23.10.2009 | 10:57
Þótt einhver hafi allsnægtir, þá er líf hans ekki tryggt með eigum hans.
Þótt einhver hafi allsnægtir, þá er líf hans ekki tryggt með eigum hans. Betri er lítil eign réttláts manns en auðlegð margra óguðlegra . Betra er lítið í ótta Drottins en mikill fjársjóður með áhyggjum. Guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur... Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja. Gef mér hvorki fátækt né auðæfi en veit mér minn deildan verð. Ég kynni annars að verða of saddur og afneita og segja : Hver er Drottinn ? Eða ef ég yrði fátækur, kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs míns.
Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða hvað þér eigið að drekka, ekki heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er ekki lífið meira en fæðan og líkaminn meira en klæðnaðurinn?
Var að lesa þetta í morgunn, og hugsaði: Peningar koma og fara, en lífið er ekki hægt að kaupa.
Riningarvers: Lúk. 12.15- Sálmur 37.16- Orðskv 15.16- 1.Tím 6.6-8 - Orðskv. 30. 8-9. Matt. 6.11-25.Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Takk fyrir góða grein. Fletti upp þessum orðum og las áfram í köflunum. Set hér smávegis af því sem þú vísar í:
Ekki áhyggjufullir
"Og hann sagði við lærisveina sína: "Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast.
Lífið er meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin.
Hyggið að hröfnunum. Hvorki sá þeir né uppskera, eigi hafa þeir forðabúr eða hlöðu, og Guð fæðir þá. Hve miklum mun eruð þér fremri fuglunum!
Og hver yðar getur með áhyggjum aukið spönn við aldur sinn?
Fyrst þér nú orkið ekki svo litlu, hví látið þér allt hitt valda yður áhyggjum?
Hyggið að liljunum, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.
Fyrst Guð skrýðir svo grasið á vellinum, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, hve miklu fremur mun hann þá klæða yður, þér trúlitlir!
Hafið ekki hugann við, hvað þér eigið að eta og hvað að drekka, og kvíðið engu.
Allt þetta stunda heiðingjar heimsins, en faðir yðar veit, að þér þarfnist þessa.
Leitið heldur ríkis hans, og þá mun þetta veitast yður að auki." Lúk. 12: 22.-31.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2009 kl. 13:37
"Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.
Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.
Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.
Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur.
En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.
Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin?
Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?
Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?
Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.
En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.
Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir!
Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?`
Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.
Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir ritari Kristins Ásgrímssonar
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2009 kl. 13:40
Sæll Kristinn.
Takk fyrir góða grein. Jesús sagði: „hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en fyrirgjöra sálu sinni."
Hann sagði einnig: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun yður all hlotnast að auki.
Ég held að Íslendingar séu að vakna af dáleiðingar svefni Mammóns og sjá sannleikan í málinu.
Guð blessi þig
Stefán
Stefán Ingi Guðjónsson, 24.10.2009 kl. 22:50
Takk Rósa mín, það er stafli á skrifborðinu mínu, þú reddar því fyrir hádegi á morgunn.
Já Stefán, ég vona það, ég ók fram hjá húsi um daginn, þar stóð út í gluggga: " Lífið er yndislegt" Ég er sammála
Kristinn Ásgrímsson, 24.10.2009 kl. 23:22
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.10.2009 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.