Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Mannréttindi á Íslandi ??

Í þessarri frétt telur ráðherrann okkar að flóttamenn fái réttláta meðferð í Noregi. En því miður er því ekki svo farið. Fólk myndi ekki flýja frá Noregi ef það fengi réttláta meðferð. Nýlega var innflytjendalögum breytt í Noregi. Fólk sem var búið að koma sér fyrir vera þar jafnvel 12 ár í vinnu og búið að eignast heimili lenti aftur á byrjunarreit.

Utanríkisráðherrann okkar hefur farið mikinn undanfarið og talað um mannréttindabrot Ísraelsmanna. En hvað gerum við íslendingar við fólk sem er að reyna bjarga lífi sínu og kemur hingað til lands. Jú, við bjóðum það velkomið með 30 daga fangelsi. Ég tel að minn kæri Össur mætti rifja upp söguna, sem hann lærði í Hliðardalsskóla forðum, " um bjálkann og flísina.

Nýlega komu hingað til lands 3 Eþíópu menn, fólk með menntun, kristið og þráir ekkert heitar en að búa í sínu heimalandi. Þau höfðu dvalið 4-5 ár í Noregi, og þar var þeim synjað um dvalarleyfi og átti að senda þau til baka til Eþíópíu. Þau tóku til sinna ráða og fengu sér vegabréf, og freistuðu þess að komast til Kanada, þar sem þau segja að menn hafi skilning á málefnum Eþíopíu. En eins og svo margir aðrir þá voru þau stöðvuð í Leifstöð, þar sem þau þurftu að millilenda.

Fengu að dúsa í hegningarhúsinu á Skólavöðustíg í 15 daga, fengu styttingu á dómi sínum, sennilega vegna þrengsla í íslenskum fangelsum. En hjartanlega velkomin til Íslands samt. Nú, þau áttu ekki annars úrkosta en biðja um hæli hér á landi, þótt það væri kannski ekki það sem þau vildu.

Nú eftir u.þ.b. mánuð þá fengu þau bréf frá úlendinga stofnun, þar sem þeim er tjáð að þeirra mál verði ekki tekið fyrir á Íslandi, þau verði send til Noregs.

Og það þýðir í raun að þau verða send til Eþíópíu, þar sem þeirra bíður fangelsi og pyntingar. Af hverju ? Jú þau deila ekki sömu pólitísku skoðun og forseti landsins.

Fyrir þá sem ekki vita, að eftir kosningar í Eþíópíu 1995, þá gerðust svipaðir atburðir og eru að gerast í Sýrlandi núna. Pólitískir andstæðingar voru miskunnarlaust drepnir, fangelsaðir og pyntaðir.

Frjálsir fjölmiðlar eru að mestu bannaðir og fjölmiðlamenn hafa mátt dúsa í fangelsum aftur og aftur.

Ég spyr, ef við íslendingar teljum oss þess umkoma að skipta okkur að málum annarra þjóða, hvernig væri að líta í eigin barm.

Þessir Eþíópíumenn hafa komið á samkomur hjá okkur í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík og ég verð að segja að þetta fólk er örvæntingarfullt. Það óttast um líf sitt. Ég skora á ríkisstjórn Íslands að virða þau sjálfsögðu mannréttindi að hjálpa fólki sem berst fyrir lífi sínu.

Ég vil taka fram að margir hafa fengið góða og réttláta meðferð á Íslandi, en að bjóða fólk velkomið með fangelsisvist er ómannúðlegt.

Set inn slóð hér sem lýsir ástandinu í Eþíópíu:https://docs.google.com/viewer?a=v&pid=gmail&attid=0.2&thid=13130d1cb4320aa4&mt=application/pdf&url=https://mail.google.com/mail/?ui%3D2%26ik%3D82ecab8453%26view%3Datt%26th%3D13130d1cb4320aa4%26attid%3D0.2%26disp%3Dsafe%26zw&sig=AHIEtbQyWCH3N9tXWmwDBHyvcmKD9V3z3A



mbl.is Á að fá úrlausn í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband