Leita í fréttum mbl.is

Fyrir tveim mínútum trúði ég ekki á Loch Ness skrímslið heldur.

 

Saga þessi er sögð af guðleysingja sem var að veiða á yndislegum degi, þegar  Loch Ness skrímslið réðst á bát hans.

 

 Skrímslið kastaði bát hans hátt í loft upp, opnaði síðan kjaftinn til að gleypa bát og mann.  Maðurinn hrópar hátt: " Ó Guð hjálpaðu mér " Skyndilega þá stöðvast báturinn í loftinu og guðleysinginn heyrir rödd frá himni sem segir, ég hélt að þú tryðir ekki á mig."Come on God , give me a break,"  grátbiður maðurinn.  Fyrir tveim mínútum trúði ég ekki heldur  á Loch Ness skrímslið.

 

 Billy Graham segir, Þegar einhver spyr mig hvernig ég geti verið svo viss um að Guð sé raunverulega til, þá minnist ég frásagnarinnar af litla drengnum sem var úti að leika sér með flugdrekann sinn.

Það var vindur og skýin þyrluðust um himininn. Flugdrekinn fór upp uns skýin huldu hann.

Hvað ertu að gera spurði maður nokkur litla drenginn ?  Ég er með flugdrekann minn svaraði drengurinn. Með flugdrekann sagði maðurinn. Hvernig veistu það ?  Þú sérð ekki flugdrekann.

Nei svaraði litli drengurinn, ég sé hann ekki, en annað slagið finn ég svolítinn kipp og þá veit ég fyrir víst að hann er þar.

Ekki byggja það á áliti annarra. Finndu Guð fyrir sjálfan þig með því að bjóða Jesú Kristi inn í líf þitt. Þá muntu líka vita , þegar þú finnur í hjartanu snertingu, að Hann er þar og lifir í þér.

Róm 8.16. Sjálfur andinn vitnar með með vorum anda að vér erum Guðs börn.

Lauslega þýtt úr : The Word for today.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband