3.12.2009 | 23:26
Var lífeyrir einhvern tíma hugsaður til að lifa af ?
Nú er verið að breyta reglum um lífeyrissjóði. Oft hef ég horft á yfirlitið mitt frá Sameinaða lífeyrissjóðnum og hugsað, mikið er þetta einkennileg fjárfesting. Í dag borga ég um 50 þús í sjóðinn á mánuði, samanlagt framlag atvinnurekanda og mitt. Mér er hins vegar tjáð að ef ég hætti núna að vinna þ.e. 60 ára, þá fái ég um 100 þús út úr sjóðnum á mánuði. Ef ég hætti 67 ára fæ ég um 150 þús, en ef ég hætti 70 ára þá mér til mikillar furðu fæ ég 212 þús á mánuði.
Nú ef ég ákveð að vinna til 70 og síðan hrekk upp af 68 ára þá fæ ég ekki neitt. Ég var að lesa lauslega yfir frumvarpið og mér finnst vanta að endurskilgreina tilgang sjóðanna.
Væri kannski skynsamlegra að atvinnurekandinn minn geymdi aurinn og borgaði mér eftirlaun, sem væru kannski svona 80% af launum, í stað þess að fá 30% ef ég hætti núna.
Það sem vekur mesta furðu mína er þessi mikli munur ef maður vinnur síðustu 3 árin frá 67 til 70 ára. Getur einhver upplýst mig fáfróðan í hverju það er fólgið ?
Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Sæll Kristinn
Góðir punktar! Að greiða meira út... því eldri þú verður er -beita- eða -gullrótar-aðferð. Þetta byggist á tölfræðilegum líkum á að þú verður væntanlega ekki eldri en c.a. 76 til 78 sem íslenskur karlmaður. Sjóðurinn sparar töluverðar fjárhæðir ef þú dregur að taka út lífeyrisréttindi þín. Ef þú ætlar að vinna til 70 ára aldurs og hrekkur upp af c.a.68 ára og búin að greiða í -stiga- lífeyrissjóð, þá á sér stað stærsta eignaupptaka einstaklings. Lögerfingjar fá ekkert...hvorki börn eða eiginkona. Stigin eru notuð til að aðlaga heildar kúrfuna til útreiknings fyrir allra félaga lífeyrissjóðsins. Einfaldur og fljótur útreikningur (til útskýringar) 600.000 kr á ári greitt inn x 40 ár plús 7% ávöxtun og enginn verðbólga verður c.a. 25.000.000.- (væntanlega mun hærri) sem verður eftir í lífeyrissjóðnum ef þú hrekkur upp af c.a. 68 ára... og m.a. hækkar ávxötun þess...til allra félaga. Mæli með að þú byrjir að greiða í frjálsan lífeyrissjóð, þar sem þú og þitt framlag er skilgreint / eigið nafn, þar sem árleg ávöxtun er sýnd í krónum og hægt að velja um mismunandi ávöxtunarleiðir... Mæli með að stýra öllu inn á bankareikn. með verðbótum þ.e.a.s. íhaldsöm ávxötun...ekkert hjartalínurit! Gangi þér vel! kv. Þ.D.
Þór Daníelsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 09:10
Þakka þér fyrir þetta Þór, fyrirgefðu hvað ég er tregur, ertu að segja mér að færa mig frá Sameinaða sjóðnum í annann sjóð. Og ertu þá að segja að þeir starfi ekki allir eins ?
Kristinn Ásgrímsson, 4.12.2009 kl. 11:11
Sæll félagi, ég tek undir það sem þú segir. Annar flötur á lífeyrissjóðskerfinu sem ég hef velt fyrir mér er þetta:
Í fyrsta lagi hefði ég vilja sameina alla lífeyrissjóði í einn stórann sjóð. Sjóðsfélagar kysu, með rafrænum hætti í stjórn sjóðsins fimm fulltrúa, kosið yrði um einn árlega þannig að um sífelda endurnýjun væri að ræða, hver fulltrúi sitji í stjórn fimm ár í senn, en eftir það komi nýr í hans stað.
Í öðru lagi ætti þessi sameinaði sjóður að yfirtaka tvo ríkisbankanna og reka sem einn Lífeyrissjóðsbanka.
Í þriðja lagi vildi ég hafa það þannig að hjón greiddu sameiginlega í sjóð, þ.e. að þau eigi sameiginleg réttindi. Þannig er málum háttað í dag að ef sá aðili sem hefur þénað meira fellur frá þá hefur makinn engan rétt, nema einhverjar takmarkaðar ekkna bætur og stendur oft eftir með skuldir sem viðkomandi ræðurekki við. Ef hjónin skilja þá skiptist sjóðurinn, eins og hann stendur við skilnað, jafnt á beggja aðilana.
Kær kveðja, Tommi
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.12.2009 kl. 12:58
Sæll Kristinn
...það er enginn tregur! Ef lífeyrissjóðurinn þinn notar STIG (t.d. lífeyrissjóðir tengdir verkalýðsfélögum) sem síðan er notað til margföldunar á inneign þinni...þá er mjög líklegt að inneign þín er ekki erfðanleg... Nú veit ég ekki við hvað þú starfar, hugsanlega ert þú skyldaður að greiða í ákveðin sjóð og getur því hugsanlega ekki fært þig yfir í einn af þessum frjálsu lífeyrssjóðum sem birta ávöxtun per einstakling og í krónum. Allavega það getur verið þess virði að færa sig yfir..vegna hugsanlegrar ævi-örorkulífeyri, sem þessir frjálsu bjóða ekki upp á.. þá er einfallt að kaupa tryggingu / tryggingar...þetta er spurning um útreikninga og tölfræðilegar líkur á að eitthvað muni gerast eða ekki. Kynntu þér málin vel og gaumgæfilega. Enn og aftur gangi þér vel! kv. Þ.D.
Þór Daníelsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 13:07
Kærar þakkir Tómas og Þór.
Kristinn Ásgrímsson, 4.12.2009 kl. 13:55
Sæll Kiddi minn.
Þetta er eitt af plástra-fyritækjum (sjóðum) sem var góð hugsun og hugsjón í upphafi, En svo hafa komið inn menn með breytingartillögur um þetta og hitt (plástrarnir) og allir halda að sá nýjasti gildi .
En það hefur sýnt sig af því að þeir gömlu eru ekki teknir byrjar að myndast ígerð í gegnum alla plástrana (Breytingarnar) og það er ekki á færi venjulegs mans að skilja , því hann fær EKKI aðgang að innihaldi og upplýsingum allra plástrana..
(Hér er ég Kiddi minn að sýna fram á tilurð og tilveru þessara sjóða okkar sem eru svo fáir og bláir !)
þetta er góð ábending hjá þér, en skyldu nú menn hlusta ?
Kærleikskveðja á þig og þína og auðvitað alla hina og mig líka !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 02:18
Þakka kveðjuna Þórarinn minn og Guð blessi þig .
Kristinn Ásgrímsson, 12.12.2009 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.