Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Umburðalyndi Guðs

 

 

Er Kristin trú umburðarlynd ?  Er Guð biblíunnar umburðarlyndur ?

Hvernig skilgreinum við umburðarlyndi ?  Þýðir það að samþykkja allt eða þýðir það að geta búið við eitthvað sem manni finnst óþægilegt, óaðlaðandi, ógeðfellt, eða óréttlátt ? 

Ég tel að umburðarlyndi þýði ekki samþykki, heldur eiginleiki til að sýna þolinmæði, kærleika og sjálfstjórn í kringumstæðum sem eru okkur ekki að skapi.Ég trúi að langlyndi og umburðarlyndi séu skyld hugtök. Umber Guð þá sem brjóta gegn boðum Hans ?

Svarið er já, því ef Guð er almáttugur Guð og skapari himins og jarðar og skapari minn og þinn, þá værum við vart hér ef Hann ekki hefði umborið okkar misgjörðir.

Rómverjabréfið 3.25 segir: ..þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir...

2.Pét. 3.9 "Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar."

Að komast til iðrunar er að breyta um hugsunarhátt þ.e Guð býður eftir því að maðurinn vilji sjá hlutina á Hans (Guðs) hátt.  Hversu margir foreldrar hafa ekki beðið þess að börn þeirra í eiturlyfjaneyslu vildu sjá líf sitt á annan hátt ? Að þau vildu skipta um hugsunarhátt ? Guð er faðir sem elskar börnin sín . Þú getur kannski tekið börn þín og lokað þau inni bara til þess að uppgötva að þau byrja strax í neyslu og þau losna. En ef þú getur fengið þau til að hugsa öðruvísi eða gera iðrun þá er hægt að hjálpa.

Eins er það með eðli syndarinnar, Guð faðir okkar vill fá okkur til að hafna þessu eðli og taka við gjöf Hans í Kristi  sem er aðgangur að " Ríki Hans". Jóh. 3.3.

Hann hefur sýnt umburðarlyndi sitt frá sköpun heimsins.

Postulasagan 14.16 : " Hann hefur um liðnar aldir leyft, að sérhver þjóð gengi sína vegu "

Margir ásaka Guð fyrir umburðalyndi Hans og segja að ef Hann er almáttugur Guð af hverju grípur hann ekki inn í ranglæti heimsins. Hinir sömu ásaka einnig Guð fyrir að ætla á settum tíma að dæma heiminn.

Jesús Kristur sagði að faðirinn hefði sett tíma og tíðir af sjálfs síns valdi, sem segir okkur að hann sér tímann í öðru ljósi en við. Þannig að Guð mun opinbera réttlæti sitt á settum (sínum) tíma.

1.kor. 13.7. " Kærleikurinn umber allt"  Umber þá ekki kærleikurinn syndina, spyrja margir. Jú, vissulega umber  kærleikurinn syndir okkar, en segir okkur um leið að : " Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt." Prédikarinn 12. 14.

Eitt  virðist þó vera erfitt fyrir Guð að umbera : " Skurðgoðadýrkun" þ.e . þegar"maðurinn" barn hans tekur til að dýrka aðra Guði. Eða falla fram fyrir líkneskjum, eða hafa samband við illa anda.

Ein besta myndin í biblíunni af umburðalyndi Guðs er sennilega sagan um týnda soninn. Þar lætur faðirinn soninn hafa sinn hluta af arfinum, sonurinn gerir síðan allt sem er andstætt vilja föðurins. Þegar sonurinn síðan kemur til sjálfs síns og vill snúa aftur, þá bíður faðirinn með opna arma og heldur veislu fyrir soninn.

Hins vegar er Guð orðheldinn. Ritningin segir: "að hann sé ekki maður að hann ljúgi né sonur manns að hann sjái sig um hönd." 4. Mós. 23.19

Jer. 1. 12. Sjá ég vaki yfir orði mínu til að framkvæma það.

2. Tím 3. 16 Sérhver ritning, innblásin af Guði er nytsöm til fræðslu - umvöndunar - til leiðréttingar til menntunar í réttlæti.

Eg tel að margir eigi erfitt með að skilja það að Guð sé trúr orði sínu. Af hverju ? Þeir hugsa ennþá öðruvísi en Guð. Guð er að bíða eftir að þeir geri iðrun. Þannig að við getum líkt Guði við föður sem allt sitt líf bíður eftir syni, sem er að eyðileggja líf sitt, bíður þess að geta miskunnað honum, en sonurinn velur myrkrið og lætur líf sitt að lokum af ofnotkun eiturefna og glatar lífi sínu. Var það föðurnum að kenna ? Nei það var val sonarins.

Vandinn við þá sem sjá Guð sem vondan og hefnigjarnan Guð er að þeir skilja ekki söguna. Fyrir þá eru engin eiturlyf til. Þannig að það er bara faðir að refsa syni. Menn gleyma að eins og Guð er til þannig er og djöfullinn til og því miður er það svo að margir velja það einfaldlega að þjóna honum. Umber Guð það ? Já , en það hryggir hann og hann bendir stöðuglega á rétta vegin í orði sínu.

Meira að segja kom Guð sjálfur til jarðar og umbar það að maðurinn sköpun hans krossfesti hann. Hann leið þolinmóður á krossi og sagði:" Ef mitt ríki væri af þessum heimi, þá hefðu þjónar mínir barist."Hugsunin í Hans ríki var og er öðruvísi og ef við viljum sjá hlutina í ljósi Guðs þá þurfum við menn einfaldlega að breyta okkar hugsun í stað þess að rembast stöðugt við að reyna breyta hugsun Guðs. Menn hafa reynt það gegnum aldirnar og eru enn að.

Jesús Kristur orðaði það svona : Gjörið iðrun, Guðs ríkið er í nánd.

 


I love Afrika

 

 

 

Lögðum upp að morgni 5 okt til Nakuru Kenya. Þurftum að bíða 6 klst í London, flugum síðan til Narobi þar sem við lentum kl 06.00 að morgni. Með mér í för var Sölvi Hilmarsson vinur minn og trúbróðir. Tilgangur farar okkar var tvíþættur,  fyrst heimstóttum við biblíuskóla þar sem ég kenndi í eina viku og Sölvi vann við smíðar. Á skólanum voru 29 nemendur flestir forstöðumenn og leiðtogar. Síðan heimsóttum við einnig  hjálparstarf sem kallast " New Life Africa International " sem er hjálparstarf fyrir götubörn. Heimilið hýsir nú um 90 börn og hefur skóla fyrir 500 börn, sem annars hefðu ekki efni á skólagöngu. Þessi börn fá einnig máltíð í skólanum, sem fyrir mörg þeirra er jafnevel þeirra eina máltið. Einnig er rekin neyðarmóttaka fyrir einstæðar mæður á tveim stöðum í borginni og er full þörf þar á .

Hvítasunnukirkjan í Keflavík hefur styrkt þetta starf og er áætlað að kynna það betur í byrjun næsta árs, en þá munu Leif og Susanne Madsen sem eru brautryðjendur þessa starfs sækja okkur heim.

 

Nú við lentum sem fyrr segir snemma morguns í Nairobi, þar sem Paul Tocco bandaríkjamaður og skólastjóri biblíuskólans tók á móti okkur. Hann og fjölskylda hans hafa dvalið 14 ár í Kenya og stofnuðu þennan skóla í trú.  Borgin var að vakna til lífsins og vakti það athygli okkar hve margir voru á gangi meðfram þjóðveginum. Paul uppfræddi okkur um það að fætur væru algengasta farartækið þarna.  Nú við lögðum síðan að stað áleiðis til Nakuru og í fyrstu var vegurinn svona álíka og verstu kaflarnir á leið til Akueyrar . En eftir um 100 km akstur þá lauk malbikaða kaflanum og nú tóku við vegaskorningar sem ég man varla eftir á Íslandi. En afríkubúar aka samt á fullu þótt farartækin fari í loftköstum.

 

Nú við dvöldum síðan á skólanum í viku og dvöl okkar lauk þar með heimsókn í "Slummið" eða fátækrahverfið við öskuhaugana. Eftir þá upplifun, þá verð ég að segja að fátækt og fátækt er kannski ekki sami hluturinn. Þá á ég við það sem kallast fátækt á Íslandi og fátækt á öskuhaugum Nakuru, nú eða bara götubörnin í Nakuru.

Nakuru telur um 1 milljón íbúa og þar eru um 3000 götubörn, sem er mjög átakanlegt að sjá. Okkur er tjáð að stjórnvöld loki augunum fyrir þessum vanda, en sem betur fer eru mörg hjálparsamtök að vinna gott starf þarna. Ekki endilega þessi stóru samtök, heldur hittum við þarna nokkra einstaklinga eins og Susanne og Leif, sem hafa bara farið og byrjað að hjálpa. Götubörninn sniffa lím til að deyfa hungrið.

Mánaðlaun verkafólks eru um $ 40 og það nægir varla fyrir mat.

Eins og fyrr segir þá eyddum við 3 síðustu dögunum með Leif og Susanne og skoðuðum barna og hjálparstarfið. Það er kraftaverk hvað þessi hjón hafa áorkað á síðustu 13 árum. Við hittum einnig nokkra af þeirra fyrstu götudrengjum, sem nú voru orðnir fulltíða menn og komnir út í atvinnulífið.

Hlýddum á frásögn fyrrverandi vændiskonu, sem var þakklát fyrir þetta starf og það nýja líf sem hún hafði eignast og gaf hún Guði dýrðina fyrir það.

Við héldum síðan heim á leið mánudaginn 15 okt til Narobi til að ná flugi til London morguninn eftir. Þetta kvöld fórum við út að borða með gestgjöfum okkar og á leið heim á gistiheimilið fengum við að kynnast lögreglunni í Narobi. Ökumaður okkar var stöðvaður og hafði hann gleymt að setja á sig öryggisbelti. Okkur var tjáð að hann þyrfti að mæta hjá dómara daginn eftir. Einnig var honum tjáð að það væru 70 á undan honum í röðinni, þannig að hann gæti þurft að bíða í dómshúsinu í 2-3 daga. Er ekki hægt að borga sektina á staðnum. Því miður, höfum ekki kvittanaheftið var svarið. Eftir mikið þref þá endaði þetta mál með því að ökumaður okkar greiddi yfirmanninum þarna á götunni jafnvirði 500 kr íslenskar . Ekki mútur sagði lögreglan, heldur þakklætisvottur fyrir góða meðferð.

Morguninn eftir héldum við svo heim á leið með Virgin Atlantic til London þakklátir fyrir landið okkar Ísland, en samt með ákveðnum trega, því þarna er mikið verk að vinna.

 


Ekki í bloggfrí, bara fara til Afríku.

 

 

 

Þegar ofurbloggararnir sumir setja upp tilkynningu og segjast farnir í bloggfrí, þá þýðir það vanalega að 2-3 dagar líða, sem þeir ekki tjá sig. Þar sem ég hef ekki þessa miklu tjáningarþörf þá blogga ég bara svona hálfsmánaðarlega, eða þar um bil.

Þannig að það passar að blogga næst þegar ég kem heim frá Afríkunni.

Við erum að fara tveir úr Hvítasunnukirkjunni í Keflavík til Nakuru Kenya, til að kenna þar við biblíuskóla. Síðan ætlum við að skoða starf sem kallast: "New Live Africa  International "

Þetta er hjálparstarf sem rekið er af dönskum hjónum, sem byrjuðu þarna fyrir u.þ.b. 10 árum.

Í dag reka þau skóla fyrir um 500 börn, en því miður þá eru það forréttindi að ganga í skóla í Nakuru. Einnig halda þau heimili fyrir bæði stúlkur og drengi sem eru heimilislaus af ýmsum ástæðum. Í Nakuru er mikill fjöldi heimilislausra barna.

Þar sem kirkjan okkar hefur stutt við þetta starf þá hlökkum við mikið til að fara og sjá staðinn.

Svo svona í lokin nokkur gullkorn frá Myles Munroe.

Læt þau flakka á ensku.

 

If you think knowledge is expensive try ignorance.

There is nothing as powerful as an idea.

Ideas outlive men

The only way to defeat bad idea is with better idea.

You don´t need things to have life- you need life to have things

 

 


Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband