Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
16.3.2008 | 21:34
Við vorum heppnir arabar
Birti hér gamla grein sem ég fann í safni mínu og er frá árinu 2004. Nafn höfundar er ekki gefið upp af öryggisástæðum, en grein þessari var dreift af Naomi Ragen.
Mér fannst þessi grein, þegar ég las hana þarft innleg í umræðuna fyrir botni Miðjarðarhafs og þykir enn.
Ég er heppinn Arabi. Afi minn, Mohamed fór snemma á síðustu öld fótgangandi frá Írak í leit að vinnu. Gyðingar komu þá þúsundum saman til hinnar bresku Palestínu og sameinuðust þeim gyðingum sem ávallt höfðu búið þar. Hinir aðfluttu keyptu land af brottfluttum tyrkneskum múslimum. Þeir þurftu á vinnuafli að halda, svo að afi minn settist að eignaðist stóra fjölskyldu, lagði hart að sér og lifði kyrrlátu lífi.
Ég bý í Haifa í Ísrael. Árið 1948 þegar Ísrael lýsti yfir sjálfstæði, þá gerðu herir arabaríkjanna árás á hið nýstofnaða ríki með það að markmiði að eyða því.
Ég var þá 15 ára gamall og man vel eftir útvarpsútsendingum frá arabaríkjunum sem sögðu okkur að yfirgefa heimili okkar tímabundið og fara austur á bóginn meðan innrásarherirnir þurrkuðu Gyðingana út. Þeir sögðu okkur að við gætum síðan snúið heim til heimila okkar og yrðum þeirrar gleði aðnjótandi að taka yfir allar eigur gyðinga heimili, býli, verslanir ,bíla og bankareikninga.
Faðir minn, var friðsamur, vel menntaður og skynsamur maður. Við höfðum alltaf átt gott samband við nágranna okkar bæði kristna, gyðinga og múslima.
Hann safnaði allri fjölskyldunni saman og sagði okkur af hverju það væri ekki viturlegt að flýja. Hann sagðist ekki trúa því að gyðingar myndu kom illa fram við okkur. Við fórum ekki og erum hér ennþá
Í dag bý ég enn í gamla steinhúsinu sem faðir minn átti, með konu minni og yngsta barni af átta. Hin börnin mín og barnabörn búa öll í næsta nágrenni. Við höfum aldrei hlotið ómannúðlega meðferð, og við komumst miklu betur af, heldur en þeir arabar sem flýðu og eru enn í örbyrgð í flóttamannabúðum styrktum af sameinuðu þjóðunum og öðrum hjálparsamtökum.
Mig langar að segja þér hvernig líf mitt er, sem arabískur ríkisborgari í Ísrael. Ég fékk menntun í ísraelskum skóla og framhaldskóla . Ég er lyfjafræðingur og vinn fyrir stórt lyfjafyrirtæki í Haifa. Ég hef fengið sömu laun og hlunnindi og ísraelskir vinnufélagar mínir.
Nú er ég hættur að vinna. Ég fæ lífeyrisgreiðslur frá tveimur aðilum, frá lífeyrissjóðnum sem ég greiddi í hjá fyrirtækinu og síðan frá ísraelska ríkinu.
Ég á átta börn. Í hverjum mánuði fékk ég barnabætur frá ríkinu uns börnin voru 18 ára. Ég veit ekki um annað land þar sem það gerist, örugglega ekki í neinu arabaríki.
Öll fjölskyldan naut heilsugæslu frá ríkinu og fékk góða læknishjálp. Öll börnin mín voru fædd á sjúkrahúsi. Öll læknaþjónusta er greidd af tryggingakerfinu frá fæðingu til dauðadags og jafnvel, þegar við deyjum þá er séð um kostnað við útförina.
Börnin mín gengu í skóla með börnum gyðinga, voru meðlimir í sömu íþróttafélögum og félagsmiðstöðvum. Þau fengu öll háskólamenntum, og sum fengu námstyrki frá ríkinu.
Ég biðst fyrir í mosku, sem var byggð á landsvæði sem var gefið af ríkissjóði, ég er ríkisborgari, hef vegabréf, get ferðast hvert sem ég vil, hvenær sem ég vil. Ég hefi kosningarétt, og við höfum nokkra þingmenn sem eru arabar í þinginu.
Ég hefi lifað góðu lífi, ásamt fjölskyldu minni, og ég finn sárlega til með þeim sem hafa þurft að lifa undir stjórn Yasser Arafat, og ég þrái þann dag , að Arafat er allur, svo að raunverulegar friðarviðræður geti hafist við Ísrael.
Að Palestínu arabar geti einnig lifað betra lífi.
Ég þrái þann dag að ég geti ferðast til Ramallah að heimsækja frændur mína, án þess að vera kallaður "samstarfsmaður" og drepinn. Ég þakka Allah og afa mínum að við komum hingað. Ég þakka Allah að faðir minn fór ekki í burtu árið 1948. Ég þakka Allah að börnin mín eru alin upp hér, í eina landinu í miðaustulöndum, þar sem er frelsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
16.3.2008 | 09:06
Sunnudagshugleiðing
Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Orðskv. 15.2
Góð hugleiðing fyrir bloggara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259