5.12.2007 | 21:21
Vantrúarprestar með vantrúartrúboð í skólum.
Las í fréttablaðinu í dag frétt um trúfélagið Vantrú . Þar kemur fram að þeir halda fyrirlestur á þemadögum í framhaldskólum.
Er ekki svolítil hræsni í því að vilja fara með sína Vantrúarboðun inn í skólana, en vilja síðan koma í veg fyrir að prestar þjóðkirkjunnar fái að boða sína trú í sömu skólum.
Hvar er nú lýðræðið ????? Af hverju á vantrú að hafa eitthvað fram yfir trú ??????
Fréttin segir einnig að séu ekki á móti kristnum hátíða höldum, sem sagt þeir vilja tileinka sér það góða frá kristindóminum, um leið og það kallast hindurvitni hjá okkur sem trúa.Ég óska öllum Vantrúarmönnum Guðs blessunar og gleðilegra jóla.Megi augu þeirra opnast fyrir kærleika Jesú Krist og tilgangi lífsins, sem er samfélagið við skaparann.
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Það er eitt að prestar fái að stunda trúboð í grunnskólum og annað félagasamtök fái að halda fyrirlestra á þemadögum í framhaldsskólum.
Tilgangur vantrúar er einnig ekki sá að vera andsnúinn trúarbrögðum, heldur einnig að berjast gegn hverslags hindurvitnum.
Bjarni (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:45
Akkúrat, Bjarni. Það er náttúrulega ekki hægt að bera leik- og grunnskóla saman við framhaldsskóla.
María (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 21:52
1. Þetta er í framhaldsskólum
2. Þetta er á þemadögum
3. Nemendur velja sér fyrirlestra
Vantrú fer í framhaldsskóla
Matthías Ásgeirsson, 5.12.2007 kl. 21:53
Velkominn Matthías,þakka innlitið, mér er nú farið að þykja vænt um þig, ég get alveg séð okkur sem trúbræður,svona bráðum. en ég held nú að prestarnir skaði ekki blessuð börnin.
Ertu þá sáttur við að Hvítasunnukirkjan fari líka í skólana á þemadögum ?
Kristinn Ásgrímsson, 5.12.2007 kl. 22:47
Kiddi minn, flott þetta - við erum báðir önnum kafnir um svipað efni. Takk fyrir góð skrif.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2007 kl. 23:15
Sæll kæri trúbróðir. Frábær grein og smellin spurning um hvort Hvítasunnukirkjan megi fara inní skólana á þemadögum. Vonandi verður hörku fjör hérna. Guð blessi þig og varðveiti. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 23:30
Já Guðsteinn ég las greinina þín og fannst hún góð .
Kristinn Ásgrímsson, 5.12.2007 kl. 23:30
Flott grein Kiddi og svo mikill sannleikur í henni.
Linda, 6.12.2007 kl. 20:59
Sko Hvítasunnumenn eru í skólum með starf sem heitir Ný kynslóð .. þar eru nemendurinir sjálfir með trúboð og annað... Bara í okt frelsuðust 170 nemendur í framhaldsskólum RVK á 2 vikum og
Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.12.2007 kl. 02:25
Já - flott blogg hjá þér Kristinn - ég styð þetta!!
Ása (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:34
Ég sé ekkert athugavert við að Hvítasunnukirkjan fari í skólana á þemadögum ef þeim er boðið.
Ég veit til þess að Gunnar í Krossinum hefur farið í einhverja skóla og svo hefur Magnús Skarphéðinsson hjá Sálarrannsóknarfélagi Reykjavíkur farið og kynnt spíritisma.
Það er út í hött að líkja þessu saman við trúboð presta í leikskólum og grunnskólum.
Matthías Ásgeirsson, 10.12.2007 kl. 09:09
Kæru vinir ég þakka innlitið.
Matthías, ég myndi nú segja að ykkar vantrúar boðaskapur sé inni í kennsluefninu í flestum skólum, og þá á ég við hina einstöku þróunarkenningu. Ef ég ætti hins vegar barn á þessum aldri í dag, þá myndi ég ekki taka það úr tíma, ég myndi einfaldlega segja því einnig frá sköpun Guðs og auðvitað að það væri sannleikurinn. Því að mín sannfæring er að þróunarkenningin sé argasta vantrú og atlaga að sannleikanum.
Ég á bara svo erfitt með að skilja þína afstöðu, minn kæri, en ég er að reyna.
Kristinn Ásgrímsson, 10.12.2007 kl. 18:56
Brilliant að ganga í félag útfrá því sem maður er ekki.
Kannski ég gangi í félag
"ekki-framsóknarmanna" eða félag "Ekki-múslima"
Jakob (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:25
Ekki ætla ég að karpa við þig um Þróunarkenninguna. Hún tilheyrir vísindum og þekkingu og á því heima innan skólakerfisins.
Ég veit að þetta er erfitt fyrir þig að skilja - en þú hlýtur samt að sjá muninn á trúboði í leik- og grunnskólum annars vegar og svo fyrirlestrum á þemadögum í framhaldsskólum hinsvegar. Þetta er ekki sambærilegt.
Jakob, þú gleymdir að telja upp Amnesty internationlan (berjast gegn mannréttindabrotum), Krabbameinsfélagið (eru ekki krabbamein!) og Hjartavernd. Æi, þessir útúrsnúningar eru bara ekkert fyndnir að mínu hógværa mati.
Matthías Ásgeirsson, 11.12.2007 kl. 16:05
Engan vegin sambærilegt. Kristni er ekki glæpur eða sjúkdómur, þótt einhverjir vilja meina það. Ef þú ert Ekki trúaður, eins og ég er ekki framsóknarmaður þá er fáranlegt að mynda félag um það. En ef þú ert ekki aðeins að fjarlægja þig frá málstað eða lífssýn, heldur berjast gegn henni, þá ertu komin með sambærilegt dæmi.
Jakob (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:24
Ef við byggjum í tómarúmi væri það hugsanlega rétt, en Vantrú berst gegn boðun hindurvitna, Vantrú er mótvægi. Ef boðunin hverfur yrði Vantrú sjálfhætt.
Matthías Ásgeirsson, 13.12.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.