Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
30.11.2008 | 15:36
Að skrifa undir sína eigin aftöku.
Ég trúi því að það skipti meira máli fyrir íslensku þjóðina, hvernig hún bregst við þessum kringumstæðum, heldur en kringumstæðurnar sjálfar.Það sem orðið er, því breytum við ekki , en við getum haft áhrif á það sem verður. Og það gerist ekki með mótmælum, heldur skapandi hugmyndum.
Þar sem ég starfa á Keflavíkurflugvelli, þá þarf ég stundum að fara út að flugvél, sem er að fara. Vélin er full af farþegum, það er allt í fullum gangi við að koma vélinni í loftið. Vandamálið er, að það er bilað tæki fast við vélina og mitt hlutverk er að koma því í gang og fjarlægja. Þegar þetta gerist er oft öskrað úr öllum áttum, alls konar fólk kemur að og spyr, hvort þetta sé ekki að koma. Mín viðbrögð eru: Viljið þið koma ykkur frá, ég þarf vinnufrið, ef þessi flugvél á að fara í loftið. Mér dettur ekki í hug að segja af mér, ég er þess meðvitaður að fólkið í kringum mig leysir ekki vandann. Ef ég þarf hjálp, þá kalla ég á kollega mína frá Tækjaverkstæði. Þess vegna segi ég, gefum ríkisstjórn okkar vinnufrið, það er eitt að geta tekið til máls á mótmælafundi, það er annað að stjórna landi og leysa þau mál sem við stöndum frammi fyrir.
Bloggar | Breytt 3.12.2008 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 22:38
Þjóðfélag í uppnámi.
Harla þótti mér annarlegt að sjá fullorðið fólk brjótast inn á lögreglustöðina í kvöld, eða hlusta á móðir dásama ágæti sonar síns fyrir að óvirða alþingi lýðveldisins.
Á mbl.is lesum við:
Talsverðrar óánægju gætti vegna handtökunnar meðal þeirra, sem tóku þátt í mótmælafundi á Austurvelli í dag og og vék Hörður Torfason, fundarstjóri, að henni þegar hann ávarpaði fundinn. Við erum ekki hrifin af því að fólk í þessu landi fái ekki að tjá sig. Það á ekki að líðast að mótmælandi sé handtekinn daginn fyrir útifund," sagði Hörður. Í kjölfarið hvatti hann viðstadda til að mótmæla þeirri aðgerð. "
Skilaboð Harðar Torfasonar í fundarlok voru skýr, þar sem hann hvatti fólk til að fara að lögreglustöðinni.
Erfitt á ég með að skilja það fólk sem mælir þessum skrílslátum bót. Ekki tel ég að þeir sem hafi tekið til máls á þessum fundum gætu leyst þessi mál betur, heldur en sú stjórn sem þeir kusu. Það getur ekki talist lýðræðislegt að fótum troða bæði lög og reglu.
Ekki bætir það spillingu þá sem fólk telur sig mótmæla, heldur er illt verra.
Nær væri að við tækum okkur til fyrirmyndar frændur okkar Færeyinga sem söfnuðust saman og báðu fyrir landi og þjóð árið 1992 í stað þess að ásaka hvorn annan. Þeir uppskáru í samræmi við það þegar skyndilega allt var fullt að fiski í kring um eyjarnar.
Beiskja, gremja, reiði eða ofbeldi er ekki góður arftaki græðginnar. Megi algóður Guð opna augu íslensku þjóðarinnar.
Kristinn Ásgrímsson, 22.11.2008 kl. 22:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259