Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
18.11.2007 | 14:48
Afleiðing af hverju ?
Var að lesa frétt á vísir um unga konu sem fékk dóm í Saudi Arabíu, fyrst fyrir að vera í bíl með karlmanni og síðan er refsingin þyngd vegna þess að hún áfríðjaði dómi. Henni var nauðgað af sjö karlmönnum sem að vísu fá fangelsisdóm en hún fær 200 svipuhögg. Ekki veit ég hvernig eða hvort hún lifir það af. Ég var að hugleiða að misjöfn er réttvísin í þessum heimi. Sjá frétt
Það virðist skipta máli hverning fólk hugsar og hverju fólk trúir
Langar að benda á myndband þessu máli tengt.
Set slóðina hér fyrir neðan þar sem linkur virðist ekki virka
<http://switch3.castup.net/cunet/gm.asp?ai=214&ar=1050wmv&ak=null>
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.11.2007 | 22:27
Guð trúarinnar.
Hebreabréfið 11.6: En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, veður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim , er hans leita.
Var að lesa blogg um gull sem óx í lófa konu frá Vestmannaeyjum. Gat reyndar ekki séð að neinn neitaði þeirri staðreynd að þetta hefði gerst, en hins vegar kepptist fólk við að setja fram skoðanir sínar um Guð í þessu sambandi. Af hverju Guð léti svona ekki gerast og ef hann léti það gerast þá væri þörfin meiri í Afríku.
Þegar ég las í gegnum kommentin kom upp í huga minn tvennt:
Þegar Jesús hékk á krossinum þá hæddust margir að honum og sögðu: Bjarga nú sjálfum þér ef þú ert sonur Guðs, og stíg niður af krossinum.
Atburður í húsi Símonar: Kona kom með dýr smyrsl og hellti yfir höfuð honum.... Við þessa sjón urðu lærisveinarnir gramir og sögðu: " Til hvers þessi er þessi sóun ? Þetta hefði mátt selja dýru verði og gefa fátækum" Hverju svaraði Jesús ? Fátæka hafið þér jafnan hjá yður, en mig hafið þér ekki ávallt. Síðan segir hann að hún hafi búið líkama sinn til greftrunar.
Í báðum framangreindum ritningum sjáum við að hugsun manna og Guðs fer ekki alltaf saman. Þegar Guð gerir eitthvað, virðist mönnum oft tamt að hæðast að því.
Jes. 55.8 Já mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn.
Einhver læknast, fer til læknis fær það staðfest að lækning hafi átt sér stað og fólk hæðist að viðkomandi. Merkilegt.Kona upplifir að gullduft kemur í hendur hennar, lætur rannsaka efnið og það er staðreynd að um gullefni er að ræða og fólk hlær.
Af hverju ætti Guð að gera þetta, spyr fólk ? Góð spurning . Guð hefur alltaf farið sínar leiðir hvað sem okkur mönnum finnst. Hins vegar er mikið talað um gull í biblíunni. Það er talað um götur úr gulli og undirstöðusteina borgar úr dýrum steinum.
Einnig í tjaldbúð Guðs var ljósastika úr skíru gulli sáttmálsörk af akasíuviði gulllögð bæði utan sem innan.Gull hefur einfaldlega táknræna merkingu í biblíunni og er táknrænt fyrir Guðdóminn.
Nú biblían talar um mörg tákn og undur hafi gerst meðal fólkisins á dögum furmkirkjunnar , hvað ef Guð vill einfaldlega opinbera nærveru sína á þennan hátt, á þessum tíma myrkurs og vantrúar ?
Aftur að upphafstextanum : Sá sem gengur fram fyrir Guð verður að trúa að hann umbuni. Það er eitt að trúa á Guð og annað að trúa að Guð geri hvað sem er fyrir þig. Oftar en einu sinni lesum við í ritningunni að Jesús læknaði og sagði: Trú þín hefur gjört þig heilann.
Jesús skyrpti eitt sinn á jörðina og gerði leðju úr hrákanum og smurði í augu blinds manns og sagði honum að fara og þvo augu sín. Kannski fór maðurinn af því að hann sá ekki hvað Jesús gerði eða hvað ? Nú ef við lesum þá sögu áfram, þá finnum við út að farísearnir efuðust um að maðurinn hefði nokkurn tíma verið blindur.
Margir eiga erfitt með að skilja á hvaða hátt Guð hefur valið að opinbera sjálfan sig og á meðan þeir ekki sætta sig við Guðs opinberun, þá verður hann einfaldlega áfram hulinn fyrir þá.
Hvernig opinbera menn hugsanir sínar í dag ? ???????
Nokkuð oft í rituðu máli. T.d hér á blogginu. Guð sendi Jesú til jarðar og hann sagðist vera opinberun á Guði. Hann sagðist sýna okkur Guð. Ritningin segir að hann hafi verið: Orðið,sem var hjá Guði og varð hold. Jesús sagði einnig að ritningarnar vitnuðu um hann.
Nú þú sem lest þessar línur getur að sjálfsögðu sagt að það sem ég skrifa hér sé ekki mín sannfæring, og getur gert mér upp alls konar skoðanir. Það hins vegar breytir ekki minni sannfæringu eða mínum orðum.
Eins er það með þá opinberun sem Guð hefur gefið okkur mönnum í gegnum sitt orð, Hann er trúr sínu orði.
Hann er hinn sami í gær og í dag , segir reyndar í Haggai: Mitt er gullið og silfrið.....
Ég held bara að Hann geti gert það sem hann vill við það. Ef það var til staðar í tjaldbúð Ísraelsmanna, af hverju þá ekki í kirkjunni.
Vandinn er sá að flestir virðast trúa á dauðan Guð, sem var uppi fyrir þúsundum ára, en lést fyrir aldurs sakir.
Það er ekki Guð ritningarinnar.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259