Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
20.4.2009 | 22:53
Fara íslensk stjórnvöld í manngreinarálit.
Hlustaði á fréttir rúv í kvöld þar sem fram kom að fulltrúar Íslands sátu undir ræðu Ahmadinejad, á þeim forsendum að íslensk stjórnvöld vildu ræða við alla, þótt þau væru ekki sammála stefnu viðkomandi.
Hvers vegna mátti þá ekki hlusta á sjónarmið Ísrelsmanna, þegar þeirra menntamálaráðherra var sendur heim, án þess að spyrja hvert erindið væri ?
Ahmadinejad: Glæpir í skjóli öryggisráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
20.4.2009 | 22:32
Að banna vændi bjargar ekki heimilunum, eða hvað ?
Sorglegt fannst mér að heyra talsmann sjálfstæðisflokksins segja þetta á borgarafundi suðlands, sem sjónvarpað var í kvöld.
Getur verið að vændi bjargi þá heimilunum ? Sér kannski flokkurinn þarna nýja leið til að afla fjár.
Ég er nú þeirrar skoðunar að siðferði og velmegun þjóðfélags fari saman. Getur verið, að það sé svo illa komið fyrir okkar þjóð vegna okkar siðleysis ?
Mig furðar ekki á því að gamli foringinn hafi verið óánægður með hina nýju hugmyndafræði flokksins. Flokkur sem gefur sig út fyrir að standa vörð um kristið siðgæði, en virðist síðan vera í farabroddi siðleysisins getur varla talist trúverðugur. En kannski er búið að kippa þessu með kristna siðgæðið út. A.m.k. virðist hin nýja kynslóð flokksins ekki vita hvað það er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 18:50
Tíund, ný fjáröflun fyrir stjórnmálaflokka ?
Í biblíunni segir frá því að Abraham gaf Guði tíund, sem þakklæti fyrir að hafa unnið sigur í stríði.
Það segir líka frá því að áður en Ísrelsþjóðin tók sér konung og hafnaði þar með Guði sem sýnum konungi þá guldu þeir tíund sem var í raun þeirra skattur. Eftir að þeir fengu konung hækkuðu skattar.
Í kirkjunni okkar gefa þeir sem vilja tíund bæði til að halda starfinu gangandi og líka til þess að segja að við trúum því að líf okkar og heilsa komi frá Guði skapara himins og jarðar.
Mér hefur komið í hug að þetta væri ágæt leið hjá 4 flokkunum og reyndar hinum nýju líka að hvetja flokksmenn til að borga tíund til flokksins.
Það gerir bæði málefnið og málstaðinn trúverðugan, að þeir sem að honum standa vilji styrka hann, en ekki sækja styrkina eitthvað annað.
Tek annars fram að þessir styrkir valda mér ekki beint hneykslun, ef fyrirtæki vilja styrkja flokka, þá er það í lagi, svo lengi sem þau vilja ekki fá eitthvað í staðin, eða eins og máltækið segir: "Æ, veit gjöf sér til gjalda."
Svo að lokum, treystir sér einhver flokkur til að bjóða upp á tíund sem skattlagningu eins og skaparinn gerði???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2009 | 22:53
Var þá Icesave góð fjárfesting eftir allt saman?
Allt er í heiminum hverfult, það sem var tapað í gær, er fundið í dag.
Sunday Times hefur þetta eftir formanni bæjarráðs í Kent: "Við höfum verið gagnrýndir fyrir að leggja féð inn í íslenska banka en nú er útlit fyrir að við hefðum tapað mun meira fé ef við hefðum haldið fénu bundnu í hlutabréfum," segir Carter við blaðið
Óvænt fé í íslenskum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2009 | 22:06
Getur það verið að það skipti máli, á hvern við trúum?
Opinber aftaka í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2009 | 21:56
Beiskja,ofsi,reiði og byssa.
Þegar ég las þessa frétt kom í huga minn orð Páls úr Efesusbréfinu 4.31. Látið hvers konar beiskju,ofsa, reiði hávaða og lastmæli vera fjarri yður og alla mannvonsku yfirleitt.
Og þegar byssan bætist í hópin, þá er voðin vís. Lítið barn án foreldra og ungt fólk í blóma lífsins ekki lengur á meðal okkar.
Myrti par fyrir að leggja í einkastæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 23:38
Don´t worry be happy.
Einhver sagði, þú þarft ekki hluti til að lifa, en þú þarft að lifa til að eiga hluti.
Maður nokkur ákvað að eyða nokkrum dögum í klaustri. Ég vona að dvöl þín hér verði þér til blessunar sagði munkurinn sem sýndi honum klefann, sem hann átti að sofa í. Og ef þig vantar eitthvað þá láttu okkur vita. Við munum kenna þér að vera án þess.
Svo er gott að muna að hlutirnir geta alltaf verið verri.
Snati lá í hundakofanum sínum á þakkargjörðardegi, kveinandi yfir því að sitja uppi með bara hundamat, meðan mannfólkið var að gæða sér á kalkún, sósu og pumkin pie. En auðvitað gæti þetta nú verið verra, hugsaði hann. Ég gæti hafa fæðst "Kalkún"
Að minna sig á að þetta gæti verið verra, getur stundum getur stundum verið nóg til að taka gleði sína á ný.
Páll postuli segir í Filippíbréfinu 4.12:
Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. 13Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.
Páll varar okkur einnig við ágirnd í Kólossubréfinu 3.5. og segir að ágirnd sé skurðgoðadýrkun.
Og það er einmitt málið, þegar lífið snýst bara um hluti og það sem hægt er að eignast.
Er ekki merkilegt að margir hafa alla þessi hluti, sem peningar geta veitt, en eru samt óuppfylltir.
Jesús Kristur sagði: Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.
Veljum lífið, og hamingjuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2009 | 15:09
Jesús Kristur er upprisinn.
Hallgrímur Pétursson orti svo:
Hefði ei vaktin geymt og gætt
grafarinnar, sem nú var rætt,
orsök var meiri´að efast þá,
hvort upp réð stá
drottinn vor Jesú dauðum frá.
Hér bendir Hallgrímur okkur á að grafarinnar hafi verið gætt, og segir óbeint að rómversku hermennirnir séu í raun vottar að upprisu Krists.
Matteus 28, segir okkur hið sama.
1Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. 2Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. 3Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. 4Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.
5En engillinn mælti við konurnar: Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. 6Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði.
Við sjáum hér að varðmennirnir sáu engilinn og voru skelfingu lostnir.
Síðan lesum við:
Matteus 28.11. 11Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt sem gerst hafði. 12En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: 13Segið þetta: Lærisveinar hans komu á næturþeli meðan við sváfum og stálu honum. 14Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna skulum við sefa hann svo að þið getið verið áhyggjulausir."
15Hermennirnir tóku við fénu og gerðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags.
Þegar við tölum um upprisu Jesú Krists í dag eru margir vantrúaðir. En það er ekkert nýtt. Lærisveinar hans voru einnig mjög vantrúaðir. Þegar konurnar sögðu þeim frá þessu þá lesum við:
Lúk 18. 11. En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. 12Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það sem við hafði borið.[3]
Samt er ritningin mjög skýr að, ef Jesús er ekki upprisinn þá er trú okkar fánýt. 1.kor 15.14.
Við sjáum síðan að lærisveinar hans sannfærðust um upprisu hans eftir að hann hafði birst þeim.Lúk.24. 13-49.
Því má bæta við að þegar haft er í huga hve mikið lærisveinarnir urðu að líða, fyrir trú sína , þeir voru húðstrýktir, pyntaðir og sumir deyddir, þá er það mjög ósennilegt að þeir hafi verið fúsir að hætta lífi sínu fyrir málstað sem þeir vissu að væri uppspuni.
Vísindamaður við Cambridge - háskóla, snérist einmitt til kristinnar trúar, þegar hann hafði krufið þetta til mergjar.
Hann komst að þeirri niðurstöðu að lærisveinarnir hefðu ekki verið fúsir að ganga í dauðan fyrir það sem þeir vissu að var lygi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259