Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Það sem peningar geta og geta ekki keypt....

 

Þú getur keypt þér rúm fyrir peninga, en ekki svefn, bækur en ekki gáfur, mat en ekki matarlyst, hús en ekki heimili, lyf en ekki heilsu, vellystingar en ekki hamingju, ímynd en ekki karakter, trúarbrögð en ekki hjálpræði...

Þegar ég horfði á þáttinn frá starfi ABC í Narobi, þá kom upp í huga minn, hvað getum við Íslendigar gert til að hjálpa þessu fólki. Þarna eru um 100 þús manns í kringum sorphaugana, húsnæðislausir og lífbarátta þeirra snýst um að fá kannski eina máltíð á dag.

Margir segja að við séum ekki aflögufær, en  á sama tíma erum við að eyða milljörðum, sumir hafa nefnt töluna 7 milljarðar í heimskulegar umræður í að gerast aðilar að sökkvandi myntbandalagi og fá að taka þátt í að greiða skuldir Evrópuþjóða sem hafa eytt um efni fram.

Er hægt að hugsa sér eitthvað heimskulegara.

Stöðvum þessar umræður og hjálpum meðbræðrum okkar í Nairobi og Haiti og ég er sannfærður að efnahagur okkar mun blómgast og gleði landans aukast.

Með peningum er hægt að hjálpa bágstöddum.

Lögmálið um sáningu og uppskeru er enn í fullu gildi.

 


mbl.is Dagur ABC barnahjálpar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Ísland

 

 Þessi orð komu upp í huga minn, þegar ég fékk bréf frá vini í Frakklandi, þar sem hann var að lýsa bágu efnahagsástandi Frakklands og tvísýnu E.S.B. landanna og sagði svo: Þegar öllu er á botnin hvolft, þá er Ísland ekki svo illa statt í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir.

Það er nefnileg þannig, að þegar stórt skip sekkur þá myndast mikið sog sem dregur allt nálægt með sér niður. Bréf þessa vinar míns lýsti ákveðnum ótta þeirra sem nú þegar tilheyra þessu stóra skipi, sem við köllum E.S.B, og margir héldu að væri ósökkvandi eins og Titanic forðum.

Getur verið að Guð hafi blessað Ísland frá því að fara um borð.  Tæpast yrði spillingin upprætt með því að fara um borð í það skip, sem nú siglir undir "Guðleysisfána"

Annað, þegar forsætisráðherra sagði þessi orð í árslok 2008 þá voru margir sem höfðu hann að háði. Það er hins vegar sannfæring mín að þessi orð hans hafi fært landinu meiri gæfu, heldur en erindisbréf núverandi stjórnar um aðild að hinu sökkvandi Evrópubandalagi.

Af hverju, jú ég ætla að leyfa hinum forna spekingi Salómon að svara því er hann sagði:

Þegar réttlátum fjölgar, þá gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna , andvarpar þjóðin. Orðskv. 29.2.

Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum, en réttlátir mun horfa á fall þeirra. Orðskv. 29.16.

Að lokum vil ég vitna í hinn rússneska Alexander Solzhenitsyn sem sagði að : Skilin milli góðs og ills liggja ekki milli ríkja, stétta né stjórnmálaflokka, ...heldur þvert í gegnum séhvert mannlegt hjarta.

Guð blessi Ísland.

 


mbl.is Spilling í íslensku þjóðfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband