Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Immanúel, Guð er með oss.

 

Á þessum jólum minnumst við enn einu sinni komu frelsarans.  Í Mattesusarguðspjalli standa þessi orð: "Sjá mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel, " það þýðir: Guð með oss.

Fæðing Jesú varð með "yfirnáttúrlegum" hætti eins og fram kemur í Lúkas 1.35 , þegar engill birtist Maríu og sagði við hana: "Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs."

Þessu hafa guðlausir menn í gegnum aldirnar reynt að umsnúa á allan mögulegan hátt, og með ólíkindum finnst mér að lesa skrif sumra hér á mogga blogginu. Það er eitt að trúa ekki, en það er annað að opinbera djöfulinn í sjálfum sér.

Þú spyrð kannski, hvað áttu við Kristinn, jú þegar menn nota þessa sögu til þess að fá útrás fyrir kynlífsóra sína,  og lasta allt sem er heilagt og gott, þá er það einfaldlega djöfullegt.

En sem betur fer, þá ber ennþá þorri landmanna virðingu fyrir orði Guðs og er það vel, því að ritningin er skýr, hún segir okkur að þessi Jesús, sem fæddist eitt sinn í Betlehem, hann mun koma á ný og þá ekki sem barn heldur til að ríkja yfir sköpun sinni og búa okkur ríki þar sem réttlæti býr.

Megi Immanúel gefa þér gleðileg jól

Gamla "frjálshyggjuguðfræði lumman"

Prestur kirkjunnar, Glynn Cardy, segir markmið auglýsingarinnar að gera grín að bókstaflegri túlkun jólaguðspjallsins. „Við viljum fá fólk til að íhuga hvað jólin snúast í raun og veru um," segir hann. „Snúast þau í alvöru um andlegan karlguð sem sendi sæði sitt svo að barn gæti fæðst, eða snúast þau um kraft ástarinnar á meðal okkar og sem birtist í Jesú Kristi?"

Hér kemur enn einu sinni fram þessi vinsæla blekking frjálshyggjuguðfræðinnar. Biblían er mjög skýr, hún segir okkur að: Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetin til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

En það sem er svo skondið við þessa frjálshyggjuvellu, sem margir prestar halda varla vatni yfir, er að hún kennir að : "Kristur hafi komið til að hjálpa fólki að lifa í synd sinni. " Biblían kennir hins vegar að Kristur hafi komið til að frelsa okkur frá syndum okkar.

Ef kærleikurinn  táldregur, blekkir og leiðir fólk afvega eða frá hinni heilnæmu kenningur, sem Páll postuli talar um, þá er það einfaldlega ekki kærleikur Krist, heldur blekkingarandi, eða eins og Páll talar um í 2.korintubréfi 11.kafla : " Annar Jesús og annar andi "  og það er einmitt uppspretta, frjálshyggjuvellunnar.

Að mínu mati skipar þessi Glynn Cardy og hans kirkja sér í hóp þeirra er hafa Guð að háði, eða Guðlastara.

En megi Guð gefa öllum þeim sem þetta lesa gleðileg jól og farsælt komandi ár.


mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg jólakveðja ríkisútvarpsins

 Var að horfa á ríkissjónvarpið senda landsmönnum jólakveðju sína sem hófst á íslensku blótsyrði, og síðan amerísku klám blótsyrði. Ég hélt nú að það væri bannað með lögum að blóta í fjölmiðli. En kannski er þetta sú menning sem koma skal.

Athyglisvert í ljósi þess, að ákveðin kirkja var beðin um að taka Guðs orðið út úr messu sinni og flytja aðeins söng. En dónaskapur og sori, það þykir menning. Jú, það er víst komið 2009 eða hvað ? Ég frábið mér jólakveðju ríkisútvarpsins.


Hneykslar þetta einhvern ?

Las frétt fyrir nokkrum dögum að það hefði verið til umræðu í Bretlandi að taka þennan þátt út úr sögukennslunni, af því að þetta ylli hneykslun. Við vitum að sumir afneita þessum atburðum í dag og segja að þeir hafi ekki gerst.
Sýnir okkur kannski hversu langt raunveruleikafirringin getur teymt manninn.
Fékk þessa frásögn í tölvupósti og þetta með Nóbelsverðlaunin vakti athygli mína. Ég feitletraði það.
Það var einnig lítil myndasaga með þessari grein, en því miður tókst mér ekki að afrita hana.




  
 


Mail Attachment1Irena Sendler
There recently was a death of a 98 year-old German lady named Irena. During WWII, Irena, got permission to work in the Warsaw Ghetto, as a Plumbing/Sewer specialist. She had an 'ulterior motive' ... She KNEW what the Nazi's plans were for the Jews, (being German.) Irena smuggled infants out in the bottom of the tool box she carried and she carried in the back of her truck a burlap sack, (for larger kids..) She also had a dog in the back that she trained to bark when the Nazi soldiers let her in and out of the ghetto. The soldiers of course wanted nothing to do with the dog and the barking covered the kids/infants noises. During her time of doing this, she managed to smuggle out and save 2500 kids/infants. She was caught, and the Nazi's broke both her legs, arms and beat her severely. Irena kept a record of the names of all the kids she smuggled out and kept them in a glass jar, buried under a tree in her back yard. After the war, she tried to locate any parents that may have survived it and reunited the family. Most had been gassed. Those kids she helped got placed into foster family homes or adopted.

Last year Irena was up for the Nobel Peace Prize .... She was not selected. Al Gore won, for a slide show on Global Warming.

Powerful message, especially the "cartoon." Let us never forget!



63 years later

Mail Attachment2 

 

IN MEMORIAM - 63 YEARS LATER


It is now more than 60 years after the Second World War in Europe ended This e-mail is being sent as a memorial chain, in memory of the six million Jews, 20 million Russians, 10 million Christians and 1,900 Catholic priests who were murdered, massacred, raped, burned, starved and humiliated with the German and Russian Peoples looking the other way!

Now, more than ever, with Iraq , Iran , and others, claiming the Holocaust to be 'a myth,' it's imperative to make sure the world never forgets, because there are others who would like to do it again.





 





Var lífeyrir einhvern tíma hugsaður til að lifa af ?

Nú er verið að breyta reglum um lífeyrissjóði. Oft hef ég horft á yfirlitið mitt frá Sameinaða lífeyrissjóðnum og hugsað, mikið er þetta einkennileg fjárfesting. Í dag borga ég um 50 þús í sjóðinn á mánuði, samanlagt framlag atvinnurekanda og mitt. Mér er hins vegar tjáð að ef ég hætti núna að vinna þ.e. 60 ára, þá fái ég um 100 þús út úr sjóðnum á mánuði. Ef ég hætti 67 ára fæ ég um 150 þús, en ef ég hætti 70 ára þá mér til mikillar furðu fæ ég 212 þús á mánuði.

Nú ef ég ákveð að vinna til 70 og síðan hrekk upp af 68 ára þá fæ ég ekki neitt.  Ég var að lesa lauslega yfir frumvarpið og mér finnst vanta að endurskilgreina tilgang sjóðanna.

Væri kannski skynsamlegra að atvinnurekandinn minn geymdi aurinn og borgaði mér eftirlaun, sem væru kannski svona 80% af launum, í stað þess að fá 30% ef ég hætti núna.

Það sem vekur mesta furðu mína er þessi mikli munur ef maður vinnur síðustu 3 árin frá 67 til 70 ára.  Getur einhver upplýst mig fáfróðan í hverju það er fólgið ?


mbl.is Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband