Leita í fréttum mbl.is

Iðjuleysi færir örbirgð,en auðs aflar iðin hönd

 

Þegar Bill Gates, stofnandi Microsoft, var eitt sinn spurður hvernig hann hefði náð slíkum árangri, gaf hann þessi 10 eftirfarandi ráð til þeirra sem vildu reyna fyrir sér í viðskiptum.

Og þessi ráð eru virkilega verð umhugsunar.

 

  1. Lífið er ekki sanngjarnt, sættu þig við það.
  2. Umheiminum er sama um þitt sjálfsmat, hann ætlast til að þú náir árangri áður en að þú getur verið ánægður með sjálfan þig.
  3. Þú byrjar ekki með milljón á mánuði, þegar þú lýkur námi, þú byrjar heldur ekki sem framkvæmdastjóri, þú þarft að vinna þig upp.
  4. Finnst þér kennarinn þinn harður, bíddu þangað til þú hefur "Yfirmann"
  5. Að snúa hamborgurum er ekki fyrir neðan þína virðingu, afi þinn og amma kölluðu það tækifæri.
  6. Foreldrar þínir voru ekki alltaf leiðinlegir, það hófst með því að fæða þig, hreinsa fötin þín og borga reikningana þína. Svo áður en þú hleypur af stað til að bjarga skóginum frá " Sníkjudýrunum" sem tilheyra kynslóð foreldra þinna, reyndu þá fyrst að "aflúsa þinn eigin fataskáp."
  7. Það getur verið að sumir skólar séu hættir að skilgreina: "winners and loosers" en lífið hefur ekki gert það.
  8. Lífið skiptist ekki í skóla annir. Þú færð ekki frí á sumrin. Vinnuveitendur þínir hafa ekki áhuga á því að hjálpa þér að "finna sjálfan þig," þú gerir það í þínum frítíma.
  9. ´Olíkt því sem þú sérð í sjónvarpinu, þá þarf  raunverulegt fólk að yfirgefa kaffihúsið og halda áfram að vinna.
  10. Vertu kurteis við sérvitringa, dag einn gætir þú endað í vinnu hjá einum þeirra.

          Það má segja að orð Bill Gates séu í takt við heilræði Salómons konungs, sem sagði:" Sál   letingjans girnist og fær ekki, en sál hinna iðnu mettast ríkulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 43270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband