Leita í fréttum mbl.is

Annað bréf frá fanga

 

Hef verið að hugleiða undanfarið rök þeirra sem segja að Guð sé ekki til. Einnig þessa undarlegu þörf þeirra að tjá sig um persónu sem ekki er til. Margir þeirra eru að velta sér upp úr textum Gamla testamentisins, og þykjast sjá þar að þessi persóna sem ekki er til, sé býsna vondur og illskeyttur.

Ég verð að segja að oft á tíðum frá mannlegu vestrænu sjónarhorni, þá virðist að þessir menn gætu haft eitthvað til síns máls.

En verður eilífðin útskýrð með rökum. Varð maðurinn bara til af sjálfu sér. Hættir hann þá að verða til einhvern daginn ? Er Ísrael ekki á þeim stað í dag sem ritningarnar sögðu fyrir um. Og er ekki saga Ísraels sönnun þess að það er til lifandi Guð ?  Er það bara tilviljun að dagatal okkar miðast við Krist ?

Enginn Guð fyrir mig, er sama og engin skynsemi. Í einum sálmi segir : Heimskingin segir, enginn Guð.

Vandinn er sá, að menn finna ekki og sjá ekki Guð í gegnum rökhugsun. Það þarf trú.

Síðast en ekki síst þegar ég sé harðsvíraða glæpamenn breytast og verða ljúfir sem lömb og vilja bara láta gott af sér leiða, er það allt saman ímyndun ?

Getur þá ímyndunarveiki læknað fólk af illsku, eigulyfjaneyslu o.s.frv. ??

Ég ætla að birta hér á eftir hluta úr öðru bréfi sem ég fékk frá fanga á Litla Hrauni.

Þessi maður uppörvar alla sem hann heimsækja með einlægri trú sinni og lífsgleði. Hann tjáði mér þegar ég heimsótti hann síðast að hann vildi ekki skipta aftur á óttanum og gleðinni sem hann hefði eignast fyrir trúna á Jesú Krist.

 

Annað bréf frá fanga.

 

Gunnar Jóhann trúboði Jesú Krists á Litla Hrauni heilsar öllum trúsystkynum  sínum í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík. Megi hinn eini og sanni Guð og Drottinn Jesús Kristur ljúka upp flóðgáttum himins og hella yfir ykkur óþrjótandi blessunum í Jesú nafni amen.

Ég verð að vera hreinskilinn og segja ykkur hvað ég sakna þess að vera með ykkur, það varð mér  mesta gæfa að fá að tilheyra kirkjunni ykkar í Keflavík og ég er þakklátur Jesú fyrir að hafa leitt mig inn til ykkar. Það bjargaði lífi mínu frá glötun  að kynnast Jesú Kristi. Dýrð sé Guði fyrir það að í dag á ég fullkomið líf þótt ég sé lokaður inni í fangelsi.

Jesús er svo yndislegur að ég bara fyllist gleði þegar ég hugsa um hvað hann er búinn að gera fyrir mig. Ég er búinn að eyða helming ævi minnar í óreglu, stjórnast af ótta og gremju út í allt og alla, er búinn að fremja ljóta glæpi og á ekkert skilið nema að vera lokaður inni að eilífu. En nei, nei Hann leysti mig undan óreglu, fjarlægði óttann, gremjuna og breytti mér úr því að vilja vera glæpamaður í að vilja elska náungann og þjóna öllum þeim sem eru á sama stað og áeg var á. Jesús sýndi mér að Hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Páll talar einmitt um þetta í bréfi sínu til Títusar.

Títusarbréfið 3:3-6.

Því þeir voru tímarnir, að vér vorum einnig óskynsamir, óhlýðnir, villuráfandi, í ánauð hvers konar fýsna og lostasemda. Vér ólum aldur vorn í illsku og öfund, vorum andstyggilegir, hötuðum hver annan. En er gæska Guðs og frelsara vor birtist og elska hans til mannanna, þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja.

Ég get vitnað um það að frá því að ég opnaði dyrnar fyrir Jesú inn líf mitt að gamla lífið mitt varð að ENGU, og að nýtt líf fékk ég að gjöf frá Honum, líf í fullri gnægð og það verður bara stórkostlegra með hverjum deginum sem líður.

Bréfið er talsvert lengra, og talar Gunnar þar um trúarvakningu á Litla Hrauni og segir frá bænastundum þar sem meðfangar hans sögðu, " Vá, takk Jesú" þegar þeir upplifðu nærveru og kraft Guðs inni í fangaklefanum.  Ímyndun ?  Ég held að þessir drengir kæri sig kollótta um hvað aðrir halda, þeir hafa eignast tilgang í lífinu, og fengið að reyna að það er hægt að vera frjáls í fangelsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður kæri trúbróðir.

Jesús er Drottinn.

Takk fyrir að fá að lesa bréfið frá fanganum á Litla Hrauni. Jesús fer ekki í manngreiningarálit. Hann elskar okkur öll jafnt alveg sama í hvaða þrepum þjófélagsins við erum.

Guð blessi ykkur trúsystkinin mín í Keflavík.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk fyrir að birta þetta bréf, stórkostlegt að lesa um sannkallað kraftaverk sem Guð hefur unnið í þessum manni. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er rétt hjá þér Kiddi að erfitt er að skoða andans mál með rökhyggju,  svona álíka erfitt einsog að reyna að finna lykt með augunum eða skoða barnsbrosið með heyrninni

Guð blessi hvítasunnukirkjuna í Keflavík

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Endurnýjun hugarfarsins er gjöf Guðs! Það er ekki nægilegt að frelsast eða endurfæðast, fá nýjan anda ef hugarfarið endurnýjast ekki líka. Gunni er komin inn í ríki síns elskaða föður. Amen. Trú án verka er nefnilega dauð. Guð blessi hann.

Aðalbjörn Leifsson, 12.8.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæll vertu Kristinn!

Gleðst af heilu hjarta vegna þeirra hluta sem Drottinn er að gera  í

lífi þessarra manna.Þetta bréf minnir á Pál og Sílas sem lofsungu í fangelsinu forðum!Lofsöngur þeirra breytti öllu! Megi þessum mönnum hlotnast  náð til að varðveitast frá öllu illu.

Takk fyrir færsluna og Guð blessi þig og þitt hús!

    Kveðja  Halldóra Ásgeirsdóttir. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Gísli Torfi

Gaman að fá fréttir af Gunna... gaman líka það sem þú sagðir okkur á kotmótinu.... flott hjá honum að nota vaskinn ..Halelúja.....

Gunni er Yndislegur ...

Gísli Torfi, 13.8.2008 kl. 15:43

7 identicon

Takk fyrir færsluna Kiddi og Guð blessi þig og fjölskylduna þína!

Ása (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:39

8 Smámynd: Ásgerður

Frábært að fá að fylgjast með þessum strák(Gunna), sem er auðvitað kraftaverk í sjálfu sér. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með

Ásgerður , 17.8.2008 kl. 08:49

9 Smámynd: Linda

Dásamlegt að heyra frá Gunna, það gleður hjarta mitt að sjá og lesa um trúfestu hans og vinnu hans á erfiðum akri.  Ég bið að Guð blessi hann og varðveiti.

kv.

Linda.

Linda, 17.8.2008 kl. 22:46

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég bloggaði um þessa bloggfærslu.

Sindri Guðjónsson, 19.8.2008 kl. 00:14

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 13:26

12 identicon

Sæll Kiddi.

Hjartans þakkir fyrir þessa færslu,

 hún er mögnuð FRELSUN GUNNA.

Lifið í Guðs friði. Takk.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 07:13

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð færsla, Kristinn. Jesús frelsar.

Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 25.8.2008 kl. 02:16

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þau eiga vel við orð Jóns Vals í tilvísun sinni á þessa bloggfærslu ; "Experientia docet"

Þetta er gott framtak hjá þér kæri bloggvinur minn Kristinn að setja þennan góða vitnisburð fram. Þetta er Scala Caeli svei mér þá.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.8.2008 kl. 03:51

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við erum hvor öðrum frakkari, predikarinn og ég, að tefla fram latínunni, en reyndar er hún fallegt mál. "Experientia docet" = reynslan kennir; Scala Caeli = himnastiginn, stigi til himna.

Jón Valur Jensson, 25.8.2008 kl. 08:26

16 identicon

Jesú frelsar segið þið... well það er svo margt sem getur "frelsað" og einnig hneppt menn í fjötra... það er hvorki djöfullinn né guð sem er að verki.
Að þið gefið ykkur það að yfirmegasúpergaur í geimnum vilji að aðalsköpunarverk sitt hendi frá sér allri rökhugsun og falli í eitthvað sem kallast blind trú er móðgandi fyrir hvaða guð sem er... og þá skiptir engu máli þó menn sletti á latínu.
Ef þið hafið eitthvað álit á þessum guði ykkar sem þið eruð búin að draga niður á plan ykkar sjálfra... jafnvel neðar en það.. þið eruð búin að draga guð ykkar niður á plan Dear Leader frá Norður Kóreu.
Það þarf ekki mikla rökhyggju til þess að þið sjáið þetta sjálf.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:04

17 Smámynd: Árni þór

Kröftugur vitnisburður  dýrð sé Guði

Árni þór, 25.8.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband