Fáfræðin viðheldur minni trú ?
Steindór J. Erlingsson nokkur skrifar grein í Fréttablaðinu 16 ágúst s.l. þar sem hann reynir að rökstyðja það að kristin trú sé enn til staðar vegna fáfræði. Til að rökstyðja mál sitt vitnar Steindór í bandarískan fræðimann sem notar ákveðna aðferðarfræði og kemst að þeirri niðurstöðu að Jesús hafi verið til, en hins vegar með sömu aðferðarfræði ekki upprisinn..
Við þurftum nú reyndar ekki að lesa þennan fræðimann til að vita um þessar kenningar. Matteusarguðspjall greinir frá þessum vangaveltum sem voru strax til staðar eftir upprisuna. Þar segir að hermönnunum sem gættu grafarinnar hafi verið greitt fyrir að bera út þá sögu að lærisveinar Jesú hafi stolið líki hans .
Steindór ýjar einnig að því í grein sinni að ákveðin klíka hafi ráðið hvað varð ofan á í þeirri samantekt sem við köllum Nýja testamennti. Nú er ég vélstjóri, og ef að ég sé vél sem fer í gang og virkar þá er mér nokk sama þótt einhverjir vélaverkfræðingar segi mér að þessi vél eigi ekki að geta gengið.
Væri ekki nær að Steindór rannsakaði ritningarnar sjálfur og t.d. teldi saman þá spádóma Gamla testamenntisins t.d. um Jesú Krist sem við sjáum að eru þegar í uppfyllingu.Væri ekki nær að athuga hvort boðskapurinn virkar.
Steindór telur að kristin trú sé enn til staðar vegna blekkinga þeirra sem kenna kristinfræði.Hann gæti alveg eins sagt mér að hjónaband mitt væri byggt á einhverri blekkingu og að konan mín væri bara misskilningur.
Þvílík fáfræði segi ég nú bara. Kristin trú byggir á lifandi samfélagi milli Guðs og manns.
Jesús sagði: Enginn getur séð Guðs ríkið nema hann endurfæðist. Það er greinilegt að Steindór hefur ekki séð Guðs ríkið. Þess vegna er hann einfaldlega fáfróður um það.
En það er bæn mín að Steindór leiti ekki lengur til fáfróðra milliliða heldur tali við skaparann sjálfan í gegnum meðalgangarnn Jesú Krist.
Að lokum eitt vers úr spádómbók Jesaja sem á vel við hér: " Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns, en Ísrael (maðurinn) þekkir ekki, mitt fólk skilur ekki."
Eitt erum við Steindór þó sammála um og það er niðurlagið í grein hans: "Ignorance is bliss."
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Takk fyrir mjög gott svar við þessari grein Steindórs.
Mofi, 19.7.2007 kl. 11:19
það fer ekkert á milli mála hver er fáfróður hérna, og það er ekki sá sem byrjar á S og endar á teindór, og nú er fáfræðin slíka að þið fattið örugglega ekki um hvern ég er að tala.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 20.7.2007 kl. 13:37
Kannski ekki, en þakka þér innilitið Sigurður
Kristinn Ásgrímsson, 20.7.2007 kl. 22:25
Heldur ertu lengi að svara þessari grein hafi hún birst 16. ágúst síðast liðinn minn kæri pastor.
Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 16:12
"Við þurftum nú reyndar ekki að lesa þennan fræðimann til að vita um þessar kenningar. Matteusarguðspjall greinir frá þessum vangaveltum sem voru strax til staðar eftir upprisuna. Þar segir að hermönnunum sem gættu grafarinnar hafi verið greitt fyrir að bera út þá sögu að lærisveinar Jesú hafi stolið líki hans ."
Varla trúir þú því að hermennirnir hafi í raun og veru sagt að lærisveinarnir hafi stolið líkinu á meðan þeir sjálfir voru sofandi? Hverni í ósköpunum áttu þeir að vita hvað hafði
orðið um líkið fyrst þeir voru sofandi á meðan það hvarf?
"Væri ekki nær að Steindór rannsakaði ritningarnar sjálfur og t.d. teldi saman þá spádóma Gamla testamenntisins t.d. um Jesú Krist sem við sjáum að eru þegar í uppfyllingu."
Það væri gaman að sjá einhver góð dæmi um svona spádóma.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.7.2007 kl. 17:47
Það átti auðvitað að standa þarna 16 júlí , Aðalbjörn.
Hjalti ég held nú að þú vitir betur en hér eru nokkrir spádómar um Krist frá Jesaja. kafli 7.14 9.6 11.1-2. 11.4 42.1 53 allur kaflinn
Strax í 1 mósebók er spádómur um komu Krist. 3.15. Nú ég læt þetta duga í bili en spádómsbækur biblíunnar, mósebækurnar, sálmarnir tala allir um Krist eða Messías.
Vona að þú opnir nú biblíuna þína Hjalti minn og Guð blessi þig.
Kristinn Ásgrímsson, 23.7.2007 kl. 20:24
Til að byrja með væri fínt að benda á tvö atriði sem spádómur ætti að þurfa að uppfylla til þess að geta talist rök fyrir sannleika kristindómsins:
1. Hann má ekki vera of almennur.
2. Við þurfum að hafa góðar heimildir því fyrir að það sem Jesús á að hafa gert til þess að uppfylla hann hafi í raun og veru gerst.
Jesaja 7:14
Ef maður les allan sjöunda kaflann, þá er ljóst að þetta tákn á að vera fyrir Akas konung og að það tengist þeim löndum sem eru í bandalagi gegn Akasi. Það er mjög
fjarstæðukennt að halda því fram að þetta eigi við eitthvað sem gerðist löngu seinna.
Auk þess þýðir orðið sem er í íslensku þýðingunni "yngismær" ekki að þetta hafi verið hrein mey, þannig að hverju er verið að spá? Að kona muni eignast son og að hann muni heita Immanuel. Það eina sem höfundur Matteusarguðspjalls þurfti að gera til þess að láta þennan "spádóm" rætast, var að segja að Jesús hafi verið kallaður Immanuel.
Jesaja 9:6
Hverju er eiginlega spáð þarna? Það eina sem ég sé eru einhverjir titlar og tal um að ríki Davíðs verði endurreist (Jesús gerði það ekki) og að endir verði á stríðsátökum ("Öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur"). Þetta passar ekki við Jesú.
Jesaja 11:1-2
Enn og aftur er afar óljóst hverju er nákvæmlega verið að spá, en þau atriði sem eru ekki almenn hafa augljóslega ekki ræst. Það er sagt á þessum degi muni "Drottinn þurrka upp voga Egyptahafs og bregða hendi sinni yfir fljótið í stríðum stormi og skipta því í sjö kvíslir, svo að yfir má ganga með skó á fótum." (vers 15). Gerðist þetta þegar Jesús kom?
Jesaja 42:1 og Jesaja 53
Ef þú skoðar samhengið, þá sést að þjónninn er ekki Jesús:
Jesaja 41:8
En þú Ísrael, þjónn minn, Jakob, sem ég hefi útvalið, þú afsprengi Abrahams ástvinar míns.
Jesaja 44:1
Heyr þú nú, Jakob, þjónn minn, og Ísrael, sem ég hefi útvalið.
Jesaja 44:21
Minnstu þess, Jakob, og þú Ísrael, því að þú ert þjónn minn. Ég hefi skapað þig til að vera þjón minn, þú, Ísrael, munt mér aldrei úr minni líða!
Jesaja 49:3
Hann sagði við mig: ,,Þú ert þjónn minn, Ísrael, sá er ég mun sýna á vegsemd mína.``
1. Mós 3:15
Hvers vegna í ósköpunum heldurðu að þetta sé spádómur um Jesú? Þarna er sagt að snákar muni "merja hæl" manna og að menn muni "merja höfuð" snáka. Ekkert um Jesús.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.7.2007 kl. 00:33
Sæll Hjalti, gott að vita að þú ert sannfærður um að Jesús hafi átt að vera fæddur af meyju. Orðið getur nú reyndar þýtt mey, ef þú flettir því upp: almah= a lass, (ung kona,kærasta) as veiled or private- damasel, maid, virgin
Orðið Immanúel þýðir Guð með oss, Jesús varð maður eða Guð á jörðu og er sá eini sem ég veit um að hafi sýnt okkur Guðdóminn með lífi sínu.
Jes. 9.6. Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn Hans skal kallað, Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
Þetta passar allt við Jesú. Versið á undan lýsir einfaldlega því að þegar að friðarhöfðinginn tekur völd, þá verða hervélarnar brenndar.
Jesaja 11.1-2. Af stofni Ísaí segir okkur: Jesús kom af Ísaí , Davíð osfrv. v.2 Yfir honum mun hvíla Andi Drottins, andí vísdóms, andi skilnings,andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins.
Engin lýsing gæti átt betur við Jesú en þessi.
Jesús er líka kallaður afkvæmi Abrahams, Guð sagði : Af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir blessun hljóta.
1.Mós. 3:15. Fyrir hvað stendur höggormurinn í 1. Mós ?
Kristinn Ásgrímsson, 24.7.2007 kl. 19:52
„Sæll Hjalti, gott að vita að þú ert sannfærður um að Jesús hafi átt að vera fæddur af meyju.“
Þú misskilur mig greinilega, ég hélt því ekki fram.
„Orðið getur nú reyndar þýtt mey, ef þú flettir því upp: almah= a lass, (ung kona,kærasta) as veiled or private- damasel, maid, virgin“
Nú er spurning hvort þessi orðabók sem þú kíkir í byggi þessa þýðingu einungis á því að kristnir menn hafa þýtt almah semm „hrein mey“. Staðreyndirnar eru þær að það er til hebreskt orð sem þýðir einfaldlega hrein mey, karlkyns myndin af almah hefur ekkert með það að gera hvort hann sé hreinn sveinn eða ekki og skyld orð í öðrum málum hafa ekkert með hreinleika að gera.
„Orðið Immanúel þýðir Guð með oss, Jesús varð maður eða Guð á jörðu og er sá eini sem ég veit um að hafi sýnt okkur Guðdóminn með lífi sínu.“
Það að þér finnist Jesús hafa „sýnt okkur Guðdóminn með lífi sínu“ breytir því ekki að:
1. Samhegið sýnir að þetta tákn var fyrir Akas konung.
2. Þetta er ekki nákvæmur spádómur
3. Það er ekki ljóst að Jesús hagi uppfyllt hann. H
„Jes. 9.6. Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn Hans skal kallað, Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
Þetta passar allt við Jesú. Versið á undan lýsir einfaldlega því að þegar að friðarhöfðinginn tekur völd, þá verða hervélarnar brenndar.“
Hvað áttu við með því að þetta „passi allt við Jesú“? Það að þú hafir þá einlægu trú að þetta passi við Jesú breytir því ekki að þú hefur ekki góðar heimildir sem sýna fram á það.
En málið er einmitt það að Jesús tók ekki völd og eftir komu hans voru hervélarnar ekkert brenndar. Þetta passar ekki við hann.
„Jesaja 11.1-2. Af stofni Ísaí segir okkur: Jesús kom af Ísaí , Davíð osfrv. v.2 Yfir honum mun hvíla Andi Drottins, andí vísdóms, andi skilnings,andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins.
Engin lýsing gæti átt betur við Jesú en þessi.“
Enn og aftur ertu bara að lýsa áliti þínu á þessum ónákvæmu lýsingum á persónu einhvers. Það vantar alla nákvæmnina í spádómana og allar heimildirnar fyrir því að Jesús hafi uppfyllt þá.
„Jesús er líka kallaður afkvæmi Abrahams, Guð sagði : Af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir blessun hljóta.“
Það er ekkert mál að halda því fram að einhver sé afkvæmi Abrahams. Þetta er ekki nákvæmur spádómur og þú hefur ekki góðar heimildir til þess að staðfesta það að þetta passi við Jesú.
„1.Mós. 3:15. Fyrir hvað stendur höggormurinn í 1. Mós ?“
Alveg eins og Adam og Eva eru forfeður manna, þá er snákurinn þarna forfaðir snáka. Hvers vegna ætti guðinn þinn að refsa snákum fyrir eitthvað sem djöfullinn gerði?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.7.2007 kl. 17:21
Hjalti minn, ég get nú ekki betur séð enn að þú sért líka bara að segja þitt álit. Ég sé engar heimildir eða rökstuðning.
Þú segist vilja frelsa fólk frá trúarbrögðum, ég eignaðist persónulegt samfélag við Jesú Krist "fyrir trú" fyrir 30 árum síðan. Biblían kennir að án " trúar " er ógerlegt að þóknast Guði. Þú velur að trúa ekki og það er þitt mál. Ég held að þú sért jafn fáfróður um mína hagi og ég þína. Þú getur lesið allt um menn, aflað upplýsinga um þá , en samt ekki þekkt þá. Eins með Guð, þú getur lesið biblíuna spjaldanna á milli án þess að kynnast Guði. Guð er andi, og þú ert einfaldlega skapaður í Hans mynd, með frálsan vilja til að velja og hafna.
Að lokum þá velti ég því fyrir mér hvort þú lítur nokkurn tíma glaðan dag, svona eftir að hafa litið á vefsíðuna þína. Ég yrði líka þunglyndur með þessa ruslafötu alltaf við hlið mér. Leyfðu okkur heldur að sjá andlitið á þér.
Bið þér síðan Guðs blessunar.
Kristinn Ásgrímsson, 25.7.2007 kl. 18:31
Kristinn, þú hvetur Steindór til þess að skoða spádóma Gt um Jesús til þess að sannfærast um sannleiksgildi kristinnar trúar. Ég er einungis að benda á að ef þetta á að vera sannfærandi þurfum við að hafa:
1. Raunverulega spádóma um messías.
2. Nákvæma spádóma.
3. Góðar heimildir fyrir því að Jesús hafi uppfyllt þá.
Þú hefur ekki bent á neitt sem stenst þessar eðlilegu kröfur. Þú bendir hins vegar á hluti sem eru alls ekki spádómar um messías (t.d. 1. Mós 3:15), óljósa spádóma (Jes 11) eða þá að við höfum engar góðar heimildir um að Jesús hafi uppfyllt spádóminn (t.d. að hann hafi verið afkomandi Abrahams).
Tal um að þér finnist "Guðhetja" og "Friðarhöfðingi" passa við Jesús sannfærir ekki neinn.
"Þú velur að trúa ekki og það er þitt mál."
Reyndar er þetta ekkert val. Gætir þú til dæmis á morgun "valið" það að trúa ekki á guð?
"Að lokum þá velti ég því fyrir mér hvort þú lítur nokkurn tíma glaðan dag, svona eftir að hafa litið á vefsíðuna þína. Ég yrði líka þunglyndur með þessa ruslafötu alltaf við hlið mér. Leyfðu okkur heldur að sjá andlitið á þér."
Yrðir þú líka þunglyndur? Hvað áttu við með þessu?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.7.2007 kl. 20:32
Sæll Hjalti, svara þessu seinna, en fyrirgefðu að ég sá þig fyrir mér sem þunglyndan. Það var ranglega ályktað af mér, hef ekki hugmynd um það. Bestu kveðjur og þakka þér málefnalega umræðu.
Kristinn Ásgrímsson, 26.7.2007 kl. 07:06
Hjalti minn, ég mun biðja fyrir thér :)
Friður sé með thér.
sunneva (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 18:32
Sæll Hjalti.
Fyrirgefðu hvað það hefur dregist að svara, en ég hef verið á kafi í vinnu um helgina. Mig langar að láta fyrri kafla Jesaja liggja á milli hluta í bili, en hér kemur kafli 53. Þú segir að þjónninn sé Ísrael og það er rétt að í sumum tilvikum er verið að tala um Ísrael. Hins vegar í kafla 53 er dreginn upp skýr mynd af Kristi og fórnardauða hans.
Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
Hér talar spámaðurinn fram í tímann um Ísrael, vegna þess að hans eigin þjóð tók ekki við honum .
2. Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
3. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4.En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan,
5. en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
Ísrael þjóðin dó ekki fyrir syndir okkar, hins vegar dó Kristur fyrir syndir Ísraelsmanna og þeim var fyrst boðað fagnaðarerindið og síðan heiðingjunum, sem biblían nefnir svo.
6. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.
7.Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.
Það var Ísrael sem fór villur vegar og það er Kristur sem er lambið, sem bar synd heimsins. Þarna er myndin tekin úr fórnarsiðum Ísraelsmanna, þar sem lambi var slátrað. Páll segir í 1.kor 5. Páskalambi voru er slátrað sem er Kristur.
8. Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.
9. Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.
Ísrael hefur ekki verið burt numin af landi lifenda . Jesús var krossfestur með ræningjum og síðan kom ríkur maður og bjó honum gröf.
10. En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.
Afsprengi Jesú er kirkjan, sem var áform Drottins.
11. Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.
Ísrael gerir engan réttlátan og ber ekki misgjörðir manna, þannig að hér er verið að tala um Jesú
12. Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn. En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.
Ísrael gaf ekki líf sitt sem þjóð, þeim var útrýmt að hluta, Jesús Kristur endaði hins vegar líf sitt á að biðja fyrir illgjörðarmönnum sínum.
Kristinn Ásgrímsson, 29.7.2007 kl. 17:40
Þakka þér fyrir frábæra síðu
Guðrún Sæmundsdóttir, 30.7.2007 kl. 20:44
Takk fyrir mjög gott svar & rosa góð siða hjá þér Kristinn , 'Eg hitti ykkur fyrir rosa mörgum árum Kiddi Þið eru alveg yndisleg hjónin & svo sannkristinn
kv
Jói
Jóhann Helgason, 31.7.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.