Leita í fréttum mbl.is

Að skrifa undir sína eigin aftöku.

  Var að horfa á forsíðu fréttablaðsins í morgun, þegar þessi hugsun hitti mig, að undir vissum kringumstæðum virðist vera hægt að fá fólk til að skrifa undir hvað sem er, jafnvel eigin aftöku. 

Ég trúi því að það skipti meira máli fyrir íslensku þjóðina, hvernig hún bregst við þessum kringumstæðum, heldur en kringumstæðurnar sjálfar.Það sem orðið er, því breytum við ekki , en við getum haft áhrif á það sem verður.  Og það gerist ekki með mótmælum, heldur skapandi hugmyndum.

 Þar sem ég starfa á Keflavíkurflugvelli, þá þarf ég stundum að fara út að flugvél, sem er að fara. Vélin er full af farþegum, það er allt í fullum gangi við að koma vélinni í loftið. Vandamálið er, að það er bilað tæki fast við vélina og mitt hlutverk er að koma því í gang og fjarlægja. Þegar þetta gerist er oft öskrað úr öllum áttum, alls konar fólk kemur að og spyr, hvort þetta sé ekki að koma. Mín viðbrögð eru: Viljið þið koma ykkur frá, ég þarf vinnufrið, ef þessi flugvél á að fara í loftið. Mér dettur ekki í hug að segja af mér, ég er þess meðvitaður að fólkið í kringum mig leysir ekki vandann. Ef ég þarf hjálp, þá kalla ég á kollega mína frá Tækjaverkstæði. Þess vegna segi ég, gefum ríkisstjórn okkar vinnufrið, það er eitt að geta tekið til máls á mótmælafundi, það er annað að stjórna landi og leysa þau mál sem við stöndum frammi fyrir.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur hjá þér

kveðja Rafn

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Mikið til í þessu hjá þér.

Vorkenni fólki sem á um sárt að binda þessa dagana og þetta á því miður eftir að versna.

Megi almáttugur Guð miskunna okkur öllum.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband