19.5.2007 | 13:39
Fyrir tveim mínútum trúði ég ekki á Loch Ness skrímslið heldur.
Saga þessi er sögð af guðleysingja sem var að veiða á yndislegum degi, þegar Loch Ness skrímslið réðst á bát hans.
Skrímslið kastaði bát hans hátt í loft upp, opnaði síðan kjaftinn til að gleypa bát og mann. Maðurinn hrópar hátt: " Ó Guð hjálpaðu mér " Skyndilega þá stöðvast báturinn í loftinu og guðleysinginn heyrir rödd frá himni sem segir, ég hélt að þú tryðir ekki á mig."Come on God , give me a break," grátbiður maðurinn. Fyrir tveim mínútum trúði ég ekki heldur á Loch Ness skrímslið.
Billy Graham segir, Þegar einhver spyr mig hvernig ég geti verið svo viss um að Guð sé raunverulega til, þá minnist ég frásagnarinnar af litla drengnum sem var úti að leika sér með flugdrekann sinn.
Það var vindur og skýin þyrluðust um himininn. Flugdrekinn fór upp uns skýin huldu hann.
Hvað ertu að gera spurði maður nokkur litla drenginn ? Ég er með flugdrekann minn svaraði drengurinn. Með flugdrekann sagði maðurinn. Hvernig veistu það ? Þú sérð ekki flugdrekann.
Nei svaraði litli drengurinn, ég sé hann ekki, en annað slagið finn ég svolítinn kipp og þá veit ég fyrir víst að hann er þar.
Ekki byggja það á áliti annarra. Finndu Guð fyrir sjálfan þig með því að bjóða Jesú Kristi inn í líf þitt. Þá muntu líka vita , þegar þú finnur í hjartanu snertingu, að Hann er þar og lifir í þér.
Róm 8.16. Sjálfur andinn vitnar með með vorum anda að vér erum Guðs börn.
Lauslega þýtt úr : The Word for today.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 21:51
„Ekki rugla mig með staðreyndum. Ég hef myndað mér skoðun.“
Vona mér verði fyrirgefið en ég stenst ekki mátið að blanda mér í þessa umræðu þótt seint sé. Fyrirsögnin er tilvitnun í pistil af bloggsíðu, Arndísar Önnu, Kristínar og Gunnarsdóttur. Og ég leyfi mér að grípa inn í umræðuna hér:
Síðbúið svar til Arndísar.
Þar sem búið var að loka á þessa færslu langar mig að birta hér svar til Arndísar Kristínar Gunnarsdóttur og svara þeim spurningum sem eru hér teknar af hennar bloggsíðu, þar eð engin svör komu.
Arndís segir:
Ég hef sjálf fundið Guð og hann var góður félagi minn í mörg ár. Með tímanum hvarf hinsvegar trúin, en það var alls ekkert sorgarferli sem þeim missi" fylgdi. Ég einfaldlega áttaði mig á því, sem Richard nokkur Dawkins orðaði svo skemmtilega:
We don't need an imaginary friend in the skies."
Mín spurning út frá pistli Stefáns er því þessi: Hvers vegna ætti ég að leita Guðs af öllu hjarta"? Hvers vegna ætti ég að opna huga minn fyrir boðskap trúarbragða (heilaþvotti?)? Hvers vegna, þegar ég hef sjálfa mig, náttúruna, skynsemina, rökhugsunina, trúna á hið góða, fjölskylduna mína og annað gott og fallegt sem lífið hefur upp á að bjóða, til þess að veita mér sáluhjálp, hamingju, sátt, eða hvað það er sem fólk sækist eftir í lífinu? Mig skortir ekkert.
Ef þú hefðir raunverulega fundið Guð, þá hefði Richard nokkur Dawkins ekki getað heilaþvegið þig með sínu röklausa vantrúarrugli. Ég hlustaði á þennan Richard Dawkins í Kastljósi og það eina sem gerðist var að ég varð enn vissari í minni sök að Drottinn minn og Guð minn væri skaparinn. Sjáðu Dawkins gerir nákvæmlega það sem ritningin segir fyrir um .
Hann dýrkar hið skapaða í stað skaparans.
Hann sagði orðrétt: 500 milljón ára jörð fyllir mann dulúð og lotningu. Hvað er maðurinn að segja ? Jú að jörðin hið skapaða og aldur hennar það hrífur hans hjarta.
Dawkins heldur áfram og segir: Trúin er spennandi fyrir treggáfað fólk.
Hver er nú að ímynda sér hvað ? Jörðin 500 milljón ára ? Það er enginn sem getur sannað það.
Jörðin varð til að sjálfu sér ? Hver er nú trúaður ? Eða ímyndunarveikur ?
Hvað er það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við horfum á málverk ? Hver málaði þessa mynd. Eða hver teiknaði þetta hús ? Þú þarft á virkilegri ímyndunarveiki að halda til þess að trúa því að húsið hafi orðið til af sjálfu sér.
Mitt mat er að skoðanir Dawkins séu algerlega röklausar, eins og segir í sálminum : "Heimskinginn segir enginn Guð."
Arndís spyr:
"Hvers vegna ætti ég að leita Guðs af öllu hjarta"? Hvers vegna ætti ég að opna huga minn fyrir boðskap trúarbragða (heilaþvotti?)? Hvers vegna, þegar ég hef sjálfa mig, náttúruna, skynsemina, rökhugsunina, trúna á hið góða, fjölskylduna mína og annað gott og fallegt sem lífið hefur upp á að bjóða, til þess að veita mér sáluhjálp, hamingju, sátt, eða hvað það er sem fólk sækist eftir í lífinu? Mig skortir ekkert."
Af því að þú ert sköpuð í Guðs mynd til að eiga samfélag við Hann. Það er hinn raunverulegi og upphaflegi tilgangur lífsins.
Þú sjálf , náttúran , hugsanir þínar, fjölskyldan ..... getur ekki veitt þér sáluhjálp...Þú getur svo sem sagt mig skortir ekkert, en það er bara eitthvað sem getur breytst á einu augnabliki. Við getum búið við allsnægtir í dag og skort á morgun.
Þú hefur hins vegar val að trúa mönnum eins og Richard Dawkins eða þeirri opinberun sem Guð hefur gefið okkur í Orði sínu, í Jesú Kristi og í allri sköpuninni sem þú minnist á.
Það er það frelsi sem við höfum, sem sköpun Guðs, við höfum frjálsan vilja. Við getum enn valið af hvoru trénu við viljum eta. Okkar eigin skilnigs tré eða lífsins tré.......
Enn ein ásæða til að leita Guðs er þessi. Við erum eilífðar verur það er líf eftir þetta líf og markmið fagnaðrerindis Jesú Krists er að vekja okkur synduga menn til iðrunar að við sættumst við Guð og séum síðan með Honum um alla eilífð.
Þetta eru staðreyndir sem ég vil gjarnan miðla með þér, en ekki rugla þig heldur sannfæra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2007 | 13:53
Staðinn að verki
Fyrir nokkru var ég stöðvaður af lögreglu fyrir að tala í símann undir stýri.
Ung lögreglukona kom og bað mig á fagmannlegan hátt að koma yfir í lögreglubílinn.
Veistu af hverju við stöðvuðum þig, spurði hún mig þegar ég var sestur inn í bílinn með bláu ljósunum. Aftur fagmannleg spurning, hugsaði ég . Þau vildu fá að vita hvaða mann ég hefði að geyma.
Jú, ég var að tala í símann, svaraði ég af undirgefni. Nú ég fékk síðan að greiða til samfélagsins 3950 kr. og hef ekki talað í símann undir stýri síðan. Ég er þakklátur þessum laganna vörðum fyrir að venja mig af þessum ósóma.
Nú, sagan er ekki öll, því að afastelpan mín sem hafði hringt í mig tjáði mér, þegar ég kvartaði yfir því að dýrt væri að tala við hana í síma: " Afi þetta er miklu ódýrara en tími hjá sérfræðingi. "
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 21:09
Hvað er fóstur-eyðing ?
Þú skalt ekki morð fremja. Þannig hljóðar sjötta boðorð Gamla testamentisins. Fljótt á litið virðist þetta vera það boðorð sem allir eru sammála um. Allir vita að það er rangt að drepa mann.
Ein er þó sú " blekking" á Íslandi og reyndar um heim allan, sem fólk virðist gjörsamlega sofandi yfir.
Blekkingin er sú að barn í móðurlífi sé ekki lifandi persóna,heldur einhvers konar pakki sem við köllum fóstur, og að það sé okkur í sjálfsvald sett hvort við fjarlægum þennan pakka eða ekki.
Vissir þú, að 25 dögum eftir getnaðinn (tæpum tveim vikum eftir að móðirin missti fyrst úr tíðir) byrjar hjarta barnsins að slá...30 daga gamalt mælist barnið um fjórðungur þumlungs, en er þá komið með heila, með þekkjanlegt sköpulag mannsheila, einnig augu í mótun, eyru og lifur, nýru, maga og hjarta sem dælir blóði. 45 dögum eftir getnaðinn er beinagrind þess búin að fá á sig fullkomna mynd, en samanstendur af brjóski enn sem komið er. 65 daga gamalt getur barnið kreppt hnefann.
Það voru mikil vonbrigði fyrir prófessor Albert William Liley sem eftir að hafa fundið upp legvatnsprófið til að nota sem læknisgreiningu til að bjarga lífi, að hann skyldi þurfa að upplifa að því væri misbeitt til þess að greina fötluð börn fyrir fæðingu, svo að eyða mætti þeim með fóstureyðingu.
Jafnvel á sínum eigin spítala sá hann nálar sem hann hafði þróað til blóðgjafar fyrir ófædd börn, notaðar til að sprauta banvænni saltupplausn í móðurkviðinn til að framkalla fóstureyðingu.
Undanfarin ár hafa fóstureyðingar á Íslandi verið á bilinu 800 - 1000..
Langflestar fóstureyðingar eru af félagslegum ástæðum, sem einfaldlega þýðir, að það er ekki pláss fyrir þetta barn í mínu lífi, ég hefi forgang barnið skal því deyja.
Fuglinn er friðaður yfir varptímann en ... ekki barnið meðgöngutímann.
Ég vil samt trúa því að flestar fóstureyðingar séu vegna vanþekkingar, fólk er einfaldlega blekkt, það trúir að fóstrið sé bara pakki en ekki barn, en ég trúi að það sé tími fyir okkur að vakna og snúa þessari þróun við.
Sálmur 139:16 " Augu þín sáu mig, er ég var enn ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðin."
Er ekki mótsagnarkennt að það skuli geta gerst á sama spítala að tvö fimm mánaða gömul börn komi í þennan heim annað til að deyja, en öllum ráðum er beitt til að hitt megi lifa?
Ég vildi sjá einhvern stjórnmálaflokk gefa viljayfirlýsingu um að efla fræðslu um rétt hinna ófæddu.
Þetta er mynd af sjö vikna gömlu fóstri.
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.5.2007 | 20:55
Er enginn sem vill tala máli hinna ófæddu ?
Vinur minn Jón Valur Jensson er að tala á bloggi sínu um tillögu sem hann hefur flutt á landsfundi sjálfstæðisflokksins um líf hinna ófæddu.
Maður hefði haldið að svona tillaga fengi nú góðan hljómgrunn hjá flokki sem segist standa vörð um frelsi einstaklingsins. En viti menn þessari tillögu var stungið undir stól.Það sorglega er, að þegar minnst er á þessi mál þá virðist vera Þverpólítísk samstaða um að þegja.
Hins vegar þegar Saddam nokkur Hussein var tekinn af lífi, maður sem hafði kvalið drepið og misnotað heila þjóð, þá sáu nokkrir íslenskir þingmenn ástæðu til að mótmæla.
Nú var talað um ómannúðlega meðferð og jafnvel mannréttindabrot.
En af hverju geta menn ekki séð að "fóstur" er BARN ? Af hverju vill enginn sjórnmálaflokkur vera málsvari hinna ófæddu ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2007 | 18:58
Að kefja sannleikann eða Biblíufóbía.
Páll postuli talar í Rómverjabréfinu um þá sem reyna að kefja sannleikann. Það er vers sem kemur óneitanlega upp í hugann þegar ég hlusta á ákveðna prestlærða menn.Að lesa og hlusta á viðhorf nokkurra Guðfræðinga undanfarið, vekur alltaf meiri og meiri furðu mína.
Þegar kemur að því sem við köllum heilaga ritningu eða Biblían þá vara þessir menn okkur við henni eða taka fram ákveðna texta og hreinlega útskýra í burtu.Stundum finnst mér eins og við séum komin 500-1000 ár aftur í tíman, þar sem presturinn messaði á latínu og alþýðumaðurinn skildi ekkert. Það mætti ætla að sumir þessir menn haldi að við leikmennirnir séum ólæsir, eða blindir.Eða eins og einn Guðfræðinemi spurði mig: Kristinn hefur þú menntun til að leggja mat á þessi mál?
Höfðu lærisveinarnir það forðum ? Hverja sendi Kristur út ? Lærisveina eða fræðimenn. Auðvitað geta fræðimenn verið lærisveinar. En eftir stendur að Jesús sagði lærsveinum sínum að gjöra lærisveina. Einn þessarra presta segir okkur að Jesús Kristur hafi ekki sett fram neinn siðferðisboðskap. Hvernig í ósköpunum er hægt að bera það á borð fyrir þá sem lesa biblíuna. Annar segir okkur að biblíuþýðendur í gegnum tíðina séu ekki trúverðugir. Hann tekur texta Páls í Róm 1.24-27 þar sem Páll talar um samkynja mök og segir okkur að hér sé verið að tala um fjöllyndi eða það að konan taki frumkvæði. Lesi nú hver fyrir sig. Vel rætist á honum ritningin í sama kafla: Þeir þóttust vera vitrir en urðu heimskingjar.
Fríkirkjupresturinn heldur áfram að slá í gegn: Hann segir okkur að fórnardauði Krists skipti engu máli lengur. Við getum komið til Guðs í gegnum Múhameð eða búdda eða alla hindúaguðina. (Blaðið. 14.apríl)Kannski sjáum við bráðum Moskvu við tjörnina og heilagar kýr, nú eða menn þvoi af sér syndir sínar í tjörninni.
Er það ekki nöturlegt, að þeir menn sem eiga að segja sannleikann og kenna biblíuna, þeir virðast haldnir biblíufóbíu. Hvað var það sem Jesús lauk upp fyrir lærisveinum sínum á leiðinni til Emmaus? Var það Kóranin eða leiðari morgunblaðsins ?
Nei það voru ritningarnar frá Móse í gegnum spámennina sem fjölluðu um Krist. Flýði Jesús virkilega á undan okkur inn í bókstafshyggjuna ? Er ekki betra að gefast Guði á vald en að kefja sannleikann?
Trúmál og siðferði | Breytt 1.5.2007 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.4.2007 | 18:22
Að hafna sannleikanum.
Í biblíunni er talað um að við getum hafnað sannleikanum - óhlýðnast sannleikanum-eða reynt að kæfa sannleikann. Okkur er líka tjáð að þegar sannleikanum er hafnað, að þá kemur blekkingin inn. Fyrir mörgum árum var auglýsing í dagblaðinu Vísi,: "Viltu læra á gítar ? Sendu okkur 500 kr og við svörum um hæl." Nokkrum dögum síðar fékk fólk svar :
"Þakka þér fyrir að senda 500 kr og láttu nú ekki hjá líða að læra á gítar. " Nokkrir voru blekktir. Nú þeir sem sendu inn peninga til að læra á gítar voru hvorki að hafna sannleikanum eða óhlýðnast, þeir voru einfaldlega blekktir.
En þegar biblían varar okkur við að hafna sannleikanum, þá er verið að tala um alvarlegri blekkingu sem snertir okkar sálar velferð.
.Af hverju vilja menn ekki elska sannleikann ? Jú sannleikurinn er líka ljós sem lýsir okkur upp. Af hverju vilja menn kefja sannleikann ? Jú, hann hentar ekki þeirri blekkingu sem þeir kjósa að lifa í.
Alda gamalt kjaftæði segja margir. Hvað með allt nútímakjaftæðið spyr ég ? Er það að hjálpa okkur ? Er nútíminn einhver "patent lausn" eða mælikvarði á rétt og rangt. Menn keppast við að segja mér að viðhorf biblíunnar séu úrelt. Nútíminn hins vegar, kennir mér að ég sé minn eiginn Guð. Þ.e. að ég sé sjálfum mér lögmál og það sem mér finnst rétt er rétt o.s.frv. Biblían kennir okkur hins vegar að Guð hafi gefið okkur sitt orð sem mælikvarða á rétt og rangt. Hingað til hafa flest vestræn ríki notað þennan mælikvarða.
Nei, Sannleikurinn hefur ekkert með tíma eða tilfinningu að gera. Kærleikurinn er alda gamall, svo er og hatrið. Viðhorf manna til sannleikans hafa lítið breytst gegnum aldirnar. " Hvað er sannleikur spurði Pílatus, er hann framseldi Jesú og þvoði hendur sínar, en blekkingin varð eftir í hjarta hans. Enn í dag spyrja menn hvað er sannleikur ? Og hafna honum síðan.
Vissir þú að Jesús sagði:" að Orðið væri Guð"
Það er þá kannski ekki svo slæmt að breyta eftir orðinu. Getur verið að fjöldinn sem talar um bókstafstrúarmenn og sértrúarfólk sé blekktur og hafi einfaldlega "fordóma " gagnvart sannleikanum ?
Sannleikurinn er varanlegur lygin stenst ekki: " Sannmálar varir munu ávallt standast, en lygin aðeins um stutta stund." . Orðskv. 12.19.
Þessi tilhneiging mannsins að hafna sannleikanum er ekki ný. Hún á sér rætur í garðinum Eden, þegar Adam og Eva tóku þá ákvörðun að hafna sannleikanum og trúa lyginni. Þau töldu sig vita betur en Guð, eins og margir í dag. Hver var afleiðingin ? Jú syndin kom inn í heiminn, og við lesum , maðurinn faldi sig fyrir skapara sínum. Jesús Kristur sonur Guðs fæddist í þennan heim sem maður, til að sýna okkur og sanna að Guð væri til og með komu sinni sannaði Hann það sem áður var ritað. Ef þú vilt þekkja sannleikann, kynntu þér þá ritningarnar og ákallaðu Jesú í einlægni og Hann mun leiða þig um rétta vegu sakir nafns síns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 23:38
Að höndla sannleikann.
Að höndla sannleikan.
Það vakti furðu mína fyrir nokkru að fríkirkjupresturinn Hjörtur Magni, taldi hættulegt fyrir okkur að höndla sannleikann. Sannleikurinn á að höndla okkur sagði hann. En hvernig getur sannleikurinn höndlað mig ef ég höndla ekki hann ? M.ö.o. Getur sannleikurinn höndlað líf mitt ef ég ekki þekki hann og hann er mér fjarlægur. Jesú sagði : "Verið í mér og þá verð ég í yður."
Kristin trú byggir á því að einstaklingurinn höndli sannleikann. Sérhver sá sem trúir á Krist sem frelsara, er sannfærður um að hafa höndlað sannleikann.
Hættulegt að höndla sannleikan ? Mér var sem barni kennt að varast lygina. En kannski er það úrelt viðhorf.
Er hægt að höndla sannleikann ? Kannski er það hægt fyrir okkur sem ekki erum guðfræðingar. Ég er t.d. sannfærður um að 2+2= 4 óháð tíma , tilfinningum, tíðaranda eða hneigð. Ég er líka sannfærður um að sólin er á sínum stað hvort sem ég sé hana eður ei.
Ég á erfitt með að skilja þetta með að sannleikurinn sé eitthvað grátt sem breytist við tilfinningu, tíma , tísku, girndir, eða hneigðir.
Jesús sagði reyndar að þeir sem þekktu sannleikann yrðu frjálsir. Ef að þekkja og höndla er sami hluturinn þá eru ekki allir frjálsir. A.mk. ekki þeir sem ekki vilja höndla.
Merkilegt sem Páll segir um sannleikann í Róm 1.22-25: Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar......þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni.......
Jes.59.14. Og rétturinn er hrakinn á hæl, og réttlætið stendur langt burtu, því að sannleikurinn hrasaði á strætunum og hreinskilnin kemst ekki að. Sannleikurinn er horfinn og sá sem firrist það sem illt er, það er skjótt ráðist á hann. (Living bible)
Þegar ég les þessi vers finnst mér þau eiga vel við okkar tíma. Þegar guðfræðingar hvetja til brotthvarfs frá sannleikanum eins og við sjáum nú 40 presta leggja til, þá er illa komið fyrir íslenskri kirkju.
Biblían segir að Guðs hús sé stólpi sannleikans. Ef nú stólpanum er kippt í burtu þá hrynur byggingin.
Þess vegna skiptir það máli að við höndlum og förum rétt með orð sannleikans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259