stern og Lehi, frömdu fjöldamorð í þorpum Araba og hræddu þannig aðra í burtu.

Theódór Norðkvist, 18.3.2008 kl. 13:28

14 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Það gladdi mig að lesa þessa grein, að fá að heyra að þarna séu gyðingar sem vilji vera réttlátir óháð uppruna. Veit að Ísraelar eru ekki allir saklausir og góðir, en gaman væri að fá viðlíka sögu frá gyðingum og kristnum á meðal Arabalanda. Skyldu þeir hljóta sömu borgaralegu réttindi og Arabarnir?

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.3.2008 kl. 21:10

15 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka þér Jón Valur, gott að heyra frá þér. Og Rósa takk fyrir pistilinn.

Takk fyrir innilitið Bryndís. Þakka þér einnig Theódór, þótt við höfum ólíkar skoðanir, þá bið ég þér Guðs blessunnar. En vil samt benda þér á að í heimildunum sem þú vísar til, er einnig minnst á að um 800 þús gyðingar hafi þurft að yfirgefa heimili sín í arabalöndum og sagt að þeir hafi yfirgefið eignarland, sem samsvarar  4 sinnum því landi sem Ísrael byggir. Og eignir þeirra metnar á um $300 billjónir.

The Jewish exodus from Arab lands refers to the 20th century expulsion or mass departure of Jews, primarily of Sephardi and Mizrahi background, from Arab and Islamic countries. The migration started in the late 19th century, but accelerated after the 1948 Arab-Israeli War. According to official Arab statistics, 856,000 Jews left their homes in Arab countries from 1948 until the early 1970s. Some 600,000 resettled in Israel, [1] leaving behind property valued today at more than $300 billion.[2][3] Jewish-owned real-estate left behind in Arab lands has been estimated at 100,000 square kilometers (four times the size of the State of Israel). [4]

Gyðingar eiga erfitt uppdráttar í arabalöndum, eins kristnir. En eins og frásögnin hér að ofan sýnir, þá hefur þessi arabai ásamt 1.2 milljón araba getað lifað góðu ríki í Ísrael. Þar er einfaldlega munur á minn kæri Theódór.

Kristinn Ásgrímsson, 18.3.2008 kl. 22:59

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis Kristinn, við getum þá allavega verið sáttir í kristilegum kærleika þó við höfum ólík viðhorf í þessu máli. Sjálfsagt að taka brotthvarf Gyðinga úr Arabalöndum inn í dæmið.

Þó held ég að réttara sé að líta á þetta sem tvö aðskilin mál, flóttamannavandamál Palestínuaraba annarsvegar og Gyðinga hinsvegar, sem nær reyndar langt aftur í aldir allt frá tímum Gamla testamentisins eins og þú þekkir.

Theódór Norðkvist, 19.3.2008 kl. 01:19

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll.

Smá innlegg frá Ólafi Jóhannssyni til mín þegar ég birti ritgerð sem ég skrifaði um Deilur Ísraels og Araba.

Hér er innleggið:

"Ekki má ég gleyma Gaza þar sem Ariel Sharon lét reka um 8000 gyðinga frá Gaza, þar sem þeir höfðu búið fjölda ára, ræktað jörðina og byggt fjölda húsa. Þetta var árið 2005 og var haldið að nú myndi verða friður á þessu svæði. En þegar Hamas tók við þar, byrjuðu þeir á að sprengja öll hús sem gyðingar höfðu búið í. Einnig eyðilögðu þeir "Synagogur", Guðshús gyðinga. Það mátti ekki minnast á neitt þar sem gyðingar höfðu verið. Það er mjög oft talað um fátækt og illan aðbúnað hjá íbúum á Gaza, atvinnuleysi og fátækt. Hverjum ætli það sé að kenna öðrum en þeim sem ráða þar, Hamas. Ísrael hafa lokað landamærum frá Gaza til Ísrael, það er rétt, en landamæri við Egyptaland eru einnig lokuð. Það er ekki Ísrael sem hafa lokað þeim."

Biðjum Jerúsalem friðar.

Shalom. Vopna-Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2008 kl. 10:26

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll kæri trúbróðir
Gleðilega páska
Biðjum Jerúsalem friðar.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 21:37

19 Smámynd: Baldur

Frábær saga. Það er komin tími til að sannleikurinn heyrist

Guð blessi þig Kristinn

Baldur , 25.3.2008 kl. 11:43

20 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka þér kærlega Rósa mín, þessa fallegu myndakveðju, þú getur reyndar horft á eina af paskasamkomunum okkar með því að fara inn á: www.konni.is  síðan video

Guð blessi þig líka Baldur, ég ætla skoða betur síðuna þína.

Kristinn Ásgrímsson, 25.3.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband