Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 23:57
Sabbatsdagur eða Sabbatshvíld ?
Ég hef verið beðin að segja mitt álit í sambandi við hvíldardaginn. Það hefur verið athyglisverð umræða hér á nokkrum bloggsíðum um þetta mál. Þar hefur komið fram nokkuð góður rökstuðningur fyrir því að laugardagurinn sé rétti hvíldardagurinn. Ég hef ekkert við það að athuga og er sammála því að laugardagurinn er rétti hvíldardagurinn.
Hins vegar er þetta og var hvíldardagur gyðinga og hvíldardagur hins óendurfædda eða náttúrulega manns.
Gamli sáttmálinn hafði prestaþjónustu, Móselögmálið, hátíðir og hvíldardaga og alls kyns reglur. Gamli sáttmálinn var gerður við Abram og síðan kemur lögmálið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
Páll postuli talar um þetta í Galatabréfinu 4.10: þér hafið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum .
Kól. 2.16. Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. Þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti, en líkaminn er Krists
Ég vil bara benda hér á að þessi umræða er ekki ný, hún var uppi á dögum Páls þegar hinir kristnu gyðingar ásökuðu heiðingjana sem höfðu tekið við Kristi um að halda ekki hátíðir eða hvíldardaga . Hvað segir Páll. Enginn skyldi dæma yður .... þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti.
Í Hebreabréfinu ber höfundurinn saman hvíld hins nýja sáttmála og hvíldardagsins. Sjáðu til, þú getur haldið hvíldardaginn heilagan hvern laugardag og jafnvel hvern einasta dag, án þess að ganga inn til hvíldarinnar í Kristi.
Hebr. 4. 1. Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar Hans stendur enn.....
Hér er alls ekki verið að tala um að halda einhvern hvíldardag, heldur ganga inn til hvíldar Guðs fyrir trúna á Jesú Krist.
Ég fyrir mitt leyti er mjög sáttur við þá, sem hafa þá trú að halda laugardag , sem hvíldardag ,
Róm 14. 5. "Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum." en mín sannfæring er sú , að það sé engin hvíldardagur í hinum nýja sáttmála heldur sabbatshvíld í Kristi.
Ef þetta hefði verið mál, þá hefði postulafundurinn ályktað að það ætti að bjóða heiðingjunum að halda hvíldardaginn.
Hins vegar er það mitt mat að við eigum að minnast Drottins og lofa Hann og upphefja á " Drottins Degi, ( Opinb.1.10.) sem er ekki endilega hvíldardagur heldur dagur tileinkaður Drottni okkar og frelsara sem hefur gefið okkur hvíldina í Kristi sem menn gamla sáttmálans gátu ekki meðtekið, vegna þess að Kristur var ekki enn dáinn vegna okkar synda.
Þetta er nú ekki skrifað til að deila við þá ágætu bræður sem um þetta hafa skrifað, heldur til að standa vörð um mína eigin sannfæringu og frelsi mitt og sabbatshvíld í Jesú Kristi.
Trúmál og siðferði | Breytt 1.8.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
22.7.2007 | 15:34
Sunnudagshugvekja: Þú þarft ekki að vera einmana.
Dennis Waitley sagði, " það er ekki hver þú ert, sem heldur aftur af þér ,heldur hvað þér finnst þú ekki vera." Það er sorglegt hve margir hafa svo lágt sjálfsmat, að þeir vilja frekar vera í röngu sambandi, en engu. Að vera innan um annað fólk er ekki endilega trygging fyrir því að vera ekki einmana. Þú getur verið innan um fólk allan sólarhringinn og upplifað þig einmana tóman og notaðan.
Þangað til að þú sigrast á óttanum við það að vera þú sjálfur munt þú halda áfram að finnast þú vera einmana. Einmanaleiki snýst meira um það, að þér líkar ekki við sjálfan þig, heldur en að það sé fólk í kringum þig, sem þér líkar ekki við. Og það fæðir oft fram röng viðbrögð gagnvart öðrum.
Af hverju fer svo mikil orka í að forðast höfnun, í stað þess að byggja upp heilbrigð sambönd? Við óttumst að vera særð og erum stöðugt í varnarstöðu. Við hugsum sem svo , ef við ekki blöndum geði við fólk þá verðum við ekki særð, og sem afleiðing af því þá sitjum við uppi með einmanaleikann. Við óttumst það að vera opin, þá gætum við verið gagnrýnd fyrir eitthvað persónulegt. Og þessi afstaða hjálpar bara til að einangra okkur.
Í stað þess að óska að hlutirnir séu öðruvísi, þá getur þú byrjað að breyta hlutunum. Í stað þess að bíða eftir að einhver komi til þín, far þú þá og taktu utan um einhvern annan sem er einmana.
Páll postuli segir: vegna þess sem Kristur hefur gert, þá fagnar Guð yfir okkur. Þegar þú byrjar að sjá þig eins og Guð sér þig, þá fer þér að líka vel við sjálfan þig.
Fræg leikkona sagði eitt sinn: Umfaðmaðu og fagnaðu í því, sem gerir þig einstakan, vegna þess að þú ert bara eina eintakið. Þýðir það að hrokast upp og halda sig betri en aðra ? Nei, það þýðir bara, að í auðmýkt meðtekur þú sjálfan þig , vegna þess að þú veist að þinn Guð fagnar yfir þér (Sakaría 3: 17) Orðið fyrir þig í dag er því : Elskaðu sjálfan þig, fyrst Guð elskar þig.
Að hluta tekið úr: The Word for Today
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fáfræðin viðheldur minni trú ?
Steindór J. Erlingsson nokkur skrifar grein í Fréttablaðinu 16 ágúst s.l. þar sem hann reynir að rökstyðja það að kristin trú sé enn til staðar vegna fáfræði. Til að rökstyðja mál sitt vitnar Steindór í bandarískan fræðimann sem notar ákveðna aðferðarfræði og kemst að þeirri niðurstöðu að Jesús hafi verið til, en hins vegar með sömu aðferðarfræði ekki upprisinn..
Við þurftum nú reyndar ekki að lesa þennan fræðimann til að vita um þessar kenningar. Matteusarguðspjall greinir frá þessum vangaveltum sem voru strax til staðar eftir upprisuna. Þar segir að hermönnunum sem gættu grafarinnar hafi verið greitt fyrir að bera út þá sögu að lærisveinar Jesú hafi stolið líki hans .
Steindór ýjar einnig að því í grein sinni að ákveðin klíka hafi ráðið hvað varð ofan á í þeirri samantekt sem við köllum Nýja testamennti. Nú er ég vélstjóri, og ef að ég sé vél sem fer í gang og virkar þá er mér nokk sama þótt einhverjir vélaverkfræðingar segi mér að þessi vél eigi ekki að geta gengið.
Væri ekki nær að Steindór rannsakaði ritningarnar sjálfur og t.d. teldi saman þá spádóma Gamla testamenntisins t.d. um Jesú Krist sem við sjáum að eru þegar í uppfyllingu.Væri ekki nær að athuga hvort boðskapurinn virkar.
Steindór telur að kristin trú sé enn til staðar vegna blekkinga þeirra sem kenna kristinfræði.Hann gæti alveg eins sagt mér að hjónaband mitt væri byggt á einhverri blekkingu og að konan mín væri bara misskilningur.
Þvílík fáfræði segi ég nú bara. Kristin trú byggir á lifandi samfélagi milli Guðs og manns.
Jesús sagði: Enginn getur séð Guðs ríkið nema hann endurfæðist. Það er greinilegt að Steindór hefur ekki séð Guðs ríkið. Þess vegna er hann einfaldlega fáfróður um það.
En það er bæn mín að Steindór leiti ekki lengur til fáfróðra milliliða heldur tali við skaparann sjálfan í gegnum meðalgangarnn Jesú Krist.
Að lokum eitt vers úr spádómbók Jesaja sem á vel við hér: " Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en Ísrael (maðurinn) þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki."
Eitt erum við Steindór þó sammála um og það er niðurlagið í grein hans: "Ignorance is bliss."
15.7.2007 | 15:13
Talsmaður samkynhneigðra snýr baki við samkynhneigð
Rising star in movement says God liberated him from lifestyle
Posted: July 3, 2007
1:00 a.m. Eastern
By Art Moore
© 2007 WorldNetDaily.com
Michael Glatze with Matthew Shepard's mother, Judy Shepard (Harvard University photo) |
Glatze who had become a frequent media source as founding editor of Young Gay America magazine tells the story of his transformation in an exclusive column published today by WND.
Although Glatze cut himself off from the homosexual community about a year and a half ago, he says the column likely will surprise some people.
"This will actually be news to anybody I used to relate to," he told WND.
The radical change in his life, Glatze recalls, began with inner "promptings" he now attributes to God.
"I hope I can share my story," he said. "I feel strongly God has put me here for a reason. Even in the darkest days of late-night parties, substance abuse and all kinds of things when I felt like, 'Why am I here, what am I doing?' there was always a voice there.
"I didn't know what to call it, or if I could trust it, but it said 'hold on.'"
Lesa alla fréttina http://worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=56481
Séð á heimasíðu Krossins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.7.2007 | 22:05
Hús hugans - Hverjum býður þú inn ?
Öll stórkostleg verk, uppgötvanir, listaverk, afreksverk fæðast fyrst í huga mannsins, en það gera einnig hin mestu óhæfuverk, glæpir og hvers kyns illvirki.
Hugurinn hefur stundum verið kallaður vígvöllur sálarinnar.
Við getum líka kallað hugann hús og það skiptir máli hverjum eða hverju við hleypum þar inn.
Filippíbr. 4:8 segir: Allt sem er satt, sómasamlegt, rétt, hreint, elskuvert, gott afspurnar, dyggð, lofsvert, hugfestið það.
M.ö.o. þá er verið að segja okkur að nota þetta sem mælikvarða, á gesti hugans.
Hér á eftir fer tilvitnun úr: "The Word for Today"
Þetta sannleikur sem mun breyta þér: Það sem kemur stöðuglega inn í huga þinn, upptekur hann, mótar hann, stjórnar honum og stjórnar því að lokum hvað þú gerir og hver þú verður.
Samkomur sem þú sækir, efni sem þú lest eða ekki lest, tónlist sem þú hlustar á , sú ímynd sem þú sækist eftir, félagsskapurinn sem þú ert í og þær hugsanir sem þú dvelur við, allt þetta mótar huga þinn, og síðan karakter þinn og að lokum framtíð þína.
Hugsaðu því vel um hús þitt og enn betur um það hverjum þú býður í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.7.2007 | 21:47
Gullna hliðið
Á Keflavíkurflugvelli er hlið sem kallað er "Gullna hliðið." Þar fer enginn í gegn, nema hafa aðgangspassa - aðgangspassi fæst ekki nema viðkomandi hafi hreint sakavottorð og uppfylli þau skilyrði sem sett eru. Þegar farið er inn á svæðið þarf að fara úr yfirhöfn- fara gegnum vopnaleitartæki- og stundum handleit eftir það.
Allt er þetta gert til að gæta öryggis flugvallarins eða flugfarþeganna.
Ef aðgangspassi gleymist, þá er ekki nóg að þekkja öryggisverðina, þú ferð annað hvort heim og sækir passann, eða einhver innan vallar tekur ábyrgð á þér. Ef þú sættir þig ekki við þá leið sem flugmálastjórn hefur ákveðið, þá ferð þú einfaldlega ekki inn á flugvöllinn.
Dag einn var ég staddur í varðstöðinni þar sem vopnaleitartækin eru og inn kom maður sem var að koma í fyrsta skipti og var skráður inn, fékk bráðabirgðar passa, þar eð einhver tók ábyrgð á honum. Hann ætlaði síðan aftur út án þess að fara gegnum vopnaleitina. Þá var kallað á hann , og honum sagt, að hann væri "óhreinn" og eina leiðin inn á svæðið, væri að fara gegnum gegnumlýsingartækin til að verða hreinn.
.Þetta minnti mig á frásögn Jesú Krist sem sagði : Ég er dyrnar. Og aftur á öðrum stað þar sem talað er um hina helgu eða himnesku borg Jerúsalem: " Og alls ekkert óhreint skal inn í hana ganga, né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi,- engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsins bók lambsins." (Opninb.21.27)
En er ekki undarlegt að menn geta sætt sig við að enginn komi inn á flugvöll nema eftir ákveðnum reglum,-vera skráðir í stafsmannabók flugmálastjórnar -þar sem engin frávik eru, bara ein leið.
En síðan segja margir að við getum komið til himinsins hvaða leið sem við viljum.
Er ekki skrítið hvað menn eru oft ósáttir með það , að Guð almáttugur hafi eitthvað val um hvernig fólk komi inn á Hans yfirráðasvæði. Þegar þeim er sagt að við getum aðeins gengið hrein inn, með því að koma í gegnum "dyrnar" Jesú Krist. Hann er okkar andlega gegnumlýsingartæki - Hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann . Og Hann hreinsar okkur af allri synd.
Það sem Jesús Kristur hefur fram yfir flugmálastjórn er að hjá Honum færðu allt í einu, hreint sakvottorð, aðgangspassa og það gerist bara á einu augnabliki, það er opið allan sólarhringin.
Hann er bara einni bæn í burtu. Fáðu þér aðgangspassa að Guðs ríkinu strax í dag.
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259