21.6.2007 | 23:57
Mengun sálarinnar.
Las í "Blaðinu" í dag frétt sem bar yfirskriftina Klámfengi og kvenfyrirlitning. Þar er rætt um agavandamál í vinnuskóla Kópavogs. Forstöðumaðurinn segist hafa gert sér grein fyrir því að ekki var nóg að hafa reglur bara varðandi skipulag og matartíma.
Heldur þurfti líka að setja reglur varðandi bann við nauðgunarbröndurum, grófum klám-athugasemdum og niðrandi útlendingabröndurum innan hópsins. Þessar reglur endurtek ég fyrir einstaklingum i vinnuhópnum nánast daglega, segir forstöðumaðurinn.
Guðsteinn bloggvinur minn talar um reykingar í dag og að fólk sem reykir fái ekki að taka að sér börn. En hvað með fólk sem mengar sálarlíf barna sinna með ósiðlegu athæfi. Kannski erfiðara að koma í veg fyrir það. Hvað með þjóðfélag sem lætur þetta ósiðlega athæfi viðgangast og gerir jafnvel góðan róm að ?
Það var tvennt sem kom í hugann þegar ég las umrædda grein. Í fyrsta lagi : Við sem þjóð höfum snúið okkur frá kristnum gildum og uppskerum samkvæmt því. Orðskv. 29:16, Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum
Orðskv. 29.2. Þegar réttlátum fjölgar, gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna, andvarpar þjóðin.
Annað: Þegar Jesús var hér á jörðinni, sagði hann: "Leyfið börnunum að koma til mín."
Því miður eru margir í dag sem meina börnum sínum að koma til Jesú .
Og því fara þau á mis við það sem hann getur og vill gefa þeim.
Drottin mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. ( sálmur 121.7)
Um það snýst málið, það sem sálin nærist á það er það sem út kemur.
Af hverju ekki að leyfa Drottni að vernda sálarlíf komandi kynslóðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.6.2007 | 21:08
Hver lýsir þinn veg ?
Hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann var að koma í heiminn.(Jóh.1.9. )
En þessi er dómurinn, að ljósið er komið í heiminn, og mennirnir elskuðu myrkrið meir en ljósið. (Jóh.3.19.) Fyrir mörgum árum var ég á togveiðibát úti fyrir austfjörðum. Við vorum að toga með öll ljós slökkt. Af hverju ? Jú við vildum vera í myrkrinu.
Og jú, við vorum innan við landhelgismörkin. Skyndilega erum við upplýstir af mjög sterkum fljóðljósum og sterk rödd hljómaði út í náttmyrkið, sem skipaði okkur að hífa inn trollið. Löggjafarvaldið var mætt á staðinn.
Ljósið var greinilega myrkrinu yfirsterkara og við höfðum verið staðnir að verki við landhelgisbrot, færðir til hafnar og afli og veiðarfæri gerð upptæk.
Því hver sem illt aðhefst hatar ljósið og kemur eigi til ljóssins, til þess að verk hans verði ekki uppvís.En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði , að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóh. 3.21.)
Er ekki bara miklu betra að hafa öll okkar verk í ljósinu ? Það hefði þýtt að við hefðum togað með fullum ljósum og verið réttu megin við landhelgislínuna. Það er alltaf sorglegt þegar fólk elskar myrkrið meira.
Hvað segir þetta okkur ? Jú, Guð dæmir okkur ekki. Við dæmum okkur sjálf.
Spurningin er, þegar við erum upplýst, leyfum við ljósinu að upplýsa okkur eða hlaupum við til baka inn í myrkrið ?
Sjáðu, orð Guðs er ljós á vegi þínum og lampi fóta þinna. Það stendur öllum mönnum til boða.
6.6.2007 | 21:56
Hvernig vin viltu ?
I have my fans, sagði Paris Hilton áður en hún fór í fangelsið. Þetta minnti mig á þessa setningu:
" Hollywood segir þér, að þú sért eitthvað, sem þú ekki ert. " Guð segir þér hins vegar : Að Hann geti gert eitthvað úr þér , sem þú ekki ert.Í orðskviðunum 20.6. segir : " Margir menn eru kallaðir kærleiksríkir, en tryggan vin hver finnur hann ?Hvort viltu eiga tryggan vin, frægan vin, eða ríkan vin ? Auðvitað getur frægur og ríkur vinur verið góður vinur, en hvar er þitt gildismat ?
Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir. Orðskv. 17.17.
Trúmennska, hvað er það ? Traust ? Eru þetta gildi sem eru "inn" í dag ? Eru þetta gildi sem er haldið á lofti í dag ?
Veistu að Guð er trúfastur og hann er svo trúfastur, að Hann er trúr sínu orði. Þ.e. Hann er trúr ritningunni. Þetta eiga margir erfitt með að skilja í dag. En á þessu byggir réttlæti Guðs. Hann segir ekki eitt í dag og annað á morgun.Jesús sagði að sá sem væri stöðugur í kærleikanum héldi boðorð föðurins, eins og hann sjálfur héldi þau.Jóh. 15.10.Jeremía 1.12. "Því ég vaki yfir orði mínu til að framkvæma það"
Guð er ekki maður að hann ljúgi, né sonur manns að Hann sjái sig um hönd. ( 4.mos. 23.19)
Vilja ekki flestir eiga vini sem eru menn orða sinna ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2007 | 20:35
Kærleikurinn er ekki lygari.
Blekking er það kallað þegar menn telja sig gera rétt en gjöra rangt. Hvað fær menn til að lifa í blekkingu. Jú, lygin, þeir trúa lyginni.
Ritningin talar mikið um sannleikann og lygina og segir okkur að sá tími muni koma að menn skipti á sannleika og lygi. Hvernig má þetta vera ? Jú menn eru blekktir. Í Bréfi sínu til Filippímanna segist Páll biðja fyrir þeim að elska þeirra aukist meir og meir , svo þeir geti metið þá hluti rétt sem máli skipta.
Er nokkuð ömurlegra fyrir ferðamann heldur en að aka þúsund mílur í öfuga átt, af því að einhver snéri vegvísinum við. Eða uppgötva það að vera komin á loft í flugvél á leið til Afríku, þegar þú bara ætlaðir til Danmerkur, bara vegna rangra upplýsinga á skjá.
En,,,, segir sá sem sneri skiltinu, þessi leið var niðri í móti og svo miklu þægilegri, en hin leiðin, ég vildi bara láta fólki líða vel.
Spurningin er, Er það kærleikur að vísa fólki ranga leið til þess að því líði vel um stund ?
Og að þú sért um leið meðtekinn af samtímanum. Því miður virðist samtíminn vera orðin Guð margra fræðimanna í dag.
Nei kærleikurinn hugar að sannleikanum og leitar hans. Margir segja, skiptir það einhverju máli hverju við trúum ? Já það skiptir máli, tveggja barna móðir sprengir sig í loft upp, frá eiginmanni og tveimur börnum. Af hverju, hún var blekkt.
Kirkjan er kölluð í ritningunni stólpi sannleikans. Hvað gerist ef stólpum er kippt undan byggingu ? Ritningin í heild sinni byggir á kenningu. Sú kenning sem byggir á sannleika stenst. Hús sem hefur réttan grunn og rétt út reiknað burðarþol stenst. Hús byggt á sandi hins vegar, stenst ekki veðrin.
Sál mannsins er eilíf og það skiptir máli hverju við trúum. Þess vegna skiptir það máli að þeir sem eiga vísa veginn snúi ekki skiltinu í ranga átt.
1.pét. 3.1. Þetta er nú annað bréfið sem ég skrifa yður þér elskaðir, og í báðum hef ég reynt að halda hinu hreina hugarfari vakandi hjá yður. Það geri ég með því að rifja upp fyrir yður þau orð, sem hinir heilögu spámenn hafa áður talað, og boðorð Drottins vors og frelsara, er postular yðar hafa flutt.
Lúk .24.27. Og hann (Jesús) byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það , sem um hann er í öllum ritningunum.
Kristin trú byggir einfaldlega á biblíunni eða ritningunni. Hún er stólpi sannleikans,og hefur sannarlega staðist tímans tönn. Matt.24.35. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Og enn og aftur sannleikurinn breytist ekki, hins vegar getur farið svo að við hættum að þekkja sannleikann, ef við höfnum þeirri leiðbeiningu sem Guð hefur gefið.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2007 | 20:30
Guðfræði að neðan
Í Sunnudagsblaði m.b.l. er athyglisvert viðtal við sóknarprestinn Bjarna Karlsson, sem vill breyta kirkjunni með guðfræðinni að neðan og tekur sérstaklega fram að það sé ekki guðfræðin að ofan sem hann aðhyllist.
Í viðtalinu kemur fram að tíðarandinn sé að breytast og því þurfi guðfræðin að breytast til að geta þjónað samtímanum.
Já ég er sammála Bjarna að þessi fræði koma svo sannarlega ekki að ofan, þar sem okkur er kennt að við eigum að vera eftirbreytendur Guðs,en ekki Hann okkar. Ef. 5.1
Þegar talað er um tíðaranda, þá skilgreinir orð Guðs hann svona: valdhafinn í loftinu, andi þess, sem starfar í þeim sem ekki trúa. Ef. 2.2. Jú sá andi er að neðan.
Biblían talar reyndar um þá speki sem kemur að neðan og segir okkur að hún sé jarðnesk, andlaus, djöfulleg..... en sú speki sem kemur að ofan er : hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta. Jakobsbr. 3. 13- 18.
Ég ætla ekki að orðlengja frekar um þessa grein í m.b.l heldur benda á það sem ritningin hefur að segja um þetta.
1. Tím 4.1. Andinn segir berlega , að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda. Doctrines that demons teach.(amp)
2. Tím 4. 3. Því þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum (guðfræði að neðan)til að heyra það sem kitlar eyrun. 4. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.
Malakí 2.7. Því varir prestsins eiga að varðveita þekking, og fræðslu leita menn af munni hans, því að hann er sendiboði Drottins allsherjar. 8. En þér hafið vikið af veginum og leitt marga í hrösun með fræðslu yðar, þér hafið spillt sáttmála Leví.
Malakí 1. 10. Sæmra væri, að einhver yðar lokaði musterisdyrunum....
Ég segi það aftur að ef andinn að neðan, sá sem starfar í þeim sem ekki trúa, á að leiða kristna kirkju, þá er komin tími til að loka dyrunum.
27.5.2007 | 15:21
Annar hjálpari.
Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara...
Orðið annar: allos - Einhver mér við hlið, annar eins og ég , orðið felur í sér, annan í minn stað, sem gerir í minni fjarveru sömu verk og ég myndi gera ef ég væri í líkamanum á meðal yðar.
Heilagur andi er hér í stað Jesú Krist, eins og hann sagði: Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar. Jóh 14.18.
En ég segi yður sannleikann: það er yður til góðs að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar .Jóh. 16.7.
Heilagur andi er ósýnileg persóna sem er hér á jörðinni í stað Krist. Á hvítsunnudag kom hann til að dvelja meðal okkar og Hann er hér enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 15:01
Lífsbreytandi kraftur
Lífsbreytandi kraftur.
Þá er upp var runnin hvítasunnudagur, voru þeir allir samankomnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið þar sem þeir voru . Þeim birtust tungur eins og af eldi væru, er kvísluðuðst og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum eins og andinn gaf þeim að mæla . Post 2. 1-4.
Hans andi var kominn til að dvelja innra með Hans fólki. Á hvítasunnudag sjáum við breyttan Pétur. Þessi Pétur sem hafði 3svar afneitað Kristi stígur nú fram fyrir fjölda manns og er nú fullur af djörfung og krafti. Eitthvað hafði gerst. Jú, heilagur andi hafði tekið sér bólfestu í lífi Péturs. Hann var breyttur.
Síðan þá hefur þessi lífsbreytandi kraftur, sem er þriðja persóna Guðdómsins breytt lífi milljóna manna um heim allan. Gefið vonlausum von, bandingjum lausn og gefið þjáðum huggun.
Enn í dag hvarfla augu Guðs um jörðina leitandi að þeim sem eru heilshugar við hann, að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar.
Gleðilega hvítasunnu.
22.5.2007 | 22:50
Adam vísindanna.
Þá höfum við það, vísindin eiga líka sinn Adam.
Í gærkveldi mánudag var athyglisverður þáttur í ríkissjónvarpinu, sem bar yfirskriftina: "Leitin að Adam."
Í þættinum kom fram að samkvæmt niðurstöðum DNA rannsókna bendir allt til þess að jarðarbúar eigi sér einn ættföður eða Adam vísindanna.
Ekki langt frá því sem biblían segir: Hinn fyrsti maður Adam varð að lifandi sál. 1.kor 15. 45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2007 | 21:49
Eitthvað sem peningar geta ekki keypt .
Traust er ekki til sölu, traust er ekki auðfengið, traust er ekki ódýrt.
Hvað er traust ? Jú við getum sagt : Þú reynir einhvern að því að vera, það sem hann segist vera. Traust er eins og brú sem er byggð milli tveggja einstaklinga.
Fyrir skömmu var sagt frá því að aðeins 11% þjóðarinnar treystu trúfélögum. Ég hugleiddi þessa niðurstöðu og fannst hún mjög eðlileg. Það eru ekki meira en 11% prósent af þjóðinni sem þekkja til trúfélaga. Þú getur ekki treyst einhverju sem þú ekki þekkir. Þú treystir ekki Guði nema þekkja hann. Það er eitt að trúa að Guð sé til . Annað að treysta Hans orði.
Fyrirgefning og traust er ekki sami hluturinn. Þú getur fyrirgefið strax, en það tekur tíma að treysta á ný þegar trúnaður hefur verið brotinn. Eitthvað sem peningar geta ekki keypt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2007 | 13:55
Nútíma viðhorf....
Táningur var að útskýra fyrir eldri borgara af hverju eldri kynslóðin skilur ekki yngri kynslóðina. Þið ólust upp í frumstæðum heimi, sagði hann. Í dag höfum við geimferðir , kjarnorku og tölvur. Gamli maðurinn svaraði brosandi, Já þú hefur rétt fyrir þér , við höfðum ekki þessa hluti, þess vegna fundum við þá upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259