Leita í fréttum mbl.is

Hjálpum götubörnum í Nakuru Kenya

    Þú ert velkominn á tónleika til styrktar götubörnum í Nakuru Kenya, sem haldnir verða í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Hátúni 2 Reykjavík n.k laugardag kl. 16. 00   Miðar eru til sölu á skrifstofu Fíladelfíu, Krossinum, Lindinni og í Hvítasunnukirkjunni Keflavík.

Við ætlum að kynna þetta hjálparstarf á sjónvarpstöðinni Omega kl. 20:00 n.k. miðvikudag

Hér er nýlegt myndband frá barnastarfinu í Nakuru

Ef þú tvísmellir á plakatið þá stækkar myndin

 Plakat-Gospel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kristinn.

Ég mæti og styð um leið gott málefni og vona ég hér með að það verði fullur salurinn af fólki.

þetta er gott málefni og ber okkur að styðja það. Mætum Öll.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:22

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka þér Þórarinn og það var gaman að hitta þig í gær.

Kristinn Ásgrímsson, 7.1.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Kiddi minn. Ég kem ekki en ég mun hugsa til ykkar. Ég vona og trúi að fólk sem mætir á tónleikana fái gjöf um leið. Stærstu gjöfina sem hægt er að fá að eignast Jesú Krist sem frelsara sinn. Guð blessi þig Kiddi minn og hjálpi ykkur í starfinu Í Keflavík og nágrenni. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.1.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll herra Pastor Kristinn. Þetta verða frábærir tónleikar. Ég hvet alla þá sem eru ekku búnin að kaupa miða á tónlekana og hjálpa götubörnunum að fá mat  og þak yfir höfuðið. Megu Guð blessa ykkur öll. Og Kiddi ég þakka þér fyrir að vera hirðirinn minn í Jesú nafni.Guð blesi Þig og Dísu.    

Þormar Helgi Ingimarsson, 11.1.2008 kl. 00:04

5 identicon

Í dag er nýbyrjaður Sunnudagur. Kiddi minn ég komst ekki á tónleikana eins og ég ætlaði . Ég tognaði leiðinlega á Hásininni og verð að fara vel með fótinn þar til bólgan minnkar,en ég ætla að styðja málefnið sem svara miðaverðinu. Ég verð í sambandi.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 01:57

6 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka þér Þórarinn, og Guð gefi þér góðan bata.

Kristinn Ásgrímsson, 13.1.2008 kl. 14:23

7 identicon

Ég mætti á tónleikana . Hafði aldrei farið áður á tónlistarviðburð í Fíladelfíu .

Hljómurinn í kerfinu alveg magnaður . Lögin voru góð, og svo tónlistarfólkið . Alveg frábærir tónleikar ! Mætingin var bara nokkuð góð sýndist mér . Kveðja : Conwoy 

conwoy (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 21:03

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

þetta voru frábærir tónleikar;) og gott málefni sem vert er að styrkja...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 18.1.2008 kl. 20:24

9 identicon

Þetta voru alveg frábærir tónleikar - þessir tónlistarmenn er snillingar. Takk fyrir okkur

Guð blessi ykkur í þessu starfi í Kenýa - alveg magnað hvað ein hjón með hugsjón, vilja og blessun Guðs geta framkvæmt

Kv Harpa og Ísrael

Harpa Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:59

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir að koma og hjálpa götubörnum í Nakuru Kenya.

Ég veit að hjónin Susanne og Leif Madsen voru mjög ánægð með heimsóknina. Þau fengu um 40 stuðningsmenn í heimsókninni og það hefur þegar safnast um 540 þús kr.

Þakka öllum sem hafa sem hafa gefið .

Kristinn Ásgrímsson, 19.1.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband