Leita í fréttum mbl.is

Tíund, ný fjáröflun fyrir stjórnmálaflokka ?

 

Í biblíunni segir frá því að Abraham gaf Guði tíund, sem þakklæti fyrir að hafa unnið sigur í stríði.

Það segir líka frá því að áður en Ísrelsþjóðin tók sér konung og hafnaði þar með Guði sem sýnum konungi þá guldu þeir tíund sem var í raun þeirra skattur. Eftir að þeir fengu konung hækkuðu skattar.

Í kirkjunni okkar gefa þeir sem vilja tíund bæði til að halda starfinu gangandi og líka til þess að segja að við trúum því að líf okkar og heilsa komi frá Guði skapara himins og jarðar.

Mér hefur komið í hug að þetta væri ágæt leið hjá 4 flokkunum og reyndar hinum nýju líka að hvetja flokksmenn til að borga tíund til flokksins.

Það gerir bæði málefnið og málstaðinn trúverðugan, að þeir sem að honum standa vilji styrka hann, en ekki sækja styrkina eitthvað annað.

Tek annars fram að þessir styrkir valda mér ekki beint hneykslun, ef fyrirtæki vilja styrkja flokka, þá er það í lagi, svo lengi sem þau vilja ekki fá eitthvað í staðin, eða eins og máltækið segir: "Æ, veit gjöf sér til gjalda."

Svo að lokum, treystir sér einhver flokkur til að bjóða upp á tíund sem skattlagningu eins og skaparinn gerði???Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

"Svo að lokum, treystir sér einhver flokkur til að bjóða upp á tíund sem skattlagningu eins og Skaparinn gerði???" Nei það er nú alltof lítið fyrir ríkiskassann.  Mikill vill meira og meira.......

Fallegt hjá þér að skrifa á síðu hjá konu á miðjum aldri að konur á þeim aldri séu allar flottar.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Hvað segir þú Rósa hvað er Kristinn að segja um miðaldra konur?? Er hann eitthvað að tíunda??

Aðalbjörn Leifsson, 20.4.2009 kl. 14:09

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Alli, algjört leyndarmál á milli okkar Kidda.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband