Leita í fréttum mbl.is

Gleðlileg jól

Menn hafa mismunandi skoðanir á uppruna jólanna. En fyrir okkur hina kristnu, þá er þetta fæðingarhátíð frelsarans. Eitthvað virðist það vera við jólin sem sameinar og tengir fólk saman. Einnig eru gjafir gefnar á jólum. Hins vegar trúi ég því að stærsta gjöfin sem við getum gefið er ástúð og samfélag. Jesús sagði: "Sælla er að gefa en þiggja" 

Læt hér fylgja með litla sögu, sem tengist ekki endilega jólum, heldur þessu hugarfari að sýna öðrum ástúð.

 Fyrir nokkuð löngu síðan þegar ísinn var ódýr, þá var það að 10 ára drengur kom inn í ísbúð. Hann settist við borð, og spurði þjónustustúlkuna hvað einn Sundae kostaði. 50 cent svaraði hún. Drengurinn tók peninga upp úr vasa sínum og byrjaði að telja. En einfaldur ís, spurði drengurinn ? Það var fleira fólk sem beið eftir afgreiðslu og þjónustustúlkan var orðin svolítið óþolinmóð,35 cent svaraði hún hranalega.

Ég ætla þá að fá einn einfaldan ís svaraði drengurinn. Konan færði drengnum  ísinn og reikninginn,drengurinn borðaði ísinn  og greiddi síðan við kassann.

Þegar þjónustustúlkan fór síðan að taka af borðinu,  þá fór hún að gráta. Drengurinn hafði skilið eftir 15 cent fyrir hana í þjórfé. Hann hafði neitað sér um stærri ísinn til að geta gefið henni þjórfé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Kiddi minn þetta er sannarlega góð og hugljúf saga ,sem snertir strengi

Manni hlýnar um hjartarætur  .

 Sendi ykkur Dísu jólakveðjur  

Óla og (vala) 

Ólöf Karlsdóttir, 23.12.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður

Yndisleg saga um lítinn dreng og blessuð þjónustustúlkan fékk sína lexíu.

Guð gefi þér og Dísu þinni,

Gleðileg Jól og farsæld á komandi árum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Gleðilega hátíð, Guð gefi þér farsælt komandi ár og yfirflæði af blessunum og gjöfum :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 24.12.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gleðilega jólahátíð Kristinn og berðu kveðjur til pabba þíns og Þóru ásamt til þinna. Engin kort voru send út í ár.

Takk fyrir kveðjuna og söguna um strákinn.

Edda Agnarsdóttir, 26.12.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Sendi ykkur Dísu, mína ósk um gleðilegt ár og farsældar á þessu nýja ári Kær kveðja Óla og vala

Ólöf Karlsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband