Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
24.12.2009 | 14:39
Immanúel, Guð er með oss.
Á þessum jólum minnumst við enn einu sinni komu frelsarans. Í Mattesusarguðspjalli standa þessi orð: "Sjá mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel, " það þýðir: Guð með oss.
Fæðing Jesú varð með "yfirnáttúrlegum" hætti eins og fram kemur í Lúkas 1.35 , þegar engill birtist Maríu og sagði við hana: "Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs."
Þessu hafa guðlausir menn í gegnum aldirnar reynt að umsnúa á allan mögulegan hátt, og með ólíkindum finnst mér að lesa skrif sumra hér á mogga blogginu. Það er eitt að trúa ekki, en það er annað að opinbera djöfulinn í sjálfum sér.
Þú spyrð kannski, hvað áttu við Kristinn, jú þegar menn nota þessa sögu til þess að fá útrás fyrir kynlífsóra sína, og lasta allt sem er heilagt og gott, þá er það einfaldlega djöfullegt.
En sem betur fer, þá ber ennþá þorri landmanna virðingu fyrir orði Guðs og er það vel, því að ritningin er skýr, hún segir okkur að þessi Jesús, sem fæddist eitt sinn í Betlehem, hann mun koma á ný og þá ekki sem barn heldur til að ríkja yfir sköpun sinni og búa okkur ríki þar sem réttlæti býr.
Megi Immanúel gefa þér gleðileg jólBloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2009 | 18:32
Gamla "frjálshyggjuguðfræði lumman"
Prestur kirkjunnar, Glynn Cardy, segir markmið auglýsingarinnar að gera grín að bókstaflegri túlkun jólaguðspjallsins. Við viljum fá fólk til að íhuga hvað jólin snúast í raun og veru um," segir hann. Snúast þau í alvöru um andlegan karlguð sem sendi sæði sitt svo að barn gæti fæðst, eða snúast þau um kraft ástarinnar á meðal okkar og sem birtist í Jesú Kristi?"
Hér kemur enn einu sinni fram þessi vinsæla blekking frjálshyggjuguðfræðinnar. Biblían er mjög skýr, hún segir okkur að: Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetin til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
En það sem er svo skondið við þessa frjálshyggjuvellu, sem margir prestar halda varla vatni yfir, er að hún kennir að : "Kristur hafi komið til að hjálpa fólki að lifa í synd sinni. " Biblían kennir hins vegar að Kristur hafi komið til að frelsa okkur frá syndum okkar.
Ef kærleikurinn táldregur, blekkir og leiðir fólk afvega eða frá hinni heilnæmu kenningur, sem Páll postuli talar um, þá er það einfaldlega ekki kærleikur Krist, heldur blekkingarandi, eða eins og Páll talar um í 2.korintubréfi 11.kafla : " Annar Jesús og annar andi " og það er einmitt uppspretta, frjálshyggjuvellunnar.
Að mínu mati skipar þessi Glynn Cardy og hans kirkja sér í hóp þeirra er hafa Guð að háði, eða Guðlastara.
En megi Guð gefa öllum þeim sem þetta lesa gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2009 | 21:35
Ömurleg jólakveðja ríkisútvarpsins
Var að horfa á ríkissjónvarpið senda landsmönnum jólakveðju sína sem hófst á íslensku blótsyrði, og síðan amerísku klám blótsyrði. Ég hélt nú að það væri bannað með lögum að blóta í fjölmiðli. En kannski er þetta sú menning sem koma skal.
Athyglisvert í ljósi þess, að ákveðin kirkja var beðin um að taka Guðs orðið út úr messu sinni og flytja aðeins söng. En dónaskapur og sori, það þykir menning. Jú, það er víst komið 2009 eða hvað ? Ég frábið mér jólakveðju ríkisútvarpsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2009 | 22:16
Hneykslar þetta einhvern ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2009 | 23:26
Var lífeyrir einhvern tíma hugsaður til að lifa af ?
Nú er verið að breyta reglum um lífeyrissjóði. Oft hef ég horft á yfirlitið mitt frá Sameinaða lífeyrissjóðnum og hugsað, mikið er þetta einkennileg fjárfesting. Í dag borga ég um 50 þús í sjóðinn á mánuði, samanlagt framlag atvinnurekanda og mitt. Mér er hins vegar tjáð að ef ég hætti núna að vinna þ.e. 60 ára, þá fái ég um 100 þús út úr sjóðnum á mánuði. Ef ég hætti 67 ára fæ ég um 150 þús, en ef ég hætti 70 ára þá mér til mikillar furðu fæ ég 212 þús á mánuði.
Nú ef ég ákveð að vinna til 70 og síðan hrekk upp af 68 ára þá fæ ég ekki neitt. Ég var að lesa lauslega yfir frumvarpið og mér finnst vanta að endurskilgreina tilgang sjóðanna.
Væri kannski skynsamlegra að atvinnurekandinn minn geymdi aurinn og borgaði mér eftirlaun, sem væru kannski svona 80% af launum, í stað þess að fá 30% ef ég hætti núna.
Það sem vekur mesta furðu mína er þessi mikli munur ef maður vinnur síðustu 3 árin frá 67 til 70 ára. Getur einhver upplýst mig fáfróðan í hverju það er fólgið ?
Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259