12.4.2009 | 15:09
Jesús Kristur er upprisinn.
Hallgrímur Pétursson orti svo:
Hefði ei vaktin geymt og gætt
grafarinnar, sem nú var rætt,
orsök var meiri´að efast þá,
hvort upp réð stá
drottinn vor Jesú dauðum frá.
Hér bendir Hallgrímur okkur á að grafarinnar hafi verið gætt, og segir óbeint að rómversku hermennirnir séu í raun vottar að upprisu Krists.
Matteus 28, segir okkur hið sama.
1Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. 2Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. 3Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. 4Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.
5En engillinn mælti við konurnar: Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. 6Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði.
Við sjáum hér að varðmennirnir sáu engilinn og voru skelfingu lostnir.
Síðan lesum við:
Matteus 28.11. 11Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt sem gerst hafði. 12En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: 13Segið þetta: Lærisveinar hans komu á næturþeli meðan við sváfum og stálu honum. 14Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna skulum við sefa hann svo að þið getið verið áhyggjulausir."
15Hermennirnir tóku við fénu og gerðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags.
Þegar við tölum um upprisu Jesú Krists í dag eru margir vantrúaðir. En það er ekkert nýtt. Lærisveinar hans voru einnig mjög vantrúaðir. Þegar konurnar sögðu þeim frá þessu þá lesum við:
Lúk 18. 11. En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. 12Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það sem við hafði borið.[3]
Samt er ritningin mjög skýr að, ef Jesús er ekki upprisinn þá er trú okkar fánýt. 1.kor 15.14.
Við sjáum síðan að lærisveinar hans sannfærðust um upprisu hans eftir að hann hafði birst þeim.Lúk.24. 13-49.
Því má bæta við að þegar haft er í huga hve mikið lærisveinarnir urðu að líða, fyrir trú sína , þeir voru húðstrýktir, pyntaðir og sumir deyddir, þá er það mjög ósennilegt að þeir hafi verið fúsir að hætta lífi sínu fyrir málstað sem þeir vissu að væri uppspuni.
Vísindamaður við Cambridge - háskóla, snérist einmitt til kristinnar trúar, þegar hann hafði krufið þetta til mergjar.
Hann komst að þeirri niðurstöðu að lærisveinarnir hefðu ekki verið fúsir að ganga í dauðan fyrir það sem þeir vissu að var lygi.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Og hvaða heimildir hefurðu fyrir því að lærisveinarnir hafi þurft að líða svona mikið fyrir trú sína?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.4.2009 kl. 17:04
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll og blessaður
Gleðilega Páska
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja frá hjara veraldar
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2009 kl. 18:27
Blessaður Hjalti minn, ég hélt að þú vissir að ég væri trúaður.
Þetta stendur t.d. í biblíunni, svo er til eitthvað sem heitir kirkjusaga.
Þar fyrir utan er til góð bók á íslensku sem heitir:"Kristnir píslavottar"og fjallar um ofsóknir rómverja gegn hinum kristnu
Kristinn Ásgrímsson, 12.4.2009 kl. 22:28
Sæl Rósa.
Þú veist að ég sendi reikning fyrir myndefni
Kveðja til þín og þinna.
Kristinn Ásgrímsson, 12.4.2009 kl. 22:29
Ég veit að þú er trúaður, en ég set ekki samansemmerki á milli þess að vera trúaður og að nota léleg rök til þess að rökstyðja þá trú.
Gætirðu nokkuð vísað á versin?
Bara eitthvað almennt sem heitir "kirkjusaga", eða byggir þetta á einhverjum heimildum?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.4.2009 kl. 04:08
Hjalti, kirkjusaga hlýtur að byggja á heimildum hvers tíma. Ég minntist á bók við þig sem ég las fyrir löngu og einn bloggvinur minn er reyndar að vitna í og heitir: „Kristnir píslarvottar,“ eftir Curt Björgquist í þýðingu Ásmundar Eiríkssonar, gefin út af Fíladelfíu 1949.
Nú biblían hefur heilmikið um ofsóknir gegn kristnum að segja .
Post. 4.3. Post 5.17. 40. Post .7.54-60 Post 8.1-4. Post 9.23
Post 12.1-5 Post 14.19 Post 16.22-25. 2.Kor. 1.8-10 2. Kor 24-26. Læt þetta nægja að sinni.
Kristinn Ásgrímsson, 13.4.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.