Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
1.6.2008 | 21:49
Trúmennska ...gleymdur eiginleiki???
Fór á samkomu í Fíladelfíu í dag og hlustaði á Hafliða Kristinsson fjölskylduráðgjafa tala um trúmennsku. Hann las upp frá sögn konu að nafni Betsy Chalmers, sem mér þótti svo mikið til koma að ég fékk textan hjá honum og þýddi hann lauslega. Betsy segir reyndar að hún skrifi þetta ekki með það í huga að aðrir taki sömu ákvörðun og hún, en ég hugsaði þegar ég las vitnisburð þessarra konu, að oft er tilefnið mikið minna, sem veldur hjónaskilnaði. Verð að bæta við að þessi kona á mína aðdáun. Hér kemur síðan frásögnin:
Ég hitti hann þegar ég var 19 ára, giftist honum þegar ég var tvítug og við vorum aðskilin þegar ég var 22 ára, þegar hann var handtekinn og síðan dæmdur fyrir ofbeldisglæp.Hann brást sjálfum sér, fjölskyldu sinni, konu sinni og framtíð sinni.En hann var eiginmaður minn. Ég var reið, hrygg, full vonbrigða og hrædd, en ég elskaði hann og hann þurfti á mér að halda, svo ég yfirgaf hann ekki.Ég var til staðar í gegnum vikur af réttarhöldum, og síðan gegnum áratuga fangelsi. Ég trúi á sáttmála hjónabandsins og á þann Guð sem við stóðum frammi fyrir, þegar við gáfum heit okkar. Ég hef trú á eiginmanni mínum og að hann muni vaxa og breytast og verða betri maður, og það hefur gerst.Ég er núna 50 ára og hann er 55 ára. Hann er enn eiginmaður minn og minn besti vinur. Ég sé hann 4 tíma um hverja helgi og tala við hann í síma tvisvar í viku í 20 mínútur.Ég lifi ekki í blekkingu og ég er ekki píslarvottur. Ég er ekki heimsk , ómenntuð eða örvæntingarfull. Ég er eiginkona. Ég vinn, borga afborganir af húsinu mínu, á 9 ára gamlan bíl, tvo hunda og reikninga eins og hver annar. Það er stundum erfitt að gera sér grein fyrir að ég er bara ein af yfir 2 milljónum eiginkvenna, manna sem lifa bak við rimla. Ég hefi ekki eignast marga vini í fangelsinu. Ég held þeim hluta lífs míns aðskildum, en hann er þó alltaf þar, hluti af öllum ákvörðunum sem ég tek. Einhverstaðar hér held ég að það sé gert ráð fyrir að ég segi að eiginmaður minn sé saklaus, og að kerfið hafi brugðist og við séum fórnarlömb... en það er samt ekki svo. Hvernig veljum við hvaða glæpur fer yfir strikið eða hvaða synd sé of stór til að fyrirgefast. Jú, ég verð reið yfir ástandinu. Ég hef grátið að geta ekki lifað eðlilegu lífi eins og aðrir, svo sem að eignast börn og fara í frí til annarra landa. Þetta er ekki það líf sem ég vænti fyrir 30 árum og mæli ekki endilega með því fyrir aðra, en þetta er mitt líf. Núna fimmtug, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að það líf sem ég lifi skilgreinir mig ekki endilega. Heldur hvernig ég vel að lifa því lífi. Ég kýs að lifa því í trúmennsku. Þetta gefur mér frið og einnig gleði. Þetta gerir mig meðvitaða um eiginmann minn. Trú mín hefur gefið mér grundvöllinn ekki bara til að halda út, heldur til að lifa þessu lífi. Trú á Guð sem hefur ekki yfirgefið mig, trú á manninn minn sem elskar mig og trú á sjálfa mig. Ég trúi á trúmennsku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259