Leita í fréttum mbl.is

Innhverf íhugun, hvað er svona merkilegt við það ?

 

Athyglisvert að heyra að hindúasiður fylli Háskólabíó. Af því tilefni langar mig að vitna hér í Trúarbragðafræði handa grunnskólum:

Á hverjum morgni fara milljónir Indverja niður að einhverju fljóti á Indlandi til að eiga guðræknistundir. Á einum stað við eitt þessara fljóta er sérstaklega mikið um að vera. Staðurinn er Benares við Gangesfljót. Á tröppunum sem liggja niður að fljótinu er margt um manninn. Þar eru pílagrímar sem hafa ferðast langar leiðir til að geta hreinsað sig í vatninu. Þar eru betlarar sem vonast eftir að fá ölmusu frá pílagrímnum og þar eru lærimeistarar að fræða nemendur sína í helgum fræðum. Áeinni tröppunni situr meinlætamaður grafkyrr, vafinn í fátæklegt teppi og starir fram fyrir sig í djúpri íhugun. Hann hefur engar áhyggjur af útiliti sínu eða klæðnaði. Líkaminn skiptir hann engu máli því að hann er dauðlegur- aðeins nokkurs konar skel utan um sálina sem skiptir öllu máli því að hún er ódauðleg. Skammt frá er verið að brenna lík konu á báli. Öskunni er síðan stráð á fljótið . Gamlir menn horfa á en þeir hafa neitt síðustu kraftanna til að komast að fljótinu og bíða þar dauðans. Heilög kýr liggur makindaleg rétt hjá . Þetta fólk aðhyllist þau trúarbrögð sem við köllum hindúasið. ( Tilvitnun lýkur)

 

Úr þessum heimi kemur " Innhverf íhugun" sem er nú alls ekki nýtt fyrirbæri. Innhverf íhugun, gengur út á það ( eins og nafnið gefur til kynna) að finna guð innra með þér. 

Yoga er einnig hluti af hindúasið, og er aðferð til að losna undan karmalögmálinu. (Hin eilífa hringrás)

Hringrásin gengur út á það að sál þín fæðist aftur inn í þennan heim í öðrum líkama, kannski verður þú lítill voffi í næsta lífi, ef þú stendur þig ekki nógu vel í þessu.

Og nú vitna ég aftur í trúarbragðafræðina:

Yogaiðkandinn beitir sjálfan sig mjög ströngum aga og leggur mikið á sig til að ná fullkomu valdi yfir sjálfum sér. Með ýmsum aðferðum, t.d. vissum líkamsstellingum o.fl.,  útilokar hann hinn ytri heim og stöðvar áhrif skilningarvitanna. Með þessu móti verður hann frjáls og skynjar samband sálar sinnar við alheimssálina, brahman.(Tilvitnun lýkur)

Ég man að því var alltaf mótmælt að yoga væru trúarbrögð, eða andleg iðkun, þar til nýlega. Margir telja þetta ennþá bara líkamsæfingar. 

Svo ég vitni aftur í trúarbragðafræðina:

Shiva er guð yoga og meinlæta. Þar sem yogar hafa leitað eftir dýpri þekkingu hefur Shiva orðið lærdómsguð. Hann er einnig guð frjóseminnar. Á myndum er hann oft dansandi með krans úr beinum og hauskúpum um hálsinn. Með dansi sínum bæði deyðir hann og skapar. Þótt Shiva sé oft lýst sem hálfvilltum guði líta þeir sem tilbiðja hann svo á að hann sé einnig góður guð.

Maki Shiva ber mörg nöfn, t.d. Kali,Shakti, Parvati og Duirga. Á myndum er hún með vígtennur og blóð drýpur af tungu hennar. Um hálsinn hefur hún festi gerða úr mannshöfðum. Hún sendir sjúkdóma til jarðarinnar. (Tilvitnun lýkur) ath. leturbreytingar mínar. 

Nú það sem er neikvæðast við hindúatrúna er þessi hugmyndafræði í sambandi við karma. Karma einstaklings skilur eftir sig jákvæð eða neikvæð spor. Þannig er maðurinn bundinn verkum sínum og þau ákvarða stöðu hans í næsta lífi. Þess vegna finnst mörgum hindúum stéttaskipting og misjöfn kjör fólks ekki ranglát.  Fátækt sjúkdómar, gleði eða sorg eru afleiðingar fyrra lífs.

Þannig að ef einhver vill verða ríkur í næsta lífi, þá er kannski þessi innhverfa íhugun lausnin.

Vandinn er bara sá að þú veist ekki hvort þú fæðist sem maður eða.........??

 

 

 


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Ég hef meira kynnt mér hugmyndafræðina en guðina sjálfa, athyglisvert að þessir guðir hafa mannabein og blóð sem skraut. Okkar Drottinn skrýðist hins vegar ljósi sem vill lýsa okkur veginn. Það er svo miklu einfaldara að hafa bara einn Guð og kynnast honum vel heldur en að hafa miljón smáguði til að velja úr.

Flower, 4.5.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sammála þér Flower og takk fyrir að líta við, sé þig kannski á sumarmóti á Akureyri.

Kristinn Ásgrímsson, 4.5.2009 kl. 20:36

3 identicon

Sæll Kiddi.

Já, Indverska stéttaskiftingin er ömurleg í okkar augum,en eðlileg í þeirra.

Sinn er hver siður í landi hverju.............af hverju ?

Það er aðeins einn Guð, Guð almáttugur og það vitum við öll þrjú !

Kærleikskveðja á þig og alla þína .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 43193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband