Leita í fréttum mbl.is

Spurningakeppni og biblíuspurningar.

Horfði á spurningakeppnina "Útsvar" í sjónvarpinu á föstudagskvöld. Skemmtileg keppni, þar sem Akureyri og Garðabær mættust.  Og eins og alltaf þegar biblíuspurningar ber á góma, þá komast menn í bobba, jafnvel menn sem vita virðast vita flest milli himins og jarðar.

Í þetta skiptið var spurt: " Hver valdi Sál konung" ??  Garðbæingar giskuðu á Abraham, en nú vildi svo til að Akureyri svaraði: Guð almáttugur, sem var rétt svar, en viti menn, sá sem spurninguna samdi, vissi ekki svarið og þar með fékk Akureyri rangt fyrir rétt svar.Smile

1. Samúelsbók 9.17. En er Samúel sá Sál, sagði Drottinn við hann: "Þetta er maðurinn, sem ég sagði um við þig:, Hann skal drottna yfir mínum lýð."

1. Samúelsbók 10. 24. Og Samúel sagði við allan lýðinn: " Hafið þér séð, að hann sem Drottinn hefir útvalið, er slíkur, að enginn er hans líki meðal alls fólksins ?

Hitt er annað mál að það var Samúel sem smurði Sál til konungs, en það var ekki spurningin.

 


Gleðlileg jól

Menn hafa mismunandi skoðanir á uppruna jólanna. En fyrir okkur hina kristnu, þá er þetta fæðingarhátíð frelsarans. Eitthvað virðist það vera við jólin sem sameinar og tengir fólk saman. Einnig eru gjafir gefnar á jólum. Hins vegar trúi ég því að stærsta gjöfin sem við getum gefið er ástúð og samfélag. Jesús sagði: "Sælla er að gefa en þiggja" 

Læt hér fylgja með litla sögu, sem tengist ekki endilega jólum, heldur þessu hugarfari að sýna öðrum ástúð.

 Fyrir nokkuð löngu síðan þegar ísinn var ódýr, þá var það að 10 ára drengur kom inn í ísbúð. Hann settist við borð, og spurði þjónustustúlkuna hvað einn Sundae kostaði. 50 cent svaraði hún. Drengurinn tók peninga upp úr vasa sínum og byrjaði að telja. En einfaldur ís, spurði drengurinn ? Það var fleira fólk sem beið eftir afgreiðslu og þjónustustúlkan var orðin svolítið óþolinmóð,35 cent svaraði hún hranalega.

Ég ætla þá að fá einn einfaldan ís svaraði drengurinn. Konan færði drengnum  ísinn og reikninginn,drengurinn borðaði ísinn  og greiddi síðan við kassann.

Þegar þjónustustúlkan fór síðan að taka af borðinu,  þá fór hún að gráta. Drengurinn hafði skilið eftir 15 cent fyrir hana í þjórfé. Hann hafði neitað sér um stærri ísinn til að geta gefið henni þjórfé.


Það þarf meira afl til að skapa frið, en stríð.

   Var að lesa bloggfærslu bloggvinar míns Gísla Frey´s og varð hálf undrandi á heiftúðugum viðbrögðum fólks. Mótmælin svokölluðu virðast ekki snúast um heilbrigð skoðanaskipti, eða baráttu fyrir betra mannlífi, heldur er fólk farið að hóta ofbeldi og virðist vilja stríð, og sumir tala um byltingu. Þegar ég les skoðanir þessa fólks, sem ekki fær stjórnað hugsunum sínum eða orðum, spyr ég mig, hvernig ætlar það að stjórna þjóð. Í Orðskviðum Salómons segir: “ Sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir. Þess vegna segi ég : Þú þarft meira afl til að skapa frið, heldur en stríð.Friður er eitthvað sem kemur frá mannsins hjarta, það er hægt að semja um frið, skapa frið með hervaldi, en spurningin er: Er friður í hjarta þínu? Og er friður í hjarta þínu, hvernig sem kringumstæður eða ytri aðstæður eru. Kringumstæður koma ekki með frið, heldur hvernig þú bregst við kringumstæðunum, þú getur valið frið eða stríð.Það sem fæðir af sér ófrið er af hinu illa. 

Að skrifa undir sína eigin aftöku.

  Var að horfa á forsíðu fréttablaðsins í morgun, þegar þessi hugsun hitti mig, að undir vissum kringumstæðum virðist vera hægt að fá fólk til að skrifa undir hvað sem er, jafnvel eigin aftöku. 

Ég trúi því að það skipti meira máli fyrir íslensku þjóðina, hvernig hún bregst við þessum kringumstæðum, heldur en kringumstæðurnar sjálfar.Það sem orðið er, því breytum við ekki , en við getum haft áhrif á það sem verður.  Og það gerist ekki með mótmælum, heldur skapandi hugmyndum.

 Þar sem ég starfa á Keflavíkurflugvelli, þá þarf ég stundum að fara út að flugvél, sem er að fara. Vélin er full af farþegum, það er allt í fullum gangi við að koma vélinni í loftið. Vandamálið er, að það er bilað tæki fast við vélina og mitt hlutverk er að koma því í gang og fjarlægja. Þegar þetta gerist er oft öskrað úr öllum áttum, alls konar fólk kemur að og spyr, hvort þetta sé ekki að koma. Mín viðbrögð eru: Viljið þið koma ykkur frá, ég þarf vinnufrið, ef þessi flugvél á að fara í loftið. Mér dettur ekki í hug að segja af mér, ég er þess meðvitaður að fólkið í kringum mig leysir ekki vandann. Ef ég þarf hjálp, þá kalla ég á kollega mína frá Tækjaverkstæði. Þess vegna segi ég, gefum ríkisstjórn okkar vinnufrið, það er eitt að geta tekið til máls á mótmælafundi, það er annað að stjórna landi og leysa þau mál sem við stöndum frammi fyrir.  

Þjóðfélag í uppnámi.

Harla þótti mér annarlegt að sjá fullorðið fólk brjótast inn á lögreglustöðina í kvöld, eða hlusta á móðir dásama ágæti sonar síns fyrir að óvirða alþingi lýðveldisins.  

Á mbl.is lesum við:

Talsverðrar óánægju gætti vegna handtökunnar meðal þeirra, sem tóku þátt í mótmælafundi á Austurvelli í dag og og vék Hörður Torfason, fundarstjóri, að henni þegar hann ávarpaði fundinn. „Við erum ekki hrifin af því að fólk í þessu landi fái ekki að tjá sig. Það á ekki að líðast að mótmælandi sé handtekinn daginn fyrir útifund," sagði Hörður. Í kjölfarið hvatti hann viðstadda til að mótmæla þeirri aðgerð. "

Skilaboð Harðar Torfasonar í fundarlok voru skýr, þar sem hann hvatti fólk til að fara að lögreglustöðinni.

Erfitt á ég með að skilja það fólk sem mælir þessum skrílslátum bót. Ekki tel ég að þeir sem hafi tekið til máls á þessum fundum gætu leyst þessi mál betur, heldur en sú stjórn sem þeir kusu. Það getur ekki talist lýðræðislegt að fótum troða bæði lög og reglu.

Ekki bætir það spillingu þá sem fólk telur sig mótmæla, heldur er illt verra.

Nær væri að við tækum okkur til fyrirmyndar frændur okkar Færeyinga sem söfnuðust saman og báðu fyrir landi og þjóð árið 1992 í stað þess að ásaka hvorn annan. Þeir uppskáru í samræmi við það þegar skyndilega allt var fullt að fiski í kring um eyjarnar.

Beiskja, gremja, reiði eða ofbeldi  er ekki góður arftaki græðginnar. Megi algóður Guð opna augu íslensku þjóðarinnar.

Kristinn Ásgrímsson, 22.11.2008 kl. 22:27


Svona til gamans, ekki veitir af.

Fékk þessa sögu í tölvupósti, kannski minnir hún á einhvern?? 

 

While on a road trip, an elderly couple stopped at a roadside
restaurant for lunch.
After finishing their meal, they left the restaurant, and resumed their
trip.
When leaving, the elderly woman unknowingly left her glasses on the
table, and she didn't miss them until they had been driving about
forty minutes.
By then, to add to the aggravation, they had to travel quite a
distance before they could find a place to turn around, in order to
return to the restaurant to retrieve her glasses.
All the way back, the elderly husband became the classic grouchy old
man.
He fussed and complained, and scolded his wife relentlessly during the
entire return drive.
The more he chided her, the more agitated he became. He just wouldn't
let up one minute.
To her relief, they finally arrived at the restaurant. As the woman
got out of the car, and hurried inside to retrieve her glasses, the
old geezer yelled to her, 'While you're in there, you might as well
get my hat and the credit card.'

 


Ímynd Íslands.

 

Ég verð að segja að ég er svolítið undrandi á allri þessari umræðu um ímynd Íslands.

Ég heyri að búið sé að skipa nefnd til að bjarga eða endurheimta ímynd Íslands. Ég er kannski bara svona einfaldur, en ég get alls ekki séð að ímynd landsins hafi beðið hnekki. Allur heimurinn er að fást við sömu vandamál og við. Ég var staddur í Bandaríkjunum þegar ósköpin dundu yfir og það sem ég fann fyrir þar var bara hlýhugur og óskir um að við björguðum þessu sem fyrst. Og það eru þær kveðjur sem ég hef fengið hvaðanæva úr heiminum.

Skaðar það ímynd okkar að eiga í fjárhagserfiðleikum ?

Ég get ekki betur séð en við höfum enn lánstraust hjá nágrönnum okkar Norðmönnum, Færeyingar hafa sent uppörvunarorð og svo mætti lengi telja.

Þótt einhverjir verðbréfa braskarar  sjái sér ekki lengur hag í að hafa okkur að féþúfu, hefur ekkert með ímynd Íslands að gera.

Guð blessi Ísland og áfram Ísland.


Gott að rifja upp á erfiðum tímum

 

 

 

 

 

 

 

 

Gulli og perlum að safna sér,

sumir endalaust reyna,

vita ekki að vináttan er,

verðmætust eðalsteina.

 

Gull á ég ekki að gefa þér

og gimsteina ekki neina.

En viltu muna að vináttan er

verðmætust eðalsteina.

 

 

Höf: Hjálmar Freysteinsson, læknir og hagyrðingur á Akureyri.

 

Heimspeki Charles Schultz

Charles Schultz er höfundur teiknimynda syrpunnar Peanuts. Þú þarft ekki að
svara spurningunum.
Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:

1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta
ári.

Hvernig gekk þér?

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki
annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið deyr
út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og
skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa
bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.


Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er nú þegar

morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)

 

 

 

 

 

 


Annað bréf frá fanga

 

Hef verið að hugleiða undanfarið rök þeirra sem segja að Guð sé ekki til. Einnig þessa undarlegu þörf þeirra að tjá sig um persónu sem ekki er til. Margir þeirra eru að velta sér upp úr textum Gamla testamentisins, og þykjast sjá þar að þessi persóna sem ekki er til, sé býsna vondur og illskeyttur.

Ég verð að segja að oft á tíðum frá mannlegu vestrænu sjónarhorni, þá virðist að þessir menn gætu haft eitthvað til síns máls.

En verður eilífðin útskýrð með rökum. Varð maðurinn bara til af sjálfu sér. Hættir hann þá að verða til einhvern daginn ? Er Ísrael ekki á þeim stað í dag sem ritningarnar sögðu fyrir um. Og er ekki saga Ísraels sönnun þess að það er til lifandi Guð ?  Er það bara tilviljun að dagatal okkar miðast við Krist ?

Enginn Guð fyrir mig, er sama og engin skynsemi. Í einum sálmi segir : Heimskingin segir, enginn Guð.

Vandinn er sá, að menn finna ekki og sjá ekki Guð í gegnum rökhugsun. Það þarf trú.

Síðast en ekki síst þegar ég sé harðsvíraða glæpamenn breytast og verða ljúfir sem lömb og vilja bara láta gott af sér leiða, er það allt saman ímyndun ?

Getur þá ímyndunarveiki læknað fólk af illsku, eigulyfjaneyslu o.s.frv. ??

Ég ætla að birta hér á eftir hluta úr öðru bréfi sem ég fékk frá fanga á Litla Hrauni.

Þessi maður uppörvar alla sem hann heimsækja með einlægri trú sinni og lífsgleði. Hann tjáði mér þegar ég heimsótti hann síðast að hann vildi ekki skipta aftur á óttanum og gleðinni sem hann hefði eignast fyrir trúna á Jesú Krist.

 

Annað bréf frá fanga.

 

Gunnar Jóhann trúboði Jesú Krists á Litla Hrauni heilsar öllum trúsystkynum  sínum í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Megi hinn eini og sanni Guð og Drottinn Jesús Kristur ljúka upp flóðgáttum himins og hella yfir ykkur óþrjótandi blessunum í Jesú nafni amen.

Ég verð að vera hreinskilinn og segja ykkur hvað ég sakna þess að vera með ykkur, það varð mér  mesta gæfa að fá að tilheyra kirkjunni ykkar í Keflavík og ég er þakklátur Jesú fyrir að hafa leitt mig inn til ykkar. Það bjargaði lífi mínu frá glötun  að kynnast Jesú Kristi. Dýrð sé Guði fyrir það að í dag á ég fullkomið líf þótt ég sé lokaður inni í fangelsi.

Jesús er svo yndislegur að ég bara fyllist gleði þegar ég hugsa um hvað hann er búinn að gera fyrir mig. Ég er búinn að eyða helming ævi minnar í óreglu, stjórnast af ótta og gremju út í allt og alla, er búinn að fremja ljóta glæpi og á ekkert skilið nema að vera lokaður inni að eilífu. En nei, nei Hann leysti mig undan óreglu, fjarlægði óttann, gremjuna og breytti mér úr því að vilja vera glæpamaður í að vilja elska náungann og þjóna öllum þeim sem eru á sama stað og áeg var á. Jesús sýndi mér að Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Páll talar einmitt um þetta í bréfi sínu til Títusar.

Títusarbréfið 3:3-6.

Því þeir voru tímarnir, að vér vorum einnig óskynsamir, óhlýðnir, villuráfandi, í ánauð hvers konar fýsna og lostasemda. Vér ólum aldur vorn í illsku og öfund, vorum andstyggilegir, hötuðum hver annan. En er gæska Guðs og frelsara vor birtist og elska hans til mannanna, þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja.

Ég get vitnað um það að frá því að ég opnaði dyrnar fyrir Jesú inn líf mitt að gamla lífið mitt varð að ENGU, og að nýtt líf fékk ég að gjöf frá Honum, líf í fullri gnægð og það verður bara stórkostlegra með hverjum deginum sem líður.

Bréfið er talsvert lengra, og talar Gunnar þar um trúarvakningu á Litla Hrauni og segir frá bænastundum þar sem meðfangar hans sögðu, " Vá, takk Jesú" þegar þeir upplifðu nærveru og kraft Guðs inni í fangaklefanum.  Ímyndun ?  Ég held að þessir drengir kæri sig kollótta um hvað aðrir halda, þeir hafa eignast tilgang í lífinu, og fengið að reyna að það er hægt að vera frjáls í fangelsi.


Trúmennska ...gleymdur eiginleiki???

Fór á samkomu í Fíladelfíu í dag og hlustaði á Hafliða Kristinsson fjölskylduráðgjafa tala um trúmennsku. Hann las upp frá sögn konu að nafni Betsy Chalmers, sem mér þótti svo mikið til koma að ég fékk textan hjá honum og þýddi hann lauslega. Betsy segir reyndar að hún skrifi þetta ekki með það í huga að aðrir taki sömu ákvörðun og hún, en ég hugsaði þegar ég las vitnisburð þessarra konu, að oft er tilefnið mikið minna, sem veldur hjónaskilnaði. Verð að bæta við að þessi kona á mína aðdáun. Hér kemur síðan frásögnin:

 

 

Ég hitti hann þegar ég var 19 ára, giftist honum þegar ég var tvítug og við vorum aðskilin þegar ég var 22 ára, þegar hann var handtekinn og síðan dæmdur fyrir ofbeldisglæp.Hann brást sjálfum sér, fjölskyldu sinni, konu sinni og framtíð sinni.En hann var eiginmaður minn. Ég var reið, hrygg, full vonbrigða og hrædd, en ég elskaði hann og hann þurfti á mér að halda, svo ég yfirgaf hann ekki.Ég var til staðar í gegnum vikur af réttarhöldum, og síðan gegnum áratuga fangelsi. Ég trúi á sáttmála hjónabandsins og á þann Guð sem við stóðum frammi fyrir, þegar við gáfum heit okkar. Ég hef trú á eiginmanni mínum og að hann muni vaxa og breytast og verða betri maður, og það hefur gerst.Ég er núna 50 ára og hann er 55 ára. Hann er enn eiginmaður minn og minn besti vinur. Ég sé hann 4 tíma um hverja helgi og tala við hann í síma tvisvar í viku í 20 mínútur.Ég lifi ekki í blekkingu og ég er ekki píslarvottur. Ég er ekki heimsk , ómenntuð eða örvæntingarfull. Ég er eiginkona. Ég vinn, borga afborganir af húsinu mínu, á 9 ára gamlan bíl, tvo hunda og reikninga eins og hver annar. Það er stundum erfitt að gera sér grein fyrir að ég er bara ein af yfir 2 milljónum eiginkvenna, manna sem lifa bak við rimla. Ég hefi ekki eignast marga vini í fangelsinu. Ég held þeim hluta lífs míns aðskildum, en hann er þó alltaf þar, hluti af öllum ákvörðunum sem ég tek. Einhverstaðar hér held ég að það sé gert ráð fyrir að ég segi að eiginmaður minn sé saklaus, og að kerfið hafi brugðist og við séum fórnarlömb... en það er samt ekki svo. Hvernig veljum við hvaða glæpur fer yfir strikið eða hvaða synd sé of stór til að fyrirgefast. Jú, ég verð reið yfir ástandinu. Ég hef grátið að geta ekki lifað eðlilegu lífi eins og aðrir, svo sem að eignast börn og fara í frí til annarra landa. Þetta er ekki það líf sem ég vænti fyrir 30 árum og mæli ekki endilega með því fyrir aðra, en þetta er mitt líf. Núna fimmtug, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að það líf sem ég lifi skilgreinir mig ekki endilega. Heldur hvernig ég vel að lifa því lífi.  Ég kýs að lifa því í trúmennsku. Þetta gefur mér frið og einnig gleði. Þetta gerir mig meðvitaða um eiginmann minn. Trú mín hefur gefið mér grundvöllinn ekki bara til að halda út, heldur til að lifa þessu lífi. Trú á Guð sem hefur ekki yfirgefið mig, trú á manninn minn sem elskar mig og trú á sjálfa mig. Ég trúi á trúmennsku.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband