Leita í fréttum mbl.is

Staðinn að verki

 

 

Fyrir nokkru var ég stöðvaður af lögreglu fyrir að tala í símann undir stýri.

Ung lögreglukona kom og bað mig á fagmannlegan hátt að koma yfir í lögreglubílinn.

Veistu af hverju við stöðvuðum þig, spurði hún mig þegar ég var sestur inn í bílinn með bláu ljósunum.  Aftur fagmannleg spurning, hugsaði ég . Þau vildu fá að vita hvaða mann ég hefði að geyma.

Jú, ég var að tala í símann, svaraði ég af  undirgefni.  Nú ég fékk síðan að greiða til samfélagsins 3950 kr. og hef ekki talað í símann undir stýri síðan. Ég er þakklátur þessum laganna vörðum fyrir  að venja mig af þessum ósóma.

 

Nú, sagan er ekki öll, því að afastelpan mín sem hafði hringt í mig tjáði mér, þegar ég kvartaði yfir því að dýrt væri að tala við hana í síma:  " Afi þetta er miklu ódýrara en tími hjá sérfræðingi. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

  afa stelpan þin hefur rétt fyrir sér.

Linda, 14.5.2007 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband