28.11.2009 | 10:08
Fáránleg umræða
" Ég tel að ég fengi ekki að syngja á tónleikum Fíladelfíu" sagði söngvarinn Friðrik Ómar í Kastljósviðtali s.l. fimmtudag. Umræðan sem hefur sprottið frá þessum ummælum er með ólíkindum. Fólk er að tala um að mótmæla, fólk talar um hatur í garð samkynhneigðra og fordóma o.s.frv.
En ef ég kem því nú á framfæri að ég "telji" að ég sé óvelkominn á Steikhús Argentínu, væri sami hópur fólks tilbúinn að mótmæla, eða væri ég talinn skrítinn, með annarlega hugaróra.
Þar fyrir utan, þá er sama hver það er sem heldur tónleika, hvort þeir eru trúarlegir, klassískir eða popp, þá hljóta þeir að velja þá söngvara eða tónlistarmenn sem þeir vilja nota, eða hvað ?
Þessi umræða minnir mig svolítið á söguna um Palla sem var einn í heiminum.
Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Sammála, þetta er fáranleg nálgun hjá Friðriki Ómari.
Birgir Viðar Halldórsson, 28.11.2009 kl. 11:05
Sæll Kiddi minn
Við eigum auðvita að ráða hverjir koma fram fyrir okkar hönd. Ég hef t.d. aldrei verið svo fræg að vera beðin um að stíga í pontu í Fíladelfíu.
Búin að tilheyra söfnuðinum allt mitt líf og tók afstöðu þegar ég var að verða 14 ára. Dálítið langt síðan.
Guð blessi Friðrik Ómar og fjölskyldu hans.
Guð blessi þig Kiddi minn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.11.2009 kl. 12:02
Æi þetta er bara sorglegt allt saman, Það er engin sem vinnur neinn sigur hér. Þannig er það bara.
Linda, 28.11.2009 kl. 12:55
Þetta mál er dæmigert fyrir þetta fólk. Það vill troða kynhneigð sinni allstaðar að og þar með inn í vitund fólks sem ekkert vill með slíkt hafa í sínu lífi. Það er í alheimstrúboði með kynhneigð sína og í þeim efnum skal hver sem heyrir, hlusta, hver sem sér..sjá. Sá sem er annarrar skoðunar, skal hafa verra af.
Subbuskapurinn í þessu fólki er alveg í takt við allt annað. Að ætla að ulla upp í hvert annað á trúarlegri samkomu til þess eins að traðka á trúarsannfæringu viðkomandi safnaðar er dæmi um þann kynferðislega subbuskap og öfgar sem þetta fólk stendur fyrir.
DanTh, 28.11.2009 kl. 13:08
Sæll Kristinn.
Má ég spyrja þig einfaldrar, stuttrar spurningar? Eru samkynhneigðir velkomnir í söfnuð Hvítasunnukirkjunnar og fá þeir að tala þar og syngja að vild (eða alla vega innan skynsamlegra marka)?
Ég spyr bara fyrir forvitnissakir og vil taka fram að ég hef engra hagsmuna að gæta. Er hvorki trúaður né samkynhneigður, en er forvitinn að eðlisfari og upplagi...
Kveðja úr austri, Sigurjón
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 13:30
Ágæta Hvítasunnufólk; ég skora á ykkur að bjóða öllum á samkomur í Fíladelfíu óháð því hvaða syndum það er hlaðið og óháð því hvernig það "hegðar" sér á samkomum. Eitt minnisatriði: Umburðalyndi og kærleikur.
Ágæta Samkynhneigða fólk; ég skora á ykkur að mæta á samkomur hjá Kristnum söfnuðum þessa lands sem eru að vinna frábært starf í að byggja upp fólk í mjög margbreytilegu ástandi. Eitt minnisatriði: Komið án fordóma og takið þátt af heilindum í starfinu.
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 13:35
Sæll Axel Pétur
Allir eru velkomnir á samkomur en við ráðum því hverjir fara með Guðs orð og hverjir eru í lofgjörðinni.
Þetta var frábært innlegg hjá þér að mínu mati.
Ef þú ert á ferð á Vopnafirði, velkominn á samkomu í Hvítasunnukirkjuna hjá okkur hér á hjara veraldar.
Guð blessi þig
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.11.2009 kl. 14:08
Sæl Rósa,
Takk fyrir gott boð og hlý orð.
Æ, nú skora ég bara aftur á alla söfnuði Fíladelfíu að bjóða samkynhneigðum að flytja Guðs orð á jólunum, annað eins hefur nú gerst á samkomum :) Það er bara spennandi að heyra hvernig samkynhneigðir sjá sig í orði Guðs.
Ég þekki hið góða hjartalag fólks í söfnuði Fíladelfíu en því miður er það ekki að skila sér frá ykkur, þið eruð kannski ekki sérfræðingar í PR málum . . .
Nú er bara að taka af sér hanskan og faðma alla samkynhneigða sem þið getið komið höndum yfir ! ! !
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 14:20
Góð orðræða hjá þér Axel. Hafðu þökk fyrir það.
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 15:32
Þakka ykkur öllum innlitið.
Axel, ég veit ekki betur en allir séu velkomnir í allar Hvítasunnukirkjur þessa lands, hvaða syndum sem þeir eru hlaðnir, en spurningin er hins vegar, vilja allir heyra fagnaðarerindi Jesú Krists, sem er að hann kom til þess að frelsa okkur frá öllum þessum syndum okkar.
Sigurjón, það fá ekki allir að tala eða syngja í kirkjum okkar, ekki frekar en í þjóðkirkjunni, það er ákveðin regla. Við höfum fólk sem leiðir söng fólk sem kennir. Hins vegar ef einhver vill segja frá því hvað Jesús Kristur hefur gert fyrir hann eða hana þá skiptir ekki máli hver manneskjan er.
Hins vegar er ritningin mjög skýr varðandi samkynhneigð, hún er skilgreind sem synd. Það sem meira er að ritningin segir að allir hafa syndgað. Þess vegna kom Jesú til að frelsa okkur frá synd, ekki til að hjálpa okkur að lifa í synd, eins og svo margir virðast misskilja í dag.
Kristinn Ásgrímsson, 28.11.2009 kl. 16:13
Sæll aftur Kristinn.
Má skilja svar þitt sem svo að samkynhneigðir fái opinberlega að tala um Jesú Krist og syngja í kórum Hvítasunnusafnaðarins (undir kórstjórn viðkomandi kórstjóra), þrátt fyrir að hafa opinberað að vera samkynhneigðir? Ég vil bara hafa þetta alveg krystaltært, ég er ekki að snúa neitt út úr eða reyna að mála einn eða neinn út í horn.
Kveðja, Sigurjón
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 16:41
Ef einhver kemur og segir ég ætla að lifa í synd og það verður minn lífsmáti, hvort sem það er samkynhneigð eða önnur synd þá er sá ekki velkominn að þjóna í Hvítasunnukirkjunni.
Biblían kennir okkur að deyða hið jarðneska í fari okkar: Deyðið því hið jarðbundna í fari ykkar: hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun
Kristinn Ásgrímsson, 28.11.2009 kl. 16:59
Kristinn, hvernig lifir maður í synd? Ég er samkynhneigð, lifi ég þá í synd alla daga? Hvort sem ég fer út í búð eða horfi á sjónvarp, er ég þá að lifa í synd af því ég er samkynhneigð?
Hvað með alla þá sem skilja? Er ekki skilnaður synd og lifir þá fráskilið fólk ekki í synd alla daga?
Það eru orðnir ansi fáir sem fá að koma í guðshús samkvæmt þínum boðorðum.....
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 28.11.2009 kl. 17:08
Kristinn; Bersyndugu konuna átti að grýta samkvæmt lögmálinu, nú kalla ég eftir kærleika Krists og að hús hans verði opnað öllum, treystu því að það er til blessunar fyrir alla. Ef Hvítasunnukirkjan ætlar að keyra eftir þessu um að syndlausir einir megi þjóna, þá er ég hræddur um að enginn verði á pallinum (sem er reyndr ágæt byrjun). Ég skora á að sá einn þjóni í Hvítasunnukirkjunni sem syndlaus er.
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 17:14
Kæru vinir Adda og Axel, ef þið veljið að snúa út úr því sem eg sagði, þá er það ykkar mál og ég sé ekki ástæðu til að fara út í einhverjar hártoganir. Þið hafið rétt á að sjá þetta eins og þið viljið.
Kristinn Ásgrímsson, 28.11.2009 kl. 17:27
Adda Guðrún; Takk fyrir að taka þátt i þessari umræðu.
Samkvæmt Biblíunni er allt sem þú telur upp synd, Guð gerir ekki greinamun á syndum frekar en mönnum, allir eru jafnir (jafn syndurgir) fyrir Guði. Hins vegar er apparatið kirkja hópur af fólki sem kemur saman til að lofa Guð og hlusta á predikun.
Það er erfitt stundum að ræða þessi mál af nokkru viti því fólk er alltaf að hoppa á milli þess sem Guð segir í Biblíunni og því sem kirkjan á hverjum tíma er að segja. Þetta þarf ekki alltaf að fara saman.
Adda; Hvers vegna er samkynhneigt fólk svona upptekið af því hvað kristnu sönuðirnir eru að pæla hverju sinni ?
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 17:32
Kristinn; skil vel að þú viljir hafa stjórn á kirkjunni, virði það fullkomlega. Er bara að reyna að velta við öllum steinum í þessum málum . . .
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 17:36
Kæri Axel og aðrir hér á síðunni, allir syndarar eru velkomnir í Fíladelfíu og aðra Hvítasunnusöfnuði. Ef það væri ekki fyrir syndara, þá væri engin kirkja til. Þeir sem eru meðlimir í Hvítasunnukirkjunni, hvort heldur í Fíladelfíu eða öðrum Hvítasunnusöfnuðum, eru þar vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að þeir eru syndarar sem þurfa á náð og fyrirgefningu Guðs að halda.
Burt séð frá því þá finnst mér þessi umræða með eindæmum fáránleg. Ef umræddur náungi hefur gert kröfu um að fá að syngja í Fíladelfíu, sem ég veit ekki hvort hann hefur gert eður ei, verð ég að segja þetta: Hvaða kröfu getur hann, eða einhver annar, sett fram um að koma fram í Fíladelfíu fram yfir meðlimi safnaðarins, þeirra sem eru frambærilegir en hafa ekki sungið þar opinberlega ? Ég veit ekki til þess að umræddum náungi sé meðlimur í söfnuðinum eða hvort hann hafi nokkru sinni mætt þar á samkomu. Það hlýtur að vera á valdi safnaðarstjórnar að ákveða hverjir koma þar fram eður ei, enginn getur gert kröfu um að fá að koma þar fram, ekki hann, ekki ég jafnvel þó ég sé meðlimur safnaðarins eða einhver annar.
Ef málið snýst um það að Fíladelfía haldi þessa tónleika og þeir síðan sýndir á Ríkissjónvarpinu, en ekki samtökin 78, þá hafa þeir nú samt fengið meira en feyki nóg pláss á RUV, þeir þurfa ekki að troða sér inn í dagskrá annarra.
Tómas Ibsen Halldórsson, 28.11.2009 kl. 17:36
Takk fyrir mig. Ég held að ég hafi fengið svar við mínum spurningum. Niðurstaðan er sú að samkynhneigt fólk er ekki velkomið í söfnuðinn nema vera beinlínis að afneita kynhneigð sinni (þ.e.a.s. að vera að leita eftir því að þeirri hneigð sé snúið við á e-n hátt).
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 17:59
Sigurjón; Segjum sem svo að Fíladelfíukirkjan sé tilbúin að kasta Biblíunni út, er þá ekki bara búið að breyta kirkjunni í tónleikahús ?
Tómas; takk fyrir góð orð, ég er kerfisbundið að reyna að skauta framhjá persónum og leikendum í þessu máli og skoða heildarmyndina. Það verður að gera allt til að lækna þau sár sem eru á milli kristnu kirkjunnar og samkynhneigðra (ég segi eins og maður segir við börnin; mér er alveg sama hver byrjaði ! ), og þá það þýði að leifa einhverjum að syngja og/eða tjá sig þá SÓ BÍ IT ! ! !
Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 18:19
Sigurjón ég er í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík hjá Kristni og get fullvissað þig um að allir eru velkomnir í húsið. Mikið af flóttamönnum sem eru hýstir í Njarðvík koma til okkar til að fá blessun Guðs. Ég veit að Hindúa fjölskylda kom þangað alveg þar til henni var vísað úr landi.
Alkóhólistar eru velkomnir, samkynhneigðir, asíubúar, afríkubúar, vantrúaðir, börn, gamalmenni fólk úr öðrum trúarbrögðum er velkomið, í reynd eru allir velkomnir í húsið okkar.
Ekki eru allir kallaðir til að þjóna í söfnuðinum, en til að tilheyra söfnuðinum þá þarf viðkomandi að trúa á Jesú Krist vera endurfæddur og hafa tekið niðurdýfingarskírn sem er hlýðniskref við Krist Jesú.
Við erum glöð þegar fólk kemur í Hvítasunnukirkjuna í Keflavík, þú ert hjartanlega velkominn ásamt öllum öðrum. Það er samkoma á morgun kl 11. Beðið er fyrir sjúkum og sorgmæddum.
Aðalbjörn Leifsson, 28.11.2009 kl. 19:25
Sælir.
Ég sagði ekki að neinn væri óvelkominn í húsið, heldur söfnuðinn. Það er það sem spurningar mína hafa snúist um, ekki hverjir eru velkomnir á ákveðnar staðsetningar hverju sinni. Ég tel mig hafa fengið fullnægjandi svör hjá Kristni og er þakklátur fyrir það.
Ég endurtek að ég hef engra hagsmuna að gæta og þetta er bara forvitni hjá mér.
Ég vil svo taka það fram að ég get ekki komið og beðið fyrir einum eða neinum, þar sem ég trúi alls ekki á nokkurn hlut, hvað þá æðri máttarvöld eins og guð. Ég finn til með sjúkum og sorgmæddum, t.d. græt ég þegar ástvinur deyr og líður illa þegar nákominn líður sjúkdóm.
Kveðja úr austri, Sigurjón
Sigurjón, 28.11.2009 kl. 19:43
Mikið er maður heppinn að vera ásatrúar og vera laus við þetta syndarheilkenni kristlinga.
Það er manneskjan sem skiptir máli en ekki kynhneigð hennar.
Jóhannes (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 20:29
Mér sínist á þessu að þeir sem þjóni eða sinni störfum í ákveðnum söfnuðum - telji sig þá fullkomna. Haf dáið jarðnesku lífi og risið til andlegs lífs.
Jú, mér finnst það nokkuð merkilegt því kröfurnar og skilyrðin samkv. svokallaðri ritningu, eru talsvert strangar.
En þar fyrir utan, þá var bara alltöðruvísi litið á umrætt atriði, þ.e. samlífi tveggja karla/kvenna en gert er í nútíma vestrænu samfélagi. Segja má að fornir textar svokallaðrar ritningar séu að endurspegla það viðhorf en þar að auki er alls ekki klárt hvað nákvæmlega td. NT segir eða hvað þeir sem skrifa umrædda texta nákvæmlega meina þessu viðvíkjandi. Alls ekki klárt.
Nú, ef menn ætla að yfirfæra þetta ákveðna viðhorf forns tíma hingað yfir í nútímann - ja þá verður bara að taka ótal margt fleira. Það er óteljandi margt sem ritningin segir sem löngu er aflagt í nútímanum. Og ekkert mál gert úr því svosem. Það er bara í þessu tilfelli með samkynhneigð sem menn telja algjört möst. Bara afsökun fyrir að bakka upp fordóma sína. Því miður. Etv. hart að segja það en svoleiðis er það nú bara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 21:31
Tek undir það sem Ómar Bjarki segir. Það er ýmislegt fleira talið synd í Biblíunni en samkynhneigð, sem þykir engin synd í vestrænum ríkjum. Af hverju ætti að taka samkynhneigð svona út úr?
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 28.11.2009 kl. 23:56
Sannarlega góður pistill hjá þér, Kristinn. – Með kærri kveðju.
Ómar Bjarki, það er víst klárt, alveg nógu skýrt, hvað Nýja testamentið segir um þessi mál.
Kristin stjórnmálasamtök, 29.11.2009 kl. 03:19
Óvart kom þetta með undirskrift Kristinna stjórnmálasamtaka, þar sem ég gleymdi, að ég var enn loggaður þar inn eftir smápistil nýjan á þeirri vefsíðu! Hef annars verið að skrifa á mínum vefsetrum og víðar í nótt. En það var sem sagt ég sem átti þetta innlegg! Og ég veit, að Kristinn fyrirgefur mér yfirsjónina!
Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 03:24
Bjarki, kristin trú snýst um að deyja sjálfum sér og lifa Kristi, Jesús sagði, " enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist." Við teljum okkur ekki fullkomin Bjarki, en hins vegar játum við ekki út að við ætlum að brjóta boð Guðs, heldur leitumst við að halda þau, af því að við elskum Hann.
Adda: Við tökum ekki samkynhneigð út, það ert þú sem ert að gjöra svo. Reyndar sýndist mér á blogginu hans Aðalbjörns að þú lýsir því yfir að þú trúir ekki almennt á biblíuna, þannig að þetta ætti þá í raun ekki að skipta þig máli.
Þessi pistill minn snérist nú um hversu fáránlegt það væri að einhver maður væri að hugsa út í bæ, ég fæ ekki að syngja þarna, án þess að biðja um það. Eru þá menn hafnir yfir allt og alla vegna kynhneigðar ?
Kristinn Ásgrímsson, 29.11.2009 kl. 12:50
"en hins vegar játum við ekki út að við ætlum að brjóta boð Guðs, heldur leitumst við að halda þau, af því að við elskum Hann"
Ok. Ætliði þá að hlýða þessu ? :
Drottinn talaði við Móse og sagði...
"Hver sá, sem bölvar föður sínum eða móður sinni, skal líflátinn verða. Föður sínum eða móður sinni hefir hann bölvað, blóðsök hvílir á honum"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.11.2009 kl. 14:57
Ómar; Hér vantar þig þekkingu á samhengi milli gamla og nýja testaments. Þú hefur kannski heyrt að Jesús uppfyllti lögmálið, og að Hann sé hið nýja lögmál.
Það er erfitt að rökræða Biblíuna ef ákveðna grunnþekkingu vantar. Nú er bara að mennta sig í Biblíufræðum Ómar, það er bara gaman og spennandi :)
Axel Pétur Axelsson, 29.11.2009 kl. 16:03
Þakka þér Axel, læt þitt svar nægja að svo stöddu og bendi á Jóhannesarguðspjall kafla 8.
Kristinn Ásgrímsson, 29.11.2009 kl. 16:09
Axel, sjáðu til, menn eru að gefa sig út fyrir að leitast við að halda boð Drottins - nú eg bendi nú bara á boð sem ritningin hefur eftir Drottni sjálfum ! Hvorki meira né minna.
Eða hvað, geta menn bara valið sér hvaða boð Drottins eigi að halda og hver ekki ? Er ritningin bara túlkunaratriði ?
Reyndar sagði Jesú sjálfur að umrætt bo' ætti að halda. Orð skulu stnda ! Sagði gæjinn sbr matt 15.1
"Guð hefur sagt: ,Heiðra föður þinn og móður og: ,Hver sem
formælir föður eða móður, skal dauða deyja. En þér segið:
Hver sem segir við föður sinn eða móður: Það sem þér hefði
getað orðið til styrktar frá mér, er musterisfé,'hann á ekki
að heiðra föður sinn [eða móður]. Þér ógildið orð Guðs
með erfikenning yðar. Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður..."
Meginpunktur: Það er ótalmargt í biblíu og boðum Drottins sem passa ekkert við nútíma vestrænt samfélag. Það er fyrir langa löngu búið að yfirgefa það jafnvel af svokölluðum bókstafstrúarmönnum.
Það að halda í einhverjar yfirlýsingar í biblíu sem etv má túlka neikvætt gagnvart samkynhneigðum - það er bara til að fá grunn undir fordóma sína ! Ekkert annað.
Enda ef menn vilja setjast uppá háan hest og segjast fylgja boðum td Jesú - nú þá er það ekki flókið. Þú átt að gera eftirfarandi sbr Matt 19:
"...selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér..."
Þið verðið að selja allar eigur ykkar, gefa fátækum og leggja á djúpið!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.11.2009 kl. 17:09
Heyr heyr Ómar!
Ég er viss um að ef menn lesa Biblíuna til þess að fara eftir henni á allan hátt, verða menn að breyta lífi sínu mjög mikið, vera tilbúnir að lífláta mann og annan og gefa eigur sínar...hvað eru margir tilbúnir í það???
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 29.11.2009 kl. 19:26
Ómar, nú ert þú að gera það sem við Kristlingar köllum að berja fólk með versum. Höldum bara aðeins áfram með versið sem þú vitnar í:
"15Þá sagði Pétur við hann: "Skýrðu fyrir oss líkinguna."16Hann svaraði: "Eruð þér líka skilningslausir ennþá?17Skiljið þér ekki, að allt sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni?18En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn.19Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi.20Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann."
Pétur er alveg einstakur maður, sem er alltaf að klúðra öllu, en iðrast síðan sárlega þegar hann fattar klúðrið hjá sér. Hins vegar er hjartalag Péturs alveg einstakt. Því get ég lofað ykkur að hjartalag flestar í Hvítasunnu er alveg einstakt, það má bóka að bænakonur þar eru núna að biðja fyrir ykkur Ómar og Adda. Við skulum ekki heldur gleyma að það er Hvítasunnufólk sem rekur Samhjálp og hlúir að þeim sem fara hvað mest halloka í okkar samfélagi.
Hvað varðar seinna versið þá eru flestar kirkjur með í boði "Klaustur" fyrir þá sem vilja ganga alla leið. Ég segi fyrir mig að ég lít þannig á að það dót sem er í kring um mig er í raun eign Guðs, ég er bara með draslið í láni, ef Hann vill fá eitthvað þá er bara að tala við mig.
Svo á hinni öfgahliðinni er "velferðarpredikarar" sem halda því fram að kristlingar eigi að fara fremst í græðgisvæðingunni. Það er ljóst að hver og einn verður að skoða hjarta sitt og lesa orð Guðs fyrir sig.
Axel Pétur Axelsson, 30.11.2009 kl. 11:57
Ómar Bjarki er hér á jafnmiklum villugötum og í sjáfstæðismálum þjóðar okkar (varðandi Icesave og Evrópuyfirráðabandalagið). Biblíuþekking hans á umræðuefninu hér framan af er greinilega í molum; hæfni hans til að skýra réttilega orð Jesú um virðingu við foreldra engin, og útlegging sú, sem hann vill augljóslega viðhafa á Mt.19.21, er röng, því að þetta er ekki boðorð til allra kristinna manna, heldur talað til ríks, ungs manns í hans sérstöku aðstæðum.
Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 04:38
þessi umræða er komin út í vitleysu. En það sem skiptir máli er að taka afstöðu með Orði Guðs og gæta þess að vera ekki að meiða fólk með því að berja það með Biblíunni. Við sem tilheyrum líkama Krists höfum ekki leyfi til að dæma neinn, en það er satt að samkynhneigðir eru duglegir að troða villu sinni upp á annað fólk og kalla það fordóma ef einhver er ósammála þeim. Það er þá bara að umgangast þetta fólk í kærleika og biðja fyrir þeim.
Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.12.2009 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.