Leita í fréttum mbl.is

Kreppan og Neyðin

Fékk þetta bréf frá hjálparsamtökum sem hafa starfað á Haiti undanfarin 19 ár. Þótt það sé fjarri mér að gera lítið úr erfiðleikum fólks á Íslandi, þá held ég að við getum verið þakklát fyrir að búa á Íslandi í kreppu en ekki í neyðinni á Haiti. Ég birti hér hluta af bréfi sem er skrifað frá hjónum sem hafa helgað líf sitt til hjálpar hinum nauðstöddu íbúum á Haiti.

 

Hin fimm ára gamla Valdine beið þolinmóð eftir að móðir hennar kæmi heim frá vinnu. Það voru nú liðin tvö ár frá dauða föður hennar,  og nú barðist móðir hennar frú Pirre, á hverjum degi við að að fæða Valdine og hin börnin.Það myndi enginn velja að búa í Port au Prince.. þetta er borg með meira en milljón íbúa. Ruslahaugar hlaðast upp á hverju götuhorni og allt morandi í rottum, flugum og kakkalökkum.

Litla stúlkan á Haiti og yngri systkini hennar voru alltaf svöng. Móðir Valdine vann frá sólarupprás til sólarlags, en samt var aldrei nægur matur til að fæða öll börnin , eina máltíð á dag.  Margir dagar voru þannig að það var ekki til matur og móðir barnanna sagði þeim að sofa á maganum, til að þau finndu ekki eins fyrir hungrinu.

En dagurinn í dag var samt öðruvísi, Valdine var svöng en hún vissi að mamma fengi útborgað í dag og það yrði heit máltíð þetta kvöld. Eftir að bíða um stund úti, þá ákvað Valdine að fara inn og baða sig.Systkini hennar höfðu farið í heimsókn til skyldfólks, og hún hafði ekki farið með, því hún vildi bíða eftir að mamma kæmi heim og eldaði heita máltíð úr hrísgrjónum og baunum.

Valdine hellti vatni úr skál í litla balann og byrjaði að skvetta vatni yfir andlit sitt. Allt í einu byrjaði húsið að hristast og gólfið opnaðist og þakið kom niður. Það drundi í gamla steinsteypta húsinu, um leið og það hrundi saman yfir þessa litlu fimm ára gömlu stúlku.

Jarðskjálftinn sem nú hristi Haiti, deyddi meira en 230 þús manns. Valdine var skorðuð undir þungum steypuveggjum og  virtist bíða dauða síns.Þungur steinveggurinn kramdi hægri fótlegg hennar og líkami hennar var skorðaður fastur . Hin litla fimm ára Valdine var var í dimmri steinkistu með illa brotin fót.Hún minnist þess að liggja þarna undir steinsteypunni. Hún var þyrst, svöng og í kvölum. Hún var svo einmana og hrædd.... hún grét þar til hún féll í yfirlið eða sofnaði.

Nokkrum dögum síðar drógu björgunarmenn Valdine út  undan rústunum og hún var enn á lífi. Henni var ekið á sjúkrahús í Dominikanska lýðveldinu, þar sem það þurfti að taka hægri fót hennar af.

20 febrúar var hún send til okkar á "Recovery Field Hospital hér í " Love a Child" þorpinu okkar.  Þorpið okkar er orðið ljós mitt í myrkrinu fyrir svo mörg fórnarlömb jarðskjálftans. Valdine og móðir hennar voru settar í tjald með mörgum öðrum aflimuðum sjúklingum.

Ein af þessum sjúklingum var lítil stúlka sem heitir Mara.Sama dag , þegar jarðskjálftinn reið yfir sat Mara litla, átta ára gömul, á hinum enda Haiti á stétt fyrir framan húsið sem hún bjó í.  Mara hafði einnig misst föður sinn fyrir þremur árum síðan. Móðir hennar barðist líka þessari hörðu baráttu að fæða sín börn.  Hún byrjaði að selja hluti á götunum...

Það voru dagar sem móðir Möru vann sér inn nokkra dollara á dag, en síðan aðrir dagar sem hún kom heim tómhent. Lífið var erfitt, að sjá fyrir börnum og bara það að hafa handa þeim eina máltíð á dag.

12 janúar sama dag og Valdine var heima hjá sér að reyna þvo sér , þá sat Mara á stéttinni fyrir framan húsið þeirra og beið móður sinnar. Þegar síðan jarðskjálftinn skall á þá varð Mara undir húsinu og vinstri fótur hennar kramdist illa.

Frændi hennar heyrði hróp hennar og kom henni til hjálpar. Það var talið kraftaverk að honum tókst að ná stúlkunni undan þungum steypuveggnum. Eins og áður sagði var vinstri fótur hennar illa kraminn. Frændi hennar tók hana í fangið og hljóp af stað leitandi að hjálp. En það var því miður enga hjálp að fá. Göturnar voru lokaðar af húsarústum og alls staðar gat að líta látið fólk. Loksins fann hann bíl og bílstjóra sem bauðst til að koma stúlkunni á sjúkrahús.

Mara lenti á sama sjúkrahúsi og Valdine í Dóminikanska lýðveldinu og var síðan flutt til okkar á " Love a child Field " sjúkrahúsið.

Þar sem skortur var á tjöldum, settu læknarnir Möru í sama tjald og Valdine litla var, sem hafði misst hægri fótinn. Mara þurfti sjö aðgerðir á sínum fót, en samt tókst ekki að bjarga fætinum og hann var tekin af.Ég man eftir að ganga milli tjaldanna á landareign okkar, þar sem fórnarlömb jarðskjálftanna voru..... ég heyrði litla stúlku gráta og kveina og þegar ég leit inn í tjaldið, þá sá ég Möru liggjandi, hún var þá nýbúin í aðgerð og var mjög kvalin... ég hallaði mér yfir hana og tók utan um hana og byrjaði að gráta hljóðlega. Jafnvel þótt hún þekkti mig ekki, þá rétti hún úr sér og dró mig að sér og hélt mér fast, algjörlegra ókunnri manneskju.

Ég man eftir því að horfa á þessa litlu átta ára gömlu stúlku sem hafði misst vinstri fót sinn og á næsta fleti við hlið hennar var Valdine, sem hafði misst hægri fót sinn, það var mér næstum ofviða.....

Þessar tvær vikur eftir skjálftann hér á Haiti,  voru mjög erfiðar, ég hef aldrei upplifað að sjá lítil börn þjást svo mikið,  eftir að hafa alist upp hungruð, þá þessar hörmungar í ofanálag.

Sem ég gekk í gegnum tjaldraðirnar á hverjum degi, þá minnist ég þess augnabliks að ég fann fyrir "Von" Við vorum að bera heitan mat inn í tjöld fólksins, þegar ein móðir segir við mig: Þetta er í fyrsta skipti á ævinni, sem börnin mín hafa fengið 3 máltiðir á dag. Við þökkum þér og Guði.

 

Ég læt hér staðar numið í frásögn Sherry, en hún segir að þörfin á Haiti hafi aldrei verið meiri en nú. Margar ríkisstjórnir hafi lofað hjálp, en lítið hafi verið um efndir.

Hjálparsamtökin Love a child hafa starfað á Haiti síðan 1991 og voru stofnuð af hjónunum Sherry og Bobby Burnette.

Á hverjum degi fæða þau 5000 þúsund börn. Það er fyrir utan þá neyðaraðstoð sem þau veita nú í kjölfar jarðskjálftans.Merkileg hvað ein hjón geta gert.

Þau segja enn fremur að þau fái mat gefin frá ýmsum samtökum  í Bandaríkjunum, en það kostar tíu þúsund dollara að flytja einn gám með mat frá Bandaríkjunum til Haiti og það er kostnaður sem þau þurfa að sjá um.

En einn gámur þýðir 270.000 máltíðir.

Þannig að fyrir $ 1000  eða 138000 kr íslenskar er hægt að gefa 27000 máltíðir.

Ef þú vilt vera með þá bendi ég á síðuna: www. loveachild.com

 

 



mbl.is Yfir tuttugu milljónir í hjálparstarf á Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem peningar geta og geta ekki keypt....

 

Þú getur keypt þér rúm fyrir peninga, en ekki svefn, bækur en ekki gáfur, mat en ekki matarlyst, hús en ekki heimili, lyf en ekki heilsu, vellystingar en ekki hamingju, ímynd en ekki karakter, trúarbrögð en ekki hjálpræði...

Þegar ég horfði á þáttinn frá starfi ABC í Narobi, þá kom upp í huga minn, hvað getum við Íslendigar gert til að hjálpa þessu fólki. Þarna eru um 100 þús manns í kringum sorphaugana, húsnæðislausir og lífbarátta þeirra snýst um að fá kannski eina máltíð á dag.

Margir segja að við séum ekki aflögufær, en  á sama tíma erum við að eyða milljörðum, sumir hafa nefnt töluna 7 milljarðar í heimskulegar umræður í að gerast aðilar að sökkvandi myntbandalagi og fá að taka þátt í að greiða skuldir Evrópuþjóða sem hafa eytt um efni fram.

Er hægt að hugsa sér eitthvað heimskulegara.

Stöðvum þessar umræður og hjálpum meðbræðrum okkar í Nairobi og Haiti og ég er sannfærður að efnahagur okkar mun blómgast og gleði landans aukast.

Með peningum er hægt að hjálpa bágstöddum.

Lögmálið um sáningu og uppskeru er enn í fullu gildi.

 


mbl.is Dagur ABC barnahjálpar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Ísland

 

 Þessi orð komu upp í huga minn, þegar ég fékk bréf frá vini í Frakklandi, þar sem hann var að lýsa bágu efnahagsástandi Frakklands og tvísýnu E.S.B. landanna og sagði svo: Þegar öllu er á botnin hvolft, þá er Ísland ekki svo illa statt í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir.

Það er nefnileg þannig, að þegar stórt skip sekkur þá myndast mikið sog sem dregur allt nálægt með sér niður. Bréf þessa vinar míns lýsti ákveðnum ótta þeirra sem nú þegar tilheyra þessu stóra skipi, sem við köllum E.S.B, og margir héldu að væri ósökkvandi eins og Titanic forðum.

Getur verið að Guð hafi blessað Ísland frá því að fara um borð.  Tæpast yrði spillingin upprætt með því að fara um borð í það skip, sem nú siglir undir "Guðleysisfána"

Annað, þegar forsætisráðherra sagði þessi orð í árslok 2008 þá voru margir sem höfðu hann að háði. Það er hins vegar sannfæring mín að þessi orð hans hafi fært landinu meiri gæfu, heldur en erindisbréf núverandi stjórnar um aðild að hinu sökkvandi Evrópubandalagi.

Af hverju, jú ég ætla að leyfa hinum forna spekingi Salómon að svara því er hann sagði:

Þegar réttlátum fjölgar, þá gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna , andvarpar þjóðin. Orðskv. 29.2.

Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum, en réttlátir mun horfa á fall þeirra. Orðskv. 29.16.

Að lokum vil ég vitna í hinn rússneska Alexander Solzhenitsyn sem sagði að : Skilin milli góðs og ills liggja ekki milli ríkja, stétta né stjórnmálaflokka, ...heldur þvert í gegnum séhvert mannlegt hjarta.

Guð blessi Ísland.

 


mbl.is Spilling í íslensku þjóðfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ÞEIR KROSSFESTU HANN

  'I tilefni dagsins smá hugleiðing úr the: Word for today

Læt hana koma hér á ensku:

In The Expositor´s Bible commentary´C Truman Davis, MD writes, What is crucifixion?

A medical doctor provides a physical description: As he slowly sags down... on the nails in the wrists, excruciating pain shoots along the fingers and up the arms to explode in the brain, the nails in the wrists are putting pressure on the median nerves.

 As he pushes himself upward to avoid stretching torment, he places the full wight on the nail through his feet. Again he feels th agony of the nail tearing through the nerves between the bones of the feet. As the arms fatigue, cramps sweep through the muscles, knotting them in deep, relentless, throbbing pain. With these cramps comes the inability to push himself upward to breathe. Air can be drawn into the lungs but not exhaled.

He fights to raise himself, in order to get even one small breath....hours of this limitless pain, cycles of twisting, joint-rending cramps, intermittent partial asphyxation, searing pain as tissue is torn from his lacerated back as he moves up and sown againg the rough timber.

 Then another agony begins. A deep, crushing pain in the chest as the pericardium slowly fills with serum and begins to compress the heart. It is now almost over, the loss of tissue fluids reaches a critical level, the compressed heart is struggling to pump heavy, thick sluggish blood into the tissues, the tortured lungs are making a frantic effort to gasp in th small gulps of air. He can feel the chill of death creeping through his tissues.. finally he can allow his body to die. The bible records it in these words: And they crucified him. What wondrous love is this ?


Alfa námskeið í Keflavík

Fimmtudaginn 14 janúar  kl. 20.00. verður kynningarkvöld á Alfa í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84.Þetta  kvöld er opið öllum og ókeypis og einungis kynning  til að hjálpa þér að ákveða hvort Alfa er námskeið fyrir þig .

Alfa námseiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum í flestum kirkjudeildum. Áætað er að yfir 4 milljónir manna hafi sótt námskeiðið.

Alfa er tíu vikna námskeið , einu sinni í viku þar sem fjallað er um grundvallaratriði kristinnar trúar á einfalda og þægilegan hátt.

Alfa er fyrir alla sem leita vilja svara við spurningum lífsins.

Upplysingar gefur Kristinn í s. 6977993   og Stefán í síma 8992212


ESB eða ICESAVE ?

Já það virðist vera að afstaða ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu, hafi verið "lituð"  af ESB umsókninni. Sannfærðist reyndar þegar ég las umsögn Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins um ákvörðun forsteta. Það er greinilegt að ESB aðdáendur eru farnir að skjálfa. Mikið virðast þeir tilbúnir að borga fyrir aðild. Jafnvel selja þjóð sína sem þræla til bandalagsþjóða eða hvað ??

Getur verið að Icesave deilan snúist um aðild að ESB ? Að við hefðum getað náð betri samningum strax ef ekki hefði verið ESB umsókn ?

Getur farið svo, að á næstu misserum geti enginn keypt eða selt nema hafa merki "ESB" ?


mbl.is ESB og Icesave aðskilin mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Immanúel, Guð er með oss.

 

Á þessum jólum minnumst við enn einu sinni komu frelsarans.  Í Mattesusarguðspjalli standa þessi orð: "Sjá mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel, " það þýðir: Guð með oss.

Fæðing Jesú varð með "yfirnáttúrlegum" hætti eins og fram kemur í Lúkas 1.35 , þegar engill birtist Maríu og sagði við hana: "Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs."

Þessu hafa guðlausir menn í gegnum aldirnar reynt að umsnúa á allan mögulegan hátt, og með ólíkindum finnst mér að lesa skrif sumra hér á mogga blogginu. Það er eitt að trúa ekki, en það er annað að opinbera djöfulinn í sjálfum sér.

Þú spyrð kannski, hvað áttu við Kristinn, jú þegar menn nota þessa sögu til þess að fá útrás fyrir kynlífsóra sína,  og lasta allt sem er heilagt og gott, þá er það einfaldlega djöfullegt.

En sem betur fer, þá ber ennþá þorri landmanna virðingu fyrir orði Guðs og er það vel, því að ritningin er skýr, hún segir okkur að þessi Jesús, sem fæddist eitt sinn í Betlehem, hann mun koma á ný og þá ekki sem barn heldur til að ríkja yfir sköpun sinni og búa okkur ríki þar sem réttlæti býr.

Megi Immanúel gefa þér gleðileg jól

Gamla "frjálshyggjuguðfræði lumman"

Prestur kirkjunnar, Glynn Cardy, segir markmið auglýsingarinnar að gera grín að bókstaflegri túlkun jólaguðspjallsins. „Við viljum fá fólk til að íhuga hvað jólin snúast í raun og veru um," segir hann. „Snúast þau í alvöru um andlegan karlguð sem sendi sæði sitt svo að barn gæti fæðst, eða snúast þau um kraft ástarinnar á meðal okkar og sem birtist í Jesú Kristi?"

Hér kemur enn einu sinni fram þessi vinsæla blekking frjálshyggjuguðfræðinnar. Biblían er mjög skýr, hún segir okkur að: Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetin til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

En það sem er svo skondið við þessa frjálshyggjuvellu, sem margir prestar halda varla vatni yfir, er að hún kennir að : "Kristur hafi komið til að hjálpa fólki að lifa í synd sinni. " Biblían kennir hins vegar að Kristur hafi komið til að frelsa okkur frá syndum okkar.

Ef kærleikurinn  táldregur, blekkir og leiðir fólk afvega eða frá hinni heilnæmu kenningur, sem Páll postuli talar um, þá er það einfaldlega ekki kærleikur Krist, heldur blekkingarandi, eða eins og Páll talar um í 2.korintubréfi 11.kafla : " Annar Jesús og annar andi "  og það er einmitt uppspretta, frjálshyggjuvellunnar.

Að mínu mati skipar þessi Glynn Cardy og hans kirkja sér í hóp þeirra er hafa Guð að háði, eða Guðlastara.

En megi Guð gefa öllum þeim sem þetta lesa gleðileg jól og farsælt komandi ár.


mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg jólakveðja ríkisútvarpsins

 Var að horfa á ríkissjónvarpið senda landsmönnum jólakveðju sína sem hófst á íslensku blótsyrði, og síðan amerísku klám blótsyrði. Ég hélt nú að það væri bannað með lögum að blóta í fjölmiðli. En kannski er þetta sú menning sem koma skal.

Athyglisvert í ljósi þess, að ákveðin kirkja var beðin um að taka Guðs orðið út úr messu sinni og flytja aðeins söng. En dónaskapur og sori, það þykir menning. Jú, það er víst komið 2009 eða hvað ? Ég frábið mér jólakveðju ríkisútvarpsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband