12.5.2007 | 21:51
„Ekki rugla mig með staðreyndum. Ég hef myndað mér skoðun.“
Vona mér verði fyrirgefið en ég stenst ekki mátið að blanda mér í þessa umræðu þótt seint sé. Fyrirsögnin er tilvitnun í pistil af bloggsíðu, Arndísar Önnu, Kristínar og Gunnarsdóttur. Og ég leyfi mér að grípa inn í umræðuna hér:
Síðbúið svar til Arndísar.
Þar sem búið var að loka á þessa færslu langar mig að birta hér svar til Arndísar Kristínar Gunnarsdóttur og svara þeim spurningum sem eru hér teknar af hennar bloggsíðu, þar eð engin svör komu.
Arndís segir:
Ég hef sjálf fundið Guð og hann var góður félagi minn í mörg ár. Með tímanum hvarf hinsvegar trúin, en það var alls ekkert sorgarferli sem þeim missi" fylgdi. Ég einfaldlega áttaði mig á því, sem Richard nokkur Dawkins orðaði svo skemmtilega:
We don't need an imaginary friend in the skies."
Mín spurning út frá pistli Stefáns er því þessi: Hvers vegna ætti ég að leita Guðs af öllu hjarta"? Hvers vegna ætti ég að opna huga minn fyrir boðskap trúarbragða (heilaþvotti?)? Hvers vegna, þegar ég hef sjálfa mig, náttúruna, skynsemina, rökhugsunina, trúna á hið góða, fjölskylduna mína og annað gott og fallegt sem lífið hefur upp á að bjóða, til þess að veita mér sáluhjálp, hamingju, sátt, eða hvað það er sem fólk sækist eftir í lífinu? Mig skortir ekkert.
Ef þú hefðir raunverulega fundið Guð, þá hefði Richard nokkur Dawkins ekki getað heilaþvegið þig með sínu röklausa vantrúarrugli. Ég hlustaði á þennan Richard Dawkins í Kastljósi og það eina sem gerðist var að ég varð enn vissari í minni sök að Drottinn minn og Guð minn væri skaparinn. Sjáðu Dawkins gerir nákvæmlega það sem ritningin segir fyrir um .
Hann dýrkar hið skapaða í stað skaparans.
Hann sagði orðrétt: 500 milljón ára jörð fyllir mann dulúð og lotningu. Hvað er maðurinn að segja ? Jú að jörðin hið skapaða og aldur hennar það hrífur hans hjarta.
Dawkins heldur áfram og segir: Trúin er spennandi fyrir treggáfað fólk.
Hver er nú að ímynda sér hvað ? Jörðin 500 milljón ára ? Það er enginn sem getur sannað það.
Jörðin varð til að sjálfu sér ? Hver er nú trúaður ? Eða ímyndunarveikur ?
Hvað er það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við horfum á málverk ? Hver málaði þessa mynd. Eða hver teiknaði þetta hús ? Þú þarft á virkilegri ímyndunarveiki að halda til þess að trúa því að húsið hafi orðið til af sjálfu sér.
Mitt mat er að skoðanir Dawkins séu algerlega röklausar, eins og segir í sálminum : "Heimskinginn segir enginn Guð."
Arndís spyr:
"Hvers vegna ætti ég að leita Guðs af öllu hjarta"? Hvers vegna ætti ég að opna huga minn fyrir boðskap trúarbragða (heilaþvotti?)? Hvers vegna, þegar ég hef sjálfa mig, náttúruna, skynsemina, rökhugsunina, trúna á hið góða, fjölskylduna mína og annað gott og fallegt sem lífið hefur upp á að bjóða, til þess að veita mér sáluhjálp, hamingju, sátt, eða hvað það er sem fólk sækist eftir í lífinu? Mig skortir ekkert."
Af því að þú ert sköpuð í Guðs mynd til að eiga samfélag við Hann. Það er hinn raunverulegi og upphaflegi tilgangur lífsins.
Þú sjálf , náttúran , hugsanir þínar, fjölskyldan ..... getur ekki veitt þér sáluhjálp...Þú getur svo sem sagt mig skortir ekkert, en það er bara eitthvað sem getur breytst á einu augnabliki. Við getum búið við allsnægtir í dag og skort á morgun.
Þú hefur hins vegar val að trúa mönnum eins og Richard Dawkins eða þeirri opinberun sem Guð hefur gefið okkur í Orði sínu, í Jesú Kristi og í allri sköpuninni sem þú minnist á.
Það er það frelsi sem við höfum, sem sköpun Guðs, við höfum frjálsan vilja. Við getum enn valið af hvoru trénu við viljum eta. Okkar eigin skilnigs tré eða lífsins tré.......
Enn ein ásæða til að leita Guðs er þessi. Við erum eilífðar verur það er líf eftir þetta líf og markmið fagnaðrerindis Jesú Krists er að vekja okkur synduga menn til iðrunar að við sættumst við Guð og séum síðan með Honum um alla eilífð.
Þetta eru staðreyndir sem ég vil gjarnan miðla með þér, en ekki rugla þig heldur sannfæra.
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Keflavík er víða.
Marvin Lee Dupree, 16.5.2007 kl. 14:25
ég verð að viðurkenna að ég hafði gaman af Richard Dawkins í kastljósinu, hann er mælskur. En það er leiðinlegt að hann sé ekki trúaður, og ég tek alveg undir það sem þú segir um hann í greininni. Hann minnir mig á ritningarstað; það koma spottarar, menn sem ekki hafa andann.... þetta er einhvernvegin svona, en amk er hann einn af þeim. Svo er það fólkið sem velur sér kennara eftir því sem kitlar eyrun. Það er erfitt að geta ekki bara tekið um fólk, hrist það aðeins til og sagt; "sjáðu, heyrðu og trúðu" en því miður vilja svo margir ekki heyra um það GÓÐA! Að mínu viti byrjaði lífið ekki almennilega fyrren ég fór að lesa Biblíuna í andanum og eignaðist náið samband við Drottinn. Það er ómetanlegt og gefur manni mikinn skilning sem kemur ekki til manns þó að maður rannsaki og horfi á sköpunarverkið. Sem er samt alveg undursamlegt.
halkatla, 19.5.2007 kl. 13:50
Þakk þér fyrir þetta innlegg Anna Karen, já það er einmitt þetta Kristindómurinn er samfélag við Guð og þetta samfélag gjörbreytti mínu lífi og byggir ekki bara á tilfinngu heldur trausti, við höfum upplifað og reynt.
Kristinn Ásgrímsson, 19.5.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.