Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Guðfræði að neðan

 

 

 

Í Sunnudagsblaði m.b.l. er athyglisvert viðtal við sóknarprestinn Bjarna Karlsson, sem vill breyta kirkjunni með guðfræðinni að neðan og tekur sérstaklega fram að það sé ekki guðfræðin að ofan sem hann aðhyllist.

 

Í viðtalinu kemur fram að tíðarandinn sé að breytast og því þurfi guðfræðin að breytast til að geta þjónað samtímanum.

 

Já ég er sammála Bjarna að þessi fræði koma svo sannarlega ekki að ofan, þar sem okkur er kennt að við eigum að vera eftirbreytendur Guðs,en ekki Hann okkar. Ef. 5.1

Þegar talað er um tíðaranda, þá skilgreinir orð Guðs hann svona: valdhafinn í loftinu, andi þess, sem starfar í þeim sem ekki trúa. Ef. 2.2. Jú sá andi er að neðan.

 

Biblían talar reyndar um þá speki sem kemur að neðan og segir okkur að hún sé jarðnesk, andlaus, djöfulleg..... en sú speki sem kemur að ofan er : hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta. Jakobsbr. 3. 13- 18.

Ég ætla ekki að orðlengja frekar um þessa grein í m.b.l  heldur benda á það sem ritningin hefur að segja um þetta.

 

1. Tím 4.1. Andinn segir berlega , að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda.  Doctrines that demons teach.(amp)

 

2. Tím 4. 3. Því þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum (guðfræði að neðan)til að heyra það sem kitlar eyrun. 4. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.

 

Malakí 2.7. Því varir prestsins eiga að varðveita þekking, og fræðslu leita menn af munni hans, því að hann er sendiboði Drottins allsherjar. 8. En þér hafið vikið af veginum og leitt marga í hrösun með fræðslu yðar, þér hafið spillt sáttmála Leví.

 

Malakí 1. 10. Sæmra væri, að einhver yðar lokaði musterisdyrunum....

 

Ég segi það aftur að ef andinn að neðan, sá sem starfar í þeim sem ekki trúa, á að leiða kristna kirkju, þá er komin tími til að loka dyrunum.

 

 

 


Annar hjálpari.

 

Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara...

Orðið annar: allos - Einhver mér við hlið, annar eins og ég , orðið felur í sér, annan í minn stað, sem gerir í minni fjarveru sömu verk og ég myndi gera ef ég væri í líkamanum á meðal yðar.

Heilagur andi er hér í stað Jesú Krist, eins og hann sagði: Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar. Jóh 14.18.

En ég segi yður sannleikann: það er yður til góðs að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar .Jóh. 16.7.

 Heilagur andi er ósýnileg persóna sem er hér á jörðinni í stað Krist.  Á hvítsunnudag kom hann til að dvelja meðal okkar og Hann er hér enn.


Lífsbreytandi kraftur

 

Lífsbreytandi kraftur.

 

Þá er upp var runnin hvítasunnudagur, voru þeir allir samankomnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið þar sem þeir voru . Þeim birtust tungur eins og af eldi væru, er kvísluðuðst og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum eins og andinn gaf þeim að mæla . Post 2. 1-4.

 

Hans andi var kominn til að dvelja innra með Hans fólki. Á hvítasunnudag sjáum við breyttan Pétur. Þessi Pétur sem hafði 3svar afneitað Kristi stígur nú fram fyrir fjölda manns og er nú fullur af djörfung og krafti. Eitthvað hafði gerst. Jú, heilagur andi hafði tekið sér bólfestu í lífi Péturs. Hann var breyttur.

Síðan þá hefur þessi lífsbreytandi kraftur, sem er þriðja persóna Guðdómsins breytt lífi milljóna manna um heim allan. Gefið vonlausum von,  bandingjum lausn  og gefið þjáðum huggun.

Enn í dag hvarfla augu Guðs um jörðina leitandi að þeim sem eru heilshugar við hann, að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar.

Gleðilega hvítasunnu.


Adam vísindanna.

 

 

 

Þá höfum við það, vísindin eiga líka sinn Adam.

Í gærkveldi mánudag var athyglisverður þáttur í ríkissjónvarpinu, sem bar yfirskriftina: "Leitin að Adam."

Í þættinum kom fram að samkvæmt niðurstöðum DNA rannsókna bendir allt til þess að jarðarbúar eigi sér einn ættföður eða Adam vísindanna.  

Ekki langt frá því sem biblían segir: Hinn fyrsti maður Adam varð að lifandi sál. 1.kor 15. 45


Eitthvað sem peningar geta ekki keypt .

 

 

 

Traust er ekki til sölu, traust er ekki auðfengið, traust er ekki ódýrt.

Hvað er traust ?  Jú við getum sagt : Þú reynir einhvern að því að vera, það sem hann segist vera. Traust er eins og brú sem er byggð milli tveggja einstaklinga.

Fyrir skömmu var sagt frá því að aðeins 11% þjóðarinnar treystu trúfélögum. Ég hugleiddi þessa niðurstöðu og fannst hún mjög eðlileg. Það eru ekki meira en 11% prósent af þjóðinni sem þekkja til trúfélaga. Þú getur ekki treyst einhverju sem þú ekki þekkir. Þú treystir ekki Guði nema þekkja hann. Það er eitt að trúa að Guð sé til . Annað að treysta Hans orði.

Fyrirgefning og traust er ekki sami hluturinn. Þú getur fyrirgefið strax, en það tekur tíma að treysta á ný þegar trúnaður hefur verið brotinn. Eitthvað sem peningar geta ekki keypt.


Nútíma viðhorf....

Táningur var að útskýra fyrir eldri borgara af hverju eldri kynslóðin skilur ekki yngri kynslóðina. Þið ólust upp í frumstæðum heimi, sagði hann. Í dag höfum við geimferðir ,  kjarnorku og tölvur.  Gamli maðurinn svaraði brosandi, Já þú hefur rétt fyrir þér , við höfðum ekki þessa hluti, þess vegna fundum við þá upp. Smile

 

 


Fyrir tveim mínútum trúði ég ekki á Loch Ness skrímslið heldur.

 

Saga þessi er sögð af guðleysingja sem var að veiða á yndislegum degi, þegar  Loch Ness skrímslið réðst á bát hans.

 

 Skrímslið kastaði bát hans hátt í loft upp, opnaði síðan kjaftinn til að gleypa bát og mann.  Maðurinn hrópar hátt: " Ó Guð hjálpaðu mér " Skyndilega þá stöðvast báturinn í loftinu og guðleysinginn heyrir rödd frá himni sem segir, ég hélt að þú tryðir ekki á mig."Come on God , give me a break,"  grátbiður maðurinn.  Fyrir tveim mínútum trúði ég ekki heldur  á Loch Ness skrímslið.

 

 Billy Graham segir, Þegar einhver spyr mig hvernig ég geti verið svo viss um að Guð sé raunverulega til, þá minnist ég frásagnarinnar af litla drengnum sem var úti að leika sér með flugdrekann sinn.

Það var vindur og skýin þyrluðust um himininn. Flugdrekinn fór upp uns skýin huldu hann.

Hvað ertu að gera spurði maður nokkur litla drenginn ?  Ég er með flugdrekann minn svaraði drengurinn. Með flugdrekann sagði maðurinn. Hvernig veistu það ?  Þú sérð ekki flugdrekann.

Nei svaraði litli drengurinn, ég sé hann ekki, en annað slagið finn ég svolítinn kipp og þá veit ég fyrir víst að hann er þar.

Ekki byggja það á áliti annarra. Finndu Guð fyrir sjálfan þig með því að bjóða Jesú Kristi inn í líf þitt. Þá muntu líka vita , þegar þú finnur í hjartanu snertingu, að Hann er þar og lifir í þér.

Róm 8.16. Sjálfur andinn vitnar með með vorum anda að vér erum Guðs börn.

Lauslega þýtt úr : The Word for today.


„Ekki rugla mig með staðreyndum. Ég hef myndað mér skoðun.“

Vona mér verði fyrirgefið en ég stenst ekki mátið að blanda mér í þessa umræðu þótt seint sé. Fyrirsögnin er tilvitnun í pistil af bloggsíðu, Arndísar Önnu, Kristínar og Gunnarsdóttur. Og ég leyfi mér að grípa inn í umræðuna hér:  

Síðbúið svar til Arndísar.

Þar sem búið var að loka á þessa færslu langar mig að birta hér svar til Arndísar Kristínar Gunnarsdóttur og svara þeim spurningum sem eru hér teknar af hennar bloggsíðu, þar eð engin svör komu.

Arndís segir:

Ég hef sjálf fundið Guð og hann var góður félagi minn í mörg ár. Með tímanum hvarf hinsvegar trúin, en það var alls ekkert sorgarferli sem þeim „missi" fylgdi. Ég einfaldlega áttaði mig á því, sem Richard nokkur Dawkins orðaði svo skemmtilega:

„We don't need an imaginary friend in the skies."

Mín spurning út frá pistli Stefáns er því þessi: Hvers vegna ætti ég að leita Guðs „af öllu hjarta"? Hvers vegna ætti ég að opna huga minn fyrir boðskap trúarbragða (heilaþvotti?)? Hvers vegna, þegar ég hef sjálfa mig, náttúruna, skynsemina, rökhugsunina, trúna á hið góða, fjölskylduna mína og annað gott og fallegt sem lífið hefur upp á að bjóða, til þess að veita mér sáluhjálp, hamingju, sátt, eða hvað það er sem fólk sækist eftir í lífinu? Mig skortir ekkert.

 

Ef þú hefðir raunverulega fundið Guð, þá hefði Richard nokkur Dawkins  ekki getað heilaþvegið þig með sínu röklausa vantrúarrugli. Ég hlustaði á þennan Richard Dawkins í Kastljósi og það eina sem gerðist var að ég varð enn vissari í minni sök að Drottinn minn og Guð minn væri skaparinn. Sjáðu Dawkins gerir nákvæmlega það sem ritningin segir fyrir um .

Hann dýrkar hið skapaða í stað skaparans.

Hann sagði orðrétt: 500 milljón ára jörð fyllir mann dulúð og lotningu.  Hvað er maðurinn að segja ? Jú að jörðin hið skapaða og aldur hennar það hrífur hans hjarta.

Dawkins heldur áfram og segir: Trúin er spennandi fyrir treggáfað fólk.

Hver er nú að ímynda sér hvað ? Jörðin 500 milljón ára ? Það er enginn sem getur sannað það.

Jörðin varð til að sjálfu sér ? Hver er nú trúaður ? Eða ímyndunarveikur ?

Hvað er það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við horfum á málverk ? Hver málaði þessa mynd. Eða hver teiknaði þetta hús ? Þú þarft á virkilegri ímyndunarveiki að halda til þess að trúa því að húsið hafi orðið til af sjálfu sér.

Mitt mat er að skoðanir Dawkins séu algerlega röklausar,  eins og segir í sálminum : "Heimskinginn segir enginn Guð."

Arndís spyr:

"Hvers vegna ætti ég að leita Guðs „af öllu hjarta"? Hvers vegna ætti ég að opna huga minn fyrir boðskap trúarbragða (heilaþvotti?)? Hvers vegna, þegar ég hef sjálfa mig, náttúruna, skynsemina, rökhugsunina, trúna á hið góða, fjölskylduna mína og annað gott og fallegt sem lífið hefur upp á að bjóða, til þess að veita mér sáluhjálp, hamingju, sátt, eða hvað það er sem fólk sækist eftir í lífinu? Mig skortir ekkert."

Af því að þú ert sköpuð í Guðs mynd til að eiga samfélag við Hann. Það er hinn raunverulegi og upphaflegi tilgangur lífsins.

Þú sjálf , náttúran , hugsanir þínar, fjölskyldan ..... getur ekki veitt þér sáluhjálp...Þú getur svo sem sagt mig skortir ekkert, en það er bara eitthvað sem getur breytst á einu augnabliki. Við getum búið við allsnægtir í dag og skort á morgun.

Þú hefur hins vegar val að trúa mönnum eins og Richard Dawkins eða þeirri opinberun sem Guð hefur gefið okkur í Orði sínu, í Jesú Kristi og í allri sköpuninni sem þú minnist á.

Það er það frelsi sem við höfum, sem sköpun Guðs, við höfum frjálsan vilja. Við getum enn valið af hvoru trénu við viljum eta. Okkar eigin skilnigs tré eða  lífsins tré.......

 

Enn ein ásæða til að leita Guðs er þessi. Við erum eilífðar verur það er líf eftir þetta líf og markmið fagnaðrerindis Jesú Krists er að vekja okkur synduga menn til iðrunar að við sættumst við Guð og séum síðan með Honum um alla eilífð.

Þetta eru staðreyndir sem ég vil gjarnan miðla með þér, en ekki rugla þig heldur sannfæra.


Staðinn að verki

 

 

Fyrir nokkru var ég stöðvaður af lögreglu fyrir að tala í símann undir stýri.

Ung lögreglukona kom og bað mig á fagmannlegan hátt að koma yfir í lögreglubílinn.

Veistu af hverju við stöðvuðum þig, spurði hún mig þegar ég var sestur inn í bílinn með bláu ljósunum.  Aftur fagmannleg spurning, hugsaði ég . Þau vildu fá að vita hvaða mann ég hefði að geyma.

Jú, ég var að tala í símann, svaraði ég af  undirgefni.  Nú ég fékk síðan að greiða til samfélagsins 3950 kr. og hef ekki talað í símann undir stýri síðan. Ég er þakklátur þessum laganna vörðum fyrir  að venja mig af þessum ósóma.

 

Nú, sagan er ekki öll, því að afastelpan mín sem hafði hringt í mig tjáði mér, þegar ég kvartaði yfir því að dýrt væri að tala við hana í síma:  " Afi þetta er miklu ódýrara en tími hjá sérfræðingi. "


Hvað er fóstur-eyðing ?

 

Þú skalt ekki morð fremja. Þannig hljóðar sjötta boðorð Gamla testamentisins. Fljótt  á litið virðist þetta vera það boðorð sem allir eru sammála um. Allir vita að það er rangt að drepa mann.

Ein er þó sú  " blekking" á Íslandi og reyndar um heim allan, sem fólk virðist gjörsamlega sofandi yfir.

Blekkingin er sú að barn í móðurlífi sé ekki lifandi persóna,heldur einhvers konar pakki sem við köllum fóstur, og að það sé okkur í sjálfsvald sett hvort við fjarlægum þennan pakka eða ekki.

 

Vissir þú, að 25 dögum eftir getnaðinn (tæpum tveim vikum eftir að móðirin missti fyrst úr tíðir) byrjar hjarta barnsins að slá...30 daga gamalt mælist barnið um fjórðungur þumlungs, en er þá komið með heila, með þekkjanlegt sköpulag mannsheila, einnig augu í mótun, eyru og lifur, nýru, maga og hjarta sem dælir blóði. 45 dögum eftir getnaðinn er beinagrind þess búin að fá á sig fullkomna mynd, en samanstendur af brjóski enn sem komið er. 65 daga gamalt getur barnið kreppt hnefann.

Það voru mikil vonbrigði fyrir prófessor Albert William Liley sem eftir að hafa fundið upp legvatnsprófið til að nota sem læknisgreiningu til að bjarga lífi, að hann skyldi þurfa að upplifa að því væri misbeitt til þess að greina fötluð börn fyrir fæðingu, svo að eyða mætti þeim með fóstureyðingu.

Jafnvel á sínum eigin spítala sá hann nálar sem hann hafði þróað til blóðgjafar fyrir ófædd börn, notaðar til að sprauta banvænni saltupplausn í móðurkviðinn til að framkalla fóstureyðingu.

Undanfarin ár hafa fóstureyðingar á Íslandi verið á bilinu 800 - 1000..

Langflestar fóstureyðingar eru af félagslegum ástæðum, sem einfaldlega þýðir, að það er ekki pláss fyrir þetta barn í mínu lífi, ég hefi forgang barnið skal því deyja.

Fuglinn er friðaður yfir varptímann en ... ekki barnið meðgöngutímann.

 

Ég vil samt trúa því að flestar fóstureyðingar séu vegna vanþekkingar, fólk er einfaldlega blekkt, það trúir að fóstrið sé bara pakki en ekki barn, en ég trúi að það sé tími fyir okkur að vakna og snúa þessari þróun við.

Sálmur 139:16 " Augu þín sáu mig, er ég var enn ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðin."

Er ekki mótsagnarkennt að það skuli geta gerst á sama spítala að tvö fimm mánaða gömul börn komi í þennan heim annað til að deyja, en öllum ráðum er beitt til að hitt megi lifa?

Ég vildi sjá einhvern stjórnmálaflokk gefa viljayfirlýsingu um að efla  fræðslu um rétt hinna ófæddu.

Fóstur       Þetta er mynd af sjö vikna gömlu fóstri.


Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband