Leita í fréttum mbl.is

Umburðarlyndisfasisminn

 

 

 

Var með stuttan þátt í útvarpi um þetta efni og ætla hér að reyna kom þeim hugsunum til skila.

Fyrirsögnin - Umburðarlyndisfasismi- eru ummæli sem voru viðhöfð um frumvarp menntamálaráðherra varðandi kristið siðgæði í skólum. Reyndar voru umrædd umæli eitthvað á þessa leið: "því Björn var ekki beðinn álits áður en kaþólska blondínan í menntamálaráðuneytinu ákvað að keyra "umburðarlyndisfasismann" í gegnum þingið. Auðvitað er sú umræða ekki búin og mér finnst ekkert ólíklegt að menn......."

Hér er verið að vitna í utandagskrárumræður á alþingi.

En snúum okkur að hugtakinu : " Umburðalyndisfasismi "Hverju er verið að lýsa ?  Orðið samanstendur af tveimur andstæðum hugtökum, umburðalyndi og fasismi.

Umburðarlyndi, myndi ég skilgreina: Eitthvað sem ég er ekki sammála en ég umber, hef samt sem áður frelsi til að segja mitt álit.

Fasismi lýsir hins vegar:  Einræði, harðstjórn, andsósíalísk stjórnmálahreyfing, er stefnir að vopnaðri kúgun ríkisvalds ( með her eða lögreglu) á almenningi.  

Hvað tákna þá þessi tvö orð þegar þau koma saman í eina sæng ?  Jú, eins og ég skil það þá er verið að neyða fólk til að umbera eitthvað sem það vill ekki umbera. Stundum kallað skoðanabæling, ég hef ekki lengur rétt til að tjá mína skoðun, án þess að það veki reiði eða ofsafengin viðbrögð.

Gott dæmi um þetta er umræðan um samkynhneigð, sem hefur tekið 180 gráðu beygju á s.l. 30 árum. Ef einhver sagðist samkynhneigður fyrir 30 árum eða talaði um að þetta væri eðlilegur lífsmáti, þá kallaði það á viðbrögð í samfélaginu, oft ofsafengin.

Í dag hins vegar ef einhver segir að þetta sé óeðlilegur lífsmáti, þá kallar það á samskonar viðbrögð. Þ. e. Mér er tjáð að það sé skoðun sem eigi ekki að líða í nútímasamfélagi.

Bjuggum reyndar í nútímasamfélagi fyrir 30 árum líka. Það er nú bara þannig á hverjum tíma. Þess vegna hef ég aldrei meðtekið tíma sem siðferðismælikvarða eða mælikvarða fyrir rétt eða rangt.

Nú er tillaga um að kalla kristið siðgæði einhverju öðru nafni, af því að einhver getur ekki þolað eitthvað sem kennt er við Krist. Ráðherra segist vilja kristin gildi og siðferði, en það má bara ekki heita svo.

Ég segi, að ef eitthvað má ekki heita réttu nafni, þá er eitthvað mikið að. Ef samfélagið heimtar það einn góðan veðurdag að ég kalli konu mína, eitthvað annað en konu, þótt hún sé kona og við ætlum að kenna það áfram .... er ekki eitthvað sjúkt hér á bak við.

Jú, við köllum það umburðalyndisfasisma, þegar fólk lætur undan annarlegum þrýstingi.

Ég spyr, hvaða umburðalyndi er þetta og fyrir hvern, hver er það sem þrýstir á ?

 Samkvæmt svari menntamálaráðherra :  "Eru þessar breytingar gerðar að höfðu samráði við Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, umboðsmann barna, þjóðkirkjuna og Alþjóðahús. Framangreind hugtök endurspegla inntak kristilegs siðgæðis og þau grunngildi sem íslenskt þjóðfélag byggist á. Ekki er verið að hverfa frá því að starfshættir skóla skuli mótast af kristnum grunngildum samfélagsins og áfram verður lögð áhersla á kennslu í námsgreininni kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði. "

Ég tel að það sé vá fyrir dyrum þegar löggjafinn ætlar að meina okkur að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Það minnir óneitanlega á "fasisma"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Kristinn þetta kallast lýðræði þegar minnihlutinn kúgar meirihlutann til samþykkis e-h. Sjáðu til dæmis vantrú.is og samtökin 78 þessir hópar geta hrópað hátt og kúgað meirihluta þjóðarinnar til hlýðni.

Aðalbjörn Leifsson, 3.2.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kristinn. Þakka þér fyrir frábæra grein. Það er algjör sneypa að það megi ekki kalla hlutina sínum réttu nöfnum eins og kristin gildi. Datt í hug sunnudagaskólakór sem við höfum örugglega bæði sungið af krafti þegar við voru UNG. Guð blessi þig og við skulum hefja ljósið hátt.

 

:,: Þetta er mitt litla ljós, vel það skína skal:,:

Skína skal, skína skal, skært það skína skal.

 

:,:Enginn blása burt skal ljós, vel það skína skal:,:

Skína skal, skína skal, Skært það skína skal.

 

:,:Skal ég skyggja á ljósið? Nei. Vel það skína skal:,:

Skína skal, skína skal, skært það skína skal.

 

:,: Hátt skal ljósið hefja nú. Vel það skína skal:,:

Skína skal, skína skal, skært það skína skal.

                                          Inez Anderson – S.P.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Aðalbjörn, það er satt varðandi samtökin 78 þau hafa náð að sannfæra þjóðina um að svart sé hvítt, vantrú á vonandi ennþá langt í land, þeir reyna þó að sannfæra sjálfa sig.

Rósa, við sendum þig niður á alþingi með þetta lag.

Þakka ykkur annars innlitið.

Kristinn Ásgrímsson, 3.2.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kiddi minn.

Þú verður að koma með og hafa gítarinn með  Amen

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.2.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Flower

Þetta er góð grein hjá þér Kristinn, og ég er sammála hverju orði.

Flower, 3.2.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það eru greinileg meiri merki um andkristnis anda við völd á alþingi í dag en áður og í þjóðfélaginu. Í rauninni er þetta kúgunnar andi skrattans sem reynir að kæfa það siðferði og þau viðmið sem við höfum sem kristin þjóð.          Er það ekki bara þannig að því oftar sem fólk selur sér þá lýgi að samkynhneigð sé eðlileg, því blindara verður fólk? Vantru.is er líka með síðuna biblia.is  sem er ekki allveg að virka... en samt er ein huigsun sem ég hef verið að spá í, ef maður er fylgjandi einhverju, á maður ekki frekar að eyða orku í það heldur en að vera eyða orku í að vera á móti því sem maður er ekki sammála? Mér finnst það svona vera ein leið óvinarins að fá okkur á þann farveg að vera eyða orku í að vera á móti í villunni í stað þess að einbeita okkur að boðun sannleikans...  sannleikurinn varpar alltaf ljósi á villuna... 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 4.2.2008 kl. 10:15

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær pistill hjá þér Kristinn! Þorgerður Katrín hefur misst mikinn styrk og þor og lætur beygja sig í duftið, ég hélt satt að segja að hún væri öflugri en þetta

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:06

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Svo ég bæti nú við þá er hún Þorgerður Katrín lögfræðingur en sat samt undir rangri túlkun Siðmenntar á dómi mannréttindadómstólsins í máli norskra skólayfirvalda

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.2.2008 kl. 11:11

9 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka innlitið Flower, Sigvarður ég er sammála því að við eigum að vera upptekin af okkar sýn, þakka þér Guðrún fyrir þitt innlegg, stjórnmálamenn virðast því miður of oft beygja sig fyrir tíðarandanum.

Kristinn Ásgrímsson, 4.2.2008 kl. 12:25

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kiddi minn. Hvenær á ég að koma og við getum farið að æfa okkur? Við yrðu flott. Skiptir ekki máli þó sumt væri ekki nógu flott sungið hjá mér en ef söngurinn kemur frá hjartanu þá er ég ánægð. Það þyrfti líka að fá tíma á Alþingi og prédika hressilega yfir Alþingismennina! En svona í alvöru þá væri þjóðráð að koma þarna stundum inn og biðja á meðan húsið er opið. Gætum verið að biðja í hljóði á pöllunum á meðan er verið að útkljá mál sem skipta máli fyrir framtíð Íslands sem kristinnar þjóðar. Gætum einnig gengið í kringum húsin eins og Alþingi þar sem ákvarðanir eru teknar og þær margar mjög slæmar. Hræðilegt með þennan veimiltítuhátt hjá Þorgerði Katrínu að geta ekki kallað hlutina réttum nöfnum. Ég hélt að hún væri meiri skörungur en þetta. 

Biðjum almáttugan Guð að miskunna þessari þjóð sem er á hraðri leið að afkristnast. Bæn til Guðs er það sem þarf. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.2.2008 kl. 12:43

11 identicon

Sæll Kristinn.

Ég segi það sama og aðrir hér á undan FRÁBÆR PISTILL.

 Það er nú einhvern vegin svo að það hefur ekki gengið upp ennþá að þjóna tveimur HERRUM, nema síður sé. Mér finnst persónulega orðið of mikið af fólki á þingi sem er með krankleika í HNÉ og HÖFÐI. 

Ég ætla nú samt að senda þeim viðsnúningsbæn ásamt því að það gangi eftir.Annars má segja það að það er orðin heldur betur orðin ORRAHRÍÐIN  að ÖLLU SEM HEITIR KRISTIÐ..

GÓÐUR GUРVAKI YFIR þér Og Þínum. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 03:24

12 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Sæll Kristinn.

Takk fyrir góða grein. Það er komin tími til að meirihlutin láti í sér heyra. Fólk sem er sammála því að halda Kristnum gildum á landinu okkar.

Haltu áfram

Saman stöndum við sterkur her.

Stefán Ingi Guðjónsson, 7.2.2008 kl. 00:59

13 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mikið er ég sammála þér Kristinn. Menn neita að horfast í augu við þá staðreynd að okkar siðgæði byggir á kennslu og boðun Krists. Menn hafa sagt að Upplýsingin hafi komið með grunnin að siðferði okkar í dag, en gleyma oft að þeir sóttu sinn grunn í siðferði Ritningarinnar. Þeir viðurkenndu kannski ekki að Kristur væri sonur Guðs, en voru tilbúnir að segja að hann hafi verið framúrskarandi siðferðislegur kennari. Við erum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, alin upp í umhverfi sem byggir á kristilegu siðgæði.

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.2.2008 kl. 13:34

14 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur, Þórarinn , Stefán og Bryndís ykkar góðu innlegg.Baráttukveðja til Rósu.

Kristinn Ásgrímsson, 7.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband