Leita í fréttum mbl.is

Spurningakeppni og biblíuspurningar.

Horfði á spurningakeppnina "Útsvar" í sjónvarpinu á föstudagskvöld. Skemmtileg keppni, þar sem Akureyri og Garðabær mættust.  Og eins og alltaf þegar biblíuspurningar ber á góma, þá komast menn í bobba, jafnvel menn sem vita virðast vita flest milli himins og jarðar.

Í þetta skiptið var spurt: " Hver valdi Sál konung" ??  Garðbæingar giskuðu á Abraham, en nú vildi svo til að Akureyri svaraði: Guð almáttugur, sem var rétt svar, en viti menn, sá sem spurninguna samdi, vissi ekki svarið og þar með fékk Akureyri rangt fyrir rétt svar.Smile

1. Samúelsbók 9.17. En er Samúel sá Sál, sagði Drottinn við hann: "Þetta er maðurinn, sem ég sagði um við þig:, Hann skal drottna yfir mínum lýð."

1. Samúelsbók 10. 24. Og Samúel sagði við allan lýðinn: " Hafið þér séð, að hann sem Drottinn hefir útvalið, er slíkur, að enginn er hans líki meðal alls fólksins ?

Hitt er annað mál að það var Samúel sem smurði Sál til konungs, en það var ekki spurningin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er merkilegt að gefa "rétt" fyrir alrangt svar! – Abraham var m.a.s. uppi öldum fyrir daga Sáls og Samúels!

Kærar nýárskveðjur til þín, Kristinn, og til konu þinnar, með þakklæti fyrir allt gott liðið. Guð blessi ykkur nýja árið og söfnuðinum.

Svo finnst mér að þú mættir setja upp tengil hér á vefsvæði safnaðar þíns og allrar Hvítasunnukirkjunnar.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 13.1.2009 kl. 15:26

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk og sömuleiðis Jón, ég geri það

Kristinn Ásgrímsson, 13.1.2009 kl. 16:01

3 identicon

Hið rétta er nú reyndar að spurt var: "Hvaða spámaður valdi Sál fyrsta konung Gyðinga" og ég held að það væri nú ekkert spes að gefa rétt fyrir svarið Guð við þeirri spurningu.

Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 12:27

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Karl Jón.

Ekki veit ég af hverju þú segir hið rétta var........

Spurningin var svona: " Hver var það sem valdi Sál sem fyrsta konung Ísraels"

Þú getur flett þessu upp á ruv.is / sjónvarp

Kristinn Ásgrímsson, 18.1.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband