Leita í fréttum mbl.is

Enn eitt slysið á Reykjanesbraut.

 

 

 

Reykjanesbrautin lokuð , sex manns fluttir á slysadeild. Þetta er orðið svo algengt að heyra að maður verður hálf samdauna. Síðan var hringt í mig og mér var tjáð að góður vinur minn og trúbróðir Aðalbjörn Leifsson hefði verið í öðrum bílnum. Og að hann væri illa slasaður. Brotnir hryggjaliðir og á erfitt með öndun og blæðir inn á miltað.

Það sem olli mér hugarangri, er að Alli lenti í samskonar slysi á Holtavörðuheiði fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þá brotnaði hann einnig mjög illa og þurfti að spengja hann eins og núna.

Hins vegar var hann að vanda mjög brattur og sagðist sannfærður að Jesús myndi lækna sig nú sem í fyrra skiptið.

Bið ykkur sem trúið, að biðja fyrir bróðir okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki nema sjálfsagt.Bið Drottinn að koma með lækningu inn í líf allra sem lentu í þessu slysi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:01

2 identicon

Sæll Kiddi minn.

Ég er orðlaus,hann var hjá mér í síðustu viku svo hress og vórum við með bænastundaplan.Ég svo sannarlega ætla að biðja fyrir yndislegum trúbróðir,ég veit að við sameinumst öll í því.Og einnig fyrir öllum öðrum sem lentu í þessu slysi.

Góður Guð gefi þeim öllum LÆKNINGU. AMEN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Við sendum bænahrópið áfram á Suðurlandinu...

Ragnar Kristján Gestsson, 10.4.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Linda

Þetta eru skelfilega fréttir.  Guð er með honum hann Alli hvílir í skjóli hans sem hann skapaði.  Við verðum að trúa að þetta fari allt vel.  Láttu okkur vita þegar það má heimsækja hann.

m.k og þakklæti fyrir að blogga þessa frétt.

Linda.

Linda, 10.4.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Aida.

Eg bið fyrir Alla og lika Lindin á bænastundinni kl 4.30 og aftur 10.30 i kvöld. Hvet alla til að biðja með okkur þá.

Aida., 10.4.2008 kl. 15:16

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Almáttugur! Já, þetta er mikið bænarefni, en hef trú fyrir miskun og lækningu Guðs í þessu, skilaðu kveðju til Alla Kiddi minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.4.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Kiddi minn.
Ég vona að þú sendir okkur fréttir af Alla.
Við erum mörg hálf lömuð í dag.
Ég trúi á lækningarkraft Jesú og ég trúi að Jesús taki Alla í faðm sinn og lækni hann fullkomlega.
Amen

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 19:26

8 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Alli er ennþá á gjörgæslu, var í öndunarvél s.l nótt. Var andlega hress, en líkamlega þjáður. Aðgerðin sem var gerð gekk vel segja læknar. Þannig að hann er á batavegi.

Kristinn Ásgrímsson, 10.4.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kiddi minn. Er eitthvað nýtt að frétta af Alla?

Við komum saman í gær hér heima í Ási og vorum með bænastund.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2008 kl. 22:13

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl Rósa.

Já, ég talaði við hann í síma í dag. Hann er kominn af gjörgæslu, húmorinn kominn á sinn stað. Sagðist vera farinn að njóta þess að vera á hótelinu. Það brotnaði eitt rif, hægra lungað er marið. Þannig að þetta er ekki eins slæmt og síðasta slys sem hann lenti í. Hann er á batavegi.

Kristinn Ásgrímsson, 11.4.2008 kl. 23:03

11 Smámynd: Aida.

Amen Hallelúja.

Aida., 13.4.2008 kl. 12:03

12 identicon

Dýrð sé Guði!!!

HALLELÚJA!!!!

Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:00

13 identicon

Hjartans kveðjur til Alla, ég veit þú lítur á hann og heyrir í honum. Ég bið um lækningu,  bata og lausn fyrir hann og alla aðra sem að þessu slysi standa. Megi Guðs vilji ná fram að ganga, Amen.

Díana (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:46

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kiddi minn. Skilaðu kveðju til Alla. Heyrð áðan þegar var verið að biðja fyrir honum á Lindinni. Mögnuð bæn og drengurinn verður heill í Jesú nafni. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:52

15 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl verið þið öll, Alli er kominn á sjúkrahúsið í Keflavík og er allur að braggast. Hann er farinn að geta gengið í göngugrind og farinn að setjast í stól. Þannig að þetta er allt vonum framar. Að vísu enn mjög bólginn í baki, en annars sæll og glaður og biður að heilsa öllum.

Kristinn Ásgrímsson, 14.4.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband