Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Fáránleg umræða

" Ég tel að ég fengi ekki að syngja á tónleikum Fíladelfíu" sagði söngvarinn Friðrik Ómar í Kastljósviðtali s.l. fimmtudag.  Umræðan sem hefur sprottið frá þessum ummælum er með ólíkindum. Fólk er að tala um að mótmæla, fólk talar um hatur í garð samkynhneigðra og fordóma o.s.frv.

En ef ég kem því nú á framfæri að ég "telji"  að ég sé óvelkominn á Steikhús Argentínu, væri sami hópur fólks tilbúinn að mótmæla, eða væri ég talinn skrítinn, með annarlega hugaróra.

Þar fyrir utan, þá er sama hver það er sem heldur tónleika, hvort þeir eru trúarlegir, klassískir eða popp, þá hljóta þeir að velja þá söngvara eða tónlistarmenn sem þeir vilja nota, eða hvað ?

Þessi umræða minnir mig svolítið á söguna um Palla sem var einn í heiminum.


mbl.is Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband