Leita í fréttum mbl.is

Immanúel, Guð er með oss.

 

Á þessum jólum minnumst við enn einu sinni komu frelsarans.  Í Mattesusarguðspjalli standa þessi orð: "Sjá mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel, " það þýðir: Guð með oss.

Fæðing Jesú varð með "yfirnáttúrlegum" hætti eins og fram kemur í Lúkas 1.35 , þegar engill birtist Maríu og sagði við hana: "Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs."

Þessu hafa guðlausir menn í gegnum aldirnar reynt að umsnúa á allan mögulegan hátt, og með ólíkindum finnst mér að lesa skrif sumra hér á mogga blogginu. Það er eitt að trúa ekki, en það er annað að opinbera djöfulinn í sjálfum sér.

Þú spyrð kannski, hvað áttu við Kristinn, jú þegar menn nota þessa sögu til þess að fá útrás fyrir kynlífsóra sína,  og lasta allt sem er heilagt og gott, þá er það einfaldlega djöfullegt.

En sem betur fer, þá ber ennþá þorri landmanna virðingu fyrir orði Guðs og er það vel, því að ritningin er skýr, hún segir okkur að þessi Jesús, sem fæddist eitt sinn í Betlehem, hann mun koma á ný og þá ekki sem barn heldur til að ríkja yfir sköpun sinni og búa okkur ríki þar sem réttlæti býr.

Megi Immanúel gefa þér gleðileg jól

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður

Takk fyrir pistilinn.

Guð gefi þér og þínum gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þakka samfylgdina á blogginu, símtöl og samverustundir hér á Vopnafirði og í Keflavík í húsi Drottins.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.12.2009 kl. 01:05

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk Rósa mín og gleðileg jól og kærar kveðjur til vinanna á Vopnafirði.

Kristinn Ásgrímsson, 26.12.2009 kl. 15:05

3 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

takk fyrir góðan pistil - Guð blessi þig og þína

Ragnar Birkir Bjarkarson, 28.12.2009 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband