Leita í fréttum mbl.is

Bréf frá fanga

 

Í kvöld fékk ég bréf frá fanga. Ég kynntist þessum unga manni fyrir u.þ.b 9 mánuðum síðan á samkomu í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Síðan er það að hópur af ungu fólki fer að koma saman í kirkjunni okkar á laugardagskvöldum. Þau ganga undir nafninu " Kærleikurinn"

Nýlega sagði mér annar ungur maður: " Ég kom þarna á samkomu og sé þennan mann þarna, (umræddan fanga) og þegar ég sá hann þarna, þá vissi ég að Guð var raunverulegur, því ég þekkti þennan mann, og hann var algjör ........   en nú ljómaði hann af kærleika "

 

Margir hafa komið til mín með svipaða sögu af þessum unga fanga. Þegar þeir sáu breytinguna í lífi hans, þá sannfærðust þeir um að trúin á Krist er ekki bara eitthvað upp á punt, heldur er trúin, lífsbreytandi kraftur, sem umbreytir harðsvíruðustu glæpa og ofbeldismönnum og gjörir þá ljúfa sem lömb.

Ég kynntist aldrei dópsalanum og glæpamanninum Gunnari, ég kynntist yndislegum ungum manni sem þráir að allir fái að upplifa kærleika Krists, sem umbreytti hans lífi.

En nú kemur bréfið:

 

 

Gunnar Jóhann , trúboði Jesú Krists á Litla Hrauni heilsar öllum heilögum í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Megi náð og friður margfaldast ykkar á meðal í Jesú nafni.

Þegar ég kom í fangelsið á Skólavörðustíg 9 tóku fangaverðirnir vel á móti mér. Þeir áttu von á mér og þekktu mig, því ég hafði farið og verið með samkomur í fangelsinu með öðru kristnu fólki.  Nú kom léttir yfir mig, loksins var komið að þessu.Ég var afklæddur og látin fara í sturtu, síðan settur í hvítan slopp og það er gengið úr skugga um að ég sé ekki með nein fíkniefni.

Ég fæ að taka eina bók með mér og síðan er ég lokaður inni í einangrunarklefa, því fangelsið var fullsetið. Bókin sem varð fyrir valinu var,: " Góðan dag Heilagur Andi." Ég var búinn að bíða spenntur eftir þessari stund, að vera lokaður inni með Heilögum anda. Þetta var alveg frábært og bókin nær nú allri athygli minni og ég er að lesa langt fram á nótt.

Vakna snemma morguns, byrja strax að lesa, en dett fljótlega út og sofna aftur. Þá dreymir mig að það sé búið að skrifa fremst í bókina með blýanti: " Ég er Drottinn Guð þinn, hafðu engar áhyggjur, þú ert akkúrat á þeim stað sem ég vil hafa þig, ég elska þig."

Ég vakna strax við þessa sýn fullur gleði og ég finn sterkt fyrir nærveru Heilags anda.  Á þessari stundu var mér ljóst að Drottinn ætlar að vinna verk inni í fangelsinu, og ég hugsaði til allra þeirra sem báðu fyrir mér áður en ég fór inn.Ég fer síðan fram á gang til að ná í matarbakkann minn og þá fæ ég að upplifa nokkuð sérstakt. Það kemur strákur til mín og spyr mig hvort ég hafi komið inn í klefann hans í morgun klæddur hvítum slopp og með biblíu í hendinni.

Þetta var alveg ótrúlegt, drenginn hafði dreymt að einhver hefði komið til hans í klefann, í hvítum slopp og með biblíu í hendinni að færa honum.  Hvað var að gerast ?

Ég var settur í hvítan slopp þegar ég kom inn í fangelsið og ég ætlaði að færa föngunum biblíur sem "Kærleikurinn" var búinn að safna fyrir , og Guð mætir þessum unga manni í draumi, fyrstu nóttina sem ég er þarna. Aftur fæ ég þessa fullvissu að andi Drottins er með mér í fangelsinu.

Vikuna á eftir lá ég í pest, en næ samt að gefa öllum föngunum á Skólavörðustíg biblíur. Einn fullorðinn maður biður mig að eiga við sig orð og ég fæ tækifæri til að vitna fyrir honum og biðja með honum frelsisbæn .

Þetta byrjar vel, og ég er þakklátur fyrir Anda Guðs, sem er minn styrkur. Eymd er valkostur og þegar maður hefur tekið á móti upprisu andanum og keppist við að vera leiddur af honum þá er það ekkert sem getur stöðvað mann, ekkert fær stöðvað Anda Guðs.

Eftir að ég kom á Litla Hraun, þá tók það mig smá tíma að aðlagast staðnum, ég var ennþá veikur og það tók sinn toll.

Það var mikil breyting að fara frá yndislega lífinu sem ég lifði, fara frá kirkjunni minni þar sem kærleikurinn er í fyrirrúmi alltaf, yfir í það að vera fangi á Litla Hrauni. Þarna er föngum mikið stjórnað með andlegu ofbeldi, og ég verð vitni að því á hverjum degi að það er talað niður til fanga af öðrum föngum. Það er mikið blótað og hlegið af óförum annarra , menn reyna að upphefja sjálfa sig með því að niðurlægja veikari manninn. Mér finnst ekki skrýtið að margir fangar hafi tekið líf sitt hérna einfaldlega vegna vonsku samfanga sinna.

Einn fangi var stunginn með hníf um daginn í sjoppunni og þegar ég kom þar að, þá var verið að þrífa blóðið upp. Það var ekki skemmtileg upplifun.

En Guð er lausnin frá öllu óvinarins veldi og ég get vitnað um það sjálfur, því einu sinni var ég alveg eins og þessir strákar. En Drottinn mætti mér, þar sem ég var fastur í ofbeldisverkum og Drottinn leysti mig, þar sem ég var fastur í myrkrinu og tók mig inn í ljósið sitt. Hann bjargaði lífu mínu frá glötun og fyrir það er ég ævinlega þakklátur. Og þótt ég búi við þessar aðstæður núna þá hefur það furðulega lítil áhrif á mig, því ég er ekki hér á mínum vegum, heldur Guðs vegum.

Það fékk ég að upplifa um daginn þegar Drottinn læknaði nokkra fanga. Ég var inni í klefanum mínum að hlusta á prédikun með Todd Bentley og hann er að tala um, hvernig átta hundruð manns frelsuðust á einum degi í einu af glæpahverfum Afríku þegar Drottinn fór að lækna fólk.

Þessi prédikun kveikti svo mikinn eld í mér að ég rauk út úr klefanum og fór inn í klefa til fanga sem hafði kvartað yfir að vera slæmur í úlnliðunum vegna meiðsla. Ég spurði hann hvort hann vildi losna við verkinn og við báðum saman og verkurinn fór og honum dauðbrá. Ég sagði honum að þakka Jesú, og síðan fór ég fram á gang og hrópaði, hvort einhver væri með verki í líkamanum, því Jesús vildi lækna þá. Ég byrjaði að biðja fyrir einum sem var með verk í bakinu og á meðan ég bað fyrir honum, þá gengur annar drengur hjá og hann var líka með verki í baki. Hann fann verkinn fara úr sér bara við að ganga framhjá . Honum brá líka, og ég sagði honum að þakka Jesú, og þetta sama kvöld spurði hann mig hvar væri best að byrja að lesa í biblíunni.

Nú þennan sama dag gaf ég strákunum á mínum gangi biblíur í boði "Kærleikans" í Keflavík.

Þetta er besti dagurinn hingað til, og ég veit að Guð ætlar að gera miklu meira hérna því að Andinn vitnar um það með mínum anda.

En sumir eru erfiðir og hrokast bara upp við það að heyra minnst á Guð, og þess vegna er ég alltaf glaður, alltaf með kærleikann að vopni og ég vil enda þetta með versi úr 1.Pétursbréfi 2:12:

Hegðið yður vel meðal heiðingjanna, til þess að þeir, er nú hallmæla yður sem illgjörðarmönnum, sjái góðverk yðar og vegsami Guð á tíma vitjunarinnar.

Þetta er einmitt lykilinn. Ég trúi því að á tíma vitjunarinnar muni margir strákar sem ekkert vilja hafa með Guð að gera núna, á neyðardegi eiga þeir eftir að hrópa til Drottins og taka á móti honum sem sínum leiðtoga. Þess vegna keppist ég eftir því að lifa í kærleikanum, keppi eftir réttlætinu.

En ég vil biðja ykkur systkini að hafa fangana á Litla Hrauni ávallt í bænum ykkar, því að Guð er lifandi og bænheyrandi Guð og með fyrirbæn margra sigrum við allt óvinarins veldi.

Kveðja Gunnar Jóhann

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ruth

Ég er djúpt snortin og glöð í hjartanu að lesa þennan vitnisburð Oft erum við að biðja fyrir breyttum kringumstæðum en ,þær eru svo oft vilji Guðs Ég mun svo sannarlega hafa Gunnar Jóhann og alla fangana í bænum mínum og mér finnst starf "Kærleikans"frábært

Ruth, 16.4.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kiddi minn.

Þetta var dásamlegt. Mikið er Guð góður. 

Allt samverkar þeim til góðs sem Guð elskar.

Gunnar fékk náð og var leystur úr fjötrum syndar fyrir Jesú blóð. Áður en það gerðist hafði hann brotið af sér og þarf að afplána sinn dóm og það nú í krafti Krists.

"Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi ísraels. Þau rættust öll. Jós. 21: 45.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 00:32

3 identicon

Sæll Kiddi minn.

Þarna eru kraftaverkin í raun og veru öllum sjáanleg sem þekktu Gunnar Jóhann áður fyrr og þekkja hann líka nú.Gunnar Jóhann er lýsandi dæmi um algjöran viðsnúning og er nú í þjónustu Drottins.já við eigum að biðja og biðja fyrir lausn þeirra sem enn eru  í fjötrum .Amen.

Shalom.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 07:47

4 Smámynd: Linda

Ég var og er djúpt snortin af þessu bréfi ég á ekki varla til orð, þvílík blessun að fá þetta hér inn.  Guð blessi þig Kiddi ég ætla að hlekkja á þig á meilinu mínu ef það er í lagi, ég vil að sem flestir fái að lesa þetta undursamlega bréf.

knús og kv.

Linda, 16.4.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Linda

þetta átti að vera á "blogginu" ekki "meilinu" eins og stendur hér fyrir ofan. 

kv.

Linda, 16.4.2008 kl. 16:29

6 identicon

Kiddi minn - ég vona að þú fyrirgefir mér en ég gerði "copy-paste" á þennan vitnisburð sem þú bloggar um inná bloggið mitt í þeirri von að enn fleiri lesi.
Guð blessi þig!!!

Ása.

Ása (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Árni þór

Dýrð sé Guði, þetta  er góður vitnisburður

Árni þór, 16.4.2008 kl. 18:08

8 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur fyrir, Linda og Ása, já ég veit að Gunnar vill að sem flestir fái að heyra vitnisburðinn hans. Þakka ykkur öllum hinum líka innlitið.

Kristinn Ásgrímsson, 16.4.2008 kl. 18:17

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Skilaðu kveðju frá mér Kiddi þegar þú heirir frá Gunna aftur,og skilaðu frá mér að Úlli vinur hans sakni hans og að hugur minn sé hjá honum og með honum.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.4.2008 kl. 19:19

10 identicon

Kveðja til Gunna og blessun DROTTINS FYLGI HONUM .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:58

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er sorglegt að sjá hvernig trúboðar gerast dóp- eða fíkniefnasalar og eru svo lokaðir inni á Litla Hrauni til þess að lækna bakveika og sjúka á meðan þeir sjálfir eru fárveikir.

En það er tvennt sem mig langar að spyrja þig að Kristinn:

  • Er bréfið nákvæmlega skrifað hér inn á bloggið eins og þú fékkst það í hendur? Ég meina stafsetningin, kommurnar og stórir og litlir stafir, allir á sínum stað?
  • Þegar fanginn vitnar í 1. Pét. 2:12, á hann þá við að það séu heiðingjar á Litla Hrauni, eða er hann að meina trúleysingja (vantrúaða)?

Vona svo sannarlega að drengurinn nái bata í þessari ömurlegu vist.

Sigurður Rósant, 16.4.2008 kl. 20:12

12 identicon

Guð blessi þig og umvefji Sigurður Rósant og gefi þér yfirflæði af sinni hamingju og gleði!

Ása (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:38

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Yndislegt

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:18

14 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sigurður, þú virðist snúa hlutunum við, drengurinn var dópsali áður en hann frelsaðist og síðan trúboði og er að afplána fyrir 2 ára gamalt afbrot. Þannig að þú getur huggast af sorg þinni Sigurður og tekið gleði þína.  Drengurinn er mjög sáttur við veru sína á Litla Hrauni. Ekki veit ég hvað stafsetning eða setningafræði kemur málinu við. En þetta með heiðingjana, ætli það skipti máli, þar sem þú virðist þegar hafa skoðun á því máli. Þakka þér samt fyrir að lesa greinina.

Þakka ykkur hinum einnig góð orð.

Kristinn Ásgrímsson, 16.4.2008 kl. 22:48

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjört snilldarbréf! Það er betra fólk en margur heldur, til í fangelsum þessa lands.

Það er með fangelsi og sinn innri mann. Allt byrjar innannfrá, ekki utanfrá..Takk furir Kristinn fyrir þessa fræbæru færslu og bréfið..

Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 23:45

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Sigurður Rósant er bloggvinur minn. Hann er kennari. Skrýtið að menntaður maður skuli snúa þessu svona við. Að menntaður maður skuli ekki geta lesið texta rétt veldur mér áhyggjum. 

Gunnar var dópsali og var dæmdur fyrir það. Á meðan hann beið eftir að afplána dóm sinn þá átti hann því láni að fagna að frelsast. Hann varð leystur úr viðjum synda sinna fyrir Jesú blóð. Jesús elskaði og elskar hann svo mikið. Hann dó á krossi fyrir Gunnar. Jesús elskar hvert einasta mannsbarn. Jesús elskar þig Sigurður Rósant. Ég þrái að nafnið þitt verði skráð í lífsins bók. Það er undir þér komið að taka við gjöfum Guðs því Guð gaf þér frjálsan vilja.

Drottinn blessi ykkur öll.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 08:54

17 Smámynd: Sigurður Rósant

Kristinn - "Sigurður, þú virðist snúa hlutunum við, drengurinn var dópsali áður en hann frelsaðist og síðan trúboði..."

Það vita nú allir sem kynnst hafa mér hér á blogginu að ég er ekki maður útúrsnúninga, en ég þekki náttúrulega ekki eins vel til þessa máls eins og flestir virðast gera á þessari bloggsíðu. Ég sný hlutunum stundum við til að skoða þá frá öðru sjónarhorni, en útúrsnúningur vakir ekki fyrir mér.

Það er ekki minn stíll að koma hér með innlegg í einhvers konar upphrópunarmjálmi eins og svo margir gera; "Þetta var dásamlegt. Mikið er Guð góður", "Dýrð sé Guði, þetta  er góður vitnisburður", "Yndislegt" o.s.frv.

Ég tók einfaldlega setningu úr bréfi Gunnars og sá ekki betur en að hann hafði áður komið við á Skólavörðustígnum, með kristnum félögum sínum til að halda samkomur. "Þeir áttu von á mér og þekktu mig, því ég hafði farið og verið með samkomur í fangelsinu með öðru kristnu fólki."

Formáli Kristins er hins vegar frekar óljós hvað þetta snertir, svo mér finnst óþægilegt þegar ég er sakaður um eitthvað sem ég er ekki sekur um.

Rósa - "Skrýtið að menntaður maður skuli snúa þessu svona við. Að menntaður maður skuli ekki geta lesið texta rétt veldur mér áhyggjum."

Mest allt nám fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér, enda einbeitingin og minnið slæmt. Fyrsta veturinn sem ég vann sem kennari kenndi ég m.a. grasafræði og hafði sjálfur talsverðan áhuga fyrir þeirri grein. Ég bjó svo til all strembið próf í lok vetrar, lagði það fyrir nemendur en tók svo prófið sjálfur til að athuga hve minnisgóður ég væri. Einn nemandinn var með 10,0 annar með 9,0 en ég var sá þriðji með 8,5. Svo þarna sá ég strax að ég var ekki á réttri hyllu í lífinu. Reyndi síðan að losna úr þessu starfi, en það tókst ekki fyrr en eftir 15 ára pínu í kennarastólnum. Sumarvinnan bjargaði manni frá sturlun. Eitt sumarið vann ég sem fangavörður á Skólavörðustíg 9.

Oft hef ég reynt að fá svör við ýmsum spurningum hjá Hvítasunnumönnum, en mér hefur hins vegar fundist eins og þeir séu ekki með neinar sameiginlegar kenningar. Það sé í valdi hvers og eins hvernig hann upplifir svokallað "fagnaðarerindi". Sama hefur mér fundist hjá prestum þjóðkirkjunnar og KFUM/KSS. Eins hjá Baháíum, Spíritistum, Moonistum, Ásatrúarmönnum og Múslímum. 

Miklu betra hefur verið að fá upp kenningar hjá S.D.Aðventistum, Mormónum, Vottum Jehóva og Krossinum.

En ég verð víst að vera áfram í óvissu um það hvort Hvítasunnumenn skilgreina mig eða "hina fangana" sem heiðingja eða trúleysingja. Kannski er þetta eitt og hið sama fyrir Hvítasunnumönnum?

Sigurður Rósant, 17.4.2008 kl. 18:35

18 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Sigurður .

Jú, vissulega hélt ég að þú værir að snúa út úr, bið þig að fyrirgefa mér það.Varðandi kenningu hvítasunnumanna um heiðingja, þá talar biblían um Ísrael og síðan voru hinar þjóðirnar heiðingjar. Þannig að við erum báðir fæddir heiðingjar, samkvæmt þeirri kenningu. Hins vegar í þessu versi í 1.Pét , sem Gunnar vitnar í, þá fæ ég ekki betur séð en Pétur postuli setji hér samasem merki milli heiðingja og vantrúaðra.

Kristinn Ásgrímsson, 18.4.2008 kl. 06:59

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mikið þótti mér vænt um að lesa bæði bréfið frá Gunna bróður og einnig hlýleg orð þín Kristinn, í hans garð.

Heiða Þórðar, 20.4.2008 kl. 23:43

20 identicon

Takk fyrir að deila þessu bréfi með okkur. Það hreyfði vel við mér og fann ég hvað ég hef verið fjarri þessum krafti. Það þykir mér miður og vil gjarnan kippa því í liðinn ef ég er fær um það

Ég fagna því að Sigurður leiti svara hér á þessari bloggsíðu og vona svo sannarlega að hér mæti hann kærleika, skilningi og virðingu ásamt því að fá góð svör

Takk fyrir kveðjurnar um helgina Kiddi minn, takk fyrir að vera sannur og traustur.

Kærleiksknús frá mér*** 

Díana (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:44

21 Smámynd: Ásgerður

Yndislegt bréf, og lýsir svo vel hvernig hann er í dag. Ég segi nú bara Guð er góður

Ásgerður , 21.4.2008 kl. 21:15

22 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Frábær vitnisburður þess að Guð er til og hefur kraft til umbreyta lífum fólksins.

Hvernig geta menn afneitað Guði eftir að hafa lesið slíkan vitnisburð.

Rómverjabréfið 8:28 „allt samverkar þeim til góðs sem á Hann trúa....

Þarf freka vitnana við NEI.

Stefán Ingi Guðjónsson, 21.4.2008 kl. 22:18

23 Smámynd: Högni Hilmisson

Ég er svo glaður og þakklátur, yfir öllu Guðs verki, og magnað að lesa þessa frásögn Gunnars. Baráttu kveðjur frá Eyjum. Glory to God.

Högni Hilmisson, 22.4.2008 kl. 22:34

24 identicon

Kiddi minn endilega líttu á síðuna mína sem fyrst:) held að þú hafir sérstakan áhuga á þessu málefni og þá með sunnevu okkar í huga

Díana (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:10

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Kiddi minn
Gleðilegt sumar.
Skemmtilegt að hittast annaðslagið hér í bloggheimum.
Jesús lifir
Guð blessi þig og þína.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:26

26 identicon

Þessi frásaga Gunnars er alveg frábær og kemur ekki á óvart. Hann hefur fengið að upplifa að eigin raun hversu góður Guð er. Augu Drottins hvarfla um alla jörðina til þess að hann megi sýna sjálfan sig máttugan þeim til hjálpar sem eru heilshugar við hann. Þetta vers hefur orðið að raunveruleika í lífi Gunnars og veit ég að Drottinn er með honum og mun þar af leiðandi sýna mátt sinn.

Þakka þér fyrir að setja bréfið hans inn Kiddi, það er okkur öllum uppörvun og hvatning, því Guð fer ekki í manngreinarálit. Noti hann einn þá getur hann notað okkur hin líka.

Jón Þór Eyjólfsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband