Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
11.8.2008 | 21:40
Annað bréf frá fanga
Hef verið að hugleiða undanfarið rök þeirra sem segja að Guð sé ekki til. Einnig þessa undarlegu þörf þeirra að tjá sig um persónu sem ekki er til. Margir þeirra eru að velta sér upp úr textum Gamla testamentisins, og þykjast sjá þar að þessi persóna sem ekki er til, sé býsna vondur og illskeyttur.
Ég verð að segja að oft á tíðum frá mannlegu vestrænu sjónarhorni, þá virðist að þessir menn gætu haft eitthvað til síns máls.
En verður eilífðin útskýrð með rökum. Varð maðurinn bara til af sjálfu sér. Hættir hann þá að verða til einhvern daginn ? Er Ísrael ekki á þeim stað í dag sem ritningarnar sögðu fyrir um. Og er ekki saga Ísraels sönnun þess að það er til lifandi Guð ? Er það bara tilviljun að dagatal okkar miðast við Krist ?
Enginn Guð fyrir mig, er sama og engin skynsemi. Í einum sálmi segir : Heimskingin segir, enginn Guð.
Vandinn er sá, að menn finna ekki og sjá ekki Guð í gegnum rökhugsun. Það þarf trú.
Síðast en ekki síst þegar ég sé harðsvíraða glæpamenn breytast og verða ljúfir sem lömb og vilja bara láta gott af sér leiða, er það allt saman ímyndun ?
Getur þá ímyndunarveiki læknað fólk af illsku, eigulyfjaneyslu o.s.frv. ??
Ég ætla að birta hér á eftir hluta úr öðru bréfi sem ég fékk frá fanga á Litla Hrauni.
Þessi maður uppörvar alla sem hann heimsækja með einlægri trú sinni og lífsgleði. Hann tjáði mér þegar ég heimsótti hann síðast að hann vildi ekki skipta aftur á óttanum og gleðinni sem hann hefði eignast fyrir trúna á Jesú Krist.
Annað bréf frá fanga.
Gunnar Jóhann trúboði Jesú Krists á Litla Hrauni heilsar öllum trúsystkynum sínum í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Megi hinn eini og sanni Guð og Drottinn Jesús Kristur ljúka upp flóðgáttum himins og hella yfir ykkur óþrjótandi blessunum í Jesú nafni amen.
Ég verð að vera hreinskilinn og segja ykkur hvað ég sakna þess að vera með ykkur, það varð mér mesta gæfa að fá að tilheyra kirkjunni ykkar í Keflavík og ég er þakklátur Jesú fyrir að hafa leitt mig inn til ykkar. Það bjargaði lífi mínu frá glötun að kynnast Jesú Kristi. Dýrð sé Guði fyrir það að í dag á ég fullkomið líf þótt ég sé lokaður inni í fangelsi.
Jesús er svo yndislegur að ég bara fyllist gleði þegar ég hugsa um hvað hann er búinn að gera fyrir mig. Ég er búinn að eyða helming ævi minnar í óreglu, stjórnast af ótta og gremju út í allt og alla, er búinn að fremja ljóta glæpi og á ekkert skilið nema að vera lokaður inni að eilífu. En nei, nei Hann leysti mig undan óreglu, fjarlægði óttann, gremjuna og breytti mér úr því að vilja vera glæpamaður í að vilja elska náungann og þjóna öllum þeim sem eru á sama stað og áeg var á. Jesús sýndi mér að Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Páll talar einmitt um þetta í bréfi sínu til Títusar.
Títusarbréfið 3:3-6.
Því þeir voru tímarnir, að vér vorum einnig óskynsamir, óhlýðnir, villuráfandi, í ánauð hvers konar fýsna og lostasemda. Vér ólum aldur vorn í illsku og öfund, vorum andstyggilegir, hötuðum hver annan. En er gæska Guðs og frelsara vor birtist og elska hans til mannanna, þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja.
Ég get vitnað um það að frá því að ég opnaði dyrnar fyrir Jesú inn líf mitt að gamla lífið mitt varð að ENGU, og að nýtt líf fékk ég að gjöf frá Honum, líf í fullri gnægð og það verður bara stórkostlegra með hverjum deginum sem líður.
Bréfið er talsvert lengra, og talar Gunnar þar um trúarvakningu á Litla Hrauni og segir frá bænastundum þar sem meðfangar hans sögðu, " Vá, takk Jesú" þegar þeir upplifðu nærveru og kraft Guðs inni í fangaklefanum. Ímyndun ? Ég held að þessir drengir kæri sig kollótta um hvað aðrir halda, þeir hafa eignast tilgang í lífinu, og fengið að reyna að það er hægt að vera frjáls í fangelsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259