31.10.2007 | 22:50
Umburðalyndi Guðs
Er Kristin trú umburðarlynd ? Er Guð biblíunnar umburðarlyndur ?
Hvernig skilgreinum við umburðarlyndi ? Þýðir það að samþykkja allt eða þýðir það að geta búið við eitthvað sem manni finnst óþægilegt, óaðlaðandi, ógeðfellt, eða óréttlátt ?
Ég tel að umburðarlyndi þýði ekki samþykki, heldur eiginleiki til að sýna þolinmæði, kærleika og sjálfstjórn í kringumstæðum sem eru okkur ekki að skapi.Ég trúi að langlyndi og umburðarlyndi séu skyld hugtök. Umber Guð þá sem brjóta gegn boðum Hans ?
Svarið er já, því ef Guð er almáttugur Guð og skapari himins og jarðar og skapari minn og þinn, þá værum við vart hér ef Hann ekki hefði umborið okkar misgjörðir.
Rómverjabréfið 3.25 segir: ..þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir...
2.Pét. 3.9 "Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar."
Að komast til iðrunar er að breyta um hugsunarhátt þ.e Guð býður eftir því að maðurinn vilji sjá hlutina á Hans (Guðs) hátt. Hversu margir foreldrar hafa ekki beðið þess að börn þeirra í eiturlyfjaneyslu vildu sjá líf sitt á annan hátt ? Að þau vildu skipta um hugsunarhátt ? Guð er faðir sem elskar börnin sín . Þú getur kannski tekið börn þín og lokað þau inni bara til þess að uppgötva að þau byrja strax í neyslu og þau losna. En ef þú getur fengið þau til að hugsa öðruvísi eða gera iðrun þá er hægt að hjálpa.
Eins er það með eðli syndarinnar, Guð faðir okkar vill fá okkur til að hafna þessu eðli og taka við gjöf Hans í Kristi sem er aðgangur að " Ríki Hans". Jóh. 3.3.
Hann hefur sýnt umburðarlyndi sitt frá sköpun heimsins.
Postulasagan 14.16 : " Hann hefur um liðnar aldir leyft, að sérhver þjóð gengi sína vegu "
Margir ásaka Guð fyrir umburðalyndi Hans og segja að ef Hann er almáttugur Guð af hverju grípur hann ekki inn í ranglæti heimsins. Hinir sömu ásaka einnig Guð fyrir að ætla á settum tíma að dæma heiminn.
Jesús Kristur sagði að faðirinn hefði sett tíma og tíðir af sjálfs síns valdi, sem segir okkur að hann sér tímann í öðru ljósi en við. Þannig að Guð mun opinbera réttlæti sitt á settum (sínum) tíma.
1.kor. 13.7. " Kærleikurinn umber allt" Umber þá ekki kærleikurinn syndina, spyrja margir. Jú, vissulega umber kærleikurinn syndir okkar, en segir okkur um leið að : " Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt." Prédikarinn 12. 14.
Eitt virðist þó vera erfitt fyrir Guð að umbera : " Skurðgoðadýrkun" þ.e . þegar"maðurinn" barn hans tekur til að dýrka aðra Guði. Eða falla fram fyrir líkneskjum, eða hafa samband við illa anda.
Ein besta myndin í biblíunni af umburðalyndi Guðs er sennilega sagan um týnda soninn. Þar lætur faðirinn soninn hafa sinn hluta af arfinum, sonurinn gerir síðan allt sem er andstætt vilja föðurins. Þegar sonurinn síðan kemur til sjálfs síns og vill snúa aftur, þá bíður faðirinn með opna arma og heldur veislu fyrir soninn.
Hins vegar er Guð orðheldinn. Ritningin segir: "að hann sé ekki maður að hann ljúgi né sonur manns að hann sjái sig um hönd." 4. Mós. 23.19
Jer. 1. 12. Sjá ég vaki yfir orði mínu til að framkvæma það.
2. Tím 3. 16 Sérhver ritning, innblásin af Guði er nytsöm til fræðslu - umvöndunar - til leiðréttingar til menntunar í réttlæti.
Eg tel að margir eigi erfitt með að skilja það að Guð sé trúr orði sínu. Af hverju ? Þeir hugsa ennþá öðruvísi en Guð. Guð er að bíða eftir að þeir geri iðrun. Þannig að við getum líkt Guði við föður sem allt sitt líf bíður eftir syni, sem er að eyðileggja líf sitt, bíður þess að geta miskunnað honum, en sonurinn velur myrkrið og lætur líf sitt að lokum af ofnotkun eiturefna og glatar lífi sínu. Var það föðurnum að kenna ? Nei það var val sonarins.
Vandinn við þá sem sjá Guð sem vondan og hefnigjarnan Guð er að þeir skilja ekki söguna. Fyrir þá eru engin eiturlyf til. Þannig að það er bara faðir að refsa syni. Menn gleyma að eins og Guð er til þannig er og djöfullinn til og því miður er það svo að margir velja það einfaldlega að þjóna honum. Umber Guð það ? Já , en það hryggir hann og hann bendir stöðuglega á rétta vegin í orði sínu.
Meira að segja kom Guð sjálfur til jarðar og umbar það að maðurinn sköpun hans krossfesti hann. Hann leið þolinmóður á krossi og sagði:" Ef mitt ríki væri af þessum heimi, þá hefðu þjónar mínir barist."Hugsunin í Hans ríki var og er öðruvísi og ef við viljum sjá hlutina í ljósi Guðs þá þurfum við menn einfaldlega að breyta okkar hugsun í stað þess að rembast stöðugt við að reyna breyta hugsun Guðs. Menn hafa reynt það gegnum aldirnar og eru enn að.
Jesús Kristur orðaði það svona : Gjörið iðrun, Guðs ríkið er í nánd.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Gaman að ævintýrum og þá sérstaklega ævintýrum um illa yfirnáttúrulega harðstjóra sem drepa alla á jörðinni, konur, nýfædd börn, dýr... allir myrtir í nóaflóðinu vegna kærleika og ástar.. úps er ég að segja vitlaust er þetta myndlíking eða dulin hótun
DoctorE (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 09:56
Þetta er alveg frábær grein hjá þér Kristinn og eins og töluð út úr mínu hjarta, sérstaklega þessi líking um hvernig Guð er eins og foreldri sem agar börn sín af elsku en ekki til að setja þau í einhver bönd.
Og varðandi skilaboðin sem þú settir í gestabókina mína. Er það ekki simnet, þú skrifaðir simne. Ég ætla nefnilega að senda þér póst og kynna sjálfan mig svolítið betur.
Flower, 1.11.2007 kl. 12:05
Kiddi svar við spuringu þinni eru CNN og Fox news ?????? Eru þeir sannleikans boðberar ? Hvað með öll þessi viðtöl við alla prestana Kaþólsku Kirkjunni , Lútersku kirkjunni methodistar ,Presbyterian ,baptistar eru þau ekki systkini okkar í Kristi ? mér langar soldið Kiddi minn að benda þér á það í kærleika Krists .
ég vil taka það skýrt fram """"að gagnrýni mín hefur aldrei beinist að starfinu í Ármúlanum, það var aldrei í mínum huga ,Enda hafði ég enga vitneskju um það starf .
Góð grein hjá þér Guð Blessi þig bróðir og varðveiti Þig , Þú ert Sannur Guðs maður .
Jóhann
Jóhann Helgason, 1.11.2007 kl. 15:45
Er ekki tími fyri suma, to: "Take the mask off " Mér fannst aldrei gaman á grímuböllum. Annars held ég að það leynist nú góð sál þarna á bak við.
Jóhann minn, vona að við hittumst fljótlega og ræðum saman. Þakka þér hlý orð, vona þú misvirðir ekki við mig að ég kýs frekar að ræða þetta persónulega. Guð blessi þig kæri bróðir.
Kristinn Ásgrímsson, 1.11.2007 kl. 17:51
Flower, jú að sjálfsögðu átti það að vera simnet.is
Þakka þér þitt innlegg
Kristinn Ásgrímsson, 1.11.2007 kl. 17:53
Frábær grein og þörf áminning. Takk fyrir að vera krists, Kiddi minn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2007 kl. 18:37
Sæll Kiddi Jú eftir á hyggja var þetta uppstillingar spurning hjá mér , það er ekki ekki hægt að svara því Já eða nei beint á blogginu ég skil það vel . Æi Fyrirgefðu mér það , Og ef ég hef verið dónalegur eða særandi það var ekki ætlunin mín biðst innilega afsökunar á því . 'Eg ætlaði bara að blogga um myndia sem sá J,C Usa sem ég varð í gangji núna um allt og var ekki inni því sem var ske hér á 'islandi . 'eg veit þú hefur verið vinna verulega gott starf . Og Guð Blessi þig fyrir það , Já myndin af (mér fannst hún svo kúl ) passa vel við nikkið enoch , ég fann hanna netinu . þetta kemur í veg fyrir að greinar mínar lenda í morgunblaðinu
Guð Blessi Þig kæri bróðir
Jói
Jóhann Helgason, 1.11.2007 kl. 19:18
Heill og sæll, Kristinn. Ég ætlaði einmitt að skrifa grein um þetta efni og byggja hana á góðri greiningu og úttekt. Er ekki hættur við það -- en á þó eftir að lesa þína í raun. Vil helzt ekki gera það, fyrr en ég hef lokið við mína!
Svo hvet ég þig, kæri bróðir í trúnni, til að setja þennan guðlastara "DoctorE" á bannlista, hann á hér ekki heima. Ósvinnu hans í 1. innlegginu er alveg hægt að svara, en ég hef ekki lyst á því að ræða við hann, eins og hann vogar sér að skrifa á sínu vefsetri og annarra. (Merkilegt, að hann skuli vera "bloggvinur" sumra, sem telja sig kristna.)
Með kærri kveðju og þakklæti fyrir allt, vinur,
Jón Valur Jensson, 1.11.2007 kl. 20:53
Jón Valur, þeir sem telja sig vera kristna og hafa Dokksa sem bloggvin kunna við hann. Enda eru þeir að spjalla við hann á öðrum vettfang líka. Eru þeir eitthvað minna kristnir fyrir það? Telst maður þá ekki kristin ef maður hefur samskipti við þá sem eru ekki kristnir? Ég verð að segja að ég er undrandi á þessari afstöðu þinni.
Flower, 1.11.2007 kl. 22:46
Takk fyrir þessa færslu Kiddi, Guð blessi þig og þinn söfnuð.
Linda, 2.11.2007 kl. 01:30
Góð grein hjá þér Kiddi. Ég er allveg sammála því að umburðarlyndi er ekki það sama og samþyki. Jesús kom til að leysa okkur frá syndinni en ekki gefa okkur leyfisbréf fyrir henni. En umburðarlyndi er samt eitthvað sem maður má temja betur með sér. Því menn eiga það oft til að missa sig út í óþolinmæði gagnvart náunganum og ætlast til þess að hann verði eins og við viljum. En það er Guðs sem vinnur verkið og því bara að treysta honum fyrir því og taka fólki eins og það er.
Jóhann Helgason ég missti nú af því sem beindist að Ármúlanum en þú mátt spyrja mig að því hvað er að gerast þar enda einn af þeim sem starfa í Kærleikanum.
Sigvarður Hans Ísleifsson, 2.11.2007 kl. 13:47
Jón Valur... Jesús var meðal þeirra sem voru syndarar.. DoctorE á eftir að frelsast og við eigum ekki að dæma neinn fyrir það sem þeir gera en við eigum að fyrirgefa öllum sama hvað þeir segja við okkur eða skrifa um okkur. Páll postuli var morðingi og myrti hina Kristnu en Guð mætti honum.
Róm.5:5 segir að kærleika Guðs er út hellt í hjörtum okkar og nýja þýðingin segir að kærleikur Guðs streymi í Hjarta okkar fyrir Heilagan Anda sem okkur er gefin..
Frumtextin sem talar um þennan kærleika er Agape sem þýðir það að Kærleikur Guðs til allra manna er stærri og meiri en misgjörðir okkar allra til samans. Þennan fullkomna kærleika hefur Guð sett í hjarta okkar, til þess að við elskum alla menn jafnt án skilyrða óháð því sem þeir segja og gera. DoctorE má allveg komenta eins og aðrir enda er þetta blogg um umburðarlyndi og því umberum við það sem hann skrifar..
Sigvarður Hans Ísleifsson, 2.11.2007 kl. 13:54
Flott komment Sigvarður......DoctorE á eftir að frelsast!! AMEN!!
Ása (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 16:11
(Merkilegt, að hann skuli vera "bloggvinur" sumra, sem telja sig kristna.)
Það heitir "kristilegt umburðarlyndi" kæri Jón Valur, fræðimaður eins þú hlýtur að eiga orðabók til þess að fletta því upp. Ekki nema ég sé svona "ókristinn" að umbera náunga minn, þótt nafnlaus sé.
Sigvarður hefur hárrétt fyrir sér, og sýnir einmitt "kristilegt umburðarlyndi". Sem menn mættu taka til fyrirmyndar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 19:43
Sæll Kiddi minn. Flott grein. Og mér finnst þú vera flottur forstöumaður og kennari í orði Guðs.
GUÐ blessi þig ríkulega.
Þormar Helgi Ingimarsson, 6.11.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.