25.1.2009 | 15:58
Það þarf meira afl til að skapa frið, heldur en stríð.
Stríð virðist afl sem menn ráða vel við, en friður virðist hins vegar ofar mannlegum mætti. Gott dæmi eru mótmæli sem eiga að vera friðsamleg, hafa aftur og aftur endað með skrílslátum og ofbeldi, jafnvel gegn lögreglu.
Annað dæmi höfum við: Saga síðustu aldar kennir okkur einnig að þótt menn vilji halda frið þá er erfiðara að höndla en vilja. Tveir hörmulegustu atburðir síðustu aldar eru: Fyrri og síðari heimstyrjöldin.
Eftir fyrri heimstyrjöldina hittust margir af leiðtogum þjóða heims og lofuðu því, að þetta gerðist aldrei aftur. Þeir mynduðu með sér bandalag þjóðanna, bandalag sem hafði þá stefnu að stuðla að friði í heiminum. Þessi draumur varð ekki langlífur. Tuttugu árum síðar skellur síðari heimsstyrjöldin á.
Eftir síðari heimstyrjöldina, gerðu leiðtogar heims aftur með sér sáttmála eða viljayfirlýsingu, að heimsbyggðin þyrfti aldrei aftur að líða slíkar hörmungar, sem slíkt stríð hefur í för með sér. Samt hafa fleiri stríð verið háð eftir stofnun Sameinuðu þjóðanna, en fyrir tilurð þeirra . Og í dag má segja að tilgangur eða gagnsemi Sameinuðu þjóðanna sé eitt stórt spurningarmerki.
Einhver spurði: Af hverju getum við ekki búið saman í sátt og samlyndi? Af hverju eru mennirnir svo pirraðir ?Af hverju þurfa ættbálkar sífellt að eiga í óeirðum? Af hverju þurfa börnin okkar að drepa hvert annað á götunni?
Af hverju ?
Syndaeðlið er óuppfyllt.
Strax í upphafi sjáum við einn anga syndaeðlisins, öfundina, að verki, sem endar með bróðurmorði.
1.Mósebók 4.2-9
2Síðar fæddi hún Abel, bróður hans. Abel varð hjarðmaður en Kain akuryrkjumaður.
3Einhverju sinni færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. 4Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og feiti þeirra. Drottinn gaf gaum að Abel og fórn hans 5en leit ekki við Kain og fórn hans. Þá reiddist Kain mjög og varð þungur á brún. 6Drottinn sagði við Kain: Hví reiðist þú og ert þungur á brún? 7Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni." [2]
Önnur hugsanleg þýðing: ... en þú skalt sigrast á henni.8Þá sagði Kain við Abel, bróður sinn: Göngum út á akurinn." [3] Og er þeir voru á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann. 9Þá sagði Drottinn við Kain: Hvar er Abel bróðir þinn?" Kain svaraði: Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?"
Orðskv. 27.4. Heiftin er grimm og reiðin svæsin, en hver fær staðist öfundina.
Orðskv.21.8 Boginn er vegur þess manns er synd er hlaðinn.
Þannig að rót vandans er syndin eða eðli syndarinnar. Margir bera óþarfar byrðar vegna syndar. Mörg börn verða því miður of oft fórnarlömb syndar þeirra sem eru í kring um þau.
Stríð og friður er því, spurning um hvað býr í hjarta mannsins. Sannur friður kemur frá hjarta mannsins, þegar hann hefur aflagt syndaeðlið og tekið á móti Honum, sem sagði, " Minn frið gef ég yður."
Orðskviðirnir 16:32 Sá sem stjórnar geði sínu er meiri en sá sem vinnur borgir.
Það er hægt að tala um frið, koma á friði jafnvel með hervaldi, en það er ekki fyrr en friðurinn kemur frá mannsins hjarta að hann er varanlegur.
Mér er kunnugt um það að jafnvel á þessum tíma eru Palestínumenn og Ísrelsmenn sem biðja saman, þrátt fyrir það að landar þeirra eigi í stríði.
Þeir hafa sameinast í þeim friði sem Jesús Kristur gefur.
Margir á Íslandi gagnrýna og mótmæla í dag. En hvað með þeirra hjarta ? Geta þeir stjórnað eigin geði ?Það er talað um að við þurfum nýja stjórn eða nýtt lýðveldi. En ég spyr, Hvað mun breytast ???
Eða viljum við byltingu eins og á Kúbu árið 1959, þar sem skipt var út spillingu og örbyrgð kom í staðin.
Nei, mannlegt eðli er spillt og syndugt, og það mun ekki breytast neitt, þótt skipt verði um ríkisstjórn.Nei, maðurinn virkar illa þegar hann er tekinn úr sambandi við skapara sinn og friðarhöfðingja.
Ísland þarfnast andlegar vakningar, þar sem við snúum okkur frá syndum okkar og auðmýkjum okkur fyrir skapara okkar okkar og Drottni.
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Sæll Kristinn.
Þessi pistill þinn er þannig framsettur, að sem flestir ættu að lesa og íhuga gaumgæfilega.
Þakka þér fyrir.
Kær Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:50
Hæ Kiddi minn, ég hef ekki séð ykkur Dísu í langan tíma! Ég er flutt inn í hafnarfjörðinn...sem er þó engin afsökun að mæta ekki á samkomu þarf að drífa mig af stað Kíktu endilega á síðuna mína...þar geturu séð statusinn á okkur. Sjáumst!!
Svanhildur (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.