Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Að skrifa undir sína eigin aftöku.

  Var að horfa á forsíðu fréttablaðsins í morgun, þegar þessi hugsun hitti mig, að undir vissum kringumstæðum virðist vera hægt að fá fólk til að skrifa undir hvað sem er, jafnvel eigin aftöku. 

Ég trúi því að það skipti meira máli fyrir íslensku þjóðina, hvernig hún bregst við þessum kringumstæðum, heldur en kringumstæðurnar sjálfar.Það sem orðið er, því breytum við ekki , en við getum haft áhrif á það sem verður.  Og það gerist ekki með mótmælum, heldur skapandi hugmyndum.

 Þar sem ég starfa á Keflavíkurflugvelli, þá þarf ég stundum að fara út að flugvél, sem er að fara. Vélin er full af farþegum, það er allt í fullum gangi við að koma vélinni í loftið. Vandamálið er, að það er bilað tæki fast við vélina og mitt hlutverk er að koma því í gang og fjarlægja. Þegar þetta gerist er oft öskrað úr öllum áttum, alls konar fólk kemur að og spyr, hvort þetta sé ekki að koma. Mín viðbrögð eru: Viljið þið koma ykkur frá, ég þarf vinnufrið, ef þessi flugvél á að fara í loftið. Mér dettur ekki í hug að segja af mér, ég er þess meðvitaður að fólkið í kringum mig leysir ekki vandann. Ef ég þarf hjálp, þá kalla ég á kollega mína frá Tækjaverkstæði. Þess vegna segi ég, gefum ríkisstjórn okkar vinnufrið, það er eitt að geta tekið til máls á mótmælafundi, það er annað að stjórna landi og leysa þau mál sem við stöndum frammi fyrir.  

Þjóðfélag í uppnámi.

Harla þótti mér annarlegt að sjá fullorðið fólk brjótast inn á lögreglustöðina í kvöld, eða hlusta á móðir dásama ágæti sonar síns fyrir að óvirða alþingi lýðveldisins.  

Á mbl.is lesum við:

Talsverðrar óánægju gætti vegna handtökunnar meðal þeirra, sem tóku þátt í mótmælafundi á Austurvelli í dag og og vék Hörður Torfason, fundarstjóri, að henni þegar hann ávarpaði fundinn. „Við erum ekki hrifin af því að fólk í þessu landi fái ekki að tjá sig. Það á ekki að líðast að mótmælandi sé handtekinn daginn fyrir útifund," sagði Hörður. Í kjölfarið hvatti hann viðstadda til að mótmæla þeirri aðgerð. "

Skilaboð Harðar Torfasonar í fundarlok voru skýr, þar sem hann hvatti fólk til að fara að lögreglustöðinni.

Erfitt á ég með að skilja það fólk sem mælir þessum skrílslátum bót. Ekki tel ég að þeir sem hafi tekið til máls á þessum fundum gætu leyst þessi mál betur, heldur en sú stjórn sem þeir kusu. Það getur ekki talist lýðræðislegt að fótum troða bæði lög og reglu.

Ekki bætir það spillingu þá sem fólk telur sig mótmæla, heldur er illt verra.

Nær væri að við tækum okkur til fyrirmyndar frændur okkar Færeyinga sem söfnuðust saman og báðu fyrir landi og þjóð árið 1992 í stað þess að ásaka hvorn annan. Þeir uppskáru í samræmi við það þegar skyndilega allt var fullt að fiski í kring um eyjarnar.

Beiskja, gremja, reiði eða ofbeldi  er ekki góður arftaki græðginnar. Megi algóður Guð opna augu íslensku þjóðarinnar.

Kristinn Ásgrímsson, 22.11.2008 kl. 22:27


Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband