Leita í fréttum mbl.is

Trúmennska ...gleymdur eiginleiki???

Fór á samkomu í Fíladelfíu í dag og hlustaði á Hafliða Kristinsson fjölskylduráðgjafa tala um trúmennsku. Hann las upp frá sögn konu að nafni Betsy Chalmers, sem mér þótti svo mikið til koma að ég fékk textan hjá honum og þýddi hann lauslega. Betsy segir reyndar að hún skrifi þetta ekki með það í huga að aðrir taki sömu ákvörðun og hún, en ég hugsaði þegar ég las vitnisburð þessarra konu, að oft er tilefnið mikið minna, sem veldur hjónaskilnaði. Verð að bæta við að þessi kona á mína aðdáun. Hér kemur síðan frásögnin:

 

 

Ég hitti hann þegar ég var 19 ára, giftist honum þegar ég var tvítug og við vorum aðskilin þegar ég var 22 ára, þegar hann var handtekinn og síðan dæmdur fyrir ofbeldisglæp.Hann brást sjálfum sér, fjölskyldu sinni, konu sinni og framtíð sinni.En hann var eiginmaður minn. Ég var reið, hrygg, full vonbrigða og hrædd, en ég elskaði hann og hann þurfti á mér að halda, svo ég yfirgaf hann ekki.Ég var til staðar í gegnum vikur af réttarhöldum, og síðan gegnum áratuga fangelsi. Ég trúi á sáttmála hjónabandsins og á þann Guð sem við stóðum frammi fyrir, þegar við gáfum heit okkar. Ég hef trú á eiginmanni mínum og að hann muni vaxa og breytast og verða betri maður, og það hefur gerst.Ég er núna 50 ára og hann er 55 ára. Hann er enn eiginmaður minn og minn besti vinur. Ég sé hann 4 tíma um hverja helgi og tala við hann í síma tvisvar í viku í 20 mínútur.Ég lifi ekki í blekkingu og ég er ekki píslarvottur. Ég er ekki heimsk , ómenntuð eða örvæntingarfull. Ég er eiginkona. Ég vinn, borga afborganir af húsinu mínu, á 9 ára gamlan bíl, tvo hunda og reikninga eins og hver annar. Það er stundum erfitt að gera sér grein fyrir að ég er bara ein af yfir 2 milljónum eiginkvenna, manna sem lifa bak við rimla. Ég hefi ekki eignast marga vini í fangelsinu. Ég held þeim hluta lífs míns aðskildum, en hann er þó alltaf þar, hluti af öllum ákvörðunum sem ég tek. Einhverstaðar hér held ég að það sé gert ráð fyrir að ég segi að eiginmaður minn sé saklaus, og að kerfið hafi brugðist og við séum fórnarlömb... en það er samt ekki svo. Hvernig veljum við hvaða glæpur fer yfir strikið eða hvaða synd sé of stór til að fyrirgefast. Jú, ég verð reið yfir ástandinu. Ég hef grátið að geta ekki lifað eðlilegu lífi eins og aðrir, svo sem að eignast börn og fara í frí til annarra landa. Þetta er ekki það líf sem ég vænti fyrir 30 árum og mæli ekki endilega með því fyrir aðra, en þetta er mitt líf. Núna fimmtug, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að það líf sem ég lifi skilgreinir mig ekki endilega. Heldur hvernig ég vel að lifa því lífi.  Ég kýs að lifa því í trúmennsku. Þetta gefur mér frið og einnig gleði. Þetta gerir mig meðvitaða um eiginmann minn. Trú mín hefur gefið mér grundvöllinn ekki bara til að halda út, heldur til að lifa þessu lífi. Trú á Guð sem hefur ekki yfirgefið mig, trú á manninn minn sem elskar mig og trú á sjálfa mig. Ég trúi á trúmennsku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Takk kærlega fyrir síðast og þetta sem hér er skrifað er frábær frásögn.

knús og kv.

Linda, 2.6.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri trúbróðir.

Mikið er þetta falleg saga. Mikil hetja er þessi kona og hún á alla mína virðingu að halda út í þessum aðstæðum. Að vera trúr er stórkostlegur eiginleiki.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.6.2008 kl. 19:57

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur innlitið Linda og Rósa og Guð blessi ykkur.

Kristinn Ásgrímsson, 3.6.2008 kl. 23:30

4 identicon

Sæll vertu Kristinn!

Takk fyrir að koma með þessa sögu, hún blessaði mig og ég trúi að hún verði fleirum til blessunar.Af því að við viljum vera sannar og heilsteyptar manneskjur.

Berðu konu þinni kveðju mína

 Kveðja Halldóra Ásgeirsdóttir. 

Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband