22.11.2008 | 22:38
Þjóðfélag í uppnámi.
Harla þótti mér annarlegt að sjá fullorðið fólk brjótast inn á lögreglustöðina í kvöld, eða hlusta á móðir dásama ágæti sonar síns fyrir að óvirða alþingi lýðveldisins.
Á mbl.is lesum við:
Talsverðrar óánægju gætti vegna handtökunnar meðal þeirra, sem tóku þátt í mótmælafundi á Austurvelli í dag og og vék Hörður Torfason, fundarstjóri, að henni þegar hann ávarpaði fundinn. Við erum ekki hrifin af því að fólk í þessu landi fái ekki að tjá sig. Það á ekki að líðast að mótmælandi sé handtekinn daginn fyrir útifund," sagði Hörður. Í kjölfarið hvatti hann viðstadda til að mótmæla þeirri aðgerð. "
Skilaboð Harðar Torfasonar í fundarlok voru skýr, þar sem hann hvatti fólk til að fara að lögreglustöðinni.
Erfitt á ég með að skilja það fólk sem mælir þessum skrílslátum bót. Ekki tel ég að þeir sem hafi tekið til máls á þessum fundum gætu leyst þessi mál betur, heldur en sú stjórn sem þeir kusu. Það getur ekki talist lýðræðislegt að fótum troða bæði lög og reglu.
Ekki bætir það spillingu þá sem fólk telur sig mótmæla, heldur er illt verra.
Nær væri að við tækum okkur til fyrirmyndar frændur okkar Færeyinga sem söfnuðust saman og báðu fyrir landi og þjóð árið 1992 í stað þess að ásaka hvorn annan. Þeir uppskáru í samræmi við það þegar skyndilega allt var fullt að fiski í kring um eyjarnar.
Beiskja, gremja, reiði eða ofbeldi er ekki góður arftaki græðginnar. Megi algóður Guð opna augu íslensku þjóðarinnar.
Kristinn Ásgrímsson, 22.11.2008 kl. 22:27
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Hörður segist vera með rautt bindi (that time of the month) og þetta rauða bindi hefur æst lýðinn til uppþota. Biðjum fyrir honum.
Aðalbjörn Leifsson, 23.11.2008 kl. 07:40
Sæll kæri trúbróðir
Sorglegt þegar svona fer en fólk er orðið þreytt að fá engin svör um hvað sé í gangi.
Við eigum það sko gott fram yfir þau að geta hvílt í faðmi Jesú vitandi það að Jesús muni snúa við högum okkar.
Ég trúi því að þetta fari allt vel en ég vildi gjarnan heyra um bænaherferð í öllum kirkjum. Nú ætti Lúterska kirkjan sem er á spena hjá Ríkinu að vera í fararbroddi með bænaherferð. Þar sem allt er svo formfast í þeirri kirkju gætu forráðamenn ákveðið að beðið verði fyrir þessu í messum og svo bæri alveg tilhlýðilegt að auglýsa bænasamkomur. biðja fyrir landi og þjóð, fyrir visku og vísdómi.
Láttu ekki líða yfir þig. Þetta er bara ég og ég vil sjá bænaherferð allra.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.11.2008 kl. 07:12
Sæll Kiddi.
Ég er líka eins og þú eindregið á móti skríls og ofbeldislátum,þcí að það gerir bara illt verra.
Ég trúi á betri tíð með Guð sem verndara okkar..
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 04:33
Þakka ykkur kæru vinir, innlitið og Guð blessi ykkur.
Kristinn Ásgrímsson, 26.11.2008 kl. 21:14
Tek undir með þér kristinn að svona skrílslæti duga ekki, Hörður Torfa getur heldur ekki hvítþvegið sig og neitað fyrir að hafa efnt til þessara árásar á lögreglustöðina.
Eðlilega er fólk reitt, margir að verða gjaldþrota og horfa svo uppá gengdarlausa spillingu sem vafin er inní alla þjóðfélagshætti.
En sem betur fer hafa margir leitað á náðir Drottins og bænarinnar, prestar eru mjög uppteknir við sálgæslu til þeirra sem eru að missa allt, þeir heimsækja fyrirtæki og beina fólki að bæninni.
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:23
Sæll herra Kristinn. Ég er sammála þér betra væri að biðja fyrir ríkistjórnina og lýðnum í landinu heldur að mótmæa og fá lögregluna á mót sér. Takk enn og aftur fyrir þetta Kiddi minn. Guð blessi þig og allan söfnuðinn í Jesú nafni Amen.
Þormar Helgi Ingimarsson, 27.11.2008 kl. 19:17
Þetta fólk braust inn á lögreglustöð til að reyna að frelsa mann sem tekinn hafði verið fastur. Í alemmnum hegningarlögum segir:
111. gr. Hver, sem frelsar handtekinn mann, fanga eða mann, sem hafður er í opinberri gæslu, svo og hver sá, sem hvetur eða hjálpar slíkum manni til að losna úr haldi, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
20. gr. Hver sá, sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refsing er lögð við í lögum þessum, og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins, hefur, þegar brotið er ekki fullkomnað, gerst sekur um tilraun til þess.
Svona athæfi er bara alls ekki í lagi. Annars er hálf spaugilegt að sjá Þórðargleði stjórnleysingja þessa daganna: "Skyndilega eru anarkistar ekki eina reiða fólkið á landinu. Flestir aðrir eru reiðir og um leið undrandi yfir gjaldeyriskreppunni. ... Nú eru spennandi tímar. Reitt fólk sem er hundleitt á leiðtogastýrðu lýðræðisfyrirkomulagi og forréttindahópum, er að mynda hópa og skipuleggja sig." Tekið af www.anspyrna.org
Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 02:04
Þetta fólk braust inn á lögreglustöð til að reyna að frelsa mann sem tekinn hafði verið fastur. Í alemmnum hegningarlögum segir:
111. gr.Hver, sem frelsar handtekinn mann, fanga eða mann, sem hafður er í opinberri gæslu, svo og hver sá, sem hvetur eða hjálpar slíkum manni til að losna úr haldi, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
20. gr. Hver sá, sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk, sem refsing er lögð við í lögum þessum, og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að framkvæmd brotsins, hefur, þegar brotið er ekki fullkomnað, gerst sekur um tilraun til þess.
Svona athæfi er bara alls ekki í lagi. Annars er hálf spaugilegt að sjá Þórðargleði stjórnleysingja þessa daganna: "Skyndilega eru anarkistar ekki eina reiða fólkið á landinu. Flestir aðrir eru reiðir og um leið undrandi yfir gjaldeyriskreppunni. ... Nú eru spennandi tímar. Reitt fólk sem er hundleitt á leiðtogastýrðu lýðræðisfyrirkomulagi og forréttindahópum, er að mynda hópa og skipuleggja sig." Tekið af www.anspyrna.org
Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 02:04
Þakka ykkur kæra fólk, Guðrún, Þormar og Sindri.
Ég trúi því að það skipti meira máli fyrir íslensku þjóðina, hvernig hún bregst við þessum kringumstæðum, heldur en kringumstæðurnar sjálfar. Það sem orðið er , því breytum við ekki , en við getum haft áhrif á það sem verður. Og það gerist ekki með mótmælum, heldur skapandi hugmyndum.
Kristinn Ásgrímsson, 29.11.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.