Færsluflokkur: Bloggar
2.4.2010 | 15:10
OG ÞEIR KROSSFESTU HANN
'I tilefni dagsins smá hugleiðing úr the: Word for today
Læt hana koma hér á ensku:
In The Expositor´s Bible commentary´C Truman Davis, MD writes, What is crucifixion?
A medical doctor provides a physical description: As he slowly sags down... on the nails in the wrists, excruciating pain shoots along the fingers and up the arms to explode in the brain, the nails in the wrists are putting pressure on the median nerves.
As he pushes himself upward to avoid stretching torment, he places the full wight on the nail through his feet. Again he feels th agony of the nail tearing through the nerves between the bones of the feet. As the arms fatigue, cramps sweep through the muscles, knotting them in deep, relentless, throbbing pain. With these cramps comes the inability to push himself upward to breathe. Air can be drawn into the lungs but not exhaled.
He fights to raise himself, in order to get even one small breath....hours of this limitless pain, cycles of twisting, joint-rending cramps, intermittent partial asphyxation, searing pain as tissue is torn from his lacerated back as he moves up and sown againg the rough timber.
Then another agony begins. A deep, crushing pain in the chest as the pericardium slowly fills with serum and begins to compress the heart. It is now almost over, the loss of tissue fluids reaches a critical level, the compressed heart is struggling to pump heavy, thick sluggish blood into the tissues, the tortured lungs are making a frantic effort to gasp in th small gulps of air. He can feel the chill of death creeping through his tissues.. finally he can allow his body to die. The bible records it in these words: And they crucified him. What wondrous love is this ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009 | 14:39
Immanúel, Guð er með oss.
Á þessum jólum minnumst við enn einu sinni komu frelsarans. Í Mattesusarguðspjalli standa þessi orð: "Sjá mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel, " það þýðir: Guð með oss.
Fæðing Jesú varð með "yfirnáttúrlegum" hætti eins og fram kemur í Lúkas 1.35 , þegar engill birtist Maríu og sagði við hana: "Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs."
Þessu hafa guðlausir menn í gegnum aldirnar reynt að umsnúa á allan mögulegan hátt, og með ólíkindum finnst mér að lesa skrif sumra hér á mogga blogginu. Það er eitt að trúa ekki, en það er annað að opinbera djöfulinn í sjálfum sér.
Þú spyrð kannski, hvað áttu við Kristinn, jú þegar menn nota þessa sögu til þess að fá útrás fyrir kynlífsóra sína, og lasta allt sem er heilagt og gott, þá er það einfaldlega djöfullegt.
En sem betur fer, þá ber ennþá þorri landmanna virðingu fyrir orði Guðs og er það vel, því að ritningin er skýr, hún segir okkur að þessi Jesús, sem fæddist eitt sinn í Betlehem, hann mun koma á ný og þá ekki sem barn heldur til að ríkja yfir sköpun sinni og búa okkur ríki þar sem réttlæti býr.
Megi Immanúel gefa þér gleðileg jólBloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2009 | 21:35
Ömurleg jólakveðja ríkisútvarpsins
Var að horfa á ríkissjónvarpið senda landsmönnum jólakveðju sína sem hófst á íslensku blótsyrði, og síðan amerísku klám blótsyrði. Ég hélt nú að það væri bannað með lögum að blóta í fjölmiðli. En kannski er þetta sú menning sem koma skal.
Athyglisvert í ljósi þess, að ákveðin kirkja var beðin um að taka Guðs orðið út úr messu sinni og flytja aðeins söng. En dónaskapur og sori, það þykir menning. Jú, það er víst komið 2009 eða hvað ? Ég frábið mér jólakveðju ríkisútvarpsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2009 | 22:16
Hneykslar þetta einhvern ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2009 | 23:26
Var lífeyrir einhvern tíma hugsaður til að lifa af ?
Nú er verið að breyta reglum um lífeyrissjóði. Oft hef ég horft á yfirlitið mitt frá Sameinaða lífeyrissjóðnum og hugsað, mikið er þetta einkennileg fjárfesting. Í dag borga ég um 50 þús í sjóðinn á mánuði, samanlagt framlag atvinnurekanda og mitt. Mér er hins vegar tjáð að ef ég hætti núna að vinna þ.e. 60 ára, þá fái ég um 100 þús út úr sjóðnum á mánuði. Ef ég hætti 67 ára fæ ég um 150 þús, en ef ég hætti 70 ára þá mér til mikillar furðu fæ ég 212 þús á mánuði.
Nú ef ég ákveð að vinna til 70 og síðan hrekk upp af 68 ára þá fæ ég ekki neitt. Ég var að lesa lauslega yfir frumvarpið og mér finnst vanta að endurskilgreina tilgang sjóðanna.
Væri kannski skynsamlegra að atvinnurekandinn minn geymdi aurinn og borgaði mér eftirlaun, sem væru kannski svona 80% af launum, í stað þess að fá 30% ef ég hætti núna.
Það sem vekur mesta furðu mína er þessi mikli munur ef maður vinnur síðustu 3 árin frá 67 til 70 ára. Getur einhver upplýst mig fáfróðan í hverju það er fólgið ?
Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.11.2009 | 10:08
Fáránleg umræða
" Ég tel að ég fengi ekki að syngja á tónleikum Fíladelfíu" sagði söngvarinn Friðrik Ómar í Kastljósviðtali s.l. fimmtudag. Umræðan sem hefur sprottið frá þessum ummælum er með ólíkindum. Fólk er að tala um að mótmæla, fólk talar um hatur í garð samkynhneigðra og fordóma o.s.frv.
En ef ég kem því nú á framfæri að ég "telji" að ég sé óvelkominn á Steikhús Argentínu, væri sami hópur fólks tilbúinn að mótmæla, eða væri ég talinn skrítinn, með annarlega hugaróra.
Þar fyrir utan, þá er sama hver það er sem heldur tónleika, hvort þeir eru trúarlegir, klassískir eða popp, þá hljóta þeir að velja þá söngvara eða tónlistarmenn sem þeir vilja nota, eða hvað ?
Þessi umræða minnir mig svolítið á söguna um Palla sem var einn í heiminum.
Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
25.10.2009 | 00:38
If you do not control your attitude, it will control you.
Fyrirsögnin er góð sunnudagshugleiðing, tekin frá Myles Munroe, læt hana flakka hér á ensku. Hér fylgja reyndar nokkur gullkorn í viðbót úr sama kafla.
Attitude creates your world and designs your destiny. It determines your success or failure ... Attitude is more powerful distinction in life than beauty, power, title, or social status. It is more powerful than wealth- and it can keep you poor.
Eigið góðan " Drottins" dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2009 | 16:48
Ósiðleg og dónaleg forsíða Morgunblaðsins í dag.
Í dag sjáum við mynd af ungum manni hálf berum í kvenmannsundirfötum á forsíðu Morgunblaðsins. Blað sem hingað til hefur gefið sig út fyrir að standa vörð um heilbrigð lífsgildi. Á myndinni er einnig mynd af borgarstjóra Reykjavíkur sem ætlar að fjármagna þetta ósiðlega athæfi.
Þegar ég sá þetta, hugsaði ég með mér, að á sama tíma og það er verið að taka peninga úr vösum öryrkja og ellilífeyrisþega, þá sér borgin ástæðu til að fjármagna þennan dónaskap.Er ekki mál að linni? Ef þetta er það siðferði sem yfirvöld vilja innleiða, þá skal engan furða, þótt efnahagur okkar þjóðar sé í rúst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.5.2009 | 21:38
Erum við að segja rangar fréttir ?
Kristilegar fréttir vinsælar í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2009 | 21:55
Innhverf íhugun, hvað er svona merkilegt við það ?
Athyglisvert að heyra að hindúasiður fylli Háskólabíó. Af því tilefni langar mig að vitna hér í Trúarbragðafræði handa grunnskólum:
Á hverjum morgni fara milljónir Indverja niður að einhverju fljóti á Indlandi til að eiga guðræknistundir. Á einum stað við eitt þessara fljóta er sérstaklega mikið um að vera. Staðurinn er Benares við Gangesfljót. Á tröppunum sem liggja niður að fljótinu er margt um manninn. Þar eru pílagrímar sem hafa ferðast langar leiðir til að geta hreinsað sig í vatninu. Þar eru betlarar sem vonast eftir að fá ölmusu frá pílagrímnum og þar eru lærimeistarar að fræða nemendur sína í helgum fræðum. Áeinni tröppunni situr meinlætamaður grafkyrr, vafinn í fátæklegt teppi og starir fram fyrir sig í djúpri íhugun. Hann hefur engar áhyggjur af útiliti sínu eða klæðnaði. Líkaminn skiptir hann engu máli því að hann er dauðlegur- aðeins nokkurs konar skel utan um sálina sem skiptir öllu máli því að hún er ódauðleg. Skammt frá er verið að brenna lík konu á báli. Öskunni er síðan stráð á fljótið . Gamlir menn horfa á en þeir hafa neitt síðustu kraftanna til að komast að fljótinu og bíða þar dauðans. Heilög kýr liggur makindaleg rétt hjá . Þetta fólk aðhyllist þau trúarbrögð sem við köllum hindúasið. ( Tilvitnun lýkur)
Úr þessum heimi kemur " Innhverf íhugun" sem er nú alls ekki nýtt fyrirbæri. Innhverf íhugun, gengur út á það ( eins og nafnið gefur til kynna) að finna guð innra með þér.
Yoga er einnig hluti af hindúasið, og er aðferð til að losna undan karmalögmálinu. (Hin eilífa hringrás)
Hringrásin gengur út á það að sál þín fæðist aftur inn í þennan heim í öðrum líkama, kannski verður þú lítill voffi í næsta lífi, ef þú stendur þig ekki nógu vel í þessu.
Og nú vitna ég aftur í trúarbragðafræðina:
Yogaiðkandinn beitir sjálfan sig mjög ströngum aga og leggur mikið á sig til að ná fullkomu valdi yfir sjálfum sér. Með ýmsum aðferðum, t.d. vissum líkamsstellingum o.fl., útilokar hann hinn ytri heim og stöðvar áhrif skilningarvitanna. Með þessu móti verður hann frjáls og skynjar samband sálar sinnar við alheimssálina, brahman.(Tilvitnun lýkur)
Ég man að því var alltaf mótmælt að yoga væru trúarbrögð, eða andleg iðkun, þar til nýlega. Margir telja þetta ennþá bara líkamsæfingar.
Svo ég vitni aftur í trúarbragðafræðina:
Shiva er guð yoga og meinlæta. Þar sem yogar hafa leitað eftir dýpri þekkingu hefur Shiva orðið lærdómsguð. Hann er einnig guð frjóseminnar. Á myndum er hann oft dansandi með krans úr beinum og hauskúpum um hálsinn. Með dansi sínum bæði deyðir hann og skapar. Þótt Shiva sé oft lýst sem hálfvilltum guði líta þeir sem tilbiðja hann svo á að hann sé einnig góður guð.
Maki Shiva ber mörg nöfn, t.d. Kali,Shakti, Parvati og Duirga. Á myndum er hún með vígtennur og blóð drýpur af tungu hennar. Um hálsinn hefur hún festi gerða úr mannshöfðum. Hún sendir sjúkdóma til jarðarinnar. (Tilvitnun lýkur) ath. leturbreytingar mínar.
Nú það sem er neikvæðast við hindúatrúna er þessi hugmyndafræði í sambandi við karma. Karma einstaklings skilur eftir sig jákvæð eða neikvæð spor. Þannig er maðurinn bundinn verkum sínum og þau ákvarða stöðu hans í næsta lífi. Þess vegna finnst mörgum hindúum stéttaskipting og misjöfn kjör fólks ekki ranglát. Fátækt sjúkdómar, gleði eða sorg eru afleiðingar fyrra lífs.
Þannig að ef einhver vill verða ríkur í næsta lífi, þá er kannski þessi innhverfa íhugun lausnin.
Vandinn er bara sá að þú veist ekki hvort þú fæðist sem maður eða.........??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259