Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðlileg jól

Menn hafa mismunandi skoðanir á uppruna jólanna. En fyrir okkur hina kristnu, þá er þetta fæðingarhátíð frelsarans. Eitthvað virðist það vera við jólin sem sameinar og tengir fólk saman. Einnig eru gjafir gefnar á jólum. Hins vegar trúi ég því að stærsta gjöfin sem við getum gefið er ástúð og samfélag. Jesús sagði: "Sælla er að gefa en þiggja" 

Læt hér fylgja með litla sögu, sem tengist ekki endilega jólum, heldur þessu hugarfari að sýna öðrum ástúð.

 Fyrir nokkuð löngu síðan þegar ísinn var ódýr, þá var það að 10 ára drengur kom inn í ísbúð. Hann settist við borð, og spurði þjónustustúlkuna hvað einn Sundae kostaði. 50 cent svaraði hún. Drengurinn tók peninga upp úr vasa sínum og byrjaði að telja. En einfaldur ís, spurði drengurinn ? Það var fleira fólk sem beið eftir afgreiðslu og þjónustustúlkan var orðin svolítið óþolinmóð,35 cent svaraði hún hranalega.

Ég ætla þá að fá einn einfaldan ís svaraði drengurinn. Konan færði drengnum  ísinn og reikninginn,drengurinn borðaði ísinn  og greiddi síðan við kassann.

Þegar þjónustustúlkan fór síðan að taka af borðinu,  þá fór hún að gráta. Drengurinn hafði skilið eftir 15 cent fyrir hana í þjórfé. Hann hafði neitað sér um stærri ísinn til að geta gefið henni þjórfé.


Það þarf meira afl til að skapa frið, en stríð.

   Var að lesa bloggfærslu bloggvinar míns Gísla Frey´s og varð hálf undrandi á heiftúðugum viðbrögðum fólks. Mótmælin svokölluðu virðast ekki snúast um heilbrigð skoðanaskipti, eða baráttu fyrir betra mannlífi, heldur er fólk farið að hóta ofbeldi og virðist vilja stríð, og sumir tala um byltingu. Þegar ég les skoðanir þessa fólks, sem ekki fær stjórnað hugsunum sínum eða orðum, spyr ég mig, hvernig ætlar það að stjórna þjóð. Í Orðskviðum Salómons segir: “ Sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir. Þess vegna segi ég : Þú þarft meira afl til að skapa frið, heldur en stríð.Friður er eitthvað sem kemur frá mannsins hjarta, það er hægt að semja um frið, skapa frið með hervaldi, en spurningin er: Er friður í hjarta þínu? Og er friður í hjarta þínu, hvernig sem kringumstæður eða ytri aðstæður eru. Kringumstæður koma ekki með frið, heldur hvernig þú bregst við kringumstæðunum, þú getur valið frið eða stríð.Það sem fæðir af sér ófrið er af hinu illa. 

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband